Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR
191. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Átök í mörgum borgum Póllands á tveggja ára afmæli Samstöðu:
Mótmæli pólskrar alþýðu
bæld niður af mikilli hörku
Götuvígi hlaðin í Varsjá og táragasmökkur
yfir borginni. Mörg hundruð manna handtekin
Varsjá, 31. ágúat AP.
„SAMSTTAÐA, SamsUða," „Frelsið Lech Walesa,“ kvað við í mörgum borgum
Póllands í gær, á tveggja ára afmæli Samstöðu, þegar tugþúsundir manna
söfnuðust saman til að mótmæla herlögunum í landinu. Óeirðalögreglumenn
og hermenn gráir fyrir járnum réðust að fólkinu með kylfur að vopni, táragas-
sprengjukasti og vatnsbyssum, en sums staðar var þeim mætt með grjótkasti
og i Varsjá voru götuvígi hlaðin á nokkrum stöðum. Mörg hundruð manna voru
handtekin í þessum mestu óeirðum i Póllandi síðan í maí sl.
myrkur. Fregnir voru einnig um
elda í borginni en þær voru óstað-
festar enda fréttaflutningur milli
landshluta í lágmarki.
Pólska fréttastofan sagði frá því í
dag, að Zbigniew Romaszewski, einn
af félögum í andófsmannahópnum
KOR, sem átti þátt í stofnun Sam-
stöðu, hefði verið handtekinn en
hann er sagður hafa ásamt öðrum
rekið leynilega útvarpsstöð, „Útvarp
Samstöðu". Kona hans, Irena, féll í
hendur lögreglunni fyrir nokkrum
vikum.
Pólska sjónvarpið sýndi í dag
myndir frá mótmælunum og sagði
þulurinn, að þeir sem þarna ættu í
hlut yrðu látnir borga þótt seinna
væri.
Seint í gærkvöldi bárust þær
fréttir frá Gdansk, að þar hefðu
átökin milli mótmælenda og lög-
reglu verið miklu alvarlegri en í
fyrstu var talið. Hermt er, að barist
hafi verið á götum úti og nokkrir
herbílar eyðilagðir með bensín-
sprengjum.
Þúsundir manna söfnuðust saman
í mörgum borgum á Vesturlöndum
til að láta í ljós stuðning sinn við
Samstöðu og mótmæla kúguninni í
Póllandi.
Mest voru mótmælin í Varsjá,
Wroclaw, Kraká og Gdansk en alls
höfðu í gærkvöldi borist fréttir um
mikil átök í níu borgum. í Varsjá er
talið að á milli 10 og 20 þúsund
manns hafi komið saman og hélt
fólkið á loft fána Samstöðu, hrópaði
ókvæðisorð um herstjórnina og
krafðist afnáms herlaganna, frelsis
Walesa og að páfi fengi að koma til
landsins. Lögregla og hermenn réð-
ust að fólkinu meö táragassprengj-
um og vatnsbyssum en mannfjöld-
inn hafði ekki fyrr látið undan síga
á einum stað en hann safnaðist
saman á öðrum. Víða voru hlaðin
götuvígi til að hindra árásir her-
mannanna en fjöldi þyrlna sveimaði
yfir borginni til að leiðbeina her- og
lögreglumönnum. Þegar húmaði lá
blár táragasmökkurinn yfir mörg-
um hverfum Varsjárborgar.
í borginni Wroclaw er talið að um
20.000 manns hafi komið saman en
þar var sett á útgöngubann um svip-
að leyti og herinn réðst til atlögu
gegn fólkinu. Til átaka kom við
Nova Huta-stálsmiðjurnar í út-
hverfi Krakár, og í fréttum sem bár-
ust til Varsjár í kvöld frá Gdansk,
sagði, aö þar hefðu verið átök milli
mótmælenda og hermanna fram í
Afganistan:
Liðhlaup eykst í
stjórnarhernum
Islamahad, PakisUn, 31. á^ust AP.
FRETTIR frá Pakistan herma, að afg-
anskir stjórnarhermenn hafi hlaupist
undan merkjum í stórhópum að und-
anfornu og að nokkrir hermenn, sem
hvatt hafi nýliða til að ganga til liðs við
skæruliða, hafi verið teknir af lífi.
Fullyrt er að ný sókn Sovétmanna og
stjórnarhersins inn Panjsher-dal sé nú
í undirbúningi.
A síðustu sex vikum hefur stjórn-
in í Kabúl reynt að efla herinn með
því að neyða unga menn til herþjón-
ustu en við það hefur liðhlaupið
aukist um allan helming. Haft er
eftir heimildum, að stjórnarherinn
sé nú minni en hann var áður en
farið var af stað með skráningar-
herferðina. T. d. flýði flokkur
stjórnarhermanna, sem hafði aðset-
ur í Shomali fyrir norðan Kabúl, á
vit skæruliða með öll sín vopn og
miklar skotfærabirgðir að auki.
Talið er að stjórnin í Kabúl hafi
nú á prjónunum nýja sókn inn
Panjsher-dal áður en snjóar loka
öllum leiðum. Bardagar hafa aukist
í Kandahar, annarri stærstu borg
landsins, og er aðalþjóðbrautin milli
hennar og Kabúl svo gott sem lokuð.
Ekki hefur verið gert við brýr, sem
sprengdar voru upp fyrir mörgum
mánuðum, og þeir, sem þó tekst að
komast leiðar sinnar, verða að fara
um 17 varðstöðvar, þar af tólf, sem
eru í höndum skæruliða.
Slökkviliðsmenn að störf-
um í braki sýrlensku
MIG-25-orrustuflugvélar-
innar, sem ísraelar skutu
niður í gærmorgun fyrir
austan Beirut. Þetta var
fyrsti loftbardaginn milli
Israela og Sýrlendinga í
tvo mánuði.
AP.
Brottflutningnum frá
Beirut lýkur á morgun
Beirut, 31. ágúst AP.
BROTTFLUTNINGI palestínskra
skæruliða frá Vestur-Beirut er nú
um það bil að Ijúka en ísraelar hafa
nú einnig krafist þess, að vopnaðir
liðsmenn herskárrar hreyfingar líb-
anskra múhameðstrúarmanna í
horginni verði fiuttir á brott. I dag
skutu ísraelar niður sýrlenska
orrustuþotu af gerðinni MIG-25.
Lokið var í dag brottflutningi
3.200 sýrlenskra hermanna frá
Vestur-Beirut og auk þess fóru 960
skæruliðar PLO um borð í tvö
grísk skip, sem munu flytja þá til
Norður-Jemen. ísraelar hafa sak-
að PLO um samningsbrot og
segja, að samtökin hafi látið
þungavopn sín í hendur líbönskum
stuðningsmönnum sínum, einkum
Mourabitoun-hreyfingunni, sem
Israelar vilja að einnig verði rekn-
ir frá Beirut. Þeirri kröfu hafa
Wazzan, forsætisráðherra Líban-
ons, og aðrir framámenn múham-
eðstrúarmanna neitað og segja
þar vera um að ræða innan-
ríkismál, sem komi ekki við sam-
komulaginu við PLO.
Talsmaður ísraelska hersins
sagði í dag, að nk. miðvikudag
myndu 15.000 skæruliðar PLO og
sýrlenskir hermenn vera farnir
frá Vestur-Beirut og ber þeim töl-
um saman við upplýsingar PLO og
líbönsku stjórnarinnar. Eru nú að-
eins 700 skæruliðar eftir í Vest-
ur:Beirut.
ísraelskar orrustuþotur skutu í
dag niður sýrlenska MIG-25
orrustuvél, sem þeir sögðu að
hefði flogið yfir vopnahléslínuna.
MIG-25, eða Foxbat eins og hún er
einnig kölluð, er af sovéskri gerð
og hraðfleygasta og háfleygasta
orrustuvél, sem um getur. Fyrir
nokkrum árum flýði sovéskur
flugmaður á slíkri flugvél til Jap-
ans og er því vestrænum hernað-
arsérfræðingum vel kunnir eigin-
leikar hennar.
Neyðaróp frá Batovrin, stofnanda sovésku friðarhreyfingarinnar:
„Eg er umkringdur sjúku fólki,
fangelsisrimlum og fangavörðum44
Mo.skvu, 31. áf(Ú8t AP.
SERGEI Batovrin, einn af frum-
kvöólum sovésku friðarhreyfingar-
innar, sem lokaður hefur verið inni
á geðveikrahæli síðan 2. ágúst sl.,
segir á segulbandsspólu, sem tekist
hefur að smygla frá honum, að
smám saman sé verið að svipta
hann vitinu með lyfjagjöf og ann-
arri meðferð.
„Ég er umkringdur sjúku fólki,
fangelsisrimlum og fangavörð-
um,“ segir Batovrin á spólunni,
sem tekist hefur að lauma út úr
klefa hans á einu geðsjúkrahúsa
Moskvuborgar og spiluð var fyrir
vestræna fréttamenn í borginni í
dag. „Um það leyti, sem þið heyr-
ið þessi orð mín, kann ég að vera
búinn að missa vitið." Batovrin
segir frá því hvernig hann er
neyddur til að taka inn alls kyns
lyf, sem hann kann ekki skil á, en
hafa þau áhrif helst að valda
áköfu þunglyndi og brjóta niður
sálarþrek hans.
Batovrin, sem er 25 ára að
aldri, var einn af 15 stofnendum
óopinberrar friðarhreyfingar,
sem kallast „Nefnd til að auka
skilning milli Sovétmanna og
Bandaríkjamanna“. Af opinberri
hálfu er sagt, að verið sé að rann-
saka hvort hann er hæfur til að
gegna herþjónustu í sovéska
hernum.
Aðrir aðstandendur friðar-
hreyfingar hafa mátt sæta alls
konar ofsóknum af hendi lögregl-
unnar. í júlí sl., þegar norrænar
konur voru í friðarferð í Sovét-
ríkjunum, voru tveir þeirra
handteknir, sakaðir um „flæk-
ingshátt", og sl. laugardag varð
Sergei Rozenoer, einn friðar-
hreyfingarmannanna, fyrir árás
óeinkennisklæddra lögreglu-
manna fyrir utan íbúð Batovrins.
Það var kona Batovrins, Nat-
asha, sem boðaði vestrænu
blaðamennina á sinn fund. Þeir
komust óhindraðir inn á heimili
þeirra hjóna en þegar þeir fóru
voru lögreglumenn komnir á
vettvang.