Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST1982 Ferðamálaráðstefnan á ísafirði: Ráðstefnugestum boð- ið norður í Jökulfirði Isafírrti. 27. ágúM. Ferðamálaráðstefnan, _ sem að þessu sinni er haldin á ísafirði, var sett kl. 10 í morgun af Heimi Hannessyni, formanni Ferðamála- ráðs. Heimir flutti síðan skýrslu Ferðamálaráðs fyrir síðastliðið ár. Kristján K. Jónasson, forseti bæjar- stjórnar ísafjarðar, flutti ávarp og bauð ráðstefnugestum til siglingar með m/b Fagranesi norður í Jökul- firði i kostnað bæjarsjóðs, en Krist- ján er jafnframt framkvæmdastjóri Utför Yvetta Beuhaud gerð á þriðjudag ÚTFÖR Yvette Beuhaud, frönsku stúlkunnar, sem lét lífið í harmleikn- um á Skeiðarársandi, var gerð sl. þriðjudag í heimabæ hennar René, rétt við Nantes. Systir hennar, Marie Luce, ligg- ur á háskólasjúkrahúsi í Nantes. Þar mun hún liggja í 7—10 daga, en fer síðan á endurhæfingar- miðstóð til að þjálfa upp vinstri fótinn sem lamaðist að nokkru vegna höfuðhöggsins, sem hún hlaut. Foreldrar stúlknanna hafa beð- ið um að fram kæmi þakklæti fyrir hjálpsemi, velvild og hlut- tekningu, sem þau hefðu orðið að- njótandi í stuttri dvöl sinni hér á landi. Mikill fjöldi íslendinga vottaði þeim samúð sína, m.a. for- seti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, sem bauð fjölskyldunni á sinn fund. Fagranessins. Magnús Reynir Guð- mundsson bæjarritari á ísafirði flutti erindi uni ferðamál á Vest- fjörðum. Þá var gert matarhlé til kl. 14 en þá áttu að hefjast hringborðs- umræður, en þegar ráðstefnu- fulltrúar komu úr mat hafði verið ákveðið að breyta dagskránni vegna slæmrar veðurspár og fara strax í siglinguna með Fagranes- inu norður í Jökulfirði. Ferðamálaráðstefnan hefst að nýju kl. 10 í fyrramálið með hringborðsumræðunum en verður slitið síðdegis á morgun. Ráð- stefnugestir, sem eru um 100 tals- ins, sitja að lokum kvöldverðarboð samgönguráðherra á morgun. — Úlfar. Örin i myndinni, sem er loftmynd af Flúðum, vísar á hringvöll hestamanna þar sem fyrirhugað er að byggja limtrésverk- smiðju, en ekki eru allir íbúar Hrunamannahrepps ánægðir með staðsetningu verksmiðjunnar þar. (Ljásm. Mbl. si^sicni.) Hrunamannahreppur: Deilur um staðsetningu lím- trésverksmiðju á Flúðum SyAra-Langholti, 27. ágúst. HREPPSNEFND Hrunamannahrepps ln'fur ákveðið að staðsetja limtrés- verksmiðju í Torfdal, i bakka Litlu Laxir, við Flúðir, þrátt fyrir mótmæli 95 íbúa hreppsins. Forsaga milsins er sú að undanfarið hefur stofnun lím- trésverksmiðju verið í undirbúningi í hreppnum og er nú komin svo langt að vélar hafa verið keyptar og búið er að riða byggingameistara til að reisa verksmiðjuhúsið. Hrunamanna-, Gnúpverja-, Skeiða- og Biskupstungnahreppar koma til með að eiga meirihlutann í væntanlegu hlutafélagi. Danskt fyrirtæki, Kaj Vilhelmsen að nafni, mun eiga um 15% og það sem eftir er hefur verið boðið aðilum innan- héraðs og utan til kaups. Það verk- smiðjuhús sem fyrirhugað er að reisa er 2.000 fermetrar að stærð. Reiknað er með að um 20 manns vinni í verksmiðjunni sem áætlað er að taki til starfa síðari hluta vetrar og framleiða mun burðarbita og sperrur úr límtré, um 800 rúmmetra á ári. Útifundur Alþýðu- bandalags á Lækjartorgi í gær FORYSTUMENN Alþýðubanda- lagsins héldu útifund i Lækjartorgi síðdegis í gær. Meðal ræðumanna voru riðherrarnir Hjörleifur Gutt- ormsson og Ragnar Arnalds auk þingflokksformannsins Ólafs Ragn- ars Crímssonar. Á meðan þeir fluttu boðskap sinn gengu þeir Baldur Óskarsson, erindreki flokksins, og Einar Karl Haraldsson, ritsjóri Þjóðviljans, um torgið og afhentu vegfarendum orðsendingu. Efni orð- sendingarinnar er tvíþætt. Annars vegar lýsing i efnahagskreppu og hins vegar tillögur Alþýðubanda- lag.sins til úrbóta. Ræðumenn Alþýðubandalags- ins minntu launamenn á að flokk- ur þeirra væri eina brjóstvörnin gegn kjaraskerðingaröflunum — aðeins hjá Alþýðubandalaginu væri skjól að hafa fyrir láglauna- fólk. Ekki virtust allir vegfarend- ur sammála forystumönnum Al- þýðubandalagsins hér um. Steyttu menn ýmist hnefa eða gerðu hróp að ræðumönnum þegar þeir ítrek- uðu ágæti sitt og flokks sins. Einkum skorti nokkuð á að þing- flokksformaðurinn fengi gott hljóð er hann hvatti menn til að fylkja sér um Alþýðubandalagið, brjóstvörn launamanna. Ræðumenn lýstu því yfir að nú væri kreppa á flestum sviðum þjóðlífsins og það væri ríkis- stjórninni að þakka að ekki væri enn verr komið hag þjóðarinnar. Með hag launamanna fyrir brjósti hefði Alþýðubandalagið ýmsar skynsamlegar tillögur fram að færa. Allt að eitt hundrað manns gerðu stuttan stans á vegferð sinni um Lækjartorg til að hlýða á baráttu- og hvatningarorð for- ystumanna. Meðfylgjandi myndir tók Ólafur K. Magnússon, ljós- myndari Mbl. KAGNAK Arnalds fjirmilariðherra talaði mili Alþýðubandalagsins i fundinum i Lækjartorgi og nokkrir fundarmanna, þar i meðal si, sem i myndinni er, létu ilit sitt i briða- birgðalögunum og vísitöluskerðing- unni í Ijós með steyttum hnefa. Undirbúningsfélag verksmiðjunn- ar leitaði til hreppsnefndar Hruna- mannahrepps um verksmiðjulóð og ákvaö hreppsnefndin að úthluta fé- laginu lóð við Flúðir, í svokölluðum Torfdal, á hringvelli hestamanna sem er á bakka Litlu-Laxár. Á laug- ardaginn var fyrsta skóflustungan tekin að verksmiðjuhúsinu með pompi og prakt og tilheyrandi veislukaffi. Á sunnudagskvöldið hafði hreppsnefndinni hinsvegar borist undirskriftalisti, sem 95 hreppsbúar höfðu skrifað sig á, þar sem þeim tilmælum var beint til hreppsnefndarinnar að hún sæi til þess að límtrésverksmiðjan yrði ekki byggð þar sem fyrirhugað væri. Sigurgeir Sigmundsson, kaup- maður á Flúðum, sagði í samtali við Mbl. að almenn óánægja væri í hreppnum vegna staðsetningar verksmiðjunnar og ástæður hennar væru að verksmiðja væri alveg við byggðina á Flúðum og klyfi hana í sundur að nokkru. Þarna við væru íbúðarhús, elliheimili og hótelrekst- ur og þetta svæði væri ákjósanlegt útivistarsvæði. Börnin lékju sér mikið þarna og hestamenn hefðu lagt í talsverðar framkvæmdir og komið sér upp ágætri aðstöðu. Sig- urgeir sagðist vilja að hreppsnefnd- in reyndi að finna aðra lóð undir verksmiðjuna, það væri alls ekki fullreynt enn, hvort aðrir möguleik- ar væru fyrir hendi, þó að Flug- málastjórn hefði af einhverjum ástæðum lagst á móti byggingu hennar á hentugum stað í landi Grafar í nágrenni flugvallarins. Staðsetning verksmiðjunnar stóð síðan í þófi þar til í gær (26/8) að hreppsnefndin gerði samhljóða samþykkt um að breyta ekki fyrri samþykkt sinni um staðsetningu verksmiðjunnar. Loftur Þorsteins- son oddviti sagði í samtali við Mbl. að hreppsnefndin teldi útilokað að finna annan stað sem hentað gæti. IiOftur sagði að haegt væri að laga svæðið fyrir hestamennina þannig að þeir gætu vel við unað og yrði það gert þeim að kostnaðarlausu. Hann sagðist vonast til að málinu væri nú lokið og að grafið yrði fyrir húsinu um helgina, þannig að hægt verði að byrja að slá upp fyrir grunninum á mánudag. Þegar endanleg ákvörðun hrepps- nefndarinnar var borin undir Sigur- geir Sigmundsson sagðist hann ekki reikna með frekari aðgerðum af hálfu þeirra sem stóðu fyrir undir- skriftalistanum, en hann sagðist harma það að hreppsnefndin skyldi ekki taka meira tillit til óska tæp- lega 100 íbúa í ekki fjölmennara sveitarfélagi. Sig. Sigm. Islendingar fá norrænan styrk STJORN Norræna iðnaðarsjóðsins samþykkti á fundi síniini i Akureyri sl. miðvikudag að veita tveimur ís- lenskum aðilum styrki til þróunar- og rannsóknarverkefna i sviði iðnaðar. I'essir aðilar eru Samtök rafeindafyr- irtækja og Ossur Kristinsson sem fengist hefur við hönnun gervilima. Þetta kom fram í viðtali við Kristmund Halldórsson fulltrúa ís- lands í stjórninni. Kristmundur sagði að upphæðin sem hér væri um að ræða, væri 750 þúsund sænskar krónur. Fengju Samtök rafeinda- fyrirtækja 100 þúsund króna styrk og Össur 650 þúsund króna lán. Kristmundur sagði að úthlutanir sjóðsins væru tvíþættar, annars vegar beinir styrkir og hins vegar svokölluð áhættulán. Skilyrði fyrir úthlutun væri að um samstarf tveggja eða fleiri norrænna aðila væri að ræða. ísland hefði þó ávallt haft nokkra sérstöðu, þar sem iðn- aður hér væri nokkuð smærri í sniðum en á öðrum Norðurlöndum. Styrkurinn sem Samtökum raf- eindaiðnaðar er veittur grundvall- ast á 5 ára áætlun sem samtökin hafa gert um eflingu rafeindaiðnað- ar á Islandi. Með aðstoð norrænna ráðunauta hyggjast samtökin inn- leiða tækniþekkingu nágrannaþjóð- anna í íslenskum iðnaði. Áhættulánið til Össurar Krist- inssonar. var veitt til samstarfs hans og sænskra aðila. Hyggjast þessir aðilar vinna að uppfinning- um og þróun á sviði gervilimasmíði, en Össur hefur um nokkurt skeið unnið að þeim málum hér á íslandi. Kröfluvirkjun: Fyrsta holan vel í meðallagi FYRSTA holan sem boruð var í sumar við Kröfluvirkjun hefur ver- ið mæld og gefur hún 3—4 mega- vatta afl, að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar staðarverkfræðings Kröfluvirkjunar. Gunnar Ingi sagði að ekki væri víst að þetta afl héld- ist, það yrði að koma í ljós. Þessi hola er vel í meðallagi miðað við aðrar holur, að sögn Gunnars Inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.