Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
Borgarstjórn:
Landsvirkjunar-
samningurinn
samþykktur
Betri en sá sem felldur var 1979, segir I)avíð Oddsson
BORGAR.STJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudagskvöld, samning á
milli ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar, um virkjanamál, byggöalínur og
flt-ira. Borgarstjórn samþykkti samninginn fyrir sitt leyti, þar sem Reykjavík
er eignaraóili aó Landsvirkjun. Samningurinn var samþykktur meö 18 at-
kvæöum gegn 1 atkvæöi Alberts Guðmundssonar. Tveir fulltrúar Kvenna-
framboös sátu hjá viö atkvæðagreiðsluna.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði í umræðum um samninginn
að hann væri mun betri en samn-
ingurinn sem felldur var árið 1979.
Nefndi Davíð að samkvæmt nú-
verandi samningi væri eignarhluti
Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun
meiri en samkvæmt fyrri samn-
ingi. Eignarhlutinn væri nú
45,95%, en yrði 44,53% þegar ríkið
hefði nýtt sér rétt sinn til þess að
gerast 50%. eignaraðili. Sam-
kvæmt eídri samningnum hefði
hlutur borgarinnar hins vegar
orðið 42,4%.. Sagði Davíð að um
geysimikil verðmæti væri að tefla
og skiptu þau hundruðum milljóna
sem nú kæmu í hlut Reykvíkinga.
Kjöthækkun-
in 26—31%
EINS og Mbl. skýrði frá fyrir helgi
hefur nýtt verð verið ákveðið á
sauðfjárafurðum af nýslátruðu.
Ilækkunin á kjöti er yfirleitt á bilinu
20 til 31 af hundraði. Eftirfarandi
dæmi sýna smásöluverð á hverju
kílógrammi I. verðflokks, eins og
það er nú og hækkun í prósentum
frá áður gildandi verði, sem er frá I.
júní sl., er innan sviga.
Heilir skrokkar 56,35 kr (31,4%)
Læri og hryggir 72.90 kr (28,1%)
Súpukjöt ... 60,25 kr (30,6%)
Kótelettur ..-. 78,60 kr. (27,4%)
Lærissneiðar .... 85,95 kr. (26,6%)
Lifur ...... 54,75 kr. (lækkar
um 10 aura)
Hjörtu og nýru 41,55 kr. (14,5%)
Sviðnir hausar 34,75 kr. (22,8%)
Heilslátur kostar nú 60,10 kr.
hækkar um 16,4%.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá þá gildir þetta verð á afurðum
sem koma á markaðinn í haust af
nýslátruðu. Gamla kjötið er ennþá
á eldra verðinu.
í samningnum frá 1979 hefði
verið fjallað um möguleika á yfir-
töku Kröfluvirkjunar, en sam-
kvæmt núverandi samningi væri
ekki minnst á hann einu orði og
því væri engin skuldbinding í
samningnum um yfirtöku þeirrar
virkjunar. Þá sagði Davíð að verð
Norðurlínu, Austurlínu og Vestur-
línu væri hagstæðara fyrir Lands-
virkjun en það verð, sem um var
samið árið 1979 og einnig benti
Davíð á að afsláttur sá sem um
væri samið nú, væri sá sami og
samkvæmt gamla samningnum.
I ræðu Davíðs kom ennfremur
fram að samkvæmt samningnum
væri gert ráð fyrir að Landsvirkj-
un geti þurft að greiða til ríkis-
sjóðs vegna vatnsréttinda í tengsl-
um við nýjar virkjanir, en í samn-
ingnum frá 1979 hefði ekki verið
minnst á slík atriði. Þá nefndi
Davíð nokkur fleiri atriði nýja
samningnum til tekna.
I umræðunum lýsti Albert Guð-
mundsson því yfir að hann væri á
móti þessari samningsgerð; sagði
hann að hér væri verið að fremja,
en ekki samþykkja. Sagði hann að
með samþykktinni tæki Reykja-
víkurborg ábyrgð á erlendum lán-
um og mælti hann gegn því. Sagði
hann ennfremur að þegar Reykja-
vík ætti um 45% í Landsvirkjun
og ríkið 50%, þá væri hlutur
Reykvíkinga miklu meiri, 60-70%,
því Reykvíkingar væru um 40%
þjóðarinnar. Kvað hann óeðlilegt
að Reykvíkingar bæru svo mikla
ábyrgð. Taldi hann eðlilegra að
allir landsmenn bæru jafna
ábyrgð í fyrirtæki sem þessu.
Sigurjón Pétursson sagði, að
þessi samningur væri mun óhag-
stæðari en fyrri samningurinn, sá
sem felldur var 1979. Kristján
Benediktsson tók undir það sjón-
armið Sigurjóns. Þó kváðust þeir
báðir ætla að greiða samningnum
atkvæði.
Atvinnuleysi tvöfald-
ast frá því í fyrra
SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar í ágústmánuði 1982 reyndust samtals
6.720 um land allt. Þessi fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga jafngildir því
að 310 manns hafi verið skráð atvinnulaus allan mánuðinn, sem svarar
til 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mánuðinum, segir i
fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá vinnumáladeild
félagsmálaráðuneytisins.
„I júlímánuði sl. voru skráðir
7.150 dagar eða 430 fleiri. At-
vinnustig er því nánast óbreytt
frá fyrra mánuði. Skráðir at-
vinnuleysisdagar í ágústmánuði
sl. eru hinsvegar um 2.800 fleiri
en í sama mánuði á sl. ári, en þá
voru skráðir 3.900 atvinnuleys-
isdagar.
Fyrstu átta mánuði þessa árs
hefur fjöldi atvinnuleysisdaga
meira en tvöfaldazt frá sama
tíma í fyrra, eða úr tæplega 72
þúsund í rúm 146 þúsund. Miðað
við meðaltal mannafla árið 1981
nam skráð atvinnuleysi 0,4% að
meðaltali mánuðina janúar til
ágúst það ár, sem jafngildir um
400 manns að meðaltali á mán-
uði. Sé miðað við sömu forsend-
ur er skráð atvinnuleysi nú
0,8%, sem jafngildir að meðal-
tali 840 manns á mánuði, janúar
til ágúst á þessu ári. Stóran
hluta af þessari aukningu
skráðra atvinnuleysisdaga má
rekja til verkfalls sjómanna í
janúarmánuði á þessu ári, en að
auki hefur orðið veruleg fjölgun
skráðra atvinnuleysisdaga í öll-
um mánuðum ársins til þessa."
LITGREINING MEÐ
i CROSFIELD
1 540
LASER
LYKILLINN AO VANDAÐRI LITPRENTUN
Sigurvegarinn, Bergþór Guðjónsson ekur hér grimmilega í þýfðri braut.
Torfæra Akureyri:
Sunnanmenn náðu
fyrsta og öðru sæti
BERGÞÓR Guðjónsson innsiglaði
íslandsmeistaratitilinn í torfæru-
akstri með sigri í torfærukeppni,
sem fram fór á Akureyri á sunnu-
daginn. Náöi hann fyrsta sæti eftir
jafna og tilþrifamikla keppni við
Bjarma Sigurgarðarsson, á Willys,
scm lenti i öðru sæti. í þriðja sæti
varð Halldór Jóhannesson á Will-
ys.
Alls voru fimm keppendur og
allir óku þeir á Willys-jeppum,
mismunandi vel búnum. Það
gekk á ýmsu strax í byrjun. Guð-
mundur Gunnarsson rúllaði
jeppa snum afturábak þegar
hann reyndi að komast yfir all-
hátt barð með látum. Varð Ak-
ureyringum það að orði að hann
kippti sér ekkert upp við þetta,
hann væri vanur þessu! Hélt
hann enda ótrauður áfram.
Bjarmi Sigurgarðarsson ók
áberandi vel í byrjun, en Halldór
Jóhannesson og Bergþór Guð-
jónsson voru ekki síðri. í fjórðu
þrautinni þar sem ekið var upp
sandlagða brekku, stöðvað, snúið
við og bakkað upp nokkra hóla
ók Bergþór Guðjónsson af mik-
illi lipurð. Halldór Jóhannesson
fór þar með látum og sandgus-
urnar þeyttust afturúr jeppa
hans. Sagði fjallhress þulur
keppninnar að ástæðan fyrir
hamaganginum væri sú að Hall-
dór væri nýhættur að reykja.
Sigurður Baldursson velti í um-
talaðri þraut eftir að hafa misst
jeppann útfyrir brautina, sem
ekið var eftir. Hélt hann þó
áfram keppni eins og ekkert
hefði í skorist. Þegar að loka-
þrautinni kom, sem var tíma-
braut, stóðu sunnanmennirnir
Bergþór og Bjarmi best að vígi.
Halldór var í þriðja sæti eftir að
hafa stöðvast i þúfum í einni
þrautinni vegna vandræða með
startara jeppans. Jafnframt var
Guðmundur dottinn úr keppni
vegna ýmissa bilana. Keppendur
fengu tvær tilraunir í tíma-
brautinni, þar sem það gildir að
fá besta tímann. í fyrri tilraun-
inni náðu Bergþór og Bjarmi
svipuðum tíma, en Halldór og
Sigurður komu nokkuð á eftir.
Ökumenn ætluðu því að leggja
allt í sölurnar í seinni tilraun-
inni.
Bergþór ók brautina listavel
og þrátt fyrir minni vélarkraft
en keppinautarnir höfðu, náði
Willys Sigurðar Baldurssonar var ekkert á því að fara upp barð eitt, reisti
sig tignarlega og valt síðan á toppinn.
Willys Guðmundar Gunnarssonar var i nokkur augnablik í þessari stöðu
. . . en valt SÍðan afturá bak. Ljósmyndir Mbl. (.unnlaueur K.
hann besta tímanum. Bjarmi
náði slökum tíma sökum þess að
stýrisliður brotnaði hjá honum í
miðri braut. Tókst honum með
herkjum að ljúka henni, því
framhjólin vísuðu bæði innundir
bílinn. Er vel hugsanlegt að
hann hafi þar með tapað af sigr-
inum. Halldór bætti tímann frá
því í fyrri umferð, en þrátt fyrir
óhugnalegan vélarkraft tókst
honum ekki að slá Bergþóri við.
Lokaúrslit urðu þau að Bergþór
Guðjónsson á Willys B20 Turbo
sigraði með nokkrum yfirburð-
um, þar sem tímabrautin gaf
honum fjölmörg aukastig.
Bjarmi Sigurgarðarsson náði
öðru sæti en hann ók Willys, sem
er mjög vel búinn að öllu leyti. í
þriðja sæti varð Halldór Jó-
hannesson og skammaðist hann
mikið yfir eigin klaufaskap er
hann stöðvaðist í áðurnefndum
þúfum. I fjórða sæti lenti Sig-
urður Baldursson á Willys sem
var orðin alllasin er keppni lauk.
Eins og fyrr segir gulltryggði
Bergþór Guðjónsson sér Is-
landsmeistaratitilinn í þessari
keppni. Hefur hann sigrað allar
torfærur ársins og ætíð ekið
Willys búnum Volvo B20 Turbo.
Kvað Bergþór litlar breytingar
fyrirhugaðar á jeppanum í fram-
tíðinni. Má jafnframt þessu
segja að þrátt fyrir minni vél-
arkraft en keppinautarnir hafa
eigi Bergþór visst verðlaunasæti,
eingöngu með lagni í akstrinum.
GR.