Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
f FljótstungurétL Faerra fé var réttað að þetani sinni. Baendur hafa dregit saman og terri reka á fjall og auk þess
hefur fért gengið fyrr niður vegna veðurfars. (Ljím. Mbi. rax.)
/ Fljótstungurétt
með Reykdælum og
Hálssveitungum
Leitir gengu vel þrátt fyrir slæmt veður segja leitakóngarnir
KEYKDÆLIR og Hálssveitungar
réttuðu fé sitt í Fljótstungurétt í
Borgarfirði i gsr og fyrradag.
Fyrstu leitarmcnn fóru af stað
heiman frá sér á þriðjudag og fóru
upp snemma á miðvikudagsmorg-
un, en aðrir á fbstudags- og laug-
ardagsmorgun. I*eir komu niður
með safnið um miðjan dag á
sunnudag og voru þeir því 5 daga í
leitinni sem lengst fóru. Reykdslir
og Hálssveitungar eiga afrétt á
Arnarvatnsheiði og leita þeir mest
á hestum, enda geysilegt land-
flsmi að leita. Leitakóngunum bar
saman um það, að vel hefði gengið
að þessu sinni þrátt fyrir fremur
leiðinlegt veður og að fátt fé hefði
verið inná afrétti.
Gunnar Bjarnasonn, bóndi á
Hurðarbaki, var leitarkóngur í
lengstu leitinni, svokallaðri
Fljótsdragaleit. Hann er 28 ára
gamall og hefur oft farið í leitir,
en ekki fyrr sem leitarkóngur.
Þeir voru 9 daga í Fljótsdraga-
leit og leituðu m.a. Fljótsdrög,
Jökulskrók og upp á Þrístapa-
felli. Gunnar sagði í samtali við
Mbl. að leitin hefði gengið vel
þrátt fyrir slyddu og afleitt
skyggni frameftir degi á laug-
ardag. Hann sagði einnig, að fátt
fé hefði verið þarna innfrá núna.
Þórður Einarsson, bóndi á
Kletti, var leitarkóngur í svo-
kallaðri Heiðaleit og jafnframt
aðalleitarkóngur þegar safnið
kom saman. Þórður sagði í sam-
tali við Mbl. að þeir hefðu farið 8
saman upp á föstudagsmorgun
og bærilega hefði gengið þrátt
fyrir vont skyggni á laugardag
og snjókomu frameftir degi.
Mjög fátt fé hefði verið inná
heiði, við Arnarvatn stóra hefði
t.d. verið ákaflega fátt. Þórður
sagðist hafa farið í leitir í 27 ár,
eða síðan hann var 14 ára gam-
all, en leitarkóngur hefði hann
verið síðan 1978.
Vigfús Pétursson, bóndi í
Hægindi, var leitarkóngur í
svokallaðri Lambártunguleit og
fóru þeir 6 saman upp á laugar-
dagsmorgun. Hann sagði í sam-
tali við Mbl. að veðrið hefði verið
leiðinlegt en þó hefði sjaldan
gengið eins vel og nú. Vigfús
sagði að sér sýndist lömbin vera
frekar í lakara lagi en það væri
víst allt í stakasta lagi miðað við
ástandið í dag.
Snorri Jóhannesson, bóndi og
refaskytta á Augastöðum, var
leitarkóngur í Geitlandsleit.
Hann sagði í samtali við Mbl. að
þeir hefðu farið 7 saman upp á
laugardagsmorgun og allt hefði
Þórður í Kletti, leitarkóngur.
Vigfujs í Hægindi, leitarkóngur.
gengið vel þrátt fyrir leiðinda-
veður. Skafrenningur hefði verið
á laugardag og hefði þá einn leit-
armaðurinn týnst, en fundist
fljótlega heill á húfi.
Heimasætan á Refsstöðum,
Ágústa Gunnarsdóttir, 23 ára
gömul, lét sig ekki muna um það
að fara í lengstu leitina. Ágústa
sagði í samtali við Mbl. að hún
væri fyrsti kvenmaðurinn sem
hefði farið í Fljótsdragaleit, aðr-
ar stúlkur hefðu að vísu farið í 2.
leit, en hún væri sú fyrsta í 1.
leit. Ágústa sagði að þetta hefði
ekkert verið erfitt og sér hefði
bara fundist gaman.
í Fljótstungurétt voru að
þessu sinni réttuð um 7.000 fjár
að sögn réttarstjórans, Árna
Þorsteinssonar, bónda í Fljóts-
tungu, sem er minna en oftast
áður, venjulega hafa verið réttuð
10—12 þús. fjár. Byrjað var að
rétta á sunnudag þegar leitar-
menn komu niður með safnið og
réttað fram í myrkur og byrjað
aftur snemma í gærmorgun og
þá var lokið við að rétta.
Gunnar í Hurðarbaki, leitarkóngur.
Réttarstjórinn Árni í Fljótstungu.
Ágústa, heimaaæta ó RefantMum, fór I lengstu leitina.