Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 Æsispennandi njósnareyf- ari upplýstur í Frakklandi Aðalhlutverkin í höndum Mitterrand, Frakklandsforseta, frönsku leyniþjónustunnar, rúmensks leyniþjónustumanns og tveggja útlægra andófsmanna l’arís, 31. átíúst. Al*. FRÖNSK stjórnvöid stað- festu í dag blaðafregnir um æsispennandi samsæri, sem að því er virðist, kom í veg fyrir dauða tveggja útlægra rúmenskra andófsmanna. Sendiráð Rúmena í París neitaði staðfastlega öllum fréttum þessa efnis á sama tíma og yfirvöld, sem þekkt eru fyrir annað en laus- mælgi, staðfestu blaða- fregnir um málið. Þátttakendur í þessu æsispenn- andi og jafnframt reyfarakennda máli voru m.a. forseti Frakk- iands, andófsmennirnir tveir, sem sakaðir eru um upplýsinga- leka ok hikandi „morðingi" sem Hat leynt því fyrir yfirvöldum í Rúmeníu, að hann hefði svikið þau. Tókst svo vel að blekkja rúmensk yfirvöld, að morðingjan- um var veitt umbun fyrir að hafa orðið andófsmönnunum að bana. Handritið að þessum reyfara var samið af frönsku leyniþjón- ustunni á þann hátt að Ian Flem- ing hefði mátt vera stoltur af. Á meðal atriða í því má nefna hlekpenna, fylltan litarlausu eitri, sviðsett mannrán og sam- antekin ráð franskrar lögreglu, fjölmiðla og almennings. Tilkynningin hefur haft í för með sér kólnandi samskipti á milli þjóðhöfðingjanna, Francois Mitterrand, forseta Frakklands, og kollega hans, Nicolae Ceauc- escu, Rúmeníuforseta. Hún hefur á hinn bóginn einnig haft þau áhrif, að álit almennings á leyni- þjónustunni hefur farið vaxandi að nýju eftir þann álitshnekki sem hún hefur beðið í mánaðar- langri uppskerulausri baráttu við hryðjuverkamenn. Samkvæmt fregnum franska dagblaðsins Le Matin, sem sagði fyrst frá þessu máli, sviðsetti franska leyniþjónustan rán ann- ars andófsmannsins, Virgil Tan- ase, þann 20. maí sl. eftir að hafa „óvart“ komið í veg fyrir eitur- morð á hinum, Paul Goma, í hanastélsboði síðast í apríl. Gabb þetta gaf rúmenska leyniþjón- ustumanninum tíma til að flytja fjölskyldu sína frá Rúmeníu og til Frakklands þar sem hún fékk pólitískt hæli. Á blaðamannafundi, sem Le Matin gekkst fyrir í dag í sam- vinnu við mánaðarritið Actual, sögðu andófsmennirnir báðir svo og skeggjaður maður, sem sagði sig rúmenska leyniþjónustu- manninn, frá atburðarásinni í smáatriðum. Iæyniþjónustumaðurinn, sem kaus að nefna sig aðeins „Herra Z“, sagðist hafa búið í Frakklandi í átta ár og sérhæft sig í iðnað- arnjósnum jafnframt því sem hann starfaði hjá frönsku einka- fyrirtæki. Sagðist hann í febrúar hafa fengið fyrirskipun um að myrða bæði Tanase og Goma. „Ég vissi að þetta var skipun beint frá Ceaucescu forseta því honum stóð ekki á sama um starfsemi þeirra Tanase og Gorna," sagði leyni- þjónustumaðurinn. „Ég gat ekki fengið mig til að framkvæma þessa skipun og sagði frönsku leyniþjónustunni frá þessu snemma í apríl. Það var að minni tilhlutan, að allt um- stangið hófst,“ sagði hann í við- tali við tímaritið Actuel. „Herra Z“ undirbjó morðið á Goma með þeim hætti, að sprauta átti lyktar- og litlausu eitri í drykk hans í hanastélsboði með þar til gerðum penna. Þá var honum sagt að leigja franska skúrka til að drepa Tanase. Að sögn Le Matin hafði eitrið þá eig- inleika, að það átti að valda kransæðastíflu, og hverfa síðan sporlaust úr blóðinu. Goma er hjartveikur og hefur m.a. gefið í skyn í bók sinni, „Hundar dauðans", að stjórn Ceaucescu pyndaði og hundelti andófsmenn. Tanase skrifaði grein í Actuel fyrr á þessu ári, sem bar yfirskriftina „Hans há- tign, Ceausescu I., konungur kommúnista". Þar fór hann hörð- um orðum um þann ljóma, sem hann sagði umlykja forsetann. „Herra Z“ sagði fréttamönnum, að grein Tanase í hinu útbreidda tímariti Actuel hefði reitt Ceauc- escu til reiði þar sem hún hefði náð til svo margra. Le Matin sagði m. a. að lesið hefði verið upp úr greininni í vestur-evr- ópskum útvarpsstöðvum, sem senda út til Rúmeníu. Þá sagði „Herra Z“ einnig frá því, að enn erfiðara hefði verið að blekkja yf- irvöld en ella þar sem aðrir rúm- enskir njósnarar fylgdust grannt með honum. Með lagni tókst „Herra Z“ að komast inn í kunningjahóp Goma. Hann læddi síðan eitrinu í glas hans í umræddu hanastéls- boði, en útsendari frönsku leyni- þjónustunnar velti því um koll áður en það komst nokkru sinni í hendur hans. Sagði „Herra Z“ að honum hefði tekist að telja yfir- völdum trú um að það hefði verið óhapp, sem hefði verið ófyrirsjá- anlegt. Tæpum fjórum vikum síðar sáu vitni, sem ekki höfðu hugmynd um hvað um var að vera, hvar Tanase var neyddur inn í bifreið skammt frá heimili sínu og ekið með hann á brott. Lögreglu var gert viðvart og aðstandendur Tanase kröfðust opinberrar rann- sóknar á ráninu þar sem þeir héldu að rúmensk yfirvöld stæðu að baki ráninu. Aðeins kona hans vissi hvað um var að vera. Tanase skýrði fréttamönnum frá því, brúnn og sællegur, að hann hefði dvalið um þriggja mánaða skeið í sumarhúsi á Bretagne-skaga og notið lífsins. Sagði hann það hafa verið svo vel falið, að fulltrúi frönsku leyni- þjónustunnar, sem var í sam- bandi við hann, hefði hvað eftir annað villst af leið. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, tengist málinu á þann hátt, að hann lýsti því yfir á blaðamannafundi 9. júní sl., að vissulega væri það ógnvekjandi að franskur ríkisborgari gæti horfið sporlaust. Lofaði hann að kanna málið frekar. Taldi forset- inn ennfremur, að samskipti Frakka og Rúmena gætu beðið al- varlegan hnekki ef Tanase fynd- ist ekki. Blaðamaður Le Matin sagði aftur á móti í sjónvarpsviðtali í gær, að erfitt væri að meta hlut- deild forsetans í málinu. Annað hvort hefði hann ekki haft hug- mynd um neitt, eða þá að hann hefði ákveðið að láta ekki sitt eft- ir liggja í blekkingunni. Tanase og háttsettur embættismaður sögðu báðir á hinn bóginn að for- setinn hafi allan tímann vitað hver staðan var í málinu. Mitterrand frestaði fyrirhug- aðri heimsókn sinni til Rúmeníu í júlí á þeim forsendum, að um misskilning í skipulagningu hefði verið að ræða. Var heimsókn hans ákveðin í september. Al- mennt er þó álitið að hann hafi frestað för sinni til þess að lýsa vanþóknun sinni á vinnubrögðum rúmenskra í þessu máli. Seytjánda Bóksöluskrá Bókavörðunnar: Meðal bóka er Heimskringlu- útgáfa frá 1697 Willy Hansen lækningapredikari í Langholtskirkju: Biður fyrir sjúkum í nafni Jesú Krists Út er komin Bóksöluskrá Bókavörðunnar, verslunar með eldri bækur og nýlegar, og er skráin hin 17. frá upphafi. Alls hefur skráin að geyma 1328 titla af þeim bókum sem verslunin hefur til sölu, og er þeim að vanda skipt niður eftir flokkum: Ádeilurit, lögfræði, réttarsaga, ís- lensk fræði, saga, rit um ísland, ævisögur og æviþættir, trúar- brögð, leikrit, skáldsögur ís- lenskra höfunda, stjórnmál, efnahagsmál, náttúrufræði, ævi- sögur Islendinga og fleiri flokka. BÓKAVAROAIM — Í.AMI Ad RmtlH (X, .NVÍAfí — HVERFiSCðTU 52 REYKIAVÍK 5ÍMI29720 ________'SLAND_______ Meðal fágætra rita í skránni eru til dæmis hin fræga Heims- kringluútgáfa Peringskiölds, prentuð í Stokkhólmi 1697, ævi- saga sr. Árna Þórarinssonar í sex bindum eftir Þórberg Þórðarson, Saga Hafnarfjarðar eftir Sigurð meistara Skúlason og mörg önnur rit. Bókaskráin er send til við- skiptamanna Bókavörðunnar og síðan afhent í versluninni tveimur vikum eftir útkomu. Bragi Kristjónsson í Bókavörð- unni segir, að mikill misskilningur sé að allar bækur verði dýrari með aldrinum. Langflestar bækur lækki í verði fyrstu 50 árin eftir útkomu, og séu því mun ódýrari í flestum tilvikum en nýjar bækur. í skránni séu mörg fágæt rit, en meirihluti bókanna sé ýmiss kon- ar venjulegar bækur á verðbilinu 30 til 120 krónur. Forsíðu Bóksöluskrárinnar að þessu sinni prýðir mynd af hinum kunna bókasafnara og Islandsvini, Willard Fiske, en safni hans fengu íslenskir sjónvarpsáhorfendur einmitt að kynnast í þætti Helga Péturssonar frá Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Meðal bóka á skrá Bókavörðunnar að þessu sinni eru einmitt bækur er geyma ítarlegar upplýsingar um gamlar íslenskar bækur eftir Fiske. Torsten Föllinger þykir mjög góður Brecht-túlkandi og hefur m.a. starfað með Giselu May og Rudolf Penka. Eft- ir tónleikana í Norræna húsinu verða til sölu hljómplötur listamannsins og áritar hann þær sjálfur. Torsten Fölling- er með tónleika í Norræna húsinu FIMMTUDAGINN 2. september nk. heldur sænski listamaðurinn Torsten Föllinger tónleika í Norræna húsinu og hefjast þeir klukkan 20.30. Á söng- skránni verða m.a. lög eftir Mozart, Schumann, Ture Kangström, Hanns Eisler, Ruben Nilson, ('harles Trenet og Tom Lehrer. Undirleikari verður Jónas Ingimundarson. Torsten er staddur hér á vegum Norræna hússins og Leiklistarskóla Islands, en hann heldur hér, auk tónleikanna, námskeið við Leiklist- arskólann og leiðbeinir karlakórnum Fóstbræðrum, áður en þeir leggja upp í söngför sína í tengslum við hina miklu Norðurlandakynningu sem brátt hefst í Vesturheimi. Torsten nam leiklist og söng í Stokkhólmi og við óperuskólann í Vín og hefur sungið í óperum, óper- ettum og öðrum söngleikjum. Hann hefur starfað sem leikari við ýmis leikhús, komið fram í sjónvarpi og útvarpi og sungið inn á hljómplötur. Hann hefur lengi leiðbeint við leik- listarskóla ríkisins í Svíðþjóð og ferðast margoft um Norðurlönd til að leiðbeina og kenna við leiklistar- skóla og leikhús. í kvöld kl. 20:30 i Langholtskirkju mun lækningapredikarinn og söngv- arinn Willy Hansen biðja fyrir sjúk- um á samkomu. Hefur Willy verið hér á landi áður, sonur Willy Han- sen eldri og er kvæntur íslenzkri konu. Á þessari samkomu verður hljómsveit honum til aðstoðar, trommur, gítar, bassi og píanó, auk þess sem Willy spilar sjálfur á gítar og syngur. Willy hefur verið síðustu fimm ár á ferðalagi í Ástralíu og Nýja- Sjálandi og haldið þar samkomur, jafnframt því sem hann kom þar fram í hljóðvarpi og sjónvarpi. Sagði Willy, að hann hefði náð persónulegu sambandi við á milli 30—40 þúsund manns með þessum samkomuferðum sínum. Með hon- um eru menn frá Nýja-Sjálandi, m.a. sá sem spilar á píanóið. Willy er nýbúinn að gefa út hljómplötu, sem á eru lofgerðarsöngvar til Guðs og hefur henni verið dreift m.a. í Asíu. Markmiðið með þessari sam- komu í kvöld í Langholtskirkju sagði Willy vera það, að fá fólk út úr sínum lokaða og byrgða heimi, sem það lifi í, og sýna því hvað Kristur hefur raunverulega gert fyrir það. Allt sé gerlegt þeim sem trúir. Markmið væri að ná til fólks með kraft Heilags Anda og fá það til að öðlast brennandi trú. Það er söfnuðurinn Krossinn í Kópavogi, sem stendur fyrir þess- ari samkomu með Willy Hansen. i Að sögn Gunnars Þorsteinssonar, forstöðumanns, þá hefur sá söfn- uður það að markmiði sínu að fá fólk til þess að leyfa anda Guðs að búa ríkulega í hjörtum sínum. Það geri safnaðarmeðiimir m.a. með því að lofa Guð á frjálslegan hátt og ekki heftir af því, hvað aðrir hugsi um það, hvernig eigi að til- biðja Guð. Það sé klappað á sam- komum og dansað. Mikil leysing sé til staðar. Menn séu glaðir í Guði og þetta sé ekkert gamalt og leið- inlegt, sem þau séu að fást við. Menn geti því komið óhræddir á samkomuna með Willy í kvöld og látið biðja fyrir sér, eða bara til að koma saman og lofa Guð með söng og bæn. Gunnar mun túlka það sem Willy segir, svo allir geti skil- ið það, sem fram fer. Willy Hansen, lækningapredikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.