Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 14
14*T MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Noröurlönd Kaupmannahöfn Selá . 27. sept. Laxá . 04. október Selá . H.okfober Gautaborg Selá . 29. sept. Laxá . 05. október Selá . 13. október Fredrikstad Selá . 30. sept. Laxá . 06. október Selá . 14. október Álaborg Selá . 10. október Halmstad Selá . 12. október Norðursjór Hamborg Skaftá . 27. sept. Barok . 04. október Skaftá . 11.október Rotteredam Skaftá . 29. sept. Barok . 06. október Skaftá . 13. október Antwerpen Skaftá . 30. sept. Barok . 07. október Skaftá . 14. október Ipswich Skaftá . 01. október Barok 08. október Skaftá 15. október Austursjór Helskini Berit 25. sept. Vestervik Berit 28. sept. Gdynia Berit 30. sept. Bandaríkin Portsmouth Lucia De Perez . 29. sept. New York Lucia De Perez . 30. sept. HAFSKIP HF Sími 21160 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Gagnrýni: Fyrir hvern? Hvernig? Eftir Jón Ásgeirsson Um helgina 11.-12. september var haldin ráðstefna, þar sem gagnrýnendur og listamenn ræddu um markmið gagnrýni, samkvæmt yfirskriftinni: Gagn- rýni: Fyrir hvern? Hvernig? Ekki er ætlunin að fjalla um ráðstefn- una, sem fór vel fram. Það sem hér má lesa eru hugleiðingar und- irritaðs um gagnrýni, mótaðar af reynslu undirritaðs sem gagnrýn- anda og einnig sem þolanda gagn- i rýni og ef til vill einnig undir áhrifum af umræðum á ráðstefn- unni, sem í heild voru málefna- legar. Hvað er gagnrýni? Fáar stéttir búa við slíkar bú- sifjar sem listamenn er eiga undir högg að sækja, þar sem gagnrýn- endur eru fyrir. Margra mánaða vinna listamanns verður á stuttri stundu dæmd og vegin, oft með þeim hætti, að því er listamannin- um virðist, að rétt sé brugðið hendi undir eitt horn þungans. Niðurstaðan, alit frá háspekilegri langloku til einnar setningar eða „orðlaus þögnin", er lögð á þá vog- arskál er snýr móti lífsverki lista- mannsins og þó hann sjálfur legg- ist á með verki sínu, er allt eins víst að vogarskálin lyftist því hærra sem hann togar fastar í móti. Þrátt fyrir þunga dóma gagnrýnenda verður þeim ekki kennt um allt sem miður fer, því það hendir sem betur fer nokkuð oft að neytendur fara að engu eftir niðurstöðum þeirra á hvorn veg- „Það verður því miður aldrei hægt að segja til um hvernig gagnrýni eigi að vera. Hún er verk gagn- rýnandans, og í þessu verki hans birtist mennt- un hans, bæði fagleg og almenn, hugmyndafræði er hann hefur tileinkað eða kynnt sér og þessu öllu beitir hann í rýni sinni.“ inn sem á er vísað. Listneytendur eru óstýrilátir og margskiptir í af- stöðu sinni, þverklofnir í afmark- aða hópa andstæðra listsviða, með ólík og jafnvel ósættanleg hags- munasjónarmið til enn frekari af- mörkunar. Vettvangur gagnrýni virðist liggja nærri því að vera miðsvæðis á milli listviðburðar og lesenda gagnrýninnar og á sama hátt og list fullskapast í viðbrögðum list- neytenda, öðlast gagnrýnin gildi í skilningi lesandans og getur gagn- rýnin því orðið staðfesting á stöðu listamanns og listverki hans, t.d. eins og á sér stað þegar um merkan listviðburð er að ræða. Gagnrýni getur ekki þjónað því að vera heimild um listviðburð, nema að litlu leyti, en er aftur á móti nákvæm heimild um viðbrögð gagnrýnandans, sem eftir atvikum eru samstæð eða gagnstæð við- brögðum listneytenda og því að- eins hluti af þeim gögnum sem heimildasöfnun varðandi tiltekinn listviðburð gæti náð yfir. Inntak og gerð gagnrýni mótast af þeim markmiðum sem gagnrýn- andinn beint eða óbeint setur sér og til að ná þessum markmiðum dregur hann saman þau föng er honum hafa safnast í námi og upplifun. Mikilvægi gagnrýninnar grundvallast því að nokkru á kunnáttu og menntun gagnrýn- andans. Gagnrýnin er alfarið verk gagnrýnandans og í henni birtast viðhorf hans og túlkun á listvið- burði, sem eftir atvikum má túlka sem dóm eða umsögn, er getur verið betri heimild um gagnrýn- andann sjálfan en það sem hann er að fjalla um. Fyrir hvern? Er gagnrýni á listviðburði rituð fyrir höfunda, flytjendur, kostn- aðaraðila, samstarfsmann, ætt- ingja, vini, aðdáendur, almenna lesendur, listvini, listhatara, áhugamenn, fagmenn í greininni, fagmenn í öðrum greinum, áhuga- fagmenn eða gagnrýnandann sjálfan, svo hann geti upphafið sig með þeim árangri að þátttakendur listviðburða óttist hann, hati hann eða aumki. Það er augljóst mál að ef sinna á öllu þessu fólki yrði gagnrýnin æði yfirgripsmikil. Samt er það svo að þeir sem að öllum líkindum lesa gagnrýni eru nánast svona margskiptur áhuga- hópur og því óhugsandi að jafnvel fullkomasta gagnrýni þjóni því hlutverki að vera samkvæmt óskum allra. Eins og að framan er greint frá, virðist mega ætla að gagnrýni liggi nærri því að vera miðsvæðis á milli listviðburðar og lesanda gagnrýninnar. Gagnrýnin er því eingöngu stíluð til lesanda, sem gagnrýnandinn hefur nánast enga hugmynd um hver er. Ef það lægi ljóst fyrir að gagn- rýnin væri ætluð ákveðnum hópi lesenda, hefði það auðvitað áhrif á skrif gagnrýnandans. Fagleg um- fjöllun er tískuorð hjá lista- mönnum og fylgir venjulega með skýring á fyrirbærinu, sem í raun er forskrift um það hvernig gagn- rýni eigi að vera. Það er hins veg- ar ljóst að fagleg umfjöllun eða fræðileg gagnrýni yrði aðeins fyrir sérfræðinga og fáa áhuga- menn, og ætti slík gagnrýni helst heima í fagriti eða jafnvel aðeins á vinnustað listamanna. Ekki eru listamenn sammála um gildi slíkrar gagnrýni, sem margir þeirra kalla heimspekilegt þvaður, er byggt sé undir með stirnuðum skólakenningum, sett saman með öfugum formerkjum við það sem listamenn vinna eftir. Niðurstaðan er því sú, að þrátt fyrir faglega umfjöllun er allt eins líklegt að gagnrýnin sé jafn gölluð og sú gagnrýni, sem eingöngu er ætluð almennum lesanda. Lista- menn eru sannarlega fagmenn en þeir vinna verk sitt fyrir ófaglært fólk og þá er spurningin hvort gagnrýni er hentar hinum ófag- lærða iistneytanda sé ekki í raun og veru fagleg umfjöllun. Þeir sem mest kvarta undan gagnrýni eru listamenn, rétt eins og gagnrýnin sé fyrir þá, svo þeir viti hvort þeim hafi heppnast til- tækið að þessu sinni eða ekki. Ef það er rétt að listumsvif lista- manna séu ætluð almennum ófag- lærðum listneytanda hlýtur gagn- rýnin að vera stíluð til listneyt- andans en ekki fagmannsins. Á síðari árum hafa liststofnanir hér á landi lagt sífellt meiri áherslu á að færa listfrumkvæðið inn til starfsliðsins, sem auka- Bolungarvík: Bílar ösla foraðið í kjölfar jarðýtu. MorgunblaðiA/ Gunnar Samgöngur 1 lamasessi vegna vegaframkvæmda Bolungarvík, 16. Meptember. Eins og fram hefur komið í frétt- um, hafa staðið yfir framkvæmdir við Óshlíðarveg. Þess vegna hefur vegurinn verið lokaður alla síðustu viku og í þessari viku hefur vegurinn verið lokaður frá kl. 13 á daginn til klukkan 7.30 að morgni. Hins vegar hefur gengið á ýmsu þennan tima sem vegurinn hefur verið opinn. Þar sem mikill vatnsagi er á þeim slóð- um þar sem verið er að vinna, hafa bílar átt í erfiðleikum — þá sérstak- lega vörubilar, sem hafa sokkið í aur hvað eftir annað. Það má segja, að vegagerðar- menn hafi gefist upp í morgun þar sem þeir gerðu lítið annað en að draga ökutækin yfir ófærðina. Steypubílar frá ísafirði snéru við í morgun og hefur steypustöðin á ísafirði gefið það út, að ekki verði um neina steypusölu til Bolung- arvíkur að ræða, fyrr en ástand vegarins batnar. Þá hafa flugfar- þegar frá Bolungarvík lent í erfið- leikum. Til dæmis misstu allir far- þegar frá Bolungarvík af áætlun- arvélinni í gærmorgun. Segja má, að Bolvíkingar hafi komist að því enn einu sinni, hversu þetta eina vegasamband okkar hefur mikla þýðingu fyrir byggðarlagið, og verður að segja, að almenningur hér hefur ekki ýkja mikla trú á þeirri leið sem valin hefur verið til endurbóta, þegar til lengri tíma er litið. Hefði semsé fremur kosið jarðgöng — þ.e.a.s. ef jarðfræði- legir staðhættir eru fyrir hendi, sem að vísu er ókannað. Almenningi sýnist sem sé, að áfram verði fyrirsjáanlegt tölu- vert viðhald á veginum. Um er að ræða umtalsverðan kostnað sem allir landsmenn borga. í þessum samgönguerfiðleikum hafa verið gerðar ráðstafanir til að bæta úr brýnustu þörfinni. Til dæmis hef- ur djúpbáturinn verið í förum þrisvar á dag á meðan alveg var lokað og í þessari viku hefur hann farið einu sinni á dag. Að sögn Kristins Jónssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á ísafirði, hefur verið ákveðið með tilliti til erfið- leika undanfarinna daga, að veg- urinn verði lokaður frá klukkan 13 á föstudegi til klukkan 7.30 á mánudag, og mun djúpbáturinn vera í förum laugardag og sunnu- dag frá ísafirði klukkan 7, 9 og kl. 19.30. Frá Bolungarvík aftur um klukkustund síðar. Aðspurður kvaðst Kristinn vonast til að þess- um framkvæmdum verði lokið fyrir miðjan október, ef veður helst skaplegt. Að því loknu verð- ur farið í að hreinsa svokallaða stalla, en til þess verður að velja heppilegt veður, helst verður að vera frost í hlíðinni. Það verk mun líklega verða unnið að næturlagi, þannig að ekki ætti það að tefja umferðina svo mjög. Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.