Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982
37
að Steinunn yrði tengdamóðir mín
fjórum árum seinna.
Steinunn dvaldi í Bandaríkjun-
um að miklu leyti eftir árið 1960
— hún kom j)á í heimsókn með
dóttur sinni, Ardísi, til okkar hér í
Kaliforníu. Þær mæðgur hafa síð-
an átt heimili hér í Redondo
Beach, við strendur Kyrrahafsins
og ekki lengri spölur á milli okkar
heldur en það, að börnin okkar
Baldur og Steinunn, gátu gengið í
heimsókn til ömmu og frænku og
var það ætíð eins og þeirra annað
heimili.
Þar voru tengslin við Island
sterkust og þar var gott að koma
og íslenska töluð og vel lærð —
áttu þau ömmu sinni það að þakka
hvað íslenskunni var vel við hald-
ið.
Nú er Baldur horfinn, en Stein-
unn, nafna ömmu sinnar, minnist
þess með hlýju og þakklæti hvað
gott var að eiga umhyggjusama og
góða ömmu.
Við syrgjum hana öll í fjölskyld-
unni hér og heima á íslandi og
þökkum henni fyrir allt, sem hún
hefur fyrir okkur gert. Hún var
okkur hin besta móðir, amma og
tengdamóðir.
Steinunn hvarf heim til íslands
í júlí, síðastliðið sumar, í fylgd
með dóttur sinni Árdísi.
Þá var hún mjög þungt haldin,
en heim til Islands vildi hún fara
til þess að deyja og var henni
hjúkrað með alúð og nærgætni af
dætrunum, Friðu og Árdísi.
í erfiðri baráttu síðastliðin þrjú
ár, sýndi Steinunn æðruleysi og
einstakan vilja, til þess að taka
öllu vel og gerði það með sérstakri
andlegri hreysti, sem hún svo oft
sýndi í lífinu.
Steinunn var greind kona með
fastmótaða skapgerð. Hún var
starfsöm, sparsöm, smekkvís og
sérlega frísk og hress í anda, með
glettni í augum og skemmtileg.
Hún hafði sérstaklega gott minni
— var ljóðelsk og las mikið.
Steinunn var gildur fulltrúi
þeirra kvenna síns tíma, er urðu
af óumflýjanlegum ástæðum að
standa einar í lífsbaráttunni á erf-
iðum tímum og létu ekki bugast.
Hún var glöggt dæmi þess,
hversu góðir hæfileikar, einbeitni
og æðruleysi geta enst til langrar
lífsbaráttu.
Blessuð sé minning mætrar
konu, sem var köllun sinni trú.
Brennið þid viUr. Hetjur styrkar standa.
Krennid þid viUr. LýsiA hverjum landa,
Nem leiUr heim og þráir hofn.
Sigríður Bílddal Freymóðsson
Nú hnígur sól að sa-var barmi
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blóma hvarmi
blundar þögul fugla hjörd.
í hljóórar nætur ástar örmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(A. (íuómundsson).
í dag kveðjum við hinstu kveðju
Steinunni M. Jónsdóttur sem lést
á 89. aldursári þ. 9. september.
Með þessum fáu línum langar mig
til að minnast þessarar sérstæðu,
dugmiklu og hugrökku konu.
Steinunn var fædd þ. 31. janúar
’94, dóttir hjónanna Arndísar Sig-
valdadóttur og Jóns Guðjónsson-
ar, bónda á Ytra-Kálfskinni á
Árskógsströnd. Þar ólst Steinunn
upp ásamt fóstursystur sinni
Arndísi Baldvinsdóttur. En svo
vill til að á Kálfskinni fæddist
einnig faðir minn, og sagði hann
mér eitt sinn að Steinunn hefði
verið með alglæsilegustu stúlkum
í sveitum Eyjafjarðar. Steinunn
giftist Freymóði Jóhannssyni,
listmálara og eignuðust þau 4
börn, Jóhann Braga f. 27. febr. ’20.
Árdísi Jónu f. 25. júlí ’22, Fríðu f.
23. janúar ’25 og Stefán Heimi f.
30. nóvember ’28, sem þau misstu
ungan að aldri.
Steinunn hafði sérstakan per-
sónuleika til að bera. Hún var
skarpgreind og minnug svo af bar.
Það var gaman að heyra hana
hafa yfir íslensk kvæði og ljóð, allt
virtist hún kunna, enda víðlesin.
Vel fylgdist hún með öllu sem var
á döfinni hér heima þau ár sem
hún dvaldi vestra, en mörg undan-
farin ár hefur hún dvalist hjá
börnum sínum, vestur í Kali-
forníu, sem þar eru búsett.
Nokkrum sinnum hefi ég haft
tækifæri til að fá að heimsækja
mitt kæra frænd- og vinafólk og
njóta ómældrar gestrisni þeirra. I
sumar þegar ég kom vestur fannst
mér vanta mikið, en þá var Stein-
unn farin heim og búin að kveðja
Kaliforníu, sem henni var svo
mjög kær.
Hún vissi að hverju stefndi og
með einstakri einurð og hugrekki
mætti hún sínum veikindum. Þar
kom fram hennar sterki persónu-
leiki, sem einkenndi allt hennar
líf.
Þetta eru aðeins fátækleg
kveðjuorð frá vinum hennar í
Stigahlíð 85 sem þakka fyrir
frændrækni og trausta vináttu.
Vottum við börnum hennar og
öðrum aðstandendum einlæga
samúð.
„Far þú í friói
frióur (>uds þig blessi.
lUfðu þökk fyrir allt og allt.“
Sigríður Jóhannsdóttir
COMBhCAMP
Haustverðið komið
kr. 27.000.-
Haustsending af Combi Camp er nú komin á ein-
staklega hagstæöu verði. Hreint ótrúlegt. Takmarkaö
magn til afgreiöslu strax.
Benco
Bolholti 4
sími 91-21945 — 91-84077.
„ /. v'fi — 1.1-ir ö ’
Tassb^ dra
J fr& U “ sóW
I2a,“,„rbckk,r
oð
Aðalkennari
í jassbaUett er „Hogga “
nýútskrifadv r dansken na ri frá Rockford
College í Bandaríkjunmn.
10 vikna námskeiö hefjast miðvikudaginn 6. okt.
Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 10—12 f.h. og 14—19 e.h.
Afhending skírteina í skólanum að Skúlatúni 4, fjórðu hæð, föstudaginn 1. okt.
og laugardaginn 2. okt. kl. 14—17 e.h. báöa dagana.
Líkamsþjállínn
Bal lcttsköla
Eddu Schcving
SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350