Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21, SEfTEMBER 1982 Vinstri meirihlutinn á undirvögnunum fjórum Eftir Magnús L. Sveinsson borgar- fulltrúa Framkvæmdaráð og sorpbifreiðir Fyrir nokkru síðan urðu um- ræður í borgarstjórn, vegna til- lögu sjálfstæðismanna, um að leggja Framkvæmdaráð borgar- innar niður. En eins og menn minnast, var það stofnað af meiri- hluta vinstri manna á síðasta kjörtímabili. Verksvið Framkvæmdaráðs var í raun, að fjalla um mál, sem aðr- ar stjórnir eða nefndir fjölluðu einnig um. Það varð því aðeins til þess að auka við kerfið, gera það óvirkara og þyngra í vöfum. Enda má segja, að það litla, sem vinstri meirihlutinn kom í verk af öllum stóru fyrirheitunum um endurbætur á stjórnkerfi borgar- innar, hafi allt miðað að því að auka við kerfið, gera það enn flóknara, þyngra og kostnaðar- samara en áður var. Við umræðurnar í borgarstjórn, um að leggja Framkvæmdaráðið niður, nefndi ég dæmi um yfir- þyrmandi og flókið stjórnkerfi og lýsti hvaða leið í gegnum kerfið, ákvarðanataka um kaup á fjórum undirvögnum fyrir soprbifreiðir, árið 1979, hefði farið. Ferðasagan Hér fer á eftir ferðasagan af vinstri meirihlutanum á undir- vögnunum fjórum. „Á þessum fímm mánuö- um, höfðu kaup á þessum fjórum undirvögnum verið tekin til umræðu ellefu sinnum í sex stofnunum borgarinnar, áður en end- anleg ákvörðun var tek- • << m. 1) Byrjun maí: Starfsmenn Véla- miðstöðvarinnar halda fund og fjalla um kaup á undir- vögnum undir sorpbifreiðir. Þeir töldu að þörf væri á að kaupa fjóra undirvagna. 2) 14. maí: Stjórn Vélamiðstöðv- ar samþykkir að fara þess á leit við borgaryfirvöld, að fá að kaupa fjóra undirvagna. 3) 6. júní: Framkvæmdaráð tek- ur málið fyrir, samþykkir kaupin og sendir máiið til stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur. 4) 11. júní: Málið er tekið fyrir í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Þar er samþykkt að leita tilboða í undirvagnana. 5) .18. júní: Auglýst eftir tilboð- um. 6) .10. sept.: Starfsmaður Véla- miðstöðvarinnar hefur farið yfir tilboðin og skilar umsögn um þau. 7) .12. sept.: Stjórn Vélamið- stöðvarinnar fer yfir umsögn starfsmannsins og samþykkir að mæla með lægsta tilboðinu, sem er frá Mercedes Benz. 8) .19. sept.: Framkvæmdaráð tekur málið fyrir og mælir eins og stjórn Vélamiðstöðv- arinnar með því, að lægsta til- boði verði tekið. 9) Nú kemst borgarráð inn í mál- ið af tilviljun og þótti að galli hefði verið á málsmeðferðinni allri, því það hafði ekki verið leitað heimildar borgarráðs fyrir kaupum neinna undir- vagna. Borgarráð stoppaði því ferðalagið og lét þau boð ganga, að beiðni yrði að berast borgarráði, um heimild fyrir kaupunum. Sú beiðni var send hið bráðasta til borgarráðs. 10) .25. sept.: Borgarráð tekur beiðnina fyrir og samþykkir að heimila kaup á fjórum und- irvögnum til afgreiðslu á fjár- hagsáætlun 1980, án þess að taka afstöðu til, hvaða undir- vagnar verði keyptir. 11) 1. okt.: Stjórn Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar sam- þykkir að mæla með því við borgarráð, að lægsta tilboði sé tekið frá Mercedes Benz. 12) 2. okt.: Borgarráð samþykkir að taka lægsta tilboði. Áður höfðu stjórnir þriggja stofn- ana fjallað um og samþykkt hið sama, þ.e. Vélamiðstöð, Framkvæmdaráð og Inn- kaupastofnunin. 13) 4. okt.: Borgarstjórn staðfesti fundargerð borgarráðs frá 2. okt., og endanleg ákvörðun um kaup á undirvögnum er tekin. Kaupin rædd ellefu sinn- um í sex stofnunum Þannig lauk þessari ferðasögu vinstri meirihlutans á undirvögn- unum fjórum. Á þessum fimm mánuðum, höfðu kaup á þessum fjórum und- irvögnum verið tekin til umræðu ellefu sinnum í sex stofnunum borgarinnar, áður en endanleg ákvörðun var tekin. Einn starfsmaður borgarinnar þurfti að fara á milli flestra þess- ara stofnana og skýra sama málið fyrir þeim öllum. Þessi ferðasaga lýsir vel hvernig kerfið var í reynd. Öllum ætti að vera ljóst, að þetta mál, sem getur varla talist stórmál, hefði fengið ítarlega um- fjöllun í kerfinu, enda þótt Fram- kvæmdaráðinu hefði verið sleppt. Allir sjá, að vinnubrögð sem þessi við stjórnun borgarinnar, eru fyrir neðan allar hellur. Kerf- ið var sannarlega nógu þungt í vöfum, þó Framkvæmdaráði væri ekki bætt við, sem gerði ekkert annað en að fjalla um mál, sem aðrir fjölluðu ítarlega um. Þetta er gott dæmi um það kerfi, sem vinstri menn vilja ekki aðeins viðhalda, heldur auka við og gera enn flóknara. Reyðarfjöröur: Síldarsöltun undirbúin af miklum krafti Keyóarfírói, 15. september. Togarinn Snæfell hefur legið hér við bryggju um tveggja vikna skeið. Unnið var að því að breyta vél skipsins til svartolíubrennslu. Gekk verkið vel. Snæfell hefur aflað 2.250 tonn frá áramótum og er hásetahlutur nú 210 þúsund krónur. Snæfell fór á veiðar aftur eftir breyt- ingarnar föstudaginn 10. sept- ember. Nú er orðið langt síðan að af- skipun á saltfiski fór fram síðast hjá GSR. í húsinu eru nú um 200 tonn af saltfiski sem bíða út- flutnings. Þá eru einnig tonn af skreið til hjá fyrirtækinu, sem ekki hefur fengist markaður fyrir enn sem komið er. Nú stendur yfir undirbúningur síld- arsöltunar hjá fyrirtækinu og munu 28 konur salta þar í haust. í heild munu vinna við söltunina 50 manns. Þriðja söltunarstöðin hér er verktakar, en þeir hafa stækkað aðstöðu sína um tvo þriðju. Er nú pláss fyrir 26 konur að salta, en var áður fyrir 16. Nú er búið að byggja 600 fermetra geymsluhús fyrir síldina, og vinna 40 manns hjá fyrirtækinu. Eitt nýtt fyrirtæki var opnað hér í sumar, er það Véla- og bíla- verkstæði JPH. Aðeins tveir menn vinna þar enn sem komið er, en búist við að starfsmönnum fjölgi síðar. Þá má geta þess að togarinn Snæfell veiddi nýlega þrjá guð- laxa, og voru þeir reyktir og þóttu herramannsmatur. Gréta. afhverju? ^ Fjöðrunin er slaglöng og mjúk, og sjálfstæð á öllum hjólum, sem gerir bílinn einstaklega rásfastan og þýðan á slæmum vegum. Mjög hátt er undir lægsta punkt og mismunadrifið er læst, þannig að hann er óvenju duglegur i ófærð. •+c Þrautreynd, aflmikil 1971 cc. vél með hemi sprengirými, meðaleyðsla aðeins 8.91 pr. 100 km. + Sæti og búnaður í sérflokki, þannig að einstaklega vel fer um farþega og ökumann. Peugeot bjóða einir bilaframleiðenda 6 ára ryðvarnarábyrgð. Sérlega hagstætt verð vegna lágrar gengisskráningar franska frankans. Þú færð nýjan Peugot 505 árg. 83 frá kr. 232.000.— og 505 árg. 82 frá kr. 228.000.— HAFRAFELL VAGNHÖFÐA 7° 85-2-11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.