Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 47 Norrænir atvinnu- hollustufræð- ingar þinga hér DAGANA 13.—15. september verft- ur haldið að Hótel Loftleiðum 31. þing norrænna atvinnuhollustufræð- inga (31. nordiska yrkeshygieniska mötet) en þetta er í fyrsta sinn sem það fer fram á íslandi. Á þingum þessum er fjallað um niðurstöður rannsókna á sviði vinnuverndar þ.e. um tíðni og út- breiðslu atvinnusjúkdóma, um eit- urhrif einstakra efnasambanda, um mengunarmælingar og úrbæt- ur á vinnustöðum og auk þess er farið yfir ýmis norræn samstarfs- verkefni á þessu sviði. Þingið sitja um 160 þátttakend- ur og þar af eru íslenskir þátttak- endur um 25. Fluttir verða 92 fyrirlestrar og sýnd 26 veggspjöld. Meðal þeirra efna sem sérstak- lega verður fjallað um má nefna heymæði og skylda sjúkdóma. Heymæði er ofnæmisbólga í lung- um sem orsakast af innöndun líf- rænna efna, þar á meðal myglu í heyi. Gestafyrirlesari þingsins er J.H. Edwards sem starfar við lungnasjúkdómadeild breska rannsóknaráðsins á sviði læknis- fræði. Hann mun í fyrirlestri sínum fjalla um tilraunir til að hafa áhrif á ofnæmissvörun líkamans og á þann hátt koma í veg fyrir sjúkdóminn. Irma Ástrand frá Svíþjóð flytur fyrirlestur sem nefnist: „Fiskveið- ar. Eitt erfiðasta starf sem til er.“ Flutt verður erindi um leysiefna- mengun í prentiðnaði í 30 ár. Flutt verða erindi um tengsl vinnuumhverfis og ýmissa teg- unda krabbameins, áhrif leysiefna á miðtaugakerfi, kynkirtlastarf og fóstur, tíðni krabbameins hjá starfsmönnum sem unnið hafa í asbestmenguðu andrúmslofti og fjallað verður um samverkandi áhrif áhættuþátta í vinnuum- hverfi og daglegu lífi. Mývatnssveit: Leiðin í Herðubreið- arlindir stikumerkt Mývatnssveií, 13. september. Göngur eru nú hafnar um sum afréttarsvæði hér. Um miðja síð- ustu viku var farið í Grafarlönd og Herðubreiðarlindir. Þar fundust 50 kindur sera komið var með til byggða. Flestar voru þær úr Mý- Fyrirlestur um réttarstöðu Grænlands GUÐMUNDUR Alfreðsson, þjóð- réttarfræðingur, flytur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskóla ís- lands, Lögmannafélags íslands og Dómarafélags Reykjavíkur sem ber heitið: Réttarstaða Grænlands, þriðjudaginn 14. september 1982, kl. 17.15. Fyrirlesturinn fer fram í Lög- bergi, Háskóla íslands, í stofu 101. Öllum er heimill aðgangur. vatnssveit, þó voru nokkrar utan sveitar, þar af þrjár austan af Jök- uldal. Laugardaginn 11. september sl. var farið í göngur í Suðurafrétt. í Austurafrétt verður hins vegar ekki farið fyrr en 18. september og réttað í Reykjahlíðarrétt 20. sept- ember. í gær fóru nokkrir menn úr Björgunarsveitinni Stefáni suð- ur með Jökulsá að vestanverðu og merktu leiðina í Herðubreiðar- lindir með stikum, þar sem verst er að sjá veginn í snjó og dimm- viðri. Þeir sáu fimm kindur í lind- unum og nágrenni, en höfðu ekki aðstöðu til að handsama þær og mun það bíða betri tíma. — Kristján. Morgunblaðið/Kristján. Nokkrir bátanna sem þátt tóku í keppninni lóna undan Skúlagötu, Esjan í baksýn. Alls tóku tólf bátar þátt í keppninni, og samtals voru um borð milli 50 og 60 manns. Islandsmeistaramót á kjölbátum: Ari Bergmann Einarsson á Össu varð sigurvegari íslandsmeistaramót á kjölbát- um fór fram fyrir nokkru í Reykjavík, og varð sigurvegari Ari Bergmann Einarsson á báti sínum, Ossu. í öðru sæti varð Við- ar Olsen á Sædísi, og í þriðja sæti hafnaði Gunnlaugur Jónasson á Húni — Ari er í siglingaklúbbn- um Brokey, en þeir Gunnlaugur og Viðar eru báðir í Ými í Kópa- vogi. Keppnin stóð í þrjá daga, föstudag, laugardag og sunnu- dag, og var keppt í fjórum sigl- ingum. Fyrsta daginn var farið úr Fossvogi, inn fyrir Engey og á Reykjavíkurhöfn, daginn eft- ir var svo siglt frá Engey út á Flóann, og loks var siglt um- hverfis Engey og síðast inn um Sundin og síðan á Fossvog. Veður til keppninnar var mjög gott, bæði góður vindur og logn, svo talsvert reyndi á hæfni keppenda. Milli 50 og 60 manns tóku þátt í keppninni, á 12 bátum. Menn um borð í hverjum báti eða skútu eru 3 til 5, og bátarn- ir eru af stærðinni 18 til 30 fet. Sýnir í Djúpinu Laugardaginn 11. september opnaði Agnar Agnarsson, myndlist- arsýningu í Iljúpinu, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Á sýningunni eru um 20 verk, collage, túss og aquerell. Þetta er fjórða sýning Agnars. Sýningin er opin á sama tíma og Veitingastaðurinn Hornið, að- gangur er ókeypis. Sýningin er til 19. september. Stjörnubíó frumsýnir „Stribes“ STJÖRNUBÍÓ hefur frumsýnt kvikmyndina Stribes með Bill Murray, Harold Ramis og Warren Oates í aðalhlutverkum. Er hér um að ræða bandariska gamanmvnd. Söguþráðurinn er þessi: „John er hrakfallabálkur. Á ein- um degi missir hann bíl sinn, at- vinnu og kærustu. John og besti vinur hans, Russell, ákveða að venda sínu kvæði í kross og ganga í Bandaríkjaher. Er í æfingabúðir kemur, tekur Hulka liðþjálfi við nýliðahópnum. Hulka er hið mesta hörkutól og er ákveðinn í að gera menn úr græn- ingjunum. John og félagar hans eru þó á öðru máli og reyna af alefli á þolrifin í Hulka.“ Guðmundur Alfreðsson Tónleikar í Norræna húsinu í KVÖLD klukkan 20.30 kynnir bandaríska tónskáldið Philip Corner verk sín í Norræna húsinu. Philip Corner hefur nokkrum sinnum áður komið hingað til lands. Komnar teinamöppur fyrir eftirfarandi tímarit: Gcstgjaíinn KtíeacaMM] ÖGYÍuDCDQD 1 IIMAHII |IM MA'I sKKRITl'knjOI^KVUH NAtH.MEIMIUD Ve\í^ sKt burdo ÆEsteOD ópongar V ^Sonur gög w ■ Iffnrrí ■ r 1HRZANS &GOKKE JCBI fjj. Fást í öllum bókaverslunum Ui Sími: 53948

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.