Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Hugleiðingar um ofdrykkjuvarnir — eftir Steinar Guðmundsson Við upphaf þessa síðasta pist- ils vil ég endurtaka aðvörun, sem fram kom í þeim fyrsta. En hún er sú, að þrátt fyrir það að við íslendingar getum verið hreykn- ir af framlagi okkar til of- drykkjuvarna á sviði sem kallast „afvötnun" og „endurhæfing", þá verðum við að gera okkur ljóst, að ekki er réttlætanlegt að láta við svo búið standa. Við verðum að leggja mjög mikla og vaxandi áherslu á að reyna að stöðva strauminn að botnstöðvunum. Við megum ekki húka á hækjum okkar og bíða þess að holskefla alkóhólismans ríði yfir. Við getum varist hann. Við getum stöðvað hana í mörg- um einstökum tilfellum. Við búum yfir þekkingu, sem hægt er að leggja á borð sem fræðslu á það breiðum grundvelli að hún nái til allra, án tillits til þess hvort þeir drekka eða drekka ekki. Við verðum að gera okkur Ijóst, að drykkjuskapur er ekki alkóhólismi þótt ákveðin mörk milli ofdrykkju og alkóhólisma séu óþekkt. Drykkjuskapur lýtur stjórn vilja og aðstæðna, en alkóhólismi ekki. En vegna þess að drykkjumaður vill drekka, þótt hann vilji ekki drekka eins og hann drekkur, þá grípur hann eða hans nánustu (þegar hann hefir orðið þeim til skammar) til sjúkdómshugtaksins, en með því er uppátækið réttlætt. Mistökin eru skrifuð hjá sjúkdómi, en ekki manni. En þegar sá drukkni, endrum og eins, sleppur við að verða sér til skammar, þá er hann kallaður perla, en ekki sjúklingur. Með þessu rugli er í andvara- leysi verið að rifa niður hinn stóra sigur, sem vannst þegar alkóhólismi var viðurkenndur sem sjúkdómur. Án þess að hugsa út í það, þá notum við okkur dýrkeyptan sigur í barátt- unni við eitt mesta böl mann- kyns, til að auka á vandræðin og fjölga í röðum þeirra þjáðu. Til- litsleysið er algjört. I fjölda ára, og með vaxandi hraða, hefi ég elt uppi hvaðeina sem grunsamlegt gat talist í samskiptum manna við áfengið. Áfengi orsakar súrefnissvelti, áfengi slævir siðgæðisvitund og leiðir til náttúruleysis, áfengi er peningaþjófur, fangelsin væru tóm ef ekki væri vegna áfengis- ins, o.s.frv. o.s.frv. En allt eru þetta aukaatriði, að vísu nei- kvæðar uppákomur, en aukaat- riði samt. Aðalatriðið er það, að maður- inn, sem merktur er alkóhól- isma, hefir villst af þeirri leið sem staða hans og tilgangur lífs hans og persónulegur smekkur höfðu markað honum, eða hann markað sér í hugsýn eða með undirbúningi undir ævistarfið. Þokan sem hann villist í, er drykkjuskapur. Ef ferðamaður gætir sín í þoku hrapar hann síður fyrir björg. Hvort ástæðan til villunnar byggist á kjarkleysi eða mis- skilningi, roluskap eða frekju, skiptir engu. Sá sem misst hefir átta verður að doka við og at- huga sinn gang. Hann getur fikrað sig áfram, en betur væri VII. grein hann settur ef hann nyti leið- sagnar. Og svo er Guði fyrir að þakka, að í þeirri villu sem af drykkjuskap leiðir, er hægt að afla sér leiðsagnar. Þekking ligg- ur á lausu bara ef eftir henni er leitað, allt sem á vantar er að þeir sem í villunni vaða vilji þiggja leiðsögnina. Við útbúum gildrur og spenn- um boga og leggum netatrossur út um sund og voga til að ná okkur í svanginn, en svo finnst okkur ekki taka því, að leggja út agn eða beita sæmilega til að bjarga þeim sem hrekjast fyrir straumum og vindi vegna mis- skilnings á ákveðnum þætti til- verunnar. Við bíðum bara eftir að þá reki á land og dembum þeim svo í gúanó. Aumt er að þurfa að horfa upp á þann grátbroslega skrípaleik, sem felst í því, að árum og ára- tugum saman endurtekur sami maður sömu tilfæringar, í sí- rennu, við að fela sjálfan sig fyrir sjálfum sér. Þetta er líkast því og að í feluleik feldi sami krakkinn sig alltaf á bak við sama lugtarstaurinn og tæki aldrei tillit til þess, að hann stendur útfyrir báðum megin. Og vitáö er, að áfengi er notað sem skálkaskjól við margvísleg- ustu tiltektir, og þegar enginn vandræði liggja á lausu þá eru þau gjarnan búin til svo hægt sé að halda feiuleiknum áfram, því í leiknum felst fróun. Stanga- veiði er sport — drykkjuskapur líka. Að kalla glúrni sjúkdóm nær ekki nokkurri átt. Ef drykku- skapur er sjúkdómur þá er auð- velt að flokka til sjúkdóma hver þau vandræði önnur sem maður burðast með af því að manni finnst ekki taka því að leysa þau. En í drykkjuskap kemur alltaf að því öðru hverju að maður vill hætta. En, eins og áður segir, manni tekst ekki að hætta af því maður áttar sig ekki á eðli drykkjuskapar og vill ekki þýð- ast leiðsögn nema maður sjálfur fái að ráða meginstefnunni. Þarna situr hnífurinn í kúnni. Áfengisvandamáli þjóðarinn- ar er hægt að skipta í tvo megin- flokka. I öðrum eru þeir sem misst hafa stjórn á áfengisnotk- un sinni og þeir aðstandendur sem verða að „þola með þeim súrt og sætt", eða eru háðir þeim fjárhagslega. í hinum flokknum eru þeir, sem ala á ástandinu með því ým- ist að þykjast ekki sjá það, eða réttlæta mistök vegna ölvunar klaufans, eða hlæja að drykkju- manninum, eða fordæma hann, eða láta sem þeim komi áfeng- isvandamál þjóðar sinnar ekkert við. Til að hægt sé að koma fyrri flokknum til hjálpar þarf seinni flokkurinn að breyta um stefnu. Að framkomu seinni flokksins óbreyttri næst engin breyting til bata, því seinni flokkinn skipa svo miklum mun fleiri einstakl- ingar. Því fleiri sem leita sér fræðslu um ofdrykkju og alkóhólisma því meiri líkur eru til þess að úr meiningu dragi. Og svo þakka ég þeim, sem enst hafa til að lesa þessa pistla mína og þakka Morgunblaðinu jákvæðar undirtektir undir kvabb mitt allt frá byrjun. En af persónulegri fordild langar mig til að ljúka þessu romsi með til- vitnun í það bréf Biblíunnar, sem ég tel hollast til aflestrar þeim sem við vandræði búa. Tilvitnunin er úr Jakobsbréfi, 4. kap. 17. vers, og hljóðar þann- ig: sem út leggst: „Hver, sem því hefir vit á gott að gjöra og gjörir það ekki, honum er það synd." Steinar Guðmundsson. Kai £l/V0/ltV KrX TTOÍt']- c Q^) i ~'v Sí Kav\LtrOc ív (TOfífV TOV. €j tu?s á\a£ovía<.. /C( &£* ''vfyvfirvi •tWn'.vrtf Trovrjpa ío-tiv. *** TXOLOVVTl, OfiMfma at'Ti- Q" <V>' vXovo-ioi, K\avo~aT€ ÓAoAlJi, ^Oy. ' KOk fJLf * vvv oí \<u- %>• sem út leggst: „Hver, sem því hefir vit á gott að gjöra og gj'órir það ekki, honum er það synd." BUl kmaiinn V'll vínna veríuð — Fljótandi gólflagnarefni Hér á landi eru staddir 2 Hol- lendingar, sem leggja hollenzkt gólfefni á íþróttahús og víðar. Felst aðferðin í því, að fyrst eru lagðir 5—6 mm af gúmmíi ofan á gólfið. Ofan á gúmmíið er efninu smurt 2 mm í 2 lögum í fljótandi formi. Er dreift úr því með spöð- um og að lokum er málað yfir það með slitmálningu. Myndar hún lag, sem gert er til þess að verja efsta lagið. Heitir þetta efni BOLIDT. Að sögn Ágústs Óskarssonar, framkvæmdastjóra Á. Óskarsson- ar, sem flytur efnið inn, er þetta efni notað einnig á venjuleg gólf, sem mikið er gengið á og hætta er á sliti, svo sem sjúkrahús, slátur- hús, skóla o.fl. Væri þá aðeins not- að efsta lagið, þetta tveggja mm lag. Yrði það líkt og gólfdúkur á að sjá og áferð einnig. Ef það kæmi slit í efnið, þá væri bara að koma með málningarrúllu og mála yfir. Eins ef það kæmi gat ofan í efnið, þá væri skorið stykki úr með dúkahníf og sparslað aftur í. Efnið væri unnt að fá í öllum litum og þornaði efnið á einum degi eftir að það væri búið að leggja það. Verio að leggja BOLIDT i gólf íþrótUhússins ( VíðisUðaskóU í Hafnarrirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.