Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 19 Malaga, 13. seplember. Al*. BANDARÍKJAMAÐUR, sem komst lífs af úr flugslysinu í Malaga, sagði að sér hefði virst, sem þotuna hefði skort afl til að lyfta sér til flugs. „Ég giska á að flugtaksbrunið hafi verið orðið um 45 sekúndna langt, þegar mér fannst þotan vera komin á næga ferð til að reyna að hefja flugið. Trjóna þotunnar tók að lyftast, en þá er sem flugmönnunum hafi orðið Ijóst að flugvélin færi ekki í loftið. Þeir lækkuðu nefið aftur og sprakk þá á nefhjólunum. Flug- mennirnir reyndu síðan að stöðva þotuna, en hún rann fram af flugbrautinni, yfir hraðbraut, sem var við brautarendann, og staðnæmdist á bersvæði eitt- hundrað metra frá brautarend- anum,“ sagði maðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Maðurinn, sem býr í New York, sagði að mikil skelfing hefði gripið um sig í flugvélinni en flugfreyjurnar hefðu verið skjótar til og opnað neyðarút- ganga. Stélið hefði verið í ljósum logum þegar þotan loks stað- næmdist. „Ég hafði á tilfinningunni að þotuna skorti afl til að hefja sig til flugs, eða hún hafi verið ofhlaðin," sagði Angel Fernand- ez frá Malaga, sem komst lífs af úr slysinu. Fernandez sagði að þotan hefði verið sneisafull af fólki. „Það hljóta einhverjir að hafa dáið,“ sagði hann við blaðamenn og sýndi þeim blóði drifna skyrtu sína. Hann sagði að at- burðarásin hefði verið það hröð að tæpast hefði verið hægt að átta sig á því hvað gerðist. Meðan reynt var að bjarga út þeim sem lokuðust inni í flugvél- inni, stóðu ítalskir foreldrar mitt á meðal slökkviliðsmanna og björgunarmanna og hrópuðu til þeirra í sífellu með grátstaf- inn í kverkunum og báðu þá að bjarga börnum þeirra tveimur, sem voru inni í þotunni, að sögn EFE-fréttastofunnar. Enn er óljóst hvað gerðist, þegar DC-10-þota Spantax- flugfélagsins fórst í gærmorgun. Þotan var að leggja upp í flug til New York, og munu flestallir farþeganna 380 hafa verið bandariskir og kanadískir ferða- menn á heimleið úr sumarleyfi á Spáni. Um 130 farþeganna stigu um borð í Madrid, en hinir í Mal- aga. Svo virðist hins vegar af frá- sögnum sjónarvotta og þeirra sem komust lífs af, að flugmenn- irnir hafi orðið að hætta við flugtak. Talsmenn Spantax- flugfélagsins sögðu aðeins, að „tæknilegir örðugleikar" hefðu valdið slysinu, og flugmönnun- um var bannað að ræða við fréttamenn, en þeir lifðu af og eru því til frásagnar um hvað gerðist. Titringur Að sögn starfsmanna í flug- turninum í Malaga sögðu flug- mennirnir að mikill titringur væri í flugvélinni þegar hún var um það bil að hefja flugið. I fyrstu var talið að hægri væng- hreyfillinn hefði brotnað af þot- unni, líkt og í Chicago-slysinu 1979, þar sem hann fannst tals- vert frá þotunni. Sögðu sérfræð- ingar, að þetta væri einn mögu- leiki, en aðrir að hann hefði get- að brotnað af eftir að flugmenn- irnir hættu við flugtak. Sjónarvottar sögðu að þotan hefði hlunkast niður á flug- brautina þegar hún hefði verið að reyna flugtak. Eldur hefði komið upp aftast í henni þegar hún hlammaðist út af flugbraut- inni, en flestir þeir sem fórust sátu aftast í þotunni. Talið er að eldurinn, hitinn og reykurinn Frá slysstað í Malaga. Slökkviliðsmenn sprauta nugrélarflakið kvoðu- efni. Eins og sjá má er lítið eftir af skrokk vélarinnar, en rúmlega 200 farþegar gátu gengið frá borði hjálparlaust eftir að þotan brotnaði og hafnaði utan brautar eftir misheppnaða flugtakstilraun. Símamynd-AP Slökkviliðsmenn slökkva eldinn í flaki IX'/-10 þotu Spantax-fluglelagsins í gær. Eldurinn kom upp aftast í þotunni, virtist lítill í fyrstu að sögn sjónarvotta, en magnaðist síðan og ágerðist Hér sést hluti flugvélarstéls- >"S. Sfmamynd-AP. hafi yfirbugað þá áður en þeim tókst að brjótast út. Meðal þeirra sem enn er saknað eru þrjár flugfreyjur. Eitt versta flugslys sögunnar varð í Chicago í maí 1979 þegar vinstri vænghreyfill DC-10-þotu American Airlines rifnaði af í flugtaki. Við það rifnuðu í sund- ur þrýstivökvaslöngur og stjórn- tæki þotunnar, einkum halla- stýri, fóru úr sambandi. Misstu flugmennirnir allt vald á þot- unni. Öruggar þotur Eftir slysið voru allar þotur af gerðinni DC-10 kyrrsettar og fór fram á þeim ýtarleg rannsókn. Að henni lokinni lýstu bandarísk flugmálayfirvöld yfir því, að DC-10 væri jafn örugg og aðrar flugvélar. Kom í ljós sprunga í bolta, sem hélt hreyflinum uppi í þotu American, en ljóst væri að bresturinn hafi komið í boltann vegna rangra viðhaldsaðferða flugfélagsins, þar sem viðhald á hreyflunum hafði verið fram- kvæmt á annan veg en McDonn- ell Douglas-verksmiðjurnar höfðu fyrir lagt. Flugslysið í Malaga: „Það hljóta einhverjir að hafa dáið“ Yoko Ono. Milljón dollara handleggsbrot New York, 11. september. AP. YOKO Ono, ekkja John Lennons, á nú yfir höfði sér málshöfðun og skaðabótakröfu upp á rúmlega eina milljón dollara. Málsatvik eru þau, að sjö ára gömul stúlka varð fyrir því ólani að handleggsbrotna þegar hún var að leik með félögum sínum og svo „vel“ vildi til, að atburðurinn átti sér stað á landareign Lennons heitins á Löngueyju í New York-ríki. Litla stúlkan, Caitlin Hair að nafni, var ásamt bróður sínum í leik með Sean Lennon, sex ára gömlum syni Ono og Lennons, og nokkrum krökkum öðrum þegar níu ára gömul dótturdóttir fóstru Seans réðist á hana og meiddi, af því hún vildi bara vera í boltaleik. Ekki kom þó í ljós, að Caitlin var handleggsbrotin fyrr en nokkrum dögum síðar. Ekki er vitað til, að nokkur full- orðinn hafi orðið vitni að atburð- inum en lögfræðingar Caitlin litlu segja, að fóstra Seans hafi neitað henni um læknisaðstoð. Þess vegna sækja þeir Yoko Ono til saka og fara fram á eina milljón dollara fyrir „varanlegan miska“ og 50.000 dollara fyrir læknisað- stoð. í kærunni segir, að Yoko Ono hafi gerst sek um vítavert kæru- leysi og sé ábyrg fyrir því að barn- ið hafi verið í höndum „óhæfra, óábyrgra og samviskulausra líf- varða, fóstra, fulltrúa, þjóna og starfsfólks". Genf: Italskur flóttamaður handtekinn (ienf, 13. september. AP. LÓGREGLAN handtók í dag Liceo Gelli, einn helsta manninn úr banka-hneykslinu á Ítalíu, sem hef- ur verið á flótta undanfariö, er hann var að leysa fé út úr banka í Genf í dag. Lögreglan í Genf segir, að það hafi vakið grunsemdir starfsfólks í bankanum hafi verið vegabréf Gelli, en er hann hafði framvísað því var hann handtekinn, en ítölsk yfirvöld höfðu gefið út handtöku- heimild á hendur honum. Gull og dollar: Frankinn verst í vök London, 13. september. AP. GULL féll mikið í verði í dag í Evr- ópu, rúmlega 20 dollarar únsan, en dollarinn hækkaði hins vegar mjög gagnvart franska frankanum og ít- ölsku lirunni. Gullverð var skráð á 434,75 doll- ara í London í dag en var 456,50 þegar viðskiptum lauk á föstudag. Hækkun dollarans er sögð standa í sambandi við væntanlegar frétt- ir um aukið peningaframboð í Bandaríkjunum, en það veit yfir- leitt á hærri vexti þar í landi. Þrátt fyrir mikinn þrýsting á gengi frankans var það haft eftir embættismanni frönsku stjórnar- innar, að ekki yrði gripið til geng- isfellingar frankans öðru sinni á þessu ári. Anna prinsessa með manni sínum, Mark Phillips. „Keisarinn skipar karskri drótt:“ Mark Phillips á að rækja eiginmannsskyldurnar I»ndon, 13. ueptember. AP. ELÍSABET Englandsdrottning hefur skipað tengdasyni sínum, Mark Phillips, að sinna Önnu prinsessu, konu sinni, betur og fara t.d. með henni í opinbera heimsókn til Afriku í næsta mánuði að því er sagði í dag i dagblaðinu The Sun. í Bretlandi hefur lengi verið kvittur um að ekki sé allt með felldu í hjónabandsmálum þeirra Marks og Önnu. Að því er The Sun segir, hafði Bandaríkjunum í átta daga og í fyrr verið gert ráð fyrir að Anna færi ein til Afríku, en nú hefði sem sagt verið ákveðið að Mark færi með henni og sýndi það „vaxandi áhyggjur drottningar af samkomulaginu milli þeirra". í júní sl. var Anna ein á ferð í tvær vikur í Kanada og í fyrri mánuði var hún ein með börnum sínum á sveitasetri þeirra hjóna í Balmoral í Skotlandi. Mark svaraði því til, þegar fréttamenn spurðu hann út í fá- leikana með þeim önnu, að hann væri svo önnum kafinn við bú- skapinn, að hann gæti ekki með neinu móti fylgt henni eftir á öllum hennar ferðalögum. Hann neitaði því einnig eindregið, að ekki væri allt í sómanum með þeim. Anna prinsessa, einkadóttir drottningar, er 32ja ára að aldri, en Mark, maður hennar, verður 34ra 22. þ.m. Þau voru gefin saman árið 1973 og eiga tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.