Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 29 Minning: Jón Guðmunds- son frá Papósi Vegna mistaka er minningar- grein þessi birtist hér í blaöinu fyrir skömmu, er greinin birt hér aftur: Vorið 1897 verður tíu ára dreng tíðförult upp á Fjarðarklif við Papós. Fyrir ofan hann gnæfir blásvartur hrikalegur Klifatindur, sem varpar skugga á bikaða vöru- skemmu Papósverzlunar, og þrjú lit.il íbúðarhús, sem kúra á gras- flöt við grunnan ósinn. Hann skimar til hafs eftir segli við hafs- brún. Kannski í dag, kannski á morgun, eða ef til vill eftir viku eða lengur. Það er von á vorskip- inu. Vorskipið hefur komið á Papós í 36 ár. Frá því að drengurinn man eftir sér hefur þetta verið sá dag- ur sem hann og allir í þessu 25 manna samfélagi hafa hlakkað hvað mest til. Og skipið kom. Það lá fyrir festum langt frá landi og vörurnar voru fluttar á litlum báti á háflæði að vöruskemmunni, sem nú fylltist útlenzkum ilmi og fréttin flaug um allar sveitir. Þreyttir langferðahestar klyfjaðir ull komu niður úr Almannaskarfti. Sumir höfðu meira að segja komið sunnan yfir sanda og verið næst- um eins lengi á leiðinni og skipið frá Kaupmannahöfn, ef því byrj- aði vel. Kaupmannahöfn var reyndar næsti bær við Papós, sem nokkuð kvað að, og þangað fluttu faktorar með útlend nöfn með haustskipinu. Bn hann vissi að þetta var síðasta vorskipið á Pap- ós og um haustskipið hugsar ekki 10 ára drengur því í sumar átti hann að flytja á nýjan stað rétt eins og búðin hans Ottós Tuliníus. Um sumarið var hún rifin og hús- in líka, planka fyrir planka, sem reyrðir voru saman á fleka í flæð- armálinu. Knáir ræðarar á tveim- ur litlum bátum drógu flekann um opið haf að Hornafjarðarósi þar sem straumurinn hreif hann, tætti sundur flekann. Plankarnir voru tíndir saman og búðin og húsið reist að nýju á Höfn, en drengurinn fór gangandi með for- eldrum sínum og systkinum yfir Almannaskarð og gerðist land- nemi á Höfn, þar sem hann átti heima næstu 37 árin. Sá sem hér um ræðir er Jón Guðmundsson, er lézt 95 ára gam- all eftír stutta legu í hjúkrunar- og elliheimilinu í Kópavogi þann 28. júlí sl. Hann var fæddur á Pap- ósi á sumardaginn fyrsta 1887 og síðan var sumardagurinn fyrsti ávallt afmælisdagur hans hvaða mánaðardag svo sem hann bar upp á. Faðir Jóns var Guðmundur Sigurðsson. Hann var alinn upp hjá séra Jóni Bjarnasyni á Stafa- felli í Lóni. Guðmundur var ættað- ur úr Vestur-Skaftafellssýslu. Guðmundur lærði söðlasmíði í Kaupmannahöfn. Hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Byggðar- holti í Lóni. Þau settust að á Pap- ósi, byggðu sér þar hús. Jafnframt söðlasmíðinni stundaði Guðmund- ur verzlunarstörf. 011 börn þeirra hjóna voru fædd þar. Þau voru: Bjarni síðar kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, Jón, Soffía er bjó á Höfn, Margrét er fluttist til Reyðarfjarðar, Gísli símstöðvar- stjóri á Djúpavogi og Þrúður sem dó ung. Á æsku- og uppvaxtarárum Jóns voru mikil straumhvörf í ís- lensku þjóðlífi, bæði á sviði þjóð- mála og efnahags. Verslunin var smámsaman að renna úr höndum danskra kaupsýslumanna er sátu í Kaupmannahöfn. Djarfhuga ís- lenzkir athafnamenn sóttu fram, ekki aðeins á sviði verzlunar held- ur einnig í útgerð á þilskipum, skútum, sem urðu lyftistöng efna- hags og framfara. Vegna hafn- leysis urðu Skaftfellingar að láta sér lynda að horfa á seglskipaflota Fransmanna og síðar íslendinga fylla skip sín í sjónmáli frá ströndinni. Jón hafði trútt minni, enda at- hugull og áhugasamur um flesta hluti og það gefst ekki mörgum að lifa æsku sína við endalok kyrr- stöðualdanna og ævikvöld í leiftursókn velferðarþjóðfélaga út í óvissuna. Jón var framfarasinn- aður maður og var ekki gjarnt að líta um 6x1, en í tali hans um liðna tíð mátti alltaf merjka aðdáun á hinum dugmiklu athafnamönnum og rismiklu einstaklingum samtíð- ar sinnar, sem hættu á að falla eða standa á athöfnum sínum. Fyrstu tíu árin voru aðeins þrjú hús á Höfn, Gamlabúðin, Kaupmanns- húsið og Guðmundarhús. Þar var jafnan gestkvæmt, eins og að lík- um lætur og brátt fór að færast líf í Höfn þegar Þórhallur Daníelsson tók við verzlun Tuliníusar og hóf umfangsmikla uppbyggingu og út- gerð. Jón átti heima á Höfn í 37 ár. Á yngri árum stundaði hann sjó. Sextán ára var hann formaður á áraskipi og síðar keypti hann ásamt öðrum vélbát, er gerður var þar út um skeið. Hann mun hafa verið um tvítugt er hann fór í Flensborgarskólann og að námi loknu gerðist hann kennari á ýms- um stöðum í sýslunni í ellefu vet- ur. Hann var listaskrifari og lengi mátti sjá áhrif frá kennslu hans á rithönd margra þar eystra. Á sumrin var hann verkstjóri í vega- og brúargerð. Þá var hann um tíma verzlunarstjóri fyrir verzlun Ólafs Sveinssonar, en Ólafur var búsettur á Bskifirði. Jón stundaði mikið veiðiskap þegar tíimi vannst til. Hann þótti góð skytta og var honum bátur og byssa jafnan nærtæk. Þetta fjölbreytta líf átti vel við Jón og þótt hann ynni skrifstofustörf síðari hluta ævi sinnar var þessi æviþáttur ofar- lega í huga hans. Jón var tæpur meðalmaður á vöxt, beinvaxinn og bar sig vel, kvikur í hreyfingum, en þó mjúk- ur. Við erfið störf beitti hann að- dáunarverðri lagni fremur en kröftum. Hann hafði yndi af smíð- um og fékkst við þær þar til hon- um dapraðist. sjón. Hann var ætíð áhugamaður um þjóðmál, en átti það til að vera heldur kappsfullur er hitna tóku umræður og sæti hann þá við kaffidrykkju drakk hann úr bollanum í einum teig. Hann var opinskár og hreinlynd- ur, enda vinfastur og vinsæll og varla áttu A-Skaftfellingar svo er- inda til Reykjavíkur að þeir kæmu ekki til Jóns og Þórunnar eftir að þau fluttu þangað. Jón las að jafn- aði mikið en H.K.L. (allaf Kiljan) í laumi, en kunni þó langa kafla úr bókum hans. Árið 1915 kvæntist hann Þór- unni Beck frá Sómastöðum á Reyðarfirði, en hún var þá tónlist- arkennari á heimili Þórhalls Daníelssonar. Þau byggðu sér hús á Höfn. Það brann. Þau eignuðust fyrst tvo drengi. Þeir dóu báðir á barnsaldri. Þau byggðu sér annað hús, eignuðust dóttur, Jóhönnu, sem gift er Stefáni Björnssyni prentara, svo Olaf, en hann fórst í flugslysi 24 ára, og svo Þórólf húsasmíðameistara, sem kvæntur er Maríu Einarsdóttur frá Hafn- arfirði. Bróður Þórunnar, Unn- stein Beck, síðar borgarfógeta, tóku þau ungan til fósturs. Þau fluttu til Reykjavíkur 1934 í kreppunni, sem ekki var þá yfir- vofandi, heldur staðreynd. Þau bjuggu í leiguhúsnæði og undu sér ekki. Svo fengu þau landspildu, Fossvogsblett 11. Þar reis sumar- hús, svo íbúðarhús og brátt var risinn bílskúr og smíðahús, smíðaður bátur, felld net og byss- an fægð og húsið fylltist af gest- um. Það fylgdi þeim alltaf, frá æskuheimili Jóns á Papósi og Hornafirði, Reykjavík, Fossvogi og seinast í Kópavogi. Jón vann þá á skrifstofu Gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar og var þar þang- Snœbjörn Jónsson Stað — Minning Fæddur 8. nóvember 1909 Dáin 21. ágúst 1982 Við fráfall sómamannsins Snæ- bjarnar Jónssonar á Stað fyllumst við söknuði. Gott var hann heim að sækja og allra götu vildi hann greiða. Þar naut hann góðrar og dyggrar aðstoðar sinnar mætu eiginkonu, Unnar Guðmundsdótt- ur, og sona þeirra. Okkar kynni hófust á árinu 1971 þegar við byrj- uðum uppbyggingu bæjar okkar að Börmum. Fyrir okkur kom hann sem náttúrubarn, ríkt mót- aður af fögru umhverfi heima- byggðar sinnar og ávallt reiðubú- inn að taka því sem að höndum bar. Forsjálni og fyrirhyggja virt- ist honum í blóð borin og ríka áherslu lagði hann á að aðrir gætu notið hennar með honum. Bkki virtist honum um það gefið að vera of háður öðrum til munns og handa og var reiðubúinn að taka ýmsa áhættu vegna þessa. Br við nú sjáum á bak okkar horfna vini, er margs að minnast. Ekki hvarflaði það að okkur í júlí sl., þegar við gengum saman um kirkjugarðinn á Stað og rifjuðum upp hvíldarstaði látinna sveit- unga, vina og ættingja að það yrði síðasta skipti sem við hittumst, þessa heims. Þá, eins og svo oft áður, sló logagylltum geislum kvöldsólarinnar yfir breiðfirsku byggðina. Eins og unaðssemd þeirrar stundar er minningin um hinn látna vin okkar. „Fv þó í friði, friAur guíts þit; blessi. llafAu biikk fjrir alll og »111 " Fjölskyldu Snæbjarnar, ætt- ingjum og vinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau og vernda. Jón Ólafsson, lngibjörg Árnadéttir og annað heimilisfólk á Körmum. að til starfsaldri hans lauk. Svo einn góðan veðurdag, eins og sagt er, kom Kringlumýrarbrautin og lagðist yfir þar sem húsið stóð, og nú sjást þess engin merki að þar hafi staðið hús, jafnvel enn síður en á Papósi. Þá fluttu þau í nýja íbúð í húsi Þórólfs sonar síns í Bræðratungu 13. Þar áttu þau heima á annan tug ára við góða heilsu, nærri börnum sínum, barnabörnum og vinum umvafin ástúð og virðingu. Hvorugt þeirra þekkti orð eins og kynslóðabil og þvíumlíkt. Og eins og Jón hefði sagt, ideal elli með áherzlu á al, og gestikúleraði um leið í síðróm- önskum ræðustíl. Hann átti það sem sé til að bregða fyrir sig dönsku rétt eins og sumir. Þórunn andaðist fyrir tveimur árum, geislandi af mildi og kær- leika til allra til síðasta dags. Hún var eldri en Jón og hafði nokkur ár yfir nírætt. Hún var orðin blind, en daginn áður en hún andaðist var hún leidd að fótstignu harm- oníum í sjúkrahúsinu og lék þar sitt síðasta stef. Á miðju sumri var haustskip Jóns ferðbúið og beið byrjar og síðasti farþeginn frá Papósi, Jón Guðmundsson, var tilbúinn að leggja í ferð og nema nýtt land. Vinir hans kvöddu hann þann 6. ágúst sl. I'áll Þórir Beck SVAR MITT eftir Billv Graham Hverjir verða hólpnir? Mér er spurn: Goðir borgarar, sem ekki hafa drýgt neina glæpi, eins og morð eða hórdóm o.s.frv. — hljóta þeir að glatast, nema þeir endurfæðist, rétt eins og Hitler, Stalin og aorir þekktir ódæðismenn? Það er torskilið, að við skulum ekki frelsast, ef við forðumst hið illa, og að við glötumst ekki, af því að við látum undan hinu illa — heldur að við frelsumst, af því að við tileinkum okkur hið fullkomnaða verk Krists á krossinum, og glötumst, ef við höfnum því. Ekki kom eg þessu svo fyrir, og eg hef ekki heldur fundið það upp vegna þekkingar í guðfræði. Þetta er kenning hins sögulega kristindóms um aldaraðir, og eg trúi því og predika það. Eg var ekki „illmenni", en sú stund rann upp, þegar andi Guðs leiddi mér fyrir sjónir, að eg væri glataður syndari og að Kristur væri fullkominn frelsari. Eg viðurkenndi þennan skilning, sem Guð hafði veitt mér, játaði, að Kristur væri frelsari minn og hef lifað honum síðan, glaður og sæll. Kristur frelsaði deyjandi ræningjann á krossin- um, og hann er eins örugglega frelsaður og Jóhann- es, lærisveinninn elskaði, þó að Jóhannes hafi senni- lega aldrei framið neitt ódæði. Báðir voru jafnir fyrir Kristi. Sjáið þér til — kristin trú er að viðurkenna skoð- un Guðs á syndugleika okkar og syndleysi Krists og veita hinum syndlausa syni Guðs viðtöku, honum sem dó fyrir yður, í yðar stað, vegna synda yðar. Biblían segir: „Sá, sem trúir á hann, dæmist ekki; sá, sem ekki trúir, er þegar dæmdur, því hann hefir ekki trúað á nafn guðs sonarins eingetna." ísvélar fyrir 500 til 20.000 kg af is á sólarhring, passandí fyrir allar stæröir fiskiskipa. Framleiöa bæöi úr sjó og ferskvatni, eftir vali. ísinn helst mjúkur og er laus í sér og fer ekki í köggla eöa frýs saman. ísvélarnar eru komplett og þarf ekkert nema að tengja þær. Vestur-þýzk úrvalstæki. Allar nánari upplýsingar veittar. Atlas hf Armúla 7. Sími 26755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.