Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 45 Oþarft aÖ kenna sóknir viö embættis- bústaðina Hugleiðingar að lokn- um lestri skattseðils Haraldur Guðnason skrifar: „í dálkum Velvakanda hefur verið gagnrýnd ástæðulaus breyting á nöfnum prestakalla, m.a. að Miklaholtsprestakall, sem flestir eldri íslendingar þekkja af sögu séra Árna Þórar- inssonar, er nú látið heita Söð- ulholtsprestakall. Þetta er óþarf- ur ruglandi. Búseta presta var og er breytingum háð og óþarft að kenna sóknir við embættisbú- staði þeirra. Gamalli hefð burt- kastað sem slitinni flík. Biskupsstofa (svo) svarar því einu, að vitna í lög nr. 35 frá 1970. Þá mun m.a. hafa orðið til Bergþórshvolsprestakall, en hafnað gömlu og gildu nafni: Landeyjaþing (sóknir Austur- og Vestur-Landeyj a). í Landeyjaþingum var Kross í Austur-Landeyjum prestssetur meginhluta 19.aldar og til 1919. Á sama tíma var Bergþórshvoll löngum í bændaábúð. Þó hefur verið þar prestssetur samfellt síðan 1925. Nú býr þar sóknar- prestur og prestssonur, Eggert Haukdal. Sá síðarnefndi stór- skemmdi sögufrægan stað með því að klessa upp byggingu vest- ur á túni. Það er nú tómstunda- starf hans að reyna að flæma prestinn af staðnum. Sveinn Kristinsson (8752-8693 skrifar: „Hvers vegna eiga þær fjöl- skyldur þar sem einn aflar tekna heimilisins að borga skatta fyrir hinar þar sem tveir vinna úti? Það má öllum ljóst vera að þar sem fyrirvinnan er ein, kemst maður mun fyrr í hærri skattstiga en þar sem tveir afla teknanna. Þar af leiðir að þar sem konan er „bara húsmóðir" (en oftar er það hún sem tekur að sér húshald- ið) og hugsar um sín börn og spar- ar þar af leiðandi samfélaginu fé, en fær svona í leiðinni að borga rekstur „fráfærustofnana" (barnaheimila) fyrir hina sem láta samfélagið bera kostnaðinn af gæslu barna sinna. Var einhver að tala um að upp- eldisstörf væru bæði göfug og mikilvæg fyrir samfélagið? Útkoman er umgengnisvanda- mál og slakur námsárangur Ekki virðist löggjafinn líta þannig á málið. Hann er óbeint með þessu fyrirkomulagi að reka húsmæður út á vinnumarkaðinn nauðugar viljugar. Afleiðingarnar þekkja allir, m.a. fleiri börn með lykil um háls- inn, sem eru oft hálf vegalaus, enginn heima þegar komið er úr skólanum, til að tala við þau, gefa að borða, segja frá áhyggjum, að hjálpa til við heimanámið. Útkom- an er umgengnisvandamál og slakur námsárangur. Mig minnir að þegar Matthías M. var að breyta skattalögunum um árið hafi svokallaðar kvenrétt- indakonur rekið upp raunakvein, þegar meta átti starf húsmæðra til fjár eins og vera ber, þannig að þær telji fram helming tekna heimilisins rétt eins og eignir. Það heyrist ekki rifist um það hvort þessi störf séu peninga virði þegar ríki eða bær þarf að kaupa þau, samanber aðstoð við ellilíf- eyrisþega og öryrkja, þá eru þau greidd refjalaust. Tillaga um breyt- ingar á skattalögum 1. Leggja skal saman tekjur hjóna og deila síðan í með tveim; 2. sama þó að annar afli teknanna, þá sé þeim samt deilt jafnt á bæði. Til sparnaðar (lækk- unar á sköttum) 1. Þegar hjón vinna bæði úti og eiga börn borgi þau sjálf gæslu barna sinna heima eða að heiman (dagmömmur t.d.) 2. a. lokað verði 60 til 70% dag- vistarstofnana barna. Þeir sem þessa þjónustu fái væru ein- stæðir foreldrar og sjúkir, í undantekningartilfellum skóla- fólk. 2. b. Sameinuð verði þar sem hægt er elli- og barnaheimili, þannig að eldra fólk geti umgengist börnin og passað eftir getu og vilja. Ástæðulaust var að breyta nafni Landeyjasókna. Margt fleira er undarlegt í lögum þess- um. Til að mynda heita nú Neðri-Holtaþing Kirkjuhvols- prestakall. Hvað skyldu margir þingmenn sem samþykktu þessi lög vita hvar Kirkjuhvollinn þeirra er?“ og halda hefði mátt að annar aðilinn, sem var fyrir seljendur við fiskverðsákvörðun, væri 90% fyrir kaupendur um leið. Þetta kom greinilega fram í þættinum og maður vissi þetta svo sem fyrir. Hann hafnaði al- farið 20% af því að hann vissi að hitt kæmi. Það er óhagur stórs hluta útgerðar í dag að fiskverð hækki. Það er betra að það lækki, því að langflestir LlÚ- manna kaupa af sjálfum sér fiskinn. Þetta sýndi sig líka í þættinum. Þau rök sem fulltrúi þeirra nefndi, að hann hefði ekki viljað binda sig, voru harla léttvæg. Mér finnst það raunar furðulegt, að þetta skuli hafa fengið að ganga svona til í öll þessi ár. Hann er í kaffi Dreifbýlismaður hringdi og hafði eftirfrandi að segja: — Ég hringi oft í opinberar skrifstof- ur í Reykjavík, þegar ég þarf nauðsynlega að ná í mann. Ég bíð og bíð. Svo kemur loks svar- ið: Hann er farinn í kaffi. Eða: Hann er í kaffi. Og mikil ósköp eru kaffitímarnir stundum lang- ir og mörg símtölin sem fara í súginn. Og nú spyr ég: Er ekki kominn tími til að færa þeim kaffið í rúmið? GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Aflinn er fjörtíu prósent meiri en í fyrra. Rétt væri: Aflinn er fjörtíu prósentum meiri en í fyrra. „Sameinuð verði þar sem hægt er elli- og barnaheimili, þannig að eldra fólk geti umgengist börnin og passað eftir getu og vilja.“ Dagatal fylgiblaóanna ALEEAí' A ÞRIÐJTJDÖGUM □ imqTrA ALLTAFÁ FIMMTLFDÖGUM Alltaf á föstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNNUDÖGUM siMra OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fródleikur og skemmtun Mogganum þínum! fltargjtiiiMitfcife

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.