Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Minning: Brandur Jónsson fyrrv. skólastjóri Fæddur 21. nóvember 1911 Dáinn 12. september 1982 Með Brandi Jónssyni frá Kolla- fjarðarnesi, fyrrum skólastjóra Heyrnleysingjaskólans um ára- tugaskeið, er mætur og ósérhlífinn frumkvöðull fallinn frá. Tilviljun réði því að Brandur fékk áhuga fyrir málefnum heyrn- arskertra. Hann var forfallakenn- ari við Austurbæjarskólann, og mun Sigurður heitinn Thorlacius skólastjóri hafa bent honum á, að mikilla úrbóta væri þörf í málefn- um heyrnardaufra, og að í því efni værum við á eftir öðrum þjóðum. Það eru oft tilviljanir, er ráða miklu um framvindu sögunnar. Brandur hélt utan og aflaði sér staðgóðrar menntunar á sviði sérkennslu heyrnarskertra og fræðum tengdum talkennslu. Nám hans sannfærði hann enn frekar um, að heima væri þörf gagn- gerðrar stefnubreytingar varð- andi fræðslu heyrnarskertra og auka þyrfti skilning á sérstöðu þeirra. Fordómar voru miklir og heyrnar- og málleysingjar oft taldir vangefnir, þótt slíkt væri fráleitt. Að loknu námi í Evrópu kom Brandur heim og kenndi um skeið, en hélt svo til Bandaríkjanna til að fullnuma sig í fræðum sínum, enda var honum ætlað að taka við stöðu skólastjóra Málleysingja- skólans. Heim frá Bandaríkjunum kom hann með ferskar og nýjar hugmyndir í malnum og hinn kappsfulli ungi maður vildi gjarn- an koma á framfæri nýfenginni þekkingu sinni. En þegar ætlaði svo að verða nokkur bið á, að hann fengi stöðuna, lá um tíma við, að hann hyrfi af landi brott, því að nóg var um verkefni og freistandi tilboð í Bandaríkjunum. Fáir vita um þann erfiða kafla í dag, en augljóst er, að það hefði orðið óbætanlegt tjón fyrir þróun kennslu heyrnarskertra svo og talkennslu ýmiss konar, ef þjóðin hefði misst af þennan mann úr landi og margur væri verr á vegi staddir, ef aðstoðar hans hefði ekki notið við. Undirritaður varð einmitt þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að fá notið þekkingar Brands í kennslu varalesturs eftir veikindi, er sviptu mig heyrn. Mikið guðs lán fyrir mig, að fyrsti maður, sem sérhæfir sig í kennslu varalesturs hérlendis skyldi einmitt koma fram á sjónarsviðið á svipuðum tíma. Ég mun hafa verið fyrsti mað- urinn, sem Brandur lagði sig allan fram við að kenna varalestur og held ég, að hann hafi gert á mér ýmsar tilraunir. í ákafa sínum við að aðhæfa mig aftur heimi hinna heyrandi bannaði hann mér m.a. að læra fingra- og merkjamál og Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. sagði mér ýmsar sögur um fólk, sem hefði náð því marki. Nýt ég þessa tímabils enn þann dag í dag og var enda færastur nemenda á þessu sviði, er ég fylgdi honum í Málleysingjaskólann, þá er hann tók við honum árið 1944. Urðu þá snöggar breytingar á starfsemi skólans og öilum viðhorfum til heyrnarskertra. Eins minnist ég mjög vel, og það er, hve hvimleið honum var nafngift skólans. Allir eru fæddir mállausir, svo sem kunnugt er, og því var hér um am- bögu að ræða er var ekki aðeins röng, heldur olli og leiðum mis- skilningi á skólanum og þeim er þar stunduðu nám. Brandur var ekki í rónni, fyrr en hann hafði fengið nafni skólans breytt, því að það, sem hann hafði lært, var ein- mitt að kenna þeim, sem þögninni eru vígðir, að tjá sig eins og annað fólk og helst í mæltu máli, ef for- sendur og hæfileikar voru fyrir hendi. Menn athugi hér, að fingra- mál er einnig sérstakt mál, þótt táknmál sé, — eins konar tungu- mál þeirr, er ekki fá tjáð sig öðru- vísi og margir eru býsna færir í því og hafa drjúgan orðaforða. Brandur Jónsson ræktaði sitt hlutverk með þeim ágætum, að framfarir í kennslu heyrnar- skertra hafa orðið ómældar, húsa- og tækjakostur aukist og endur- nýjast til muna og aðstæður allar batnað eftir því. Þá er kennaralið skólans stórum sérhæfðara, og mun Brandur hafa hvatt ýmsa til sérnáms í fræðum tengdum kennslu heyrnardaufra. Eiginlega er ekki hægt að bera saman að- stæðurnar í dag við þær sem voru er hann tók við, en annað og mik- ilvægara bætist einnig við, og það er að Brandi var það alla tíð hjart- ans mál að upplýsa fólk og sann- færa um getu og möguleika skjólstæðinga sinna í þjóðfélag- inu. Hér var róðurinn svo þungur á köflum, að hann tók það mjög nærri sér, — þó kom það jafnan fram, að hann hafði á réttu að standa og vel það, enda rökstuddi hann einatt mál sitt með tölum og dæmum frá öðrum löndum. — En svo sem margur veit, þá láta rótgrónir fordómar, vanmat og vanþekking seint undan. Heyrnarskertu fólki gengur miklu betur í þjóðfélaginu er svo er komið en áður, þótt enn séu for- dómarnir yfirþyrmandi á sumum sviðum. Hæfileikar fólksins eru ekki meiri en áður, en aðstæðurn- ar öllu betri og skilningurinn meiri og það er það sem máli skiptir. Brandur var slíkur mannkostamaður, að við fátt verð- ur jafnað. Sumarið 1942 er hann var á leið til æskuslóða til sumar- dvalar, tók hann t.d. að fengnu leyfi foreldra sinna þrjú heyrnar- laus börn með sér og kenndi þeim daglega allan tímann og mun þá einnig hafa þjálfað sig um leið. Eg kom með sem þriðja barnið og man ennþá eftir biðinni eftir svarskeyti frá föður hans og gleði okkar beggja, þegar það reyndist jákvætt. 011 dvölin hjá þessu ágætisfólki, fjölskyldu hans, er mér minnisstæð og margt hugljúft og skemmtilegt rifjast nú upp, er ég rita þessar línur, enda var smá- pollinn óþreytandi við að kynna sér fagurt umhverfið og fara í sendiferðir til næstu bæja, þar sem einnig bjó vænt fólk. Ekki þarf ég hér að tíunda ágæti for- eldra hans, Jóns Brandssonar, prófasts, og konu hans, Guðnýjar Magnúsdóttur, því að hér þrá mjög til fósturs. — Það er mikið þolinmæðistarf að kenna heyrnarskertum vara- lestur ásamt beitingu talfæranna, og þolinmæðina hafði Brandur nóga ásamt mannlegri hlýju og hæfileika til að mýkja broddinn með skemmtilegum athugasemd- um, er á móti blés. Ég hlakkaði alltaf til einkatímanna hjá Brandi í gamla daga og lét mig aldrei vanta, hvernig sem viðraði þótt það væri drjúgur spölur að ganga fyrir lítinn mann, er ekki hafði náð sér alveg eftir veikindin. Er Brandur tók við skólastjórn, fylgdi því ekki aðeins fullt starf, sparlega launað og mjög vanmet- ið, heldur bættist hér við, að hann var einnig eins konar umsjónar- maður skólans með aðsetur í skólahúsnæðinu. Skólanum fylgir heimavist, enda margir nemendur utan af landsbyggðinni, og fyrir þessa nemendur varð hann að ger- ast eins konar fósturfaðir í mörg- um tilvikum. Ekki minnkaði það álagið, er hann hóf áróður fyrir því, að fólk kæmi eins fljótt og auðið væri með börn sín í skólann, svo að hægt væri að kenna þeim sem mest á næmasta skeiði. Þess- um kornungu börnum kom hann og í föðurstað, og er hann þannig fósturfaðir mikils fjölda barna víða að af landinu — maðurinn, sem þau líta vafalaust mest upp til næst foreldrum sínum og gera trúlega alla ævi. Hér má ekki gleyma hlut konu hans, Rósu Ein- arsdóttur, er studdi hann dyggi- lega í starfi og var vinur okkar, nemenda hans. Alveg mætti ætla, að fram- anskráð væri ærið starf fyrir ötul- an og vaskan mann, en þó er sagan hvergi öll, því að jafnframt þess- um störfum aðstoðaði hann fjölda fólks með ýmiss konar málhelti, svo margvíslegu að of langt væri upp að telja. Þetta fólk tók hann í sérkennslu og var stöðugur straumur til hans. Þá kenndi hann og leikurum framsögn um árabil. Vona ég, að þeir þættir, sem mér eru minna kunnir, verði tíundaðir af öðrum, því að Brandur á það fyllilega skilið. Allt líf Brands mótaðist þannig af viðleitni til að hjálpa öðrum og oft með undraverðum árangri, er ekki fyrnist yfir. Þrátt fyrir mikla vinnu komst hann aldrei í mikil veraldleg efni — ekki fram yfir að framfleyta sér og sínum sóma- samlega. En af störfum sínum varð hann ríkur af þeim auði, sem er þeim veraldlega æðri og mölur og ryð fá ekki grandað. Svo mikla umhyggju bar hann fyrir skjólstæðingum sínum, að það jaðraði við ofrausn og þó bannaði hann öllum að vorkenna þeim, en vildi láta sýna þeim þess í stað ríka samkennd. Hann fylgd- ist náið með nemendum sínum eft- ir að námi lauk og veitti fúslega aðstoð, ef hann var beðinn og geta hans leyfði. Gegnum börnin kynntist hann og varð vinur fjölda foreldra, enda tók hann alla þætti með í kennsluna, einnig aðstæður og gerð hinna nánustu. Starfs- vettvangur þessa manns var því jafnt innan veggja skólans sem utan, og sannarlega vílaði hann ekki fyrir sér að fara í ferðalög með börnunum, til útlanda jafnvel ef svo bar undir þó í eigin leyfi væri. Þannig mætti ég honum oftar en einu sinni á miðju sumri með barnahóp í Kaupmannahöfn. Allar þessar hliðar Brands Jónssonar þekki ég frá fyrstu hendi, enda fann ég til þess, að hann fylgdist með mér alla tíð og kom þannig einna fyrstur gesta á flestar listsýningar mínar, þótt svið málaralistar væri honum framandi að eigin sögn. Ég reyndi einnig að fylgjast með honum úr fjarlægð, og nálægð þó, því að oft er vík á milli vina fyrir eril og önn hvunndagsins. Þá vilja árin líða fljótt og verða að örstuttri ögur- stund. Hin síðari ár átti Brandur við meiri vanheilsu að stríða en mér var kunnugt um, og það átti fyrir þessum manni að liggja, er svo mjög hafði aðstoðað aðra í erfið- ieikum þeirra við að skapa þeim heilbrigðara líf, að hljóta erfiða banalegu. Þó rofaði til um stund og hann var, sjálfum sér sam- kvæmur, sestur upp á sjúkrabeði til að undirbúa störf við kennslu í vetur, — en þetta reyndist skammvinn helfró. Rétt áður hafði ég fengið góða kveðju frá honum, og fylgdi henni sú vissa, að senn yrði hann hress aftur. Frestaði ég þá fyrirhugaðri heim- sókn til hans og sé sárlega eftir því. Frá unga aldri hefur enginn mér vandalaus verið nær í huga mér en Brandur Jónsson, og nú að leiðarlokum ber að þakka hand- leiðslu hans og hlýtt vinarþel með miklum virktum. Upp í huga mér koma fagrar ljóðlínur úr sálmi bóndans og skáldsins frá Hvíta- dal, er kveðja skal þennan velunn- ara minn og fjölda annarra: Kveikt er Ijó.s við Ijós burt er sortans svið angar rós við rós opnast himins hlið. Fari heill, minn ágæti vinur. Bragi Asgeirsson Að leiðarlokum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn, að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Ef verkin hans Brands eru ekki „Ijós sem loga á altari hins helga Guðs“, — hvaða verk gera það þá? Guðlaug Snorradóttir Nú er genginn góður drengur. Því fær enginn breytt. Brandur Jónsson, fyrrum skólastjóri Heyrnleysingjaskólans í hartnær fjörutíu ár, verður til moldar bor- inn í dag. Við sem áttum því láni að fagna að vera samstarfsmenn hans um tíma horfum með trega á eftir mikilhæfum skólamanni og traustum vini. Hans skarð í skól- anum verður aldrei fyllt. Og það er erfitt að sætta sig við þá stað- reynd að geta aldrei framar geng- ið á hans fund þeirra erinda að fá góð ráð og uppörvun í kaupbæti. Brandur Jónsson var rakinn ágætismaður, sá albesti og mild- asti húsbóndi og yfirmaður sem nokkur gat hugsað sér. Hlýju hans og mannlegri gæsku voru engin takmörk sett. Hann var ávallt reiðubúinn að leggja fram hjálp- arhönd og greiða úr vandamálum á sinn mildilega hátt. Samt var festu hans viðbrugðið í málum sem honum þótti til heilla horfa fyrir heyrnarlausa. Það er ekki ofmælt að Brandur Jónsson hafi átt drýgstan þátt í því að koma í höfn mörgum helstu framfaramálum heyrnarlausra á íslandi. Þeim málum helgaði hann líf sitt og þar vann hann þrekvirki sem halda mun nafni hans á lofti um ókomin ár. Fjölskyldu hans sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Gunnar Salvarsson í dag hvíla sorgarský yfir Heyrnleysingjaskólanum. Fallinn er í valinn og til moldar borinn Brandur Jónsson fyrrverandi skólastjóri. Með Brandi Jónssyni er genginn mikill baráttumaður og brautryðj- andi í málefnum heyrnleysingja á íslandi. Hann helgaði þeim bæði líf sitt og starf frá því hann hóf kennslu í þeirra þágu fyrir hart- nær fjörtíu árum. Þegar hann tók við starfi skóla- stjóra voru fyrir í skólanum nem- endur með mismunandi fötlun. Reynsla hans af þeirri blöndu varð til þess að allar götur síðan barð- ist hann fyrir því að heyrnleys- ingjar fengju eigin menntastofnun og kennslu við sitt hæfi. Honum tókst með fádæma elju og atorku að fá viðurkenningu á því að skól- inn væri einvörðungu skóli fyrir nemendur með heyrnarleysi sem aðalfötlun. Aðskilnaðurinn var eitt helsta baráttumál hans og hann var trúr þeirri hugsjón alla ævi. Á starfsævi Brands var Heyrn- leysingjaskólinn lengst af til húsa í Stakkholti 3. Þar var ennfremur heimili hans og eftirlifandi konu hans, Rósu Einarsdóttur, og dætra þeirra þriggja og heimavist nem- enda, sem voru oftast um og yfir tuttugu talsins. Því má nærri geta að ekki var alltaf hægt að taka lífinu með ró, enda var það svo, að Brandur og Rósa þurftu einlægt að vera reiðubúin að leysa hvers- konar vanda á nóttu sem degi. Brandur var ekki einasta skóla- stjóri. Hann var einnig félagi og vinur barnanna. Þáttaskil urðu í sögu skólans er rauðu hunda-faraldur gekk hér árið 1963 og orsakaði á næsta ári fæðingu milli þrjátíu og fjörtíu heyrnarskertra barna. Þessi stóri hópur varð skólaskyldur fjórum árum síðar eða árið 1968. Húsnæðið í Stakkholti 3 var á engan hátt fullnægjandi til þess að taka á móti svo mörgum nýjum nemendum, en reynt var að bæta úr brýnustu þörfinni með því að fá leiguhúsnæði og taka skólastjóra- íbúðina undir kennsluhúsnæði. En Brandur gerði sér strax ljóst að við svo búið mátti ekki standa. Hann fylltist eldmóðði baráttu- mannsins og beitti sér fyrir því að hafist var handa um byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir heyrn- leysingja. Sú baráttusaga verður ekki rak- in hér; nýi Heyrnleysingjaskólinn við Leynimýri talar þar sínu máli. Árið 1971 fluttist skólinn úr Stakkholti og tveimur árum síðar voru heimavistarhús og mötuneyti tilbúin. Þær byggingar munu standa um áraraðir sem minnis- varði um mikinn mann. Við þessi þáttaskil í sögu skól- ans mun Brandur hafa séð lang- þráðan draum rætast. Öll aðstaða til kennslu gjörbreyttist, ný hjálp- artæki komu til og möguleikar heyrnleysingja til framhaldsnáms urðu að veruleika. Brandur var mjög ákveðinn, skoðanafastur og fylginn sér, ef því var að skipta. Hann varð oft að taka sjálfstæðar ákvarðanir, um- deildar á stundum, en hann var ætíð fastur fyrir þegar veiferð og málefni heyrnleysingja var í húfi. Eldur áhugans og trúin á málstað- inn voru óslökkvandi og dvínuðu ekki til hinstu stundar. Skjótt skipast veður í lofti. Þeg- ar við komum saman tl fyrsta fundar á þessu hausti brá svo við að okkar mikli leiðtogi, kennari og vinur, Brandur Jónsson, var ekki meðal okkar. Við vissum reyndar að hann var á sjúkrahúsi og átti við veikindi að stríða, en að þau væru svo alvarleg sem raun bar vitni kom okkur öllum samt á óvart. Þegar við samstarfsmenn hans drúpum nú höfði á kveðjustund er margs að minnast. Við sem áttum því láni að fagna að ganga til liðs við þennan mæta mann með því að gerast samstarfsmenn hans ljúk- um upp einum munni: Þar fór mikill forystumaður, þar fór einn- ig drengur góður með ómælda fórnarlund, ávallt reiðubúinn að leysa vandann á nóttu sem degi, hvort sem í hlut átti starfsfólk eða nemendur. Tómlegt verður í Heyrnleys- ingjaskólanum þegar ekki er leng- ur von á Brandi. Við þökkum hon- um samstarfið og minnumst hans með virðingu og söknuði. Rósu og dætrum þeirra þremur svo og öðrum aðstandendum vott- um við dýpstu samúð. Skólastjóri, kennarar og starfs- fólk Heyrnleysingjaskólans. Dáinn. Horfinn. Harmafregn. Svona hljóða oft dánarfregnir um lát vinar eða ættingja. Við hér er- um að minnast okkar vinar og skólastjóra í skólanum okkar, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.