Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 Þakka aubsýnda vináttu vib mig á 95 ára afmæli mínu þann 2U- ágúst sl., meb heimsóknum, gjöfum og skeytum. Gub blessi ykkur öll. Þórður Ólafsson. Innrí—Múla. SPLIFF 85555 FYRRVERANDI HLJÓMSVEIT NINU HAGEN - NÚ TALIN BESIA , ROKKHUÓMSVEIT ÞÝSKALANDS OMRON OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verð frá6.895.-kr. í- % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % ?/ ____ Hverfisgötu 33 Smi 20560 7 Auglýst eftir niðurtalningu Framsóknarflokksins! Framsóknarflokkurinn hefur staöiö í því síöan 1978, aö eigin sögn, aö .telja niöur“ verölag í landinu. „Niöurtalningin" hefur veriö pólitískt vörumerki flokksins, stolt hans, sverö og skjöldur. En hvaö hefur flokkurinn veriö aö telja niöur? Ekki veröbólguna, sem sjaldan hefur veriö borubrattari en nú. Ekki ríkisútgjöldin eöa skatt- heimtuna, sem hækkaö hefur um tuttugu þúsund nýkrónur á hverja 5 manna fjöiskyldu í landinu frá 1978. Ekki erlendar skuldir, en greiöslubyröi þeirra hefur hækkaö úr 13 í 22 hundruöustu af útflutningstekjum þjóöarinnar á þessu tímabili. „Niöurtalning- in fundin“ iK'ir, scm eru að svipast um eftir „niðurtalning unni“, stolti Kramsóknar- flnkksins, finna hana ekki á vettvöngum verðlag.s í landinu, ríkisútgjalda, skattheimtu eða erlendrar .skuldasöfnunar. l>essir þættir þjóðarbúskaparins hafa sýnt góða sprettu, enda helztu blóm í haga ríkisstjórnarinnar. Annað verður upp á ten- ingnum þegar kemur að „stöðugleika" nýkrónunn- ar. „Niðurtalningin" hefur bitnað harkalega á henni. Fimmhundruðkallinn, sem jafngilti 125 dollurum á fæðingardegj ríkisstjórnar- innar 8. febrúar 1980, sam- svarar aðeins 35 dölum í dag. Niðurtalning Fram- sóknarflokksins hefur því riðið rösklega í hlað í geng- ismálum. Sama máli gildir um margumræddan „kaup- mátt“ launa. l>ar kemur ekki „verðbótaskerðingin" ein við sögu, þótt títt sé til hennar gripið frá því Al- þýðubandalagið lagði undir sig ríkisfjármálin. Hlutur ríkisvaldsins í verðlagi (tollar, vörugjöld og sölu- skattur) lætur ekki að sér hæða með tilheyrandi áhrifum á kaupmáttinn, enda eru „kosningar kjara- barátta" og „samningar" komnir langleiðina „i gildi“, eins og láglaunafólk þekkir bezt. En niðurtalning hefur náð til fleiri þátta en ný- krónu og kaupmáttar, sei, sei, já. Hún hefur sagt til sín i „trausti" almennings gagnvart rikisstjórninni, en þar má finna, án þess að grannt sé gáð, hina marg- frægu niðurtalningu. Alþýöubanda- lagid og hús- næðismálin Alþýðubandalaginu var falin forysta og framvinda í húsnæðlsmálum þjóðarinn- ar, er formaður þess var gerður að ráðherra þessa málaflokks. Síöan hefur húsnæðlsverð og húsalciga hækkað meir en nokkru sinni • Alþýðubandalagið hafði forystu um, að hið almenna húsnæðlslánakerfi (Bygg- ingarsjóður), sem láns- fjármagnað hefur um 90% af íbúðarhúsnæði í land- inu, var svipt helztu tekju- stofnum sínum, launa- skatti og byggingingar- sjóðsgjaldi, sem gefið hefðu um 250 m.kr. 1982. • Lánshlutfall einstakl- inga, sem standa í íbúða- byggingum, er komið niðnr í um 17% af áætluðum byggingarkostnaði staðal- íbúðar — og rýrnar enn vegna þriskiptrar útborg- unar lánsins. • hessi húsnæ-ðislána- stefna hefur stórlega dreg- ið úr framtaki hins al- menna borgara við að koma sér eigin húsnæði yf- ir höfuöið. I’annig hefur verið slegið á þær fram- takshendur fólksins sjálfs, sem svo drjúgan þátt hafa átt í vinnuframlagi og verð- mætasköpun i húsnæðis- málum. • Afleiðingin hefur orðið sú að framboð íbúðarhús- nreðis hefur hvergi nærri vaxið til samræmis við eft- irspurn. I>etta hefur komið fram i húsnæðiseklu og verðhækkun húsnæðis, bæði til sölu og leigu, langt umfram aðra veröþróun, sem þó hefur ekki beinlin- is verið „lalin niður“. Sjálf- ur segir l'jóðviljinn í gær að íbúðaverð sé 75% yfir fastcignamati og hafi hæ*kkað um 75% á sl. ári, þó það „hafi staðið í stað" í sumar, vegna kreppu- áhrifa stjórnsýslunnar. Húsnæðiseklan i Reykjavík er skilgetið af- kvæmi Alþýðubandalags- ins og ber öll svipmót þess. SVAR: Flestir hafa gert sér hugmyndir um það, hvað verðbólga er. Allir verða varir við að vöruverð hækkar. En nú hækka sumar vörur meira og aðrar minna. Hvernig geta menn „mælt“ verð- bólguna? Það er gert með vísitölum. Vísitala framfærslukostnaðar mælir t.d., hvernig kostn- aður breytist við framfærslu hjóna með tvö börn í Reykjavík (vísitölufjölskyldu). Reiknað er, hve mikið allar þær vörur, sem þessi fjölskylda notar á mánuði, hækka og breytist framfærsluvísitalan hlutfallslega eftir því. Byggingarvísitala mælir á sama hátt, hve mikið kostnaður við að reisa nýja íbúð hækkar. Ef byggingarvísitalan tvöfaldast, þá segir það okkur, að nú getum við byggt eitt nýtt hús fyrir sömu krónutölu og við byggðum tvö áður. Verðtrygging láns þýðir að eftirstöðvar sem og allar greiðslur af láninu (vextir og afborganir) hækka hlutfallslega jafnmikið og sú vísitala, sem miðað er við, en það er oftast lánskjaravísitala. Dæmi: Lánskjaravísitalan var 172 þ. 1. ág. 1980, en er nú 1. ág. 1982 387. Hún hefur því hækkað um 125,0% á þessum tveimur árum. Eftirstöðvar allra lána, sem verðtryggð eru miðað við lánskjaravísitölu, hafa því á þessum sama tímaeinnig hækkað um 125.0%. Lánskjaravísitalan er þannig uppbyggð, að 2/3 hlutar hennar eru vísitala framfærslukostnaðar og 1/3 er vísitala byggingarkostnaðar. S| SAMBAND ALMENNRA ILANDSSAMBANDI X ILÍFEYRISSJÓÐA ! LÍFEYRISSJÓÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.