Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 23
Bæjarráð Keflavíkur: Deilur um fjár- magnsútvegun komi ekki í veg fyrir flugstöðv- arbyggingu (D BÆJAKKÁÐ Kcflavíkur sam- þykkti á fundi sínum 24. ágúst sl. að skora á stjórnvöld að láta ekki deilur um útvegun fjármagns vegna byggingar nýrrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli koma í veg fyrir að hafist verði handa um byggingarframkvæmdir. Áskorun- in er svohljóðandi: Bæjarráð Keflavíkur skorar á stjórnvöld að láta ekki deilur um fjármagnsútvegun koma í veg fyrir að þegar verði hafist handa um byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Sú flugstöð, sem nú er notuð af illri nauðsyn, er löngu úrelt og aðbúnaður fyrir farþega og starfsfólk með öllu óviðunandi. Haft verði í huga við stað- setningu nýrrar flugstöðvar, að til komi alger aðskilnaður henn- ar frá herstöðinni, þannig að greiður og óhindraður aðgangur verði að henni. Svíar undir- rita laxa- verndunar- samninginn Á MÁNtlDAG undirritaði Esbjörn Rosenblad, settur sendifulltrúi Svíþjóðar, milliríkjasamninginn um verndun lax í Norður- Atlantshafi, sem gerður var f Reykjavík 2. mars sl. Hafa þá allir aðilar, sem rétt hafa til að undirrita samning- inn, gert það, en þeir eru Banda- ríkin, Danmörk f.h. Færeyja, Efnahagsbandalag Evrópu, Kanada, Noregur, Svíþjóð og ís- land. Samningurinn tekur gildi þegar 4 aðilar hafa fullgilt hann. AUCLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Buxur Khakibuxur, gífurlegt úrval Flauelsbuxur Gallabuxur Peysur Gott úrval af peysum Bolir Mikið úrval af bolum Ýmiss fatnaður Háskólabolir með og án hettu, kuldaflíkur, vesti, trimmgallar, skyrtur, barnabuxur í flauels og denimefnum og margt fleira. Láttu sjá þig á Adamsútsölunni og gerðu góð kaup. Stendur fram að helgi. Opið til kl. 19 á föstudag og frá kl. 9-12 á laugardag. LAUGAVEGI47 Húsgagnasýning hjá okkur frá kl. 9—9 alla virka daga. Laugardaga kl. 10—6. Sunnudaga kl. 1—6. o Kíktu vió, þú færð örugglega eitthvað við þitt hæfi KM-húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010—37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.