Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 Myndin er tekin á heimiiissýningunni í Laugardalshöll. Frá vinstri: Nils Vestegaard, Kaj Arnoldsen og Ingvi Ingason. Rafha hf.: Hefur útflutning á vift- um til Danmerkur mm UKAMSRÆKT JSB INNRITUN HAFIN 5$ Nú er Líkamsrækt JSB 15 ára og vió erum stolt aó bjóða meiri og fjölbreyttari þjónustu meó hverju árinu. 4ra vikna haustnámskeiö hefst 6. sept. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. 50 mín æfingatími meö músík. Sturtur — sauna — Ijósböö — gigtarlampar. Hristibelti — hjól — róörarbekkur o.fl. „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. Samlokusólbekkir í Bolholti. Ath.: Nýju Ijósin komin í Suöurver. Fyrir þær sem eru í megrun: && * Matarkúrar og leiöbeiningar — vigtun og mæling. Wy * 3ja vikna kúrar 4 sinnum í viku. f í * Opnum kl. 8 fyrir hádegi í Bolholti RAFHA hf. hóf fyrir skömmu út- flutning á gufugleypum til Danmerk- ur. í upphafi er ætlunin að flytja út 1.000—1.500 viftur, en i ráði er að auka framleiðsluna á danskan mark- að upp í 2.000—2.500 með auglýs- ingaherferð sem hleypt verður af stokkunum í október nk. Sá aðili, sem hefur tekið að sér að koma gufu- gleypunum á markað í Danmörku, er fjölþjóðafyrirtækið Zanussi. Að sögn Ingva Ingvasonar, fram- kvæmdastjóra Rafha, eru einungis nokkrir mánuðir síðan ákveðið var að framleiða vifturnar, sem eru sænskar að uppruna, og hefði Rafha keypt framleiðsluréttinn af sænska fyrirtækinu Futurum. Ingvi kvað ennfremur stefnt að því að flytja út um 8—10.000 viftur á vegum fyrirtækisins. Og mætti nefna að forráðamenn Zanussi hefðu boðist til að veita Rafha lið í leit að nýjum mörkuðum. Sagði Ingvi að Rafha stefndi leynt og ljóst að því að flytja út 3—4.000 gufugleypa á danskan markað er fram liðu stundir. Hér á landi eru staddir tveir um- boðsmenn Zanussi, Kaj Arnoldsen og Nils Vestegaard. Sögðu þeir að Zanussi væri í hópi stærstu fyrir- tækja á sviði heimilistækja í Evr- ópu. í Danmörku er magn þeirra vara, sem þeir hafa sett á markað, um 65.000. Kaj sagði einnig að fyrirtækið legði mikla áherslu á Félögum fækkar í Verka- manna- flokknum liondon, 30. ágúst. AP. FÉLÖGUM í Verkamannaflokkn- um breska fækkaði um fimmtung milli áranna 1980—81 og hafa þeir ekki verið færri síðan árið 1929. Kemur þetta fram í skýrslu frá framkvæmdanefnd flokksins, sem segir, að þessi þróun sé mjög „uggvænleg“. Flokksbundnir félagar i Verkamannaflokknum eru nú 276.692 en voru 348.156 árið 1980, 71.000 fleiri. 1980 voru teknar upp nýjar og áreiðanlegri að- ferðir við skráningu félaga í flokknum og fækkaði þeim þá verulega frá því, sem áður var talið, en samt sem áður er um raunverulega fækkun að ræða. Er það einkum rakið til klofn- ingsins innan flokksins þar sem vinstri og hægri menn berast á banaspjót. íhaldsflokkurinn breski, sem ekki ræður yfir beinni félaga- skrá, heldur því fram, að hann hafi innan sinna vébanda 1,25—1,50 milljónir félaga og Jafnaðarmannaflokkurinn nýi, sem heldur nákvæmt félagatal, gefur upp töluna 78.500. vörugæði, en um leið væri leitast við að halda verði eins lágu og unnt væri. Því hefðu t.a.m. þeir gufu- gleypar sem Rafha hf. framleiðir á danskan markað, þurft að gangast undir strangt gæðamat. Líkamsrækt JSB, Suöurveh, tími $3730, Bolholli S, tími 3S64S 46 manna 46 manna lúxusbif reiö f rá Volvo! Viö hjá Velti hf. höfum látið smíða Volvorútu á vörubílagrind, sem er sérstaklega byggð til þess að takast á við íslenskar aðstæður. Þetta er sannkölluð lúxusbifreið: Frábær Van Hool yfirbygging, tvöfalt gler, 190 cm lofthæð, ,,forced-air“ loftræstikerfi, sérstök aðstaða fyrir leiðsögumann, fullkomið hljómflutnings- og hátalarakerfi, aðstaða til fundarhalda, farangursrými með yfir- þrýstingi, sem heldur burt ryki, vökvadrifið innstig o.s.frv. Herlegheitin eru borin uppi af F7 vörubílagrind og knúin áfram af TD 70F intercooler, 236 hestafla vél með 16 gíra SR62 alsamhæfða gírkassanum. Hafið samband og fáið að líta á gripinn. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.