Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.09.1982, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 200 Spánverjar kopia með Real Sociedad til Islands — Spönsku meistararnir mæta Víkingum á morgun Krá Helgu Jónsdóítur, fréCUrilara Mbl. í BurgOH, Spáni. VENJULEGA byrja æfingar hjá spænsku meisturunum í Real Sociedad kl. 9 á morgnana. En morguninn sem fréttaritari Mbl. í Burgos var mættur á æfingavelli félagsins höfdu leik- menn byrjaö daginn kl. 10, því fyrr hætti ekki að rigna eins og hellt væri úr lotu. Real Sociedad æfir í Lasarte, litlum bæ, 7 km frá sjálfri San Sebastian-borg. Æfingavöllurinn er staö- settur í fallegu umhverfi í útjaðri Lasarte. Hann liggur í kvos, vel falinn og því erfitt fyrir ókunnuga aö rata að honum. Sautján leikmenn voru mættir á æfingu; sjö þeirra skokk- uöu um völlinn á meöan hinir skiptu sér í 2 liö og spiluðu. ójálfari liösins, Alberto Ormaechea, lék með og gaf ábend- ingar inn á milli. Zamora, miðherji í spænska landsliðinu á HM í sumar, var einnig viðstaddur en æföi lítið því hann er meiddur og verður ekki með í hvorugum leiknum á móti Víkingi, 15. og 29. september. Nokkrir áhorfendur fylgdust með æfingu liðsins. Mest voru það börn og unglingar, sem biðu með blað og penna og báðu síðan leikmenn um eiginhandaráritun þegar æfingu lauk. Sum börnin voru klædd í búning liðsins og biðu tilbúin til þess að stilla sér upp fyrir myndatöku með uppá- haldsleikmanni sínum. Þennan dag virtust Arconada og López Ulfarte vera vinsælastir. Báðir þjálfarar liðsins stjórn- uðu léttum leikfimisæfingum í lokin. Æfingu lauk um hádegi. Kftir æfingu náði fréttaritari Mbl. í Burgos tali af aðalþjálfara la Real, Alberto Ormaechea, og fá- einum leikmönnum liðsins. Er eitthvað um meiðsli hjá leik- mönnum liðsins? Verða t.d. allir landsliðsmennirnir með í leiknum á íslandi þ. 15. september? Ormaechea — Zamora, einn af fimm landsliðsmönnum okkar, verður ekki með í hvorugum leikn- um á móti Víkingi vegna meiðsla. Hann mun ekki leika með la Real fyrr en um miðjan októbermánuð. Hafið þið leitað ykkur upplýs- inga um íslenska knattspyrnu og þá sérstaklega hvað varðar Vík- ingsliðið, keppinaut ykkar? Ormaechea — Nei, við vitum ekkert meira um knattspyrnu á ís- landi en við vissum fyrir 2 mánuð- um. Nema hvað Islandsmótinu lýkur núna í september, er það ekki? Á ekki Víkingur eftir að leika tvo leiki? Adstodar, þjálfari Real, fer til Islands 10. september til þess að fylgjast með síðasta leik Víkings. Verða hinir fjórir landsliðs- mennirnir (Satrústegui, Uralde, López Ufarte og Arconada) með í þessum 2 leikjum ? Ormaechea — Það er ekki hægt að segja neitt ákveðið um það enn- þá. Þeir eru allir í ágætu formi þessar vikurnar og ef ekkert kem- ur fyrir býst ég við að þeir verði með í leiknum á Islandi. Ertu bjartsýnn á árangur la Real? Ormaechea — Já, maður á ætíð að vera bjartsýnn fyrir hvern leik. I fyrstu lítur út fyrir að íslenska liðið, Víkingur, sé ef til vill ekki erfiður andstæðingur fyrir la Real, en það versta sem þú gerir er að vanmeta fyrirfram andstæð- inginn. Einnig er slæmt að við þekkjum ekkert til liðsins. í knattspyrnu getur allt skeð, því er ómögulegt að segja eitthvað til um úrslit. En strákarnir eru einhuga um að komast áfram í aðra um- ferð keppninnar. Roberto López Ufarte, 23ja ára, er framherji hjá la Real Sociedad. Hann lék með spænska landslið- inu á HM í sumar. Hvernig líst þér á að leika á móti íslensku liði í 1. umferð Evr- ópukeppni meistaraliða ? López Ufarte — Vel, la Real hafði heppnina með sér að þessu sinni að lenda á móti íslenska lið- inu Víkingi. Ég tel að við eigum mikla möguleika á að komast áfram í keppninni. Við erum allir mjög bjartsýnir á góðan árangur Real án þess að við vanmetum ís- lenska liðið, sem er okkur öllum gjörsamlega óþekkt. Hefur enginn ykkar farið til fs- lands? Ufarte: Nei, enginn af okkur hef- ur heimsótt ísland. Ég vil taka það fram hér að ég hlakka til þess að fara þangað. Engum hjá Real datt í hug að hann ætti eftir að leika á móti liði frá Islandi. Við urðum allir mjög undrandi að heyra hverjir yrðu andstæðingar okkar í keppninni. Þú þekkir þá líklega lítið til ís- lenskrar knattspyrnu? Ufarte: — Ekki neitt. Væri ekki meira spennandi fyrir ykkur og áhangendur la Real að leika á móti þekktara og sterkara liði? Ufarte: — Nei, mér var sama hvaða lið lenti með la Real. Við hjá la Real höfum mikinn áhuga á að komast áfram og munum reyna okkar besta til þess að ná því takmarki. Vissulega gefur það okkur meira traust að vita að Vík- ingur hefur ekki gert garðinn frægan í alþjóðakeppnum enda þótt það sé með þeim bestu á Is- Iandi. Og eins og ég sagði áðan þá hlakka ég til fararinnar til Is- lands. Mér finnst gaman að ferð- ast og það er alltaf skemmtilegt að kynnast nýju og algjörlega ókunnu landi. Heyrðu, hvað er hægt að kaupa á Islandi? Næsta sunnudag byrjar deild- arkeppnin hérna á Spáni. Eruð þið hjá Real tilbúnir í slaginn ? Ufarte: — Já, við stefnum að sjálfsögðu að 3. sigrinum í röð. Það er góð samstaða meðal okkar eins og verið hefur undanfarin ár. Hvaða lið telur þú hættulegast eða erfiðustu andstæðingana ? Ufarte: — Ekkert lið er óvinur Real. Við virðum þau öll. Við kvíð- um ekki meira fyrir að leika á móti einu liði frekar en öðru. Real þarf ekki að óttast neitt lið. Hver er skoðun þín á Mara- dona ? López Ufarte brosir og segir að- eins: leyndarmál... Strax eftir síðustu spurninguna þyrptust krakkar að López Ufarte og báðu hann um eiginhandarárit- un og að fá að vera á myndum með honum. — Þetta er daglegt brauð hjá ykkur, er ekki svo? — Jú, var svarið og virtist sem þessi lágvaxni broshýri knatt- spyrnumaður kynni vel að meta að vera beðinn um að stilla sér upp Ufarte: — Hann er mjög góður leikmaður. Því neitar enginn. Get- ur sýnt knattspyrnu sem enginn annar leikmaður gerir. Hann er því einstakur hvað mörgu varðar. Það er bara að sjá hvort hann að- lagast spænskri knattspyrnu, sem er mjög ólík þeirri suður-amer- ísku. Það er miklu meiri harka hérna. Hvað var að spænska landslið- inu á HM í sumar? — Óheppni fylgdi okkur frá byrjun. Eintóm óheppni. Við erum ekki svo slæmir eins og virtist í keppninni. Óheppnin elti okkur á röndum ... Hvernig er æfingum háttað hjá la Real? • Gatrinstequi gaf sér tíma fyrir eitt bros og eina mynd, en með honum á myndinni er Helga Jónsdóttir, fréttarítari Mbl. á Spáni. — Á sumrin byrjum vð æfingar kl. 9 til 11 og síðdegis kl. hálfsjö. Yfir vetrarmánuðina æfum við eingöngu á morgnana. Byrjum kl. 9. Hverju viltu þakka velgengni la Real síðustu 2 árin ? L.U. — Góðum þjálfara, góðum anda og samstöðu meðal allra leikmanna liðsins um að gera góða hluti. Þið hjá la Real eruð allir úr Baskahéruðunum, er það ekki? L.U. — Allir leikmenn liðsins eru uppaldir hér í Baskalandi enda þótt þeir fæddust ekki allir hérna. Er vel borgað fyrir að vera at- vinnuknattspyrnumaður á Spáni? L.U. — Það vita allir að sum félög geta borgað meira en önnur. Real Madrid og Barcelona eru rík- ustu félögin hér á Spáni. Besta dæmið er Maradona ... Að lokum, ert þú ánægður með þín laun ? við hlið smápilta klædda búningi la Real. Jesús Satrústegui Azpiroz, 28 ára, framherji og fastur landsliðs- maður síðustu árin. Ertu ánægður að þurfa að leika á móti íslensku liði? Satrúst. Ég þekki ekki neitt til íslenska liðsins, keppinauts okkar, né íslenskrar knattspyrnu í heild. Gefur það la Real meiri von um sigur þar eð Víkingur er eingöngu skipað áhugamönnum ? Satrúst. Það þarf ekki að þýða að þetta verði auðveldir leikir fyrir la Real. Áhugamannalið geta oft ver- ið betri en mörg atvinnumannalið- in. Satrústegui gaf sér ekki tíma fyrir fleiri spurningar. Hann árit- aði örfá blöð, stillti sér upp fyrir eina mynd og var síðan rokinn af stað í bílnum þar sem kona hans og tvö börn biðu eftir honum. Markvörður liðsins, Luis Miguel Arconada, tók lífinu með meiri ró. • Blaðamaður Mbl. á Spáni ræðir við Arconada markvörðinn heimsfræga i liði Real Sociedad. Þessi 28 ára gamli knattspyrnu- maður er sá leikmaður la Real er flesta landsleiki hefur spilað, nær 40. Arconada tók vel í að svara nokkrum spurningum. „Ég tala ekki við Islending á hverjum degi“. Hvað segir þú um að það að la Real mun leika á móti óþekktu liði frá íslandi? Arconada. — Fyrir mig er það ánægjuleg tilbreytni. Þekkirðu einhvern íslenskan knattspyrnumann, sem leikur með erlendu atvinnumannaliði? Arconada. — Nei, ekki neinn. Ég er vel kunnugur liðum þeim er léku á HM og ég fylgist með knattspyrnunni í Frakkland. Þar fyrir utan ... Áttu von á að leikirnir á móti Víkingi verði auðveldir fyrir ykk- ur? Arconada. — Það á aldrei að hugsa fyrirfram að einhver leikur verði auðveldur. Við þekkjum ekki til íslenskrar knattspyrnu. Enginn okkar hafði áður heyrt getið um Víkingsliðið. Það er slæmt að þurfa að leika á móti liði, sem maður hefur aldrei séð spila. Heldurðu að þetta verði „gott“ ár fyrir la Real í deildarkeppn- inni? Arconada. — Við erum bjartsýn- ir á góðan árangur liðsins. Þið lékuð mjög illa í leiknum gegn Real Madrid síðastliðinn sunnudag í Cádiz ... Arconada. — Það er skiljanlegt, Real Madrid var búið að leika átta leiki núna á stuttu tímabili, en við aðeins einn. Er Real Sociedad skipað sömu leikmönnum og í fyrra? Arconada — Alonso (landsliðs- maður) var seldur til Barcelona. Tveir eða þrír leikmenn hafa hætt því þeir fengu ekki að spila. Að öðru leyti er liðið skipað sömu leikmönnum og síðastliðin 5 ár. Hvað viltu segja um áhangend- ur la Real? Arconada. — Þeir eru frábærir og styðja okkur að öllu leyti. Sækja vel leiki þegar við spilum og hvetja okkur (um 200 manns munu fylgja la Real til íslands vegna leiksins í Reykjavík þann 15. september). Er Maradona 1.300 milljóna peseta virði? Arconada. — Ég dæmi ekkert um það. Hann er frábær leikmað- ur en á eftir að mæta erfiðleikum hérna. Spönsk knattspyrna er miklu harðari en sú sem leikin er í S-Ameríku. Auk þess verður sér- staklega lögð áhersla á að dekka hann í hverjum leik. Tíminn mun skera úr um það hvort hann stenst álagið. Áhorfendur munu krefjast mikils af honum. — Er Barcelona hættulegasti andstæðingurinn ? Arconada. — Nei, af hverju? Viltu segja eitthvað um HM að lokum ? Arconada. — Ég er reynslunni ríkari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.