Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR28. ÁGÚST 1982 19 . -«-a Róa eftir eigum sínum Með spjöld fyrir árar reyndu þessir menn að bjarga því sem bjargað varð eftir að stífla hafði brostið í Stockton í Kaliforníu, og 6200 ekrur af korni höfdu farið undir vatn. Sex manns var bjargað naumlega af nálægum húsþökum, er dalur þessi lagðist undir vatn á mánudag síðastliðinn. N-írland: Sprengjum kastað að heimili Hume Bt-lfast, N-íriandi, 27. ápist. AH. REIÐUR almúgi henti í nótt bens- ínsprengjum og steinum að heimili John Hume, leiðtoga hins kaþólska Verkamannaflokks á N-írlandi, samkvæmt heimildum lögreglunnar ídag. Lögreglan í Belfast sagði að bæði lnll og hús Hume hafi hlotið tölu- verðar skemmdir og einnig var ráð- ist að lögreglubifreið er var í eftir- litsferð um hverfið og hún skemmd að einhverju leyti. 37 ára gamall maður var einnig drepinn árla í morgun er hann varð fyrir sprengju í bifreið sinni í þorpinu Millford sem staðsett er um 56 kílómetra suð-vestur af Belfast. Lögreglan segist hafa þá trú að bílasprengjan sé verk írska lýð- veldishersins, IRA. Árásin á heimili Hume í nótt átti sér stað áður en sólarhringur var liðinn frá því að hann til- kynnti að Verkamannaflokkurinn myndi taka þátt í kosningum til n-írska þingsins, en ekki koma til með að sitja þar nái þeir einhverj- um saetum. James Prior, breski ráðherrann sem sér um málefni N-írlands, Ráðherrann James l'rior. ákvað á fimmtudag að efna til kosninga þrátt fyrir mikla and- stöðu kaþólska minnihlutans við þær, en Hume hefur sagt að ráða- gerð Prior, þess eðlis að gefa hinu 78-sæta þingi smám saman meiri völd, sé „óvinnandi og ekki sé hægt að ganga að henni". Flugránið á miðvikudag: Flugræningjarnir eru meðlimir í Samstöðu Miinchen, V l>ýskalandi, 27. »kús<_ AP. PÓLVERJARNIR tveir, sem rændu farþegaflugvél í Ungverjalandi og neyddu hana til að snúa til Miinchen fyrr í þessari viku, voru meðlimir í samtökum óháðu verkalýðsfélag- anna Samstöðu í Póllandi og segjast hafa tekið á þetta ráð vegna ótta við kúgun í heimalandi sínu, samkvæmt heimildum yfirvalda í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að stofna flugumferð í mikla hættu, en þeir segjast hafa undirbúið flugránið mjög gaumgæfilega, að því er saksóknarinn segir eftir yf- irheyrslur með þeim. Mennirnir tveir, sem eru 25 og 27 ára að aldri, segjast hafa farið fyrst í sumarleyfi til Ungverja- lands og notað það sem einhvers konar „stökkpall" til vesturs. Mál þetta er nú fyrir rétti í Miinchen, en samkvæmt vestur- þýskum lögum geta þeir átt von á fangelsisvist er varðar allt frá einu ári og upp í fimm eftir því hversu alvarlegum augum réttur- inn lítur á brot þeirra varðandi almenn flugumferðarlög. Vélin lenti í Miinchen með Pól- verjana tvo um borð ásamt 72 far- þegum og átta manna áhöfn á miðvikudag og sneri til baka eftir fjögurra tíma stopp, en sprengjan sem félagarnir hótuðu að beita ef ekki yrði farið að kröfum þeirra reyndist síðar ekki vera annað en kerti og vírar. Danir og V-Þjóðverjar karpa um þorskveiðikvóta við Grænland Krá Um TinB, friilanlara Mbl. í Kaupmannahöfn, 27. kgúst. FISKVEIÐIDEILUNNI á milli Uana og V-Þjóðverja, sem farið hefur stigvax andi á undanfbrnum vikum, hefur nú verið ýtt til hliðar um stundarsakir. Framkvæmdanefnd Efnahags- bandalags Evrópu, sem nú er und- ir danskri formennsku, hefur bannað allar þorskveiðar V-Þjóð- verja við Grænlandsstrendur a.m.k. til 8. september en þá kem- ur hún aftur saman til fundar. Veður víöa um heim Akureyri 4 halfskýjað Amsterdam 17 skýiaö Aþena 30 heiðskírt Barcelona 27 skýjað Berlín 22 skýjaö Briissel 19 heiöskírt Chicago 25 rigning Dytlinni 16 skyjaö Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 25 heiöskírt Genf 27 skýjað Helsinki 17 skýjaö Hong Kong 32 heiðskirt Jerúsalem 26 heiöskirt Jóhannesarborg 21 heiöskirt Kairó 34 heiöskirt Kaupmannahöfn 18 rigning Las Patmas 25 skýjað Lissabon 25 heiðskirt London 19 skýjað Lot Angeles 31 heiðskírl Madrid 31 skýjað Mslaga 29 léttskýjað Mallorca 28 skýjað Mexikóborg 27 heiðskirt Miami 31 skýjað Moskva 19 skýjað Nýia Delhí 34 fikyjao New York 29 rígning Ostó 17 rigning París 21 skýjað Perth 21 heiðskirt Rio de Janeiro 34 heiöskírt Reykiavík 7 léttskýjað Rómaborg 30 heiðskirt San Francisco 18 skýjað Stokkhólmur 19 rigning Sydney 23 heiðskirt Tel Aviv 29 heiðskirt Tókyó 31 skýiað Vancouver 21 skýjað Vínarborg 26 heiðskirt Þórshöln 9 alskýjað Aður en bann nefndarinnar kom til hafði danska ríkisstjórnin sent v-þýskum yfirvöldum harðorð mótmæli vegna einhliða ákvörð- unar þeirra um að leyfa þorskveið- ar þýskra togara við Grænland á ný. Þýsk skip hættu þorskveiðum á þessum slóðum fyrir fjórum ár- um þegar sýnt þótti með rann- sóknum að stofninn væri í mikilli hættu. I júní á þessu ári lagði fram-) kvæmdanefnd EBE til nýjan veiðikvóta, sem hljóðaði upp á að veiða mætti þorsk við Vestur- Grænland. Landsstjórnin á Græn- landi taldi hins vegar ekki óhætt að veiða meira en 62.000 tonn á þessu ári. Gengið var til atkvæða um kvótaskiptinguna í ráðherra- nefnd EBE þann 21. júlí, en ekki varð komist að samkomulagi. Um miðjan ágúst tilkynnti þýska stjórnin, að hún gæti ekki lengur beðið eftir samkomulagi og leyfði skipum sínum að hefja veiðar við Grænland. Sú tala er hin sama og Græn- lendingum var úthlutað þegar nýju veiðikvótar EBE voru lagðir í sumarveiðikvóta Grænlendinga. Grænlendingar eru meðlimir í EBE þar 1. janúar 1984. Græn- lendingar njóta nokkurrar sér- stöðu innan Efnahagsbandalags- ins. Þegar veiðikvótum var úthlut- að var einmitt sérstaklega tekið tillit til þess að Grænlendingar hyggja afkomu sína að mestu á fiskveiðum. Sú regla gildir innan EBE, að hvert einstakt land má hefja veið- ar strax og viðræður hefjast um veiðikvóta hvers lands. Þegar svo samkomulag hefur náðst um end- anlega kvótaskiptingu er allur afli, sem þegar hefur verið veidd- ur, dreginn frá leyfilegu afla- magni viðkomandi þjóðar. V-Þjóð- verjum var úthlutað 10.000 tonn- um. Grænlendingar hafa til þessa veitt um 50.000 tonn af þorski ár- lega. Flóttamanna- straumur aldrei meiri frá Mexíkó KI l'auso, Kandaríkjunum. 27. átjusl. AP. LANDAMÆRAVERDIR til- kynntu í dag, að flóttamanna- straumurinn frá Mexíkó hafi aldr- ei verið meiri en síðustu daga. Segjast þeir hafa náð allt upp í 1.200 manns, sem reynt hafa að komast ólöglega yfir landamærin, á einum degi. Efnahagsástandið í Mexíkó er mjög bágborið um þess- ar mundir. Gengi pesoans var fellt um nánast helming í byrjun mán- aðarins. Að sögn yfirlandamæravarðar- ins í El Paso hafa þegar verið gripnir fleiri ólöglegir innflytj- endur það sem af er ágústmánuði, en allan sama mánuð í fyrra. „Metveiði" var hjá vörðunum á þriðjudag er þeir gómuðu 1.205 ólöglega innflytjendur. Nú stend- ur yfir aðaluppskerutíminn í Tex- as. Er það talið auka innflytjenda- strauminn því margir innflytjend- anna hafa vafalítið hugsað sér gott til glóðarinnar með vinnu á stórbýlunum. Glæsilegt úrval af vönduðum leðursófasettum KM Langholtsvegi 111, sími 37010 og 37144. húsgögn, Opið 10—6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.