Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 37 „Það er ekki lýðræði á íslandi“ eftir Sverri Runólfsson Fátt er það sem fer jafn mikið í fínu taugarnar á undirrituðum eins og þegar ráðamenn þjóðar- innar reyna að telja fólki trú um að það sé lýðræði á íslandi, án þess að taka fram t.d. að hér sé takmarkað lýðræði eða eins og nú- verandi forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu, að hér væri löghelgað lýðræði. Sem sagt, löggjafinn getur tekið fram fyrir vilja meirihluta samfélagsþegn- anna (eins og dæmin sýna) og lát- ið flokksræðið ráða eða jafnvel fámenna klíku embættismanna sem pólitíkusarnir hafa sjálfir skipað í ævilangt embætti, og sem fléttast hafa saman vegna hags- muna. Nú, þá er skiljanlegt að fólk spyrji: Hvað er lýðræði? Fullkom- ið lýðræði er aðeins einn hlutur. Það er að það sé öruggt að meiri- hluti kosningabærra manna styðji bæði mennina sem kosnir eru og styðji einnig málefnin sem af- greidd eru. Þetta er það eina sem kallast getur lýðræði. Hitt er allt takmarkað lýðræði, sem sagt, full- trúalýðræði, flokkslýðræði, lög- helgað lýðræði o.s.frv. Það er því miður ekki hægt að benda á einn einasta mann í embætti hér á landi né eitt einasta mál sem það er öruggt að meirihluti þjóðarinn- ar styður. Að mínu áliti er þetta alvarlegt ástand. Eðlilegt er einn- ig að fólk spyrji: Er einhversstað- ar í heiminum fullkomið lýðræði? Svarið er því miður neitandi. Hvergi er fullkomið lýðræði að mínu áliti. Eins og flestir vita eru málefna- kosningar mikið notaðar í Sviss og Bandaríkjamenn hafa tekið það fyrirkomulag upp að takmörkuðu leyti. Hjá báðum þessum þjóðum þarf ekki meirihluti kosninga- bærra manna að styðja málefni til að það verði að lögum. Þetta kalla ég ekki fullkomið lýðræði. Sviss- lendingar hinsvegar vilja meina að þeir hafi fullkomið lýðræði, því kjósendur hafa þrjá mánuði til að afturkalla mál. Þ.e. þeir líta á þögnina sem samþykki. Við íslendingar höfum nú gullið tækifæri til að koma á fullkomnu lýðræði. Um leið verður það full- komnasta lýðræði í heimi og þá besta samfélag í heimi fyrir alla en ekki aðeins fyrir fáa útvalda. Það er áskorun okkar í Valfrelsi til allra, að láta stjórnarskrármál- ið til sín taka. Stjórnarskrármálið er mál allrar þjóðarinnar en ekki nokkurra flokksbundinna manna. Meðlimir í hugsjónahreyfingunni Valfrelsi hafa unnið innan allra stjórnmálaflokka að aðalmálum Sverrir Runólfsson Valfrelsis, þ.e. almennum þjóðar- atkvæðagreiðslum, málefnakosn- ingum innan kjördæma og sveit- arfélaga og einnig að persónu- bundnum kosningum. Forystu- menn flokkanna og flokkarnir hafa allir lýst stuðningi við þessi málefni og þessvegna er undarlegt að þau hafi ekki náð fram að ganga, og þó. Það er skylda hvers samfélags- þegns að vinna eins mikið og tími gefst til að bæta þjóðfélag sitt. Því miður hefur enginn nema forrétt- indamennirnir hér tíma afgangs frá brauðstritinu og þetta vita for- réttindastéttirnar og vita einnig að við þeim verður ekki hróflað, því kerfið sem flokkarnir eru bún- ir að koma á í gegnum árin gerir það að verkum, að almenningur er í fjötrum og aðeins gæðingar flokkanna njóta ávaxtanna af striti þjóðarinnar. Eins og kom fram í grein minni áður, höfum við nú tækifæri til að láta í okkur heyra, því loksins lít- ur út fyrir að stjórnarskrárnefnd sé byrjuð að vinna fyrir kaupi sínu. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna en fullkomið lýð- ræði, þessvegna býður Valfrelsi því fólki, sem hefur áhuga á að vinna að bættu lýðræði, að hafa samband við greinarhöfund (sem ábyrgðarmann Valfrelsis). Það er ekki lýðræði á íslandi en að sjálf- sögðu mun þjóðin fá það fyrr en síðar. Því fyrr því betra. Flokk- arnir munu halda í núverandi kerfi eins lengi og mögulegt er. Nema við þrýstum á frá öllum hliðum. Sverrir Runólfsson, (ábyrgðarm. Valfrelsis) Kvisthaga 14, Rvík. ANATOMIC dömubindi Nýja dömubindiö, sem tekur meiri raka til sín. Bindiö sem þú finnur minna fyrir. Bindiö sem sést minna. Bindiö sem er algjörlega lagaö eftir líkamanum. Anatomic dömubindiö er þykkast, þar sem þörfin er mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.