Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 M MARKADSMÖNUS1AN FAGRAKINN HF. 2ja herb. kjallaraíbúð ósam- þykkt ca. 50 fm. SELJAVEGUR Einstaklingsíbúð ca. 40 fm. Samjjykkt á jarðhæö. SLETTAHRAUN HF. 2ja herb. ágæt 60 fm íbúö á jaröhæð. VESTURBERG 2ja herb. ca. 65 fm mjög góð ibúð í lyftuhúsi. BREIÐVANGUR HF. 3ja herb. ca. 95 fm sérstaklega góð ibúð á 4. hæð m/bílskúr. ENGIHJALLI 3ja herb. ca. 90 fm ný og góð íbúö í lyftuhúsi. Laus fljótlega HJALLABRAUT HF. 3ja herb. ca. 100 fm ágæt íbúð á 1. hæð. HJALLAVEGUR 3ja herb. ca. 100 fm ágæt íbúö á jarðhæð. HRAFNHÓLAR 3ja—4ra herb. ca. 90 fm ágæt íbúð á 2. hæð. HRAUNKAMBUR HF. 3ja—4ra herb. mjög góð íbúð á neðri hæð i tvíbýli. NJÖRVASUND 3ja herb. ca. 80 fm ibúð í kjall- ara i tvíbýli. ÖLDUSLÓÐ HF. 3ja herb. ca. 85 fm góö íbúö á jarðhæð m/sérinngangi. BLIKAHÓLAR 4ra herb. ca. 117 fm sérlega góð iúð á 1. hæð í lyftuhúsi. FÍFUSEL 4ra herb. ca. 117 fm ný íbúð á 1. hæð. HRAUNBÆR 4ra herb. ca. 110 fm íbúð á 4. hæð. KAPLASKJÓLSVEGUR 4ra herb. ca. 100 fm endaibúð á 1. hæð. KIRKJUTEIGUR 4ra herb. ca. 90 fm mjög góð íbúö i kjallara. Ný innrétting. KLEPPSVEGUR 4ra herb. ca. 105 fm íbúð á 3ju hæð með aukaherb. íorisi. MARÍUBAKKI 4ra herb. ca. 105 fm íbúð á 3ju hæð með aukaherb í kjallara. SLÉTTAHRAUN HF. 4ra herb. ca. 110 fm íbúð á 3ju hæð með bilskúrsrétti. ESKIHLÍÐ 4ra—5 herb. stórglæsileg íbúð á 1. hæð. Allt nýtt í íbúðinni. M MARKADSWONUSTAN Ingólfsstræti 4. Sími 26911. Róbert Árni Hreiöarsson hdl. Sölumenn: Iðunn Andrésdóttir Samúel Ingimarsson D> K |\ N FASTEIGNASALA VEKOMETUM EIGNIR OPIÐ 14-20 Opiö 14—20. Laugarnes — Þríbýli 3ja—4ra herb. íbúð á efri hæð. 2 litlar samliggjandi stofur, 2 svefnherbergi. Nýtt verksmiðju- gler. Sér hiti. Verð 830 þús. Neðra-Breiöholt — 3ja herb. Góö 3ja herb. íbúð í Bakka- hverfi. Tvennar svalir. Þvotta- hús á hæöinni. Lítiö áhvílandi. Verð 900 þús. Jörfabakki — 3—4 svefnh. Falleg íbúð á 3. hæð i 3ja hæöa blokk. i ibúöinni eru 3 svefnher- bergi og stofa. Gott þvottahús inn af eldhúsi. i kjallara er 1 aukaherbergi með gluggum og mætti nota þaö sem einstakl- ingsherbergi. Gott útivistar- svæði fyrir börn. Verð 1150 þús. Hlíðar — Háaleiti 130 fm íbúð. 4 svefnherbergi á hæðinni. Eitt í sameign. Bíl- skúrsréttur. Verð 1400 þús. Hvammstangi 4 svefnerbergi. Bílskúr. Allt full- frágengið. 770 fm ræktuö lóð. Ekkert áhvílandi. Verð 1 millj. ATH. OPIÐIKVOLD 29766 OG 12639 GRUNDARSTIG 11 Gl DM.MI> \ Mii I M.iitRj ffl.AH Hf.HK.VM IDSKIIT \k |< Léttar handhægar steypu hrærivélar Verð aðeins kr. 3.955.- Skeljungsbúðin'4 SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Hraðlestrarnámskeið Hraölestrarnámskeiö hefjast 20. september nk. Skráning í kvöld og næstu kvöld kl. 20—22 í síma 16258. Hraðlestrarskólinn Enskir samtalstímar Enskir úrvalskennarar. Málaskólinn Mímir 5 s. 10004 og 11109 kl. 1—5 e.h. Með feitu svörtu línunni eru drejjin mörk friöarsvæöLsins á Indlandshafi. 2. rit Öryggismálanefndar: Friðlýsing Indlandshafs Bókmenntir Björn Bjarnason Öryggismálanefnd gaf út annað rit sitt, Vígbúnaður og friðunar- viðleitni við Indlandshaf, síðast- liðið vor. Höfundur þess er Albert Jónsson, sem lauk prófi í stjórn- málafræðum og sögu frá Háskóla Islands, stundaði síðan nám í London School of Economics og lauk þaðan MA-prófi í alþjóða- stjórnmálum. Albert vinnur nú að doktorsritgerð um fiskveiðideilur íslendinga. Ritið um Vígbúnað og friðun- arviðleitni við Indlandshaf kom út á þeim árstíma, þegar menn eru með hugann við annað en slíkar ritsmíðar og hefur því ekki verið mikið um það rætt á opinberum vettvangi. Nú þegar haustar og skólar eru að taka til starfa er tímabært að vekja máls á efni ritsins, því þar er að finna lýsingu á atburðarás sem gæti orðið mörg- um verðugt viðfangsefni er kynn- ast vilja umræðum á alþjóðavett- vangi um sérgreint afvopnunar- og friðlýsingarmál. Þegar rætt er um flókin alþjóöamál í kennslu- stundum eða nemendum falið að semja um þau ritgerðir, er nauð- synlegt að fyrir liggi aðgengilegt efni til að styðjast við og til frek- ari glöggvunar, ritgerðin Víg- búnaður og friðunarviðleitni við Indlandshaf er kjörin til slíkra nota í skólum. Ritgerðin skiptist í tvo megin- kafla. Hinn fyrri heitir: Stórvelda- umsvif, Indlandshafsríkin og frið- unarviðleitnin fram til ársins 1979 og hinn síðari: Þáttaskil: 1979—1981. í fyrri meginkaflan- um er lýst hagsmunum og hernað- arlegum umsvifum stórveldanna á svæðinu, viðræðum risaveldanna um takmörkun vígbúnaðar þeirra á Indlandshafssvæðinu, ríkjunum við Indlandshaf, friðlýsingu og friðunarviðleitni. í síðari megin- kaflanum er fjallað um Miðaust- urlönd, Afganistan, Indókína og Afríku, hernaðarleg umsvif stór- veldanna á svæðinu eftir 1978 og friðunarviðleitnina. Niðurlags- kafli ritgerðarinnar skiptist í tvo undirkafla: Stórveldaumsvif, Ind- landshafsríkin og friðunarvið- leitnin og Friðun Indlandshafs. Tilvísanir og heimildaskrá bera þess merki að höfundur hefur víða leitað fanga. Ritinu lýkur með út- drætti á ensku. Eins og af þessu efnisyfirliti sést telur höfundur, að þáttaskil verði á árinu 1979 í friðunarvið- leitninni á þessu svæði, en í des- ember það ár réðust Sovétmenn inn í Afganistan. Á bls. 67 segir: „Innrásin í Afganistan er án efa mesta áfall sem friðunarviðleitnin hefur orðið fyrir, ekki síst í ljósi þeirrar skilgreiningar á friðar- svæðinu sem sett var fram af Ind- landshafsríkjunum sumarið áður. Þar voru öll Indlandshafsríkin talin til svæðisins ...“ Skömmu áður segir höfundur frá byltingu kommúnista í Afganistan vorið 1978 og kemst svo að orði: „Ekkert benti til að Sovétmenn hefðu verið viðriðnir þessa stjórnarbylt- ingu ...“ Um þetta orðalag má deila, svo að ekki sé kveðið fastar að orði, hitt mun rétt, að hvorki hefur verið sönnuð né afsönnuð aðild Sovétmanna að afgönsku byltingunni 1978. Indlandshaf var friðlýst með at- kvæði 61 ríkis (þ.á m. íslands) á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 16. desember 1971, ekkert ríki greiddi atkvæði á móti frið- lýsingartillögunni en 55 ríki sátu hjá, þeirra á meðal stórveldin öll nema Kína. í samþykktinni sagði: „Indlandshaf, innan marka sem eftir er að ákvarða, ásamt loft- helgi þess og hafsbotni, er hér með gert að friðarsvæði um alla fram- tíð.“ 1974 samþykkti allsherjar- þingið að halda skyldi ráðstefnu um friðun Indlandshafs. Sérstök nefnd sendi ríkjum bréf til að und- irbúa þessa ráðstefnu og í skýrslu nefndarinnar frá 1978 segir meðal annars frá svari Japana sem sögðu: „Enginn áþreifanlegur árangur hefur enn náðst til fram- dráttar friðun Indlandshafs. Þetta stafar af því að (svæðisríkin) hafa ekki náð samkomulagi um jafn þýðingarmikil mál og merkingu sjálfs hugtaksins, friðarsvæði, eða hve stórt svæði er um að ræða, en þetta eru nauðsynlegar forsendur þess að halda megi ráðstefnu um friðun svæðisins." í júlí 1979 var þó haldin ráðstefna á vegum SÞ um friðun Indlandshafs, þar kom fram lokayfirlýsing sem ekki var borin undir atkvæði en þátttöku- ríki gerðu athugasemdir við. Nú má segja, að framvinda friðunar á Indlandshafi sé í höndum „stöð- ugrar alþjóðaráðstefnu" eins og Albert Jónsson orðar það, hann segir ennfremur: „Þótt telja megi nokkurn árang- ur í sjálfu sér að nefnd var sett á fót, sem þróast hefur upp í stöð- uga alþjóðaráðstefnu, hefur annar árangur (af friðunarviðleitninni, innsk. Bj.Bj.) ekki orðið sam- kvæmt því. Viðleitnin hefur ein- kennst af því sem kalla má af- rakstur (samþykktir SÞ, skýrslur og ályktanir nefndarinnar, ráð- stefnan 1979 o.s.frv.), en áhrif á það umhverfi sem hún hefur beinst að eru að svo komnu máli minni en engin. Umhverfið hefur að öllu leyti þróast til hins verra og færst fjær markmiðum friðlýs- ingarinnar 1971 og nánari út- færslu á henni í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar 1979. Þátttaka stórveldanna, þ.á m. Kína, virðist hafa komið til af neikvæðum ástæðum og framlag þeirra borið þess merki." Þetta er harður en því miður réttur dómur yfir stöðu þessara mála nú. 1971 þegar friðlýsingin var samþykkt hjá SÞ með atkvæði Islands undir forystu nýlegrar vinstri stjórnar er fylgdi „sjálf- stæðri utanríkisstefnu", var talað um friðlýsingu Indlandshafs sem tímamót af ýmsum íslenskum vinstrisinnum, ekki síst þeim sem sögðust vera andvígir aðild ís-" lands að NATO. Þá og öðru hverju síðan hefur verið látið að því liggja að með friðlýsingu Norður- Atlantshafs mætti leysa öryggis- vanda íslendinga. — Liggja ekki nú fyrir hugmyndir frá framsókn- armönnum um kjarnorkufriðlýs- ingu Norður-Atlantshafs og alþjóðaráðstefnu um það mál? Það er mikill munur á stöðu mála á Indlandshafssvæðinu og hér um slóðir. Við lifum í friði án friðlýsingar en þar er barist í flestum löndum þrátt fyrir frið- lýsingu. Ritgerðin Vígbúnaður og friðunarviðleitni við Indiandshaf er ekki aðeins fróðleg fyrir skóla- fólk og áhugamenn um alþjóða- mál, hún er beinlínis nauðsynleg fyrir þá sem lifa í þeirri trú, að öTyggismál íslands verði leyst með því að Sameinuðu þjóðirnar samþykki, að okkar heimshluti sé „hér með gerður að friðarsvæði um alla framtíð".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.