Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 3 ÍSLENSK _____ ^ FRAMLEIÐSLA Steinar hf. hafa nú fengið framleiðslurétt á plötum/ kassettum frá WEA Records, sem er samsteypa 3 fyrirtækja, Warner Brothers, Elektra/ Asylum Records og Atlantic Records, sem að auki eiga nokkur smærri útgáfufyrirtæki s.s. Swan Song, Geffen Records, Full Moon Records, Sire Records og F-Beat svo nokkur séu upptalin. Fyrir þig þýöir þetta einfaldlega að þú getur nú fengið WEA-plötur u.þ.b. 30% ódýrari en ef viö þyrftum aö flytja þær inn. Fyrstu 4 plöturnar sem við gefum út samkvæmt þessum nýja samningi eru: Þessi stórkostlega góða plata situr nú sem fastast í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans. Við trúum því staðfastlega að „Mirage“ eigi eftir að verða álitin plata ársins 1982. Sama hvar í flokki þú stendur tónlistarlega er ekki nokkur leið að líta fram hjá gæðum Fleetwood Mac. Allir rokkaðdáendur þekkja Van Halen og vita að senni- lega nýtur engin rokkhljómsveit jafn mikilla vinsælda í heiminum í dag. Kraftmikiö og melódískt rokk er aðal merki þeirra. „Diver Down“ er gott dæmi um það og er jafnframt þeirra besta plata. Margir Zeppelin aðdáendur hafa beöið óþreyjufullir eftir þessari fyrstu sólóplötu Roberts Plant. Eitt er víst að „Pictures at Eleven“ lyftir öll um Zeppelin-aödáendum til skýjanna, og á þar að auki eftir að afla Robert Plant fjöida nýrra aðdáenda. Allir íslendingar þekkja B.A. Robertson, enda hafa fáir menn notið jafn mikilla vinsælda hér á landi og þessi sanni B.A. Robertson. Nýja plata hans heitir R&BA og er meiriháttar hress og skemmtileg eins og vænta mátti. Væri ekki rétt að setja sig í stellingar og tryggja sér eintak. Heildsoludreifing HLJÓMDEILD sÚnorhf ULlj) KARNABÆR f Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055 Símar 85055 og 85742.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.