Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 35 Hafnarfjörður: Fegrunarnefnd út- hlutar viðurkenningum FEGRUNARNEFND Hafnarfjarðar úthlutaði eftirtöldum aðilum viðurkenningu fyrir fagra garða fyrir skemmstu: Þórdísi Kristins- dóttur og Benedikt Sveinssyni, Þrúðvangi 20, fyrir fallegan garð við einbýlishús, Þorbjörgu Bernhard og Sigurjóni Gunnarssyni og Svanhildi Guðmundsdóttur og Ólafi Ingólfssyni, Arnarhrauni 48, fyrir garð við tvíbýlishús. Irmu Karlsdóttur og Kjartani Jóhannssyni og Sigríði Jóhannes- dóttur og Sigurði Jónssyni fyrir Jófríðarstaðavegi 11 og 13, nágrannalóðir, en að dómi fegrunarnefndar báru þær samvinnu og smekkvísi vitni. Kaupfélagi Hafnfirðinga, Miðvangi 41, fyrir snyrtimennsku við verzlunarhúsnæði. Sigríði Magnúsdóttur og Páli Hjörleifssyni, Hverfisgötu 46, fyrir sérstaka snyrtimennsku og viðhald á gömlu húsi. Stjörnugata Hafnarfjarðar var valin Heiðvangur. í tilkynningu fegrunarnefndar segir að gatan sé svolítið nýtískuleg og skiptist hún í fimm botnlanga. Þar séu allir garðar komnir í fallegt form og snyrtimennska sé til fyrirmyndar bæði frá hendi húseigandanna og bæjaryfirvalda. Myndin er af verzluninni Miðvangi. við verzlunarhúsnæði. Hún var valin af fegrunarnefnd Hafnarfjarðar fyrir snyrtimennsku Heiðvangur, stjörnugata Hafnarfjarðar 1982. Þrúðvangur 20, en garðurinn var koainn sá fallegasti við einbýlishús í Hafnarfirði. Hverfisgata 46. íbúarnir fengu viðurkenningu fyrir sérstaka snyrti- mennsku og viðhald á gömlu húsi. Myndin er af Rafþjónustu Sigurdórs i Akranesi. Vantar hlýiu ísumar- bústaðinn I Eða í vinnuskúrínn í vetur I S5S SAMSUNG HITARAR HAGSTÆTT VERÐ - MIKILLHITl LÁR REKSTURS- KOSTNAÐUR Samsung hitarar, henta allstaðar vel þar sem þörf er fyrir mikinn hita á skömmum tíma. Samsung hitarar brenna hreinsaðri Ijósaolíu, algerlega lyktar- laust. Þeir nýta olíuna vel við brennslu. Þeir eru búnir öryggistanki, sem sýnir ávallt hversu mikið magn olíu er eftir og sjálf- virkum slökkvara, sem slekkur á ofninum ef hann veltur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.