Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
Lífeyrissjóður
verslunarmanna
gefur út upp-
lýsingabækling
LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna hefur, í samvinnu
við samtökin Viðskipti og verslun, látið gera 16 síðna
myndskreyttan bækling með upplýsingum fyrir sjóðfélaga
sína. Þar er meðal annars gerð grein fyrir tilgangi sjóðs-
ins, á hverju réttur til lána og lífeyris grundvallast, láns-
kjörum, ávöxtun fjár og hverjir eru aðilar að sjóðnum. Þá
er fjallað um lífeyrisréttindi almennt í íslensku trygginga-
kerfi og í bæklingnum má einnig finna tölulegar upplýs-
ingar varðandi starfsemi sjóðsins.
Morgunblaðið hafði samband
við Pétur Blöndal, framkvæmda-
stjóra Lífeyrissjóðs verslunar-
manna og spurði hann um til-
drögin að og tilganginn með
þessari útgáfu. Pétur sagði: „I
okkar reglugerð er okkur gert
skylt að upplýsa sjóðsfélaga um
réttindi þeirra og skyldur við
sjóðinn og til að uppfylla þessa
skyldu gefum við út þennan
bækling. Við höfum árlega gefið
út skýrslu stjórnar, en hún hefur
ekki farið mjög víða. Þessi bækl-
ingur var hannaður með það
fyrir augum, að vera til upplýs-
ingar fyrir sjóðfélaga og veita
þeim vitneskju um þau réttindi,
sem þeir eiga hjá sjóðnum. Það
er ljóst að lífeyrissjóðakerfið á
íslandi er orðið ansi flókið og
það er áberandi, að menn hafa
ekki fullan skilning á þeim rétt-
indum, sem þeir eiga hjá lífeyr-
issjóðunum. Til þess að bæta úr
því ástandi gefum við út þennan
bækling. Það hefur verið allt of
lítið um það, að lífeyrissjóðirnir
gerðu sjóðfélögum grein fyrir
réttindum þeirra. Reyndar má
segja með minni sjóði, þar sem
félagar eru kannski innan við
hundraðið, að þá sé þetta í lagi,
þar sem þá vita menn þetta yfir-
leitt mjög vel. En þegar sjóðirnir
eru farnir að stækka verður mik-
il þörf á að upplýsa menn um
réttindi þeirra, sérstaklega eftir
að lífeyrissjóðakerfið varð svona
flókið.
I bæklingnum er auðvitað
fyrst og fremst rætt um Lífeyr-
issjóð verslunarmanna, en einn-
ig um tryggingakerfið í heild og
þá þætti þess sem snerta Lífeyr-
issjóð verslunarmanna. Þar er
lífeyririnn fremstur að sjálf-
sögðu, en einnig er lánastarf-
semin ekki lítill hluti af starf-
semi sjóðsins og það er útskýrt
fyrir mönnum hvernig sú starf-
semi fer fram. Það er Ijóst að
þegar sjóður verður svona stór,
eins og Lífeyrissjóður verslun-
armanna er orðinn, er hætta á
að samband sjóðsins við sjóðfé-
Ellilífeyrir
Miðaó er vió að
sjóöfölagar hetji tóku eíliilleyris
vió 70 áta aidur. þö er sjóðfóiógum heimiil aó
helja löku lífeyrís íyrr eda allt frá 65 ára aidri.
en í>á lækkar iifeyririnn um 6S/s fyrir hverl ár
Sömuieið:s er sjóóíéfógum heimUt að fresta
töku fifeyrrs alit lil 75 ára alciurs og nækkar þð
lifeyrirlnn um €*'?. fyrir hvertjir.
Örorkulifeyrir
Ef sjóófélag: vegna örork.u er ekkl
iæi um aö gegna siarli þvt, sem
hann hefur gegnt og vertir honum
aörld aó sjóónum. á hann rétt á
öforkuiifeyri, ef örorka hans er meiri
en 40%. Meiri örorka gefur
hiutfailsiega hærn ilfeyri. Upphæó
föOH órorkulifeyris er reiknuó eins
og upphæð eifllfleyrJs nema aö tii
viöbótar áunnum stigum ieggsas*
þau stig. sem ætia mætt» aó sióó-
iétaginn helði áunniö sér tii 70 ára
afrJurs {framreiknuö stig).
Makaiifeyrir
Maki íátins sjóðfétaga á rétt á
makalifeyri. ef nann er fæýdur
fyrir 1940. eóa ef hann er með
börn á framfæri. eöa et hann er
öryrki
Barnalrfeyrir
Börn og kjorbcm látins sjóófélaga og börn og kjörbórn
eili- og örorkulifeyrispega. eiga réft á barnalifeyrí uns
þau hafa náó 18 éra aldri. Sama gildir um fóslurbörn og
stjúpbörn, sern sjóótélagi tramfæröi aó mestu eða oltu
leyti. Upphæö barnalifeyris er helmingur af barnalffeyri
almannatrygginga. {I rnaf 1982 krónur 462 fyrir hverf barn).
laga minnki eða rofni og því
miður er það alltof algengt, að
menn viti ekkert um þá lífeyr-
issjóði eða stéttafélög, sem þeir
eru að borga til.
Við höfum einnig haldið fundi
með einstöku sjóðfélögum, en
það hlýtur alltaf að vera mjög
lítið sem hægt er að gera með
því móti, þar sem 13—14 þúsund
manns eru félagar í sjóðnum og
auðvitað ekki vinnandi vegur að
ná persónulegu sambandi við þá
alla.
Önnur kynningarstarfsemi á
okkar vegum er meðal annars
heilsíðuauglýsing, sem kemur
alltaf einu sinni á ári í öllum
dagblöðunum, þar sem birtir eru
reikningar sjóðsins og í hvað
lánin sem við höfum veitt hafa
farið. Við birtum þar einnig út-
drátt úr reglugerð sjóðsins og
lánareglur.
Þá sendum við alltaf út árlega
upplýsingar til sjóðfélaga um
greiðslur sem bárust vegna
þeirra á árinu. Við vorum ein-
mitt að auglýsa um daginn að
þessar uplýsingar hefðu verið
sendar út. Þetta höfum við gert í
þrjú ár og það eru ekki margir
sjóðir sem gera það, ég veit ekki
til þess að nokkur annar lífeyris-
sjóður gefi svo nákvæmar upp-
lýsingar um iðgjaldagreiðslur.
Þarna geta menn sem sagt feng-
ið yfirlit um það, hvað hefur far-
ið til sjóðsins og leiðrétt mistök,
sem geta hugsanlega orðið. Þeir
vita í öllu falli miklu betur hvað
hefur verið bókað á þeirra nafni
hjá sjóðnum. Þá byrjuðum við að
senda fyrirtækjunum yfirlit yfir
greiðslur þeirra til sjóðsins á
síðasta ári.
Bæklingurinn er gefinn út í
samvinnu við samtökin Viðskipti
og verslun, sem sáu um hönnun-
ina, en við um textann. Þetta er
hluti þeirrar viðleitni Viðskipta
og verslunar að rétta hlut versl-
unarinnar í hugum manna og
benda á mikilvægi verslunar til
jafns við aðra atvinnuvegi.
Okkar sjóðfélagar eiga að sjálf-
sögðu að vera sér meðvitaðir um
það, að þeirra starf er ekki
minna virði en starf annarra í
þjóðfélaginu og að verslunin er
ekki síður mikilvæg atvinnu-
grein en aðrar atvinnugreinar í
þjóðfélaginu," sagði Pétur
Blöndal að lokum.
Steinullarfélagið á Sauðárkróki:
Hverfur ekki frá áætlunum um
að reisa steinullarverksmiðju
Sambandinu boðin hlutafjárþátttaka
Gbir I Hefaason
Ný dönsk mál-
fræði á markað
ÚT KR komin á vegum Iðunnar
Dönsk málfræði og verkefni eftir
Gizur í. Helgason kennara.
I formálsorðum gerir höfundur
m.a. svolátandi grein fyrir bók-
inni: „Það er nú langt um liðið síð-
an kennslubók í danskri málfræði
hefur litið dagsins ljós hér á landi.
Brýn þörf hefur verið fyrir slíka
bók á framhaldsskólastigi og er
hér gerð tilraun til úrbóta ... Bók
þessi ætti að geta hentað vel í ní-
unda bekk grunnskóla, jafnt sem á
framhaldsskólastigi. í henni eru
um 80 æfingar og 40 stílar, auk
sýnishorna af prófstílum úr ýms-
um framhaldsskólum. Með hæfi-
legri yfirferð ætti hún að geta
enst nemendum í sex annir. Góðar
orðabækur eru hér grundvöllur
náms. Reynt hefur verið að hafa
æfingar misþungar og ættu nem-
endur 9. bekkjar að geta ráðið við
fyrstu æfingar hvers málfræði-
þáttar."
f fréttatilkynningu sem Mbl. hef-
ur borist frá Steinullarfélaginu hf.
kemur m.a. fram að fyrirtækið ætli
ekki að hverfa frá þeirri hugmynd að
reisa steinullarverksmiðju á Sauð-
árkróki.
I því skyni hafi verið ákveðið að
auka hlutafé í 30.000.000 nú í
sumar. Bæjaryfirvöld Sauðárkr-
óks hefðu og lýst stuðningi sínum
við þessa ákvörðun og lagt fram 6
millj. kr. til verksins. Ástæðan til
þess að upphæðin hafi ekki verið
hærri sé sú að bæjarráð taldi eðli-
legt að einstaklingum og fyrir-
tækjum sé gefinn kostur á að taka
þátt í byggingu steinullarverk-
smiðjunnar á Sauðárkróki. Nú
lægju fyrir 60% af hlutafjárlof-
orðum (12 millj. frá ríkissjóði og 6
millj. frá Sauðárkrókskaupstað).
Þá hafi Samvinnugreyfingunni
verið boðin þáttaka allt að 30%
eða 9 millj. kr. í félaginu m.a.
vegna strkrar stöðu hennar á
markaðnum. Meginverkefnið nú
væri að safna þeim 3 millj. af
hlutafé sem ekki hafa verið boðin
örðum sérstaklega.
Samhliða söfnun hlutafjárlof-
orðum sé hafinn tæknilegur og
viðskiptalegur undirbúningur
undir byggingu verksmiðjunnar. í
fréttatilkynningunni er vikið að
forsögu áætlunar um að reisa
steinullarverksmiðju hér á landi.
Þar er m.a. getið að auk Steinull-
arfélagsins hf. hafi fyrirtækið
Jarðiðnaður hf. sýnt því áhuga að
koma upp slíkri verksmiðju í Þorl-
ákshöfn. Einnig kemur fram að
Jarðiðnaður hf. hfi hætt afskipt-
um sínum af þessu máli fyrir
skemmstu. Þá er fjallað um stofn-
un nýs fyrirtækis Berguls hf. sem
hafi áætlanir á um að reisa stein-
ullarverksmiðju í Þorlákshöfn.
OVERFÖRT. Síðan segir: „Af
sjónvarpsfréttum að dæma veit
þetta nýja fyrirtæki ekki (þ.e.
Bergull hf) hvort það vill reisa
litla eða stóra steinullarverksmið-
ju. Fyrirtækið hefur safnað um
1% af hlutafé, en tekur síðan eigi
að síður skóflustungu að verk-
smiðjuhúsi. Stjórnarformaður
upplýsir þó í viðtali að bygginar-
framkvæmdir geti ekki hafist fyrr
en gengið hefur verið frá fjár-
hagslegum undirbúningi og réttur
Sunnlendinga tryggður gagnvart
lögum um steinullarverksmiðju,
þ.e.a.s. þau réttindi sem Steinull-
arfélaginu voru veitt með sam-
þykkt ríkisstjórnar. Tímaeetning
þessa fjölmiðlaviðburðar er grei-
nilega miðuð við hlutafjársöfnun
Steinullarfélagsins. Raunin er þó
ins. Raunin er þó sú að þetta hefur
aukið samstöðuna nyrðra og
bragðið því misheppnast að því
leyti."
Sífellt fjölgar þeim þéttbylisstöðum þar sem lagt hefur verið bundið slitlag. Þessi mynd er tekin á Flúðum í
Hrunamannahreppi i sumar þegar verið var að leggja slitlag fyrir framan félagsheimilið. Ljé«n. sig. sigm.