Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 Portisch og Torre áfram Skák Margeir Pétursson í síðustu umferð millisvæða- mótsins í Toluca varð jafntefli í öllum þeim skákum sem máli skiptu í baráttunni um efstu sætin og stórmeistararnir Lajos Portisch frá Ungverjalandi og Eugenio Torre frá Filippseyjum urðu því efstir á mótinu. I»eir tveir komast því áfram í áskorendakeppnina sem fram fer á næsta ári. Spennan i síðustu umferðinni var geysileg, því fyrir hana áttu sex skákmenn fræðilega möguleika á því að kom- ast áfram. Þeir Torre og Nunn sömdu jafntefli eftir aðeins II leiki og klukkustundar-tafl- mennsku og eftir það gat Filipps- eyingurinn tekið sér sæti á áhorf- endabekknum og fylgst með keppi- nautum sínum. Polugajevsky tókst ekki að ná vænlegri stöðu úr byrj- uninni í skák sinni við Portisch og urðu þeir tveir ásáttir um jafntefli eftir þriggja stunda setu og 24 leiki. I»ar með voru úr leik, auk Polugajevskys, þeir Ivanov og Seirawan, því Torre og Portisch höfðu báðir hlotið átta og hálfan vinning. Sá eini sem gat náð þeim þá var Boris Spassky, fyrrum heimsmeistari, sem átti lengst af vænlcga stöðu gegn Ivanov. En Spassky heppnaðist ekki að finna vinninginn þrátt fyrir miklar til- raunir og rétt áður en skákin átti að fara i bið, náði Ivanov þráskák og Spassky varð að sætta sig við þriðja sætið. Arangur Portisch kemur eng- um á óvart, því hann hefur nú í tvo áratugi verið á meðal fremstu skákmanna heims. Framan af virtist honum ganga illa að finna sig, en með fjórum sigrum í röð, komst hann í efsta sætið og þrátt fyrir tap fyrir Jusupov tókst honum að ná sér aftur á strik, vinna Balashov og komast áfram. Torre er fyrstur Asiubúa til að verða á meðal þeirra átta skákmanna sem taka þátt í áskorendakeppninni. Hann hef- ur verið stórmeistari í tæpan áratug og lengi verið talinn mik- ið efni, en svo frábærum árangri átti enginn von á. Boris Spassky fellur nú út úr áskorendakeppninni eftir 20 ára dvöl á toppnum. Enginn efast um styrk Spasskys, en það lifir enginn á hæfileikunum einum saman og þjálfun hans síðustu árin hefur ekki verið jafnmikil og skyldi. Igor Ivanov kom mjög á óvart og ef ekki hefði komið til tap fyrir Rodriguez undir lokin, hefði hann átt frábæra mögu- leika. Þó það kunni að hljóma skringilega er frammistaða hans mikill sigur fyrir sovézka skákskólann. Ivanov flýði fyrir þremur árum frá Sovétríkjunum til Kanada, og er nú orðinn með- al öflugustu skákmanna Norð- ur-Ameríku, en var svo til al- gjörlega óþekktur fyrir flóttann. Sú spurning vaknar því óhjá- kvæmilega hversu mörgum óþekktum hæfileikamönnum Rússar lumi ennþá á. Ungu mennirnir Jusupov og Seirawan komust mjög vel frá frumraun sinni í heimsmeistara- keppninni og tóku báðir mikinn þátt í toppbaráttunni. Skák- menn sem við fáum brátt að heyra meira frá, því þeir eru að- eins 22ja ára gamlir. Að mínum dómi sýndi Seirawan skemmti- legustu taflmennskuna á mót- inu, ef sigurvegararnir eru und- anskildir. Polugajevsky sem hef- ur verið með í þremur síðustu áskorendakeppnum var nú sleg- inn út. Honum hefur ekki tekist sérlega vel upp eftir að hann tapaði fyrir Korchnoi í einvígi 1980 og nú var hann með aldauf- asta móti, þótt hann hafi átt möguleika fram á síðustu stund. Fáa hefði grunað að Nunn yrði jafntefliskóngur, en hugsanlega bindur hann sig um of við troðn- ar slóðir í stað þess að gefa sköp- unargáfunni lausan tauminn. Þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn mikill byrjanasér- fræðingur, en allt er bezt í hófi. Balashov og Adorjan voru of brokkgengir til að eiga mögu- leika, taflmennska hins síðar- nefnda var jafnvel fyrir neðan allar hellur á köflum. Fjórir neðstu þátttakendurnir áttu erf- iðu hlutverki að gegna því allir hinir tefldu auðvitað stíft til vinnings er þeir mættu „skyldu- punktunum." Þegar þessu æsispennandi móti er lokið hafa sex skákmenn tryggt sér sæti í næstu áskorendakeppni, þeir Korchnoi, Sviss, Húbner, V-Þýzkalandi, Smyslov, Sovétríkjunum, Torre, Filippseyjum og Ungverjarnir Ribli og Portisch. Athygli hefur vakið hversu illa Sovétmönnum hefur gengið að komast áfram, en það lagast e.t.v. á síðasta mótinu, sem byrjar í Moskvu í næstu viku. Þar samanstendur heimavarnarliðið af engu lakari mönnum en Kasparov, Tal, Beljavsky og Geller, en skæðast- ir gestanna eru Svíinn Anders- son, Bandaríkjamaðurinn Christiansen og Ungverjinn Sax. Að lokum skulum við líta á skák frá millisvæðamótinu í Tol- uca. Það gekk lítið hjá Spassky þangað til hann fór hreinlega að sneiða hjá þekktum byrjunum. Hér teflir hann mjög nýstárlega gegn Rubinetti: Hvítt: Kubinetti Svart: Spassky Óregluleg byrjun 1. Rf3 — b6, 2. g3 — Bb7, 3. d4 — e6, 4. Bg2 — d6, 5. 0-0 — Rd7, 6. c4 — g6, 7. Rc3 — Bg7, 8. e4 — Re7, 9. Be3 Hér eða í leiknum á undan hefði verið upplagt að leika d4 — d5, en Rubinetti virðist ekki vel með á nótunum í byrjun þessari. - 0-0, 10. Dc2 — d5! 11. Hfdl — dxe4, 12. Rxe4 — Rf5, 13. Bg5 — Dc8, 14. d5 — He8, 15. Bh3?! — H6, 16. Bf4 — I)d8, 17. Bxf5 — gxf5,18. Rf3 - e5, 19. Be3 — Rf6! Hugmyndin er 20. Dxf5? — Bc8, 21. Dc2 — Bg4. Framhaldið teflir Spassky einnig af mikilli áræðni og tekst að sölsa til sín frumkvæðið. 20. Rh4 — f4!, 21. Bd2 — c6!, 22. dxc6 — Bxc6, 23. Bxf4 — Dc8, 24. Be3 — Dh3, 25. f3 — e4, 26. f4 — Had8, 27. Hxd8 - Hxd8, 28. Hdl — Hd3! 29. Dg2 Eftir 29. Hxd3 — exd3, 30. Dxd3 - Rg4, 31. Dd2 - Bf6! er hvítur varnarlaus. — Dd7, 30. De2 — Rg4! og hvítur gafst upp. Spassky hótar bæði 31. — Rxe3 og 31. — Bxc3, auk þess sem 31. Hxd3 gengur alls ekki vegna 31. — exd3, 32. Dd2 — Rxe3, 33. Dxe3 — Bxc3, 34. bxc3 — d2 og svartur vekur upp nýja drottningu. toluca :qsi TlT 'U 1 1 3 h 5 b r“ L1 8 9 10 11 11 13 1h VINN. RÖÍ) 1 PQR TISC H (Unyt'trja.lanJi) SM V/, ÍZ 1 /z o 0\Vz 4 4 1 Vz i 1 /z\ 8'/z 1-2. 1 TORRE (Filippseyjuirn) SM /z % •Iz o /z 1 1 /z /z /z 1 f Vz f S'/z 1-2. 3 SPASS Ky (Sovítr'ikjunurm) S M O '/z % Vz /z /z /z /z /z 1 1 /z 1 f 2 3. h IVANOV (Kanac/a) fíM /z f /z /z /z /z /z /z /z 4 0 Vz f ?'/z h-G. [ 5*J JUSUPOV (Sovétrikjunuan) SM f •A /z 'íz % /z /z /z /z o /z /z f f 7/z h-E il- $E IRPWAN (Oandariijunuan) SM f 0 Vz Zz /z % o o 11 i /z f /z f 7/z h-J. ;? ?OLUGfíJFVSKY(Sovitr.) SM /z 0 /l /z /z f % /z /z /z /z f /z f 7/z h-1. g NUNN (Enqlaní-,) SM o ’/z /z /z /z f !z /z /z /z /z /z f 7 8. 1 BfíLfíS H0V(Sovétrikjununm) SM o /l /z /l % 0 /z /z % 1 0 Vz i f G/z 1-10. 10 A LORJfí N (Unjverjaland,) S M 0 Vz o /z f 0 /z /z 0 YZY, 1 f /z f 6/z 1-10. 11 HUL AK (TcGjóslaviu) 5M /z o o o /z /z /z /z f 0 É /z /z f 5/z 11. 11 ROÐklGUEZ (Kthu) SM 0 o /z f /z o 0 /z /z 0 /z /z o <+ 12-13. 13 RUBIh/ETTI (fírgentinu) fífí o Vz o /z 0 /z Vz Vz o 'Iz /z /z I o A 12-13 l * KOUfíTLY (Ubanon) m •A o o o o o o o o o 0 1 1 Z/z IHl Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: The Postman Al- ways Rings Twice. Handrit: David Mamet. Myndstjórn: Sven Nykvist. Tónlist: Michael Small. Leikstjórn: Bob Rafelson. Sýnd í Tónabíói. Kvikmynd getur endurspeglað veruleikann. Annarsvegar þann veruleika sem blasir beint við myndauganu og svo hinn sem er háður lögmálum ímyndunarinnar. Hið furðulega er að kvikmynd get- ur haft til að bera öll einkenni þess veruleika sem blasir beinast við en samt höfðað fremur til ímyndunarinnar, þess heims sem hvorki er háður tíma né rúmi. Þannig hygg ég að sé háttað með nýjustu mynd Tónabíós Póstmenn hringja ætíð tvisvar. Ég hygg að mynd þessari sé ætlað að vekja hughrif sem seilast langt utan hins sýnilega sögusviðs. I þessu tilviki leika atburðirnir kringum hinn klassíska ástarþríhyrning er samanstendur af pari plús elsk- huga. Verða atburðir ekki raktir Hve oft hringir póstmaðurinn? frekar, því eins og áður sagði eru það máski ekki hinir sýnilegu at- burðir sem skipta höfuðmáli í þessari mynd, fremur sú spenna sem skapast innan ástarþrihyrn- ingsins. Sú hughrif sem fylgja ást, hatri og afbrýðisemi. Að vissu marki tekst leikstjóra „The Postman Always Rings Twice“ að vekja fyrrgreind hughrif, þann- ig er elskhuginn Jack Nicholson hæfilega djöfullegur til augnanna bæði á stund kynferðislegra há- marksafkasta og þegar hann gýt- ur augunum á kokkálinn. Enn- fremur bregður fyrir á andliti Jessicu Lange tvíræðum svip (enda klofin milli tveggja manna). Myndstjórn Sven Nykvist er og með þeim hætti að ljúfsár minn- ing um Bergmann streymir gegn- um kvikmyndaunnandann. Því Nicholson kveikir sér i sígar- ettu fyrir frarnan Jessicu Lange. miður dugar hin fagmannlega myndstjórn Nykvist og ágætir sprettir þeirra Nicholson og Lange ekki til viðhalds hughrifunum er líða tekur á myndina. Handrit David Mamet sem byggist á sam- nefndri bók James M. Cain er ein- faldlega of máttvana. Leikstjóran- um Rafelson tekst heldur ekki að blása lífi í handritið og því fer sem fer. Ahorfandinn missir samband við þann veruleika sem ætlað er að lýsa með hinum hefðbundna sögu- þræði. Það slökknar á stjörnuljós- inu og hinn grái hversdagsleiki tekur við. Þetta er synd því í upp- hafsatriðunum lék leikstjórinn af þó nokkru öryggi á tilfinningar áhorfandans. Hélt ég um tíma að svipuð spenna næðist hér milli Jessicu og Nicholson og milli Brando og Marie Schneider í Last Tango in Paris. En því miður; spennan næst ekki og því verða gróf ástaratlot Nicholson aðeins gróf án dýpri merkingar. Ég sé í auglýsingu að kvik- myndaeftirlitið hefir séð ástæðu til að banna mynd þessa innan sextán. Væntanlega eru framan- greind ástaratriði ástæðan. Mér dettur í hug í þessu sambandi að vinur minn úr kennarastétt sagði mér um daginn frá könnun varð- andi sjónvarpsgláp sem hann lagði fyrir tíu ára bekk. Könnunin leiddi í ijós að einn þriðji bekkjar- ins hafði séð klámmynd af mynd- segulbandi. Ansi er ég hræddur um að þeim krökkum þyki lítið til koma ástaratriðanna í The Post- man Always Rings Twice. Okkur hinum sem erum ekki enn orðin merkisberar myndbandabylting- arinnar þykir hins vegar nóg að gert milli þeirra skötuhjúa — Jessicu og Jack Nicholson — enda eigum við ekki að erfa landið. Andstæðingar inn- flytjenda gerast há- værari í Svíþjóð „IIELVÍTIS útlendingar, hypjið þið ykkur heim. Útlendingarnir taka vinn- una frá okkur. Útlendingamir nemma ekki að vinna, þeir lifa bara á styrkjum." Slík og önnur ókvæðisorð heyrast nú æ oftar í Svíþjóð. llndan- farnar vikur hefur einnig margsinnis komið til átaka milli sænskra ungl- inga, svokallaðra „skinheads", og ungra innflytjenda. Alls kyns undarleg samtök og félög dreifa nú einnig áróðri og útlendingahatri í blöðum og út- varpi. „Varðveitum Svíþjóð sem sænskt land. Látum ekki innflutt- an negra-, mongóla-, sígauna- og gyðingalýð verða herra í okkar ástkæra fósturlandi." Svo skrifa ein slík samtök í blaði sem dreift var um alla Svíþjóð. Og helming- ur sænsku þjóðarinnar varð vitni að útlendingahatrinu þegar til óeirða kom í viðurvist sjónvarpst- ökumanna um helgina í Rinkeby, útborg Stokkhólms, en þar búa m.a. margir íslendingar. Innflytjendaráðherrann sjálf- ur, Karin Anderson, hélt þar kosningaræðu þegar sænskir áheyrendur réðust á tyrkneskan hóp með skömmum og svívirðing- um og sögðu þeim að hygpa sig heim í stað þess að lifa sem sníkjudýr á sænsku þjóðinni. Sví- arnir veifuðu spjöldum með ókvæðisorðum í garð innflutjend- anna og lögreglan varð að skerast í leikinn. „Það er hryllilegt að slíkt skuli geta gerst í Svíþjóð," sagði innflytjendaráðherrann. Hvað er það þá sem veldur slíku hatri og ofsóknum? Mat flestra er slæmir tímar og aukið atvinnul- eysi. Samt sýna rannsóknir á skoðunum manna að fordómarnir gegn útlendingum voru mun al- gengari fyrir rúmum 13 árum þegar könnun var gerð. En þá var allt í blóma og efnahagurinn eins og bezt varð á kosið. Árið 1969 vildu 49% þjóðarinnar senda alla útlendinga, sem gerðust brotlegir við lög, úr landi. Það vill aðeins 29% þjóðarinnar nú á tímum. Ár- ið 1969 skelltu 23% atvinnuleys- isskuldinni á útlendingana, en nú telja aðeins 11% að innflytjend- urnir séu orsök aukins atvinnul- eysis. Helmingur þjóðarinnar sagði 1969, að útlendingar kæmu eingöngu til Svíþjóðar til að sjúga sænska spenann, þ.e.a.s. lifa á styrkjum, en aðeins 25% eru þeirrar skoðunar nú. En þótt tölurnar hafi lækkað, segja þær sína sögu. Fjórði hver Svíi telur enn þann dag í dag, að útlendingarnir komi eingöngu til Svíþjóðar til þess að lifa á sænsku þjóðinni. Þótt þeim fari fækkandi sem slíkar skoðanir hafa, heyrist mun hærra í þeim sem eftir eru, og margir eru uggandi um þróun mála. Tæp ein milljón manna í Svíþjóð er innflytjendur, þar af eru stærstu hóparnir frá Finn- landi, Tyrklandi og Júgóslavíu. Um tíunda hvert barn í Svíþjóð nú er barn innflytjenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.