Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
Mosfellshreppur:
Fegrunar- og náttúruverndar-
ráð veitir viðurkenningar
FEGRUNAR- og náttúru-
verndarnefnd Mosfells-
hrepps veittu eftirtöldum
aðilum viðurkenningu fyrir
fallega garða: Sigurbirni
Björnssyni, Hreggstöðum;
Dælustöð Hitaveitu
Reykjavíkur, Reykjum;
Margréti Ragnarsdóttur og
Sigurði Þórólfssyni, Arn-
artanga 19; íbúunum á
Barrholti 3, 5 og 7, þeim
Herdísi Björnsdóttur og
Stefáni R. Árnasyni,
Hrefnu Indriðadóttur og
Jóni Björnssyni, og Rósu
Kemp Þórlingsdóttur og
Jóni Þórbergi Eggertssyni.
Þess má geta að almenn-
ingi er heimilt að skoða
þessa garða.
Sigurbjttiu Bjtfrnaaoa, Hreggstöðum, tekur vid viðurkenningu fyrir frábær
ræktunarstörf.
Myndin er af Dælustöð HiUveitu Reykjavíkur, en forráðamönnum hennar var veitt viðurkenn- Hjónin Margrét Ragnarsdóttir og Sigurður Þórólfsson, Arnartenga 13, en þau fengu viðurkenn-
ing fyrir sérstaklega snyrtilegt umhverfi. ingu fyrir mjög fallegan og fjölskrúðugan garð.
Á þessari mynd má sjá garð Sigurborgar Baldvinsdóttur og Hans Gíslasonar, en þeim hlotnaðist Á myndinni eru þau Herdis Björnsdóttir og Stefáa R. Ánuisa, Barrholti 3. Þeim var úthlutuð
viðurkenning fyrir mjög sérstæðan og fallegan garð og snyrtingu á svæði utan lóðar. viðurkenning fyrir samræmi og fallegan garð.
Hrefna Indriðadóttir og Jón Björnsson, Barrholti, hlutu viðurkenningu fyrir fallegan garð og Rósa Kemp Þórlingsdóttir og Jón Þórberg Eggertsson f garði sínum í Barrholti 7, en þau hlutu
samræmingu. viðurkenningu fyrir fallegan og samræmdan garð.
f
Á þessari mynd má sjá garðinn á Sunnubraut Akranesi.
Hér gefur að Ifte garð íbúanna á Grenigrund 11.
Akranes:
Þrjár viðurkenn-
ingar veittar fyrir
fegurstu garðana
VEITTAR voru þrjár viðurkenningar fyrir fallegan og vel hirtan garð og
snyrtilegan frágang húss og lóðar á vegum fegrunarnefndar Akraness 7.
september sl. Þær hlutu íbúarnir á Sunnubraut 17 þ.e. Guðmundur Guð-
jónsson og Rafnhildur Árnadóttir, Ásgeir Kristjánsson og Jónína
Guðmundsdóttir, húsráðendur á Grenigrund 11, og hjónin Þorgeir Jós-
efsson og Svanlaug Sigurðardóttir og Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut
6.
í tilkynningu fegrunarnefndar segir m.a. að íbúarnir á Sunnubraut
17 og Grenigrund 11 hafi um áratuga skeið safnað plöntum í garðinn
sinn og verið mjög áhugasamir um ræktunarmál. Þar segir ennfrem-
ur að Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6, hafi opnað verslun sína
sl. sumar. Frágangur húss og lóðar sé til fyrirmyndar og sé þetta í
fyrsta sinn sem fyrirtæki fær viðurkenningu.