Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 jwgfflntlirifofrife ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Sími á ntstjórn og sknfstofu: 10100 ^rxjnnblntiiíá Útgerðarmenn á Norðurlandi: Láta ekki úr höfn enn sem komið er MIKIL slvsaalda reið yfir í Reykjavík í gær. Ellefu ára drengur beið bana þegar hann varð fyrir strætisvagni á leið til skóla laust eftir klukkan 10 í gærmorgun. Slysið átti sér stað 1 Breiðholti. Strætisvagni var ekið austur Skógarsel og drengurinn hjólaði norður Stokkasel, en þar er biðskylda. Ökumaður strætisvagnsins varð drengsins ekki var fyrr en hann skall á hægri framhlið vagnsins og mun hann hafa dregist aftur með hliðinni áður en hann féll í göt- una. Hann lést skömmu eftir kom- una í sjúkrahús. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að þessu hörmulega slysi eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við lög- regluna í Reykjavík. Klukkan 16.04 varð þriggja ára gömul telpa fyrir bifreið á Greni- mel. Hún var flutt í slysadeild, hlaut höfuðmeiðsl og mun hafa fótbrotnað. Aðeins fimm mínútum síðar vafraði drukkinn maður fyrir bifreið á Hringbraut fyrir framan Þjóðminjasafnið. Hann meiddist lítillega. Klukkustundu síðar var ekið á sextuga konu á Sundlaugarvegi, skammt frá Laugarnesvegi, þegar hún var á leið yfir gangbraut. Hún hlaut höfuðhögg, en mun ekki al- varlega slösuð. Skömmu fyrir klukkan sjö varð harður árekstur í Safamýri, fyrir framan barna- heimili þar. BMW-bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming, fram- hjá bifreið sem var lagt ólöglega. BMW-bifreiðin lenti beint framan á Hornet-bifreið og voru báðir ökumenn fluttir í slysadeild, ann- ar mikið slasaður. Löng bremsuför voru eftir báðar bifreiðirnar og ljóst að þær voru á miklum hraða. Þetta gerðist fyrir framan barna- heimili og skammt frá einum fjöl- mennasta grunnskóla borgarinn- ar. ökumaður bifreiðarinnar, sem lagt var ólöglega, ók þegar í stað af vettvangi. Á milli 20—30 árekstrar urðu í Reykjavík í gær. Þar af bílvelta á gatnamótum Flókagötu og Löngu- hlíðar eftir árekstur. Einn maður var fluttur í slysadeild. „Mikil slysaalda hefur nú síðustu daga dunið yfir Reykvíkinga og afleið- ingarnar eru hörmulegar. Vegfar- endur — gangandi sem akandi — gæta ekki að sér. Það er eins og fólk hugsi ávallt — þetta kemur ekki fyrir mig. En enginn veit hvar harmleik ber niður næst. Því verður hver og einn — við öll — að sýna gætni í umferðinni. Gera sameiginlegt átak til þess, að þess- um hörmungum linni,“ sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn í samtali við Mbl. Tveir togarar hafa haldið til veiða TÍXÍAKI.VN Sigurfari frá Lrundarfirði hélt til veiða í ga’r þrátt fyrir samþykkt stjórnar og trúnaðarráðs LÍli um að fiskiskip héldu ekki úr höfn eftir 10. september. Kr Sigurfari annar togarinn, sem lætur úr höfn eftir þann tíma, en hinn er Þorlákur frá 1‘orlákshöfn. litgerðarmenn á Norðurlandi komu saman til fundar á Akureyri i ga r og að sögn Sverris lamssonar, formanns félags þeirra, kom fram samstaða á meðal fundarmanna, að skip þeirra létu ekki úr höfn fyrr en í fyrsta lagi eftir annan fund á miðvikudag. Sagði hann, að menn væri bjartsýnir á að lausn vandans væri í sjónmáli og hefðu þvi verið sammála um að rjúfa ekki samstöðuna að svo stöddu. Auk þessara tveggja togara eru ör- fáir dagróðrarbátar að veiðum og í dag munu útgerðaraðilar á Vestfjörð- um taka ákvörðun um hvort skip þeirra sigli eða ekki, en fundur verður hjá Útvegsmannafélagi Vestfjarða í dag. Nú er nánast allur bátaflotinn í höfn og meirihluti skuttogara. Ekki hafa verið boðaðir fundir með fulltrúum útgerðarinnar og stjórn- völdum, en á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins hefur verið unnið í málinu. Kristján Ragnarsson sagði samtali við blaðið, að hann vildi ekki tjá sig um viðræður LIÚ og sjávarútvegsráð- herra, en undraðist hvers vegna sjáv- arútvegsráðherra hefði horfið frá hinu vinsamlega tali, sem átt hefði sér stað á laugardag. Sagði hann að leki á Slysaalda í Reykjavík: fréttum, sem ekki væru réttar, gæti ekki verið forsenda þess og sagði að aldrei hefði verið nefnd upphæð varð- andi skuldfærslur. Steingrímur Hermannsson vildi heldur ekki tjá sig um áðurnefndar viðræður, og taldi miður að fréttir af þeim hefðu lekið út. Sagði hann að viðræðurnar hefðu verið gagnlegar, en taldi að útgerðarmenn ættu að hefja veiðar á ný áður en frekari viðræður gætu átt sér stað. Morgunblaðið/ Júlíus Þessir bílar skullu saman í Safamýri um sjöleytið í gærkvöldi. Löng hemlaför mældust, sem bentu til að bifreiðirnar hefðu verið á alltof miklum hraða í nágrenni barnaheimilis og skóla. Ólympíuskák- mótið hér á landi 1984? FRIÐRIK Olafsson, forseti Al- þjóðaskáksambandsins, hefur farið þess á leit við Skáksam- band íslands, að kannað verði hvaða möguleikar séu á að Olympíuskákmótið 1984 verði haldið hér á landi. Skáksamband Puerto Rico hefur hætt við að halda mótið vegna fjárhagsörð- ugleika og þvi hefur Friðrik Ólafsson snúið sér til íslendinga. Á þingi FIDE var á sínum tíma samþykkt, að Ólympíu- mótið skyldi haldið á Puerto Rico. ísland og Líbýa sóttu einnig um að halda mótið og var Líbýu stillt upp sem val- kosti tvö og íslandi sem þriðja valkosti. Drengur beið bana - sex manns slösuðust Mikil aukning á rjúpnastofninum um land allt: Rjúpunni fjölgar um 50% á milli ára YFIRGNÆFANDI líkur eru á að nú sé mikil aukning i rjúpnastofninum um land allt og samkvæmt talningu sem fram hefur farið í sumum lands- hlutum er búist við 50% aukningu rjúpnastofnsins, miðað við árið 1981, en það á raunar við um árabilið 1966—1981, því rjúpnastofninn hef- ur verið stöðugur á þessu árabili, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Arnþóri Garðarssyni, náttúrufræðingi hjá Líffræðistofnun Háskólans í gær. Arnþór sagði að talning hefði verið gerð við Reykjavík, á Vest- fjörðum og á Norðurlandi og alls staðar væri sömu sögu að segja, þ.e. verulega fjölgun rjúpunnar. Vorstofninn, þ.e. varpfuglinn, væri mun sterkari en áður og benti allt til þess að sú aukning héldist í gegn, og kæmi fram í ungafjöldan- um. Arnþór sagði að ungafjöldinn sem hvert par ungaði út væri nokkuð stöðugur, þó um undan- tekningar hefði verið að ræða, þannig að stærð rjúpnastofnsins á hausti væri ákveðið margfeldi þeirrar stofnstærðar sem væri að vori. „í vor var um það bil 50% aukn- ing, miðað við mælingu í fyrra,“ sagði Arnþór. „Rjúpnastofninn hefur verið stöðugur árum saman, en þegar rjúpan fer af stað þá er það hressilegt," sagði Arnþór. Arn- þór var spurður um, af hverju rjúpunni fjölgaði svona nú, hvað hefði orðið þess valdandi. Hann svaraði því til, að menn kynnu eng- ar skýringar á því og ekki væri heldur víst að þetta væri upphaf að stórri breytingu, eða sveiflu uppá við, heldur gæti verið um tilviljanakennda breytingu að ræða á milli ára. „Ég læt mér þó detta í hug að þar sem hún er byrj- uð að aukast, þá sé þetta illstöðv- anlegt," sagði Árnþór. Arnþór gat þess að þegar síðasta uppsveifla í rjúpnastofninum hefði átt sér stað hefði mikil aukning orðið, 50—60% á milli ára, og hefði hún staðið í 4 ár og náð hámarki árið 1966. Síðan hefði rjúpunni fækkað. „Það er ekki ósennilegt að um áframhaldandi aukningu verði að ræða nú, en ég vildi þó sjá ann- að ár í röð til þess að geta fullyrt nokkuð um það. En það verður allavega ekki neinn skortur á rjúp- um í ár,“ sagði Arnþór Garðarsson. Morgunblaöið/ Gunnlaugur Til hægri eda vinstri? Framhjólin á Willys-jeppa Bjarma Sigurgarðarssonar virðast ekki sammála um i hvaða átt skuli halda. Myndin er tekin í torfærukeppni, sem fram fór á Akureyri um helgina. Bergþór Guðjónsson innsiglaði þar íslandsmeistaratit- ilinn með því að sigra í torfæruakstri eftir jafna og spennandi keppni. — Sjá nánar á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.