Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 Bréf til stjórnar- skrárnefndarmanns eftir Hróbjart Hró- bjartsson Kæri stjórnarskrárnefndarmaður Það er ekki laust við að ég finni til nokkurs léttis, að hafa nú loks komist að þeirri niðurstöðu, að auðvitað væri best að skrifa þér. Ég hafði nefnilega fyrst í hyggju að skrifa blaðagrein, en fékk svo alvarlega bakþanka. Flóð greina birtist í blöðunum daglega. Ahrif- in virðast lítil og viðbragða varla að vænta. Góða tillögu eða ábend- ingu, sem fram kemur í dagblaði hrista menn auðveldlega af sér og segja: „Já, já, en ..." Ég hefði jú getað skrifað stjórnarskrárnefnd sem heild, en reynslan af störfum stjórnmáiamanna er nú ekki sem best. Þeir eru varla margir landar okkar, sem bera mikið traust til blessaðrar stjórnarskrárnefndar- innar. En það er þó alltaf ein von til. Hún er sú, að þú sem einstakl- ingur sért reiðubúinn að taka ein- arðlega afstöðu, sem ekki er mót- uð af hagsmunum þínum eða flokksins. Þess vegna sný ég mér til þín. Ég veit líka, að gott er að fá hvatningu frá einhverjum, sem ekki er á kafi í „pólitík. Eftir að hafa nú um hríð fylgst með misgóðum blaðaskrifum og tali manna um stjórnarskrármál- ið, er það einkum tvennt, sem vek- ur með mér óhug, svo að ég fæ ekki orða bundist. í fyrsta lagi: Svo virðist sem nefndarmenn og aðrir tillögugerð- armenn flokkanna eygi vart aðra leið til jöfnunar atkvæðisréttar landsmanna, en að fjölga alþingis- mönnum. í öðru lagi: Menn þessir virðast telja varhugavert að jafna atkvæðisréttinn að fullu. Nauð- synlegt eða í það minnsta skað- laust sé að hafa lýðræðið svolítið ójafnt. Vilja menn ekki heyra rödd þjóðarinnar? Vilja menn ekki hugsa rökrétt? Ekki batnar stjórn landsins mála þótt fleiri sitji á þingfundum, nefndafundum og flokksfundum. Varla er nú samt vanþörf á. Ekki batnar aðstaða al- þingismanna til starfa við fjölgun þeirra. Nei, hún versnar. Á þing- inu mun þrengjast um. Þingmenn munu krefjast stærra þinghúss. Aukin útgjöld til bygginga, rekstr- ar og mannahalds eru afleið- ingarnar. Allt án nokkurs árang- urs. Og svo er það kosninga- rétturinn. Er ekki einn af horn- steinum lýðræðisins og einn meg- intilgangurinn með stjórnar- skránni sá að tryggja, að við séum öll jöfn fyrir lögunum? Sagt er að gæta þurfi hagsmuna dreifbýlis- ins með því að hafa kosningaréttin ójafnan. En finnst þér þetta nú ekki vera einum of mikil hunda- logik? Eiga kannski aldraðir, sjúkir, öryrkjar eða fatlaðir að hafa meiri kosningarétt en aðrir, af því að gæta þarf hagsmuna þeirra við stjórn landsins mála? Nei, þá værum við á villigötum. Stjórnarskrá, sem gerir ráð fyrir ójöfnum atkvæðisrétti þegnanna ber í sér vantraust á hina kjörnu fulltrúa á Alþingi. Þeim er ein- faldlega ekki treyst til að gæta hags allrar þjóðarinnar. Væri ekki skynsamlegra að fækka alþingismönnum í stað þess að fjölga þeim, og bæta jafnframt Hróbjartur Hróbjartsson aðstöðu þeirra til að sinna sem best sínum mikilvægu trúnaðar- störfum. Ef þeim væri fækkað um þriðjung, mætti t.d. ráða aðstoðar- mann handa hverjum þeirra án aukinna útgjalda. Störf alþing- ismanna mega ekki takmarkast við að gera athugasemdir við stjórnarfrumvörp eða að varpa fram stöku fyrirspurnum á þingi. Þeir ættu að leggja fram rök- studdar tillögur og frumvörp um stefnu þjóðfélagsins í hinum ýms- um málum. En góður rökstuðning- ur og málflutningur byggir á upp- lýsingaöflun, sem ekki verður ann- að á málþingum. Því þarf að bæta aðstöðu þingmanna en án kostn- aðarauka. Er ekki kominn tími til að hætta bruðlinu? Gleðilegt væri ef ný stjórnarskrá markaði þau spor. Auðvitað er ægt að tryggja landsmönnum jafnan kosninga- rétt og fullt lýðræði enda þótt sætum á Alþingi verði fækkað. Á undanförnum áratugum hefur orðið hlutfallsleg fækkun ibúa í ýmsum dreifbýliskjördæmum. Er þá ekki ósköp eðlilegt og réttlátt, að þingsætum þeirra fækki að sama skapi? Um það munu mér margir sammála. Ég vissi svo sem, að þér var búið að detta eitthvað þessu líkt í hug. Spurning er hvort kjarkinn vant- ar. í fljótu bragði mætti álykta, að breytingar sem þessar hefðu slæm áhrif á stöðu og þingmannafjölda þíns flokks. En skynsemi kjósenda hefur oft verið vanmetin. Ég er sannfærður um, að ef þú tækir upp baráttu fyrir málinu, mundi ekki standa á atkvæðunum. Að ég nú ekki tali um, ef flokkurinn stæði einarðlega að baki þér. Þjóð- in vill kjarkmikla stjórnmála- menn. Ég kveð þig að sinni. Fróðlegt verður að sjá hvernig þér gengur róðurinn. Norræna húsið: Fyrirlest- ur um börn og fjölmiðla METTE Newth, rithöfundur og formaóur „Norges kunstnerrád" heldur fyrirlestur um norræn börn í hringiðu fjölmiðla í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn I. september kl. 20.30. I frétt frá Norræna húsinu segir, að Mette Newth sé kunn- ur rithöfundur og listamaður í Noregi. Hún er formaður í fé- lagi barnabókahöfunda og hef- ur sjálf skrifað og mynd- skreytt fjölda bóka. Auk þess hefur hún þann starfa að yfir- fara teikniseríur og kvikmynd- ir, ætlaðar börnum. Börn og fjölmiðlar hafa því lengi verið áhugasvið hennar, og fyrir- lestrar hennar og greinar um þau efni hafa vakið mikla at- hygli á Norðurlöndum, segir í fréttinni. Hún hefur tekið virk- an þátt í umræðunni um NORDSAT. Mette Newth Vitni vantar Slysarannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavik óskar eftir þvi að hugsanleg vitni að árekstri á gatnamótum Miklubrautar og IJingu- hlíðar þann 12. ágúst síðastliðinn hafi samband við deildina. Tildrög árekstursins voru þau að klukkan 12.47 12. ágúst var bifreið ekið vestur Miklubraut og annarri norður Lönguhlíð og skullu þær saman á gatnamótunum. Hafi ein- hverjir orðið vitni að atburðinum eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna. Af og til hafa að undanfornu birzt greinar eða stubbar, m.a. Vel- vakandaþættir um kosningarétt og kosningaaðferð, í Morgunblaðinu og víðar. Grein eftir Guðjón Lárus- son, lækni, ýtti við mér, — hún er í Morgunblaðinu 14. ágúst — og síð- an 18. ágúst í Velvakanda hrifn- ingargrcin eftir 2461—8420 — til að hnykkja á með Guðjóni. Mér finnst mjög gæta cinsýni i þessu máli. Langar mig því til að biðja Morgunblaðið að birta aftur grein- arkafla um kjördæma- og kosn- ingamálið er ég ritaði fyrir V/i ári og birtist í Morgunblaðinu 24. marz 1981 og er svohljóðandi: Doktor Magni Guðmundsson ritar nýlega grein í Morgunblað- ið um kjördæmaskipan. Telur einmenningskjördæmi þá skipan er koma skal. í lokin bendir hann á, að vel beri að athuga, jafnframt, fylkja- eða fjórð- ungaskipan með stóraukinni sjálfstjórn og völdum í eigin málefnum, sem ég hefi lengi haft sannfæringu fyrir, þótt ekki sé ég með fullmótaðar hugmyndir á framkvæmd. Orkumálin eru þar lykilmál. I þingmannstíð minni voru að ég held allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins spurðir um af- stöðu til kjördæmaskipunar: Hlutfallskosningar eða einmenningskjördæmi. Ég var eini þingmaðurinn sem svaraði, en mig minnir að ungir sjálf- stæðismenn spyrðu. Mitt svar var: Allt einmenningskjördæmi, 50 talsins, Alþingi í einni mál- stofu, engin uppbótarsæti. En í fyrstu atkvæðagreiðslu aðeins þeir þingmenn rétt kjörnir, sem fengju helming eða meira greiddra atkvæða. Ef enginn fengi helming, þá endurtekin kosning milli tveggja atkvæða- hæstu. Tilgangurinn að eyða hlutlausa hópnum. Annaðhvort með eða móti. Sem jöfnust at- kvæðatala í hverju kjördæmi og yrðu landamörk kjördæmanna óbreytt um langa hríð. Enn er ég svipaðrar skoðunar. Hefi að vísu meiri efasemdir um réttmæti þess jafna kosningar- éttar, sem ýmsir leggja áherzlu á. Kunnugt er um hina mikiu til- flutninga fólks. Auðlegðin, víðs vegar að af landinu, fólkið fyrst og fremst og flutti með sér fjár- Jónas Pétursson Eftir Jónas Pétursson fyrrv. alþm. muni þá, sem það átti. En eitt skildi það eftir. Það var hluti af kosningaréttinum. Ætla hefði mátt að ýmsir mætu það nokk- urs. En e.t.v. hefir ekki verið vakin athygli á þeirri hliðinni, a.m.k. virðist fátt til þess benda, að sá þáttur hafi aftrað brottför. Kosningarétturinn almennt ekki það sem haldið hefir vöku fyrir fólki. Hvað er réttur, hvað er jafn- rétti? Hvers vegna hefir meira gildi atkvæða til Alþingis ekki hindrað á nokkurn hátt tilflutn- ing fólks, hvorki brottflutning né endurflutning? Bendir það ekki til að það sé ekki stórvægi- legt atriði í lífskjörum? Jöfnun kosningaréttar nú og krafan um hana, — er það ekki í raun krafa til forréttinda? í sveitarstjórn- armálum er kosningaréttur jafn. I mjög mörgum félagsskap er hann jafn, þar sem hver félagi er grunneining. Þar sem stærri heild er mynduð úr minni heild- um, er kosningaréttur mjög oft misjafn. Annar réttur metinn til mótvægis. Stærsta dæmið er Sameinuðu þjóðirnar, þar sem mannfjöldi ríkja er mjög misjafn, en ríkin hafa atkvæðisréttinn. Sú hug- mynd hefir hvarflað að mér, t.d. að við brottflutning fólks verði kosningréttur þess til Alþingis þó kyrr í kjördæminu, a.m.k. næstu 10 árin. Kjördæmi eru fólk. Þau eru líka landsvæði. At- kvæðisréttur er ein tegund rétt- ar, ekki síður skylda, skyldan er í réttlætiskenndinni. Atkvæðis- rétturinn er hluti úr margvísleg- um réttarþáttum. Þetta hefir mér orðið hugstætt í seinni tíð. Persónukjör er nauðsynlegt til bjargar lifandi lýðræði. Þess vegna hallast ég eindregið að hugmynd einmenningskjör- dæma í því formi sem ég setti fram forðum með þó endurskoð- uðum huga um Jafnan" kosn- ingarétt. Dr. Magni er með dálít- ið aðra framkvæmd. Fylkjaskipan eða fjórðungar er mál sem athuga þarf. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta e.t.v. vísað veginn. I öllu falli ber að hugsa þetta í fram- haldi af sveitarfélaga- og sýslu- skipan. Meginatriði er aukið vald og fjármagn, vegna eigin mála, þannig að sjálfstæði allra byggða sé borgið, hverjar afleið- ingar sem verða af samþjöppun valdsins við Faxaflóa. Ég hefi lengi óttast að þjóðarsálin gleymist, tölvu-bissness-sjónar- mið verði ríkjandi á Alþingi, þar sem gleymist skyldan við fortíð- ina, sem nútíðin öll byggist á. Lífsskilyrði þessarar þjóðar í þúsund ár, þar sem nýting þeirra um allt land var skilyrði þess að hér lifði fólk, að hér varð til þjóð, sem deyr ef hún gleymir landi sínu. Þaðan eru þjóðarein- kennin, þau, sem skyldan krefur að varðveita. Fólkið í dreifðum byggðum er 1 varðstöðunni. Meira vald á fjármagni og auð- lindum byggðanna jafnhliða ábyrgð, tryggir þetta. í orkulind- unum er sterkasta aflið, sterkasta fótfesta sjálfstæðra byggða." Það eru margar spurningar er vakna. Hvers vegna kjördæmi, ef kosningarétturinn einn er helg- ur, við skipan þjóðþings — Al- þingis? Hvers vegna heimtar Guðjón Lárusson ekki eitt lands- kjör til Alþingis? Með því er var- anlega leystur sá vandi að tryggja nákvæmlega jafnan kosningarétt allra þjóðfélags- þegna. Á þetta benti dr. Magni Guðmundsson svo skýrt fyrir skömmu í grein í Velvakanda. Er þetta eitthvert feimnismál í réttlætishuga Guðjóns Lárus- sonar og skoðanabræðra hans? — Kjördæmaskipan er vottur þess að fleiri réttarþættir standa að baki kosninga til Al- þingis. Kjördæmi eru: Fólk og land. Ef kosningarétturinn er aðeins fólksins, þá er rökrétt: Engin kjördæmi, aðeins lands- kjör. Guð hjálpi þá íslandi. Nú- tíminn speglar: Flokkar, fjár- magn, fólk. Fjölmiðlaáróðurinn, innrætingin er í þessum anda. Eg hefi fyrir löngu séð hættuna sem í þessu er fólgin. Þess vegna hefi ég verið að reyna að tala fyrir auknu sjálfstæði og sjálfs- forræði byggðarlaga, til þess að vernda þá hugsun, sem að baki kjördæmaskipunar býr, — að landið og lífskraftur þess væri undirstaða og réttur þess fólks, er nánasta umhverfi byggir. Að t.d. orkan á Austurlandi sé und- irstaða austfirzkra byggða og réttur fólksins er þar býr. Þetta þurfti og þarf að tryggja áður en líftaugin er dregin úr höndum þess af fjölmenninu við Faxa- flóa. En nýskeð eru þau hörmu- legu ótíðindi að Fljótsdals- virkjun er afhent Landsvirkjun, sem þýðir í raun — og sannið til: Þar verður virkjað, þegar fjöl- mennið við Faxaflóa þarf á að halda. Ein mesta auðlegð Aust- urlands látin af hendi áður en kosninga„rétturinn“ er kominn til þeirra, er þykjast eiga hann. Kannski hljóta Austfirðingar einhvern reyk af réttunum. Spurningin er hvað tölvan segir. Eða er mín réttlætis- og sjálf- stæðiskennd komin eitthvað á villigötur? Kosninga- réttur — hvad er þad?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.