Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 21 Sgrækt- land fluttu þeir Hallgrímur Indriðason og Vilhjálmur Sigtryggsson en báðir eru þeir framkvæmdastjór- ar skógræktarfélaga þar sem mjög gott samstarf hefur tekist við við- komandi bæjarfélag, Hallgrímur á Akureyri og Vilhjálmur í Reykja- vík. Árangur af slíku samstarfi hef- ur hvarvetna reynst mjög góður, ekki hvað síst það er varðar úti- vistarsvæði við þéttbýli enda skor- aði aðalfundurinn m.a. á bæjar- og sveitarfélög víðs vegar um land að taka upp eða efla slíka sam- vinnu við skógræktarfélögin á staðnum," sagði Hulda. „Skógræktarfélógin eru sem kunnugt er áhugamannafélög 31 talsins um land allt og eru öll að- ildarfélög Skógræktarfélags ís- lands. Þau eru eins og gefur að skilja misstór, en 611 starfa þau af fórnfýsi og með bjargfasta trú á móguleika trjá- og skógræktar á íslandi og ég vil nota þetta tæki- færi til að hvetja fólk til að ganga í skógræktarfélagið í heimahéraði sínu og leggja þessum málum sitt lið. Þarna er um að ræða mann- bætandi hugsjónastarf sem auð- gar hvern sem að þeim vinnur og hlýtur að vera landi og lýð til góðs. Við, áhugafólk um skógrækt, finnum að nú blæs byrlega fyrir málstaðinn. Menn sjá nú með eig- in augum ágætan árangur af skógræktarstarfi víðs vegar um land og meta að verðleikum menntun og tilraunir á þessu sviði. Svo er fyrir að þakka ötulu starfi fagmanna á vegum Skóg- ræktar ríkisins og skógræktarfé- laganna," sagði Hulda Valtýsdótt- ir að lokum. egna héraðs- amþykktinni Viðbrögö við fiskverðshækkun Vegna ákvörðunar yfírnefndar VerÖlagsráðs sjávarútvegsins um 16% hækkun fískverðs, ræddi Morgunblaðiö viö fulltrúa kaupenda og seljenda í nefndinni. Fara hér á eftir viðtöl við Friðrik Pálsson, Eyjólf ísfeld Eyjólfsson, Ingólf Ingólfsson og bókun, sem Kristján Ragnarsson lét gera er fískverð hafði verið ákveðið. Friðrik Pálsson: Vinnslan getur ekki staðið undir yfirfjár- festingu flotans „VENJULEGA hefur riskverðið ver- ið í kringum 50% af heildarkostnaði fiskvinnslunnar og því má segja að 16% fiskverðshækkun valdi vinnsl- unni, frystingu og söltun, um 8% út- gjaldaaukningu, eða um 350 milljón- um króna. Þessi 16% hækkun er mikil fiskverðshækkun og við full- trúar vinnslunnar teygðum okkur ör- ugglega eins langt og kostur var og vonumst til þess að vinnslan geti lif- að við þetta úr því að það var engin leið að ná samkomulagi með báðum aðilum," sagði Friðrik Pálsson, ann- ar fulltrúi kaupenda, er hann var inntur eftir kostnaðaraukningu fisk- vinnslunnar í kjölfar fiskverðshækk- unarinnar. „Þess vegna er það enn þá hryggilegra en ella, að samkvæmt bókun fulltrúa útgerðarinnar virð- ist þetta hvergi nærri nægja þeim, þó ég haldi að sjómenn megi til- tölulega vel við una, þar sem þetta er hliðstæð hækkun og landfólk hefur fengið. Mergurinn málsins í þessu er sá, að það hlaut að koma að því, að vinnslan gæti ekki borg- að þessa yfirfjárfestingu í flota- num, sem átt hefur sér stað að undanförnu. Það er fyrst og fremst að koma fram núna. Hins vegar rengi ég ekki þær tölur þjóðhagsstofnunar, sem útvegs- menn vitna í, að hallinn á útgerð- inni er mikill áfram eftir þetta. Á hinn bóginn hafa forsvarsmenn útgerðarinnar sjálfir lýst því yfir að þessi vandi verði aldrei leystur með fiskverðshækkun einni og það held ég að hafi sannazt í dag. Þetta er bara það, sem við hófum verið að búast við að hlyti að koma að. Sjómenn og útvegsmenn hafa sjálfir varað við því mjög sterk- lega undanfarin misseri að flotinn yrði stækkaður, en engu að síður hefur það gerzt og því er svo kom- ið að venjulegar leiðir eins og fisk- verðshækkun og gengisfelling í kjölfar hennar duga ekki til," sagði Friðrik. Ingólfur Ingólfsson: A von á harka- legum við- brögðum sjómanna „ÞAÐ er eins fjarri því og hægt er, að ég sé sáttur við þessa fiskverðs- ákvörðun. Það er Ijóst með henni að ríkisstjórnin hefur enn hafnað öllum rökum okkar um að tekið verði lillii til tekjurýrnunar sjómanna, en hún er veruleg vegna minnkandi afla og verðminni aflasamsetningar. Af- koma útgerðarinnar endurspeglar afkomu sjómanna," sagði Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna í yfir- nefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins, er Morgunblaðið innti hann álits á nýákveðnu fiskverði í gær. „Það kann að vera að menn leggi ekki trúnað á, að illa sé kom- ið og það sé skýringin á þessu fisk- verði. Ég á von á harkalegum viðbrögðum sjómanna, en erfitt er að segja til um hvort gripið verði til stöðvunar fiskiskipaflotans, en einhverntíma hefði þótt ástæða til þess og af minna tilefni. Bara til þess að halda í við aðra og bæta samdrátt í afla og verðminni afla- samsetningu hefði fiskverðið þurft að hækka langt yfir 20%. Þá hefur það komið fram hjá sjávarútvegsráðherra, bæði fyrr og nú, að hann gerði sér grein fyrir því, að átaks væri þörf til að rétta hlut sjómanna og hefur hann í því tilefni nefnt tölur um miklu meiri hækkun en nú hefur verið ákveðin. Það er því erfitt að gera sér grein fyrir því, sem er að gerast innan ríkisstjórnarinnar, en það virðist þó að þar sé sjávar- útvegsráðherra valdalaus og ekki sé hægt að taka mark á orðum hans. Síðast í morgun lýsti hann því yfir að vilji hans væri að fisk- verðshækkun yrði mun meiri en raunin varð á nú í dag. Það verður fundur hjá Far- mannasambandinu á miðvikudag og ég geri ráð fyrir hörðum við- brögðum þaðan og sömuleiðis frá Sjómannasambandinu," sagði Ing- ólfur. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Hækkunin skilur vinnslu- greinarnar ef tir á núlli „NÝAFSTAÐIN gengisbreyting var of lit.il og kom of seint til þess að hægt væri að skapa viðunandi rekstrarskilyrði í sjávarútvegi. Með tilliti til afleitrar stöðu út- gerðar annars vegar og samdrátt- ar í tekjum sjómanna hins vegar vegna aflarýrnunar, reyndu full- trúar fiskkaupenda að teygja sig eins langt í fiskverðshækkun og frekast var unnt. Því er ekki að leyna að þetta skilur vinnslugrein- arnar eftir á núlli og má þá ekkert út af bera í markaðsmálum. Verð- ur því að treysta á verulegt geng- issig á næstu mánuðum til að mæta vaxtagjöldum og sífelldum kostnaðarhækkunum," sagði Eyj- ólfur ísfeld Eyjólfsson, annar full- trúi fiskkaupenda í yfirnefndinni, er hann var inntur eftir áhrifum 16% fiskverðshækkunar á afkomu fiskvinnslunnar. Bókun Kristjáns Ragnarssonar: Staða útgerð- arinnar nú verri en í sumar Við ákvörðun fiskverðs í gær, lét fulltrúi útgerðarmanna í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, Krist- ján Kagnarsson, bóka eftirfarandi: Með þessari fiskverðsákvórðun, sem ákveðin er af oddamanni að fyrirskipan ríkisstjórnarinnar, og af fulltrúum fiskkaupenda, er ekk- ert tillit tekið til þess vanda sem að útgerðinni snýr vegna aflarýrn- unar og hækkandi olíukostnaðar. Sjávarútvegsráðherra hefur í allt sumar lýst vanda útgerðar- innar, sem ráða þyrfti bót á. Hef- ur hann flutt um þetta tillögur í ríkisstjórninni en fallið frá þeim öllum þegar á hefur reynt. Eftir þessa fiskverðshækkun er staða útgerðarinnar verri en hún var í sumar þegar sjávarútvegsráð- herra taldi þörf aðgerða. Að mati Þjóðhagsstofnunar er halli minni togara um 16% af tekjum eftir fiskverðsákvörðun, halli báta- flotans lítillega minni og halli stóru togaranna mun meiri, miðað við þann afla, sem verið hefur á þessu ári. Áframhaldandi gengis- sig er yfirvofandi og mun valda enn frekari hækkun á olíu og öðr- um aðföngum útgerðarinnar. Með hliðsjón af því, að ríkis- stjórnin hefur á engan hátt mætt erfiðleikum útgerðarinnar og virð- ist vænta þess að útgerðin geti orðið sér úti um aukið lánsfé í tapreksturinn, mun á það reyna næstu daga hvort útgerðin lætur slíkt yfir sig ganga. Sýning Bing & Gröndahl á Kjarvalsstöðum: Fegurst skreytt borð Sólrún Árnadóttir og Sturla Pétursson standa bér við borðskreytingu sina, sem hlaut fyrsta sætið í borðskreytingarsamkeppninni i sýningunni. Þau Sólrún og Sturla kepptu fyrir hönrl Félags framreiðshimanna. í TENGSLUM við sýningu dönsku postulínsverksmiðjunnar Bing & Gróndahl á Kjarvalsstöðum var haldin borðskreytingarsamkeppni þar sem 12 félagasamtök spreyttu sig á því að gera úr garði sem feg- urstu borðskreytinguna úr borðbún- aði frá verksmiðjunni. Sýningargest- ir voru fengnir til þess að greiða atkvæði besta borðinu eftir smekk sínum og voru þau talin í lok sýn- ingarinnar á mánudagskvöld. Sigurvegari varð Félag fram- reiðslumanna sem skreytti borð sitt með Ballerin postulínssetti. Það voru J)au Sturla Pétursson og Sólrún Arnadóttir sem kepptu fyrir hönd framreiðslumanna. í öðru sæti varð kvennadeild Rauða kross íslands sem skreytti borð sitt með Offenbach postulínsstelli, en fyrir hönd deildarinnar keppti Unnur Scheving Thorsteinsson. í þriðja sæti varð tímaritið Gest- gjafinn sem notaði Mexico stein- taustell, en þau Hilmar B. Jónsson og Elín Káradóttir kepptu fyrir hönd Gestgjafans. í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin voru styttur frá Bing & Gröndahl verksmiðjunni. Aðrir þátttakendur í keppninni voru Hótel- og veitingaskóli ís- lands, Hárgreiðslumeistarafélag íslands, Svölurnar, Sor-optimista, Hringurinn, Model 79, Módelsam- tökin, Tískublaðið Líf og Hús og híbýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.