Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 „Melarokk" hefst í dag kl. 14: Umfangsmestu úti- tónleikar hérlendis á Melavelli í dag Helgi Viggósson, ritstjóri, og Guðrún Þórðardóttir, skrifstofustjóri, með fyrsta tölublað Tölvublaðsins. Nýtt tímarit um tölvumál NYTT tímarit hóf göngu sína 20. ág- úst sl. og heitir það Tólvublaðið, sem bendir á viðfangsefni ritsins. Útgef- andi Tölvublaðsins er Tölvuútgáfan hf. Fyrsta tölublað Tölvublaðsins er 92 síður, og er efnisuppbyggingin að mestu fræðslugreinar, skrif um tölvukerfi og fréttir af vettvangi tölvumarkaðarins. Sagt er frá tölvu- væðingu nokkurra fyrirtækja hér- lendis. En tölvuvæðingin á íslandi er viðfangsefni fyrsta tölublaðsins. Að sögn Helga Viggóssonar, framkvæmda- og ritstjóra blaðs- ins, er því ætlað að fræða almenn- ing um tölvutæknina, jafnframt því að vera fagrit fyrir þá sem þurfa að fylgjast með þróuninni í tölvuheiminum. Helgi sagði þörf- ina fyrir svona blað vera mikla hérlendis. Fólk vildi fræðast um þessi mál, þar sem svo mikið myndi byggjast á tækni samfara tölvunotkun í frmtíðinni. Upplýs- ingar hefðu til þessa ekki verið að- gengilegar fyrir alþýðu manna. En með útkomu Tölvublaðsins skap- aðist vettvangur til fræðslu um þessi efni. M.a. yrði þáttur í blað- inu, sem héti „spurt og svarað" þar sem fólk gæti sent inn spurn- ingar um hin aðskiljanlegustu efni varðandi tölvur og tölvubúnað. Að sögn Helga mun Tölvublaðið koma út þriðja hvern mánuð til að byrja með, en fyrirhugað er að Nýjungar í starfsemi Hafskips Sú skipulagsbreyting verður gerð á markaðs- og þjónustumálum Hafskips hf. í Evrópu i næsta mánuði, að Sveinn Kr. Pétursson mun taka til starfa sem forstöðumaður markaðsmála félagsins í Evrópu. Mun hann jafnframt verða yfirmaður skrifstofu Hafskips i Ham- borg og hafa aðsetur þar. Sveinn hefur unnið í 13 ár hjá fyrirtækinu, og verið yfirmaður ýmissa deilda þess. „Eins og kunnugt er hefur Hafskip hf. opnað tvær eigin svæðisskrifstof- ur erlendis á þessu ári, í Ipswich og Sveinn Kr. Pétursson New York," sagði Björgólfur Guð- mundsson framkvæmdastjóri Haf- skips er Morgunblaðið spurðist fyrir um þessa nýskipan. „Þá er í ráði að fleiri slíkar skrifstofur verði opnað- ar innan tíðar með íslensku starfs- fólki. Þetta var gert að lokinni ítar- legri úttekt á rekstrarhagkvæmni og ekki síður, hvernig unnt yrði að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins. Reynslan af skrifstofunum tveimur hefur verið mjög góð, og nú í sept- ember stígum við svo nýtt og stórt skref í starfsútrás félagsins, er Sveinn tekur við forstöðu mark- aðsmála í Evrópu með aðsetur í Hamborg," sagði Björgólfur. gefa það út örar. Fyrsta tölublaðið byggist rnikið á fræðslugreinum fyrir þá sem hafa litla viðkynn- ingu haft af tölvum. En í fram- haldi af þeim lestri gætu menn farið að lesa um flóknari hluti. Er ætlunin, að blaðið komi sér upp „pennakjarna" þar sem uppistað- an verði innlendir sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum tölvutækn- innar. Benti Helgi á, að fólk þyrfti ekki að vera hrætt við tölvurnar, heldur þyrfti fólk frekar að vera hrætt við að kynnast þeim ekki, þar sem svo rnikið myndi byggjast á þessum fræðum í framtíoinni. UNNENDUR íslenskrar popp- tónlistar fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð á Melavellinum í dag. llmfangsmestu útitónleikar hérlendis til þessa, „Melarokk", hefjast kl. 14 og standa linnu laust fram til kl. 23.30 í kvöld. Á hátíð þessari koma flestar kunnustu hljómsveitir landsins fram, auk nokkurra nýrra og óþekktra. Alls verða hljóm- sveitirnar 17 talsins og sá tími sem fer í að skipta um hljóm- sveitir og tæki á sviðinu verður nýttur til kynningar á nýjum íslenskum plötum. Undirbún- ingur hefur staðið í margar vik- ur og síðustu daga hefur verið unnið við að reisa heljarmikið svið á Melavellinum. Að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Hallvarðs Þórs- sonar, hefur verið stefnt að því að reyna að skapa stemmningu líkasta þeirri, sem þekkist á slíkum stórhátíðum erlendis. Gefst hljómleikagestum kostur á ýmiss konar veitingum, auk þess sem eitt og annað verður til sölu. Verði veður skaplegt er talið líklegt að 2—3000 manns muni sækja hátíðina. Tæknimaður vinnur við lagningu kapla fyrir „Melarokk" í einum flóðljósastauranna á Melavellinum. MorgunbladiA/ r.milía. Samkoma í Kaldárseli STARFRÆKSLA sumarbúða í Kald- árseli ofan við Hafnarfjörð hefur í mörg ár verið liður i sumarstarfi KFUM og KFUK í Hafnarfirði. í suinar dvöldust á vegum félaganna um 240 börn, stelpur og strákar, í sex dvalarflokkum á timabilinu frá 27. maí til 26. ágúst. I fréttatilkynningu frá félögun- um segir, að á hverju hausti, þegar starfinu lýkur sé haldin samkoma og kaffisala í Kaldárseli. Á morg- un, sunnudaginn 29. ágúst, verður samkoma í Kaldárseli og hefst hún klukkan 14.30. Þar talar cand. theol Benedikt Arnkelsson, er ver- ið hefur starfsmaður í drengja- flokkunum um árabil. Þegar að lokinni samkomunni verður borið fram kaffi og aðrar veitingar og gefst þá samkomugestum og öðr- um sem heimsækja Kaldársel tækifæri til þess að styrkja sumarbúðirnar. O »RU VISI mis<;A<;iVAsvi\iN(; i dag og á morgunfrá kl 13.30—6 Hefur þú áhugaá að skapasérstæð- an stíl á heim- ili þínu? Efsvoerþá skalt þú at- huga þetta mál «rj*i Þessi húsgögn eru vestur- þýzkgœðavara á góðu veröi fyrir hina svokölluðu hús- gagnafagurkera. Múm, bordstofuhúsgögn, sófasett, smáhlutir, s.s. lampar o,m,fl Þú getur búið íbúðina alla í þessum sér- stæba stíl — og haft heimili þitt öðruvísi, — en þetta vanahga. "/.>:.'//<**/(/' mát énf&ýjftrc/t/fM eux^at^ íAW/wt^ //r/védJ-___ /'f/////fr/>»,ry//,/tÁ//fst >///(/<?,,/(/¦,//. tár ///.///„//], ////,/,,„•,/,. ///,//,/,,,A //,,/,//. /,.jJ/ „S,s/#6,y, , UJjr-húsg Armúla 44 Símar 32035 — 85153

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.