Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Manchester Utd. eitt í efsta sætinu ■ _ ■ ______ »>_____•__r.j Jbj % — Ipswich rekur lestina - eina liðið í 1. deild án sigurs — meistarar Liverpool sýndu sínar bestu hliðar í Swansea þessar mundir, en liðið átti þó oft undir högg aö sækja gegn City. Garry Shaw skoraði sigurmark Villa á 38. mínútu, skoraöi af stuttu færi eftir að Peter Withe haföi snú- iö á vörn City og sent knöttinn til hans. Watford gaf lítiö eitt eftir í toppbaráttunni á laugardaginn. Liöiö sótti Nottingham Forest heim og er Forest jafnan erfitt liö heim að sækja. Watford fékk líka aö reyna þaö, hiö unga liö Forest náði sér vel á strik og vann minni sigur en efni stóöu til. Hinn ungi og efni- legi Colin Walsh skoraöi fyrra mark Forest meö glæsilegu lang- skoti á 25. mínútu, en Garry Birtles bætti ööru viö í síöari hálfleik, fyrsta mark hans fyrir Forest síöan hann gekk til liös viö félagið á ný. Besta færi Watford var vítaspyrna sem Luther Blissett tók í fyrri hálf- leik, en hinn hollenski markvörður Forest, Hans Van Breukelen, varöi snilldarlega. Þetta var góöur dagur fyrir Lundúnaliöin, öll þrjú unnu leiki sína, var þó um erfiöa útileiki aö ræöa hjá Tottenham og West Ham. Tottenham sótti Sunderland heim og þurfti oft aö nauöverjast gegn ungu og frísku liöi Sunder- land. En leikmenn Tottenham náöu mörgum efnilegum skyndi- sóknum og úr einni kom sigurmark leiksins. Markiö skoraöi Garry Brooke á 25. mínútu, hann skoraöi eftir aö hafa fengiö glæsilega sendingu frá Ricardo Villa. West Ham skoraði tvívegis á fyrstu átta mínútunum gegn WBA. Sandy MANCHESTER Utd. snaraði sór í efsta sæti 1. deíldarínnar ensku á laugardaginn, er liðið sigraði Southampton 1—0 á útivelli. Sigurmark United skoraði enginn annar en gamla kempan Lou Macarí, en hann kom inn á í fyrri hálfleik sem varamaður og skoraöi sigurmarkiö meö skalla snemma í síöari hálfleik. Macari kom inn á fyrir Steve Coppell, sem meíddist illa á hné. „Þetta eru sömu meiðlin sem Steve varð fyirr í landsleiknum gegn Ungverjalandi á síðasta keppnistímabili. Hann missti þá úr margar vikur vegna þeirra. Hann lenti í samstuöi við einhvern hjá Southampton og meiöslin tóku sig upp. „Viö vitum ekki hvenær hann getur leikið meö á ný, þetta er mikiö áfall fyrir liðið,“ sagöi Ron Atkinson í samtali við AP á sunnudaginn. Leikur liðanna var jafn og tvísýnn lengst af, en heimaliöið fékk ákjósanlegt tækifæri til aö ná forystunni í fyrri hálfleik, er því bauðst vítaspyrna. Alan Ball spreytti sig, en brenndi af. Mörgum þykir fróðlegt aö renna augunum yfir neðri hluta 1. deildarínnar, en þar eru nú nokkur lið sem flestir höfðu spáð allt öðru hlutskipti og betra. Nægir að nefna Southampton og Ipswich. Lítum á úrslit leikja: Arsenal — N. County 2—0 Birmingham — Coventry 1—0 Everton — Norwich 1 — 1 Ipswich — Stoke 2—3 Luton — Brighton 5—0 Man. City — Aston Villa 0—1 Nott. Forest — Watford 2—0 Southampton — Man. Utd. 0—1 Sunderland — Tottenham 0—1 Swansea — Liverpool 0—3 WBA — West Ham 1—2 Liverpool sótti Swansea heim og vann eins og sjá má hér aö ofan stórsigur. Liverpool reyndist leik- mönnum Swansea íviö erfiöari biti aö kyngja en Möltuliöiö Slieme Wanderers sem Swansea burstaöi 12—0 í Evrópukeppni bikarhafa nokkrum dögum áður. Liö Swansea viröist langt frá því eins sterkt og á síöasta keppnistímabili og Liverpool lék heimaliöiö lengst af sundur og saman. Markakóng- urinn lan Rush skoraöi tvö falleg mörk í fyrri hálfleik, nánar tiltekiö á tuttugu fyrstu mínútunum. Náöi Swansea sér aldrei á strik eftir þaö og Craig Johnstone bætti þriöja markinu viö sex mínútum fyrir leikslok. Manchester City, sem var í efsta sætinu áöur en sjötta umferöin hófst, sat ekki lengi í hásætinu. Liöiö fékk Aston Villa í heimsókn og vann Villa þar sinn fyrsta útisig- ur á tímabilinu, City tapaöi þar meö sínum fyrsta heimaleik. Villa viröist vera t töluveröri sókn um • Við miklu var að búast af liðí Southampton á þassu kappnistímabiii, en þær vonir manna hafa brugöist. Annar frá vinstri er Alan Ball, en hann brenndi af víti á laugardaginn. sér í mjúkinn hjá Robson meö því aö skora glæsilegt mark á 20. mín- útu. John Hollins bætti síöara markinu viö á síöustu mínútu leiks- ins, er hann sendi vítaspyrnu rétta boöleiö. Mörgum þykir Ipswich mega muna sinn fífil fegri og má þaö til sanns vegar færa. Liðið hefur ekki unniö leik til þessa í 1. deild, eina liö deildarinnar sem þaö hefur ekki gert, auk þess sem liöið er komiö hálfa leið út úr UEFA-keppninni eftir 0—3 skell gegn Roma í síö- ustu viku. Stoke er hins vegar eitt þeirra liöa sem komiö hafa mjög á óvart í haust og liðiö vann mjög athyglisveröan sigur gegn Ipswich. Micky Thomas skoraöi fyrsta markiö fyrir Stoke og Paul Maguire bætti ööru viö áöur en þeir Alan Brazil og John Wark náðu aö jafna metin fyrir Ipswich áöur en blásiö var til leikhlés. Maguire skoraöi sigurmark Stoke úr vítaspyrnu á þriöju mínútu síöari hálfleiks. Birmingham vann sinn fyrsta sigur á haustinu, jafnframt því sem liöið lék sinn fyrsta leik án þess aö fá á sig mark. Þaö var í raun meiri framför en ætla mætti í fyrstu, því liöiö haföi fengiö á sig 17 mörk í fimm fyrstu leikjunum, sem er milli 3 og 4 mörk aö meöaltali í leik. Coventry varö fyrir baröinu á Birmingham og þó aö um spenn- andi leik nágrannaliöa hafi veriö aö ræöa voru áhorfendur aöeins rúmlega 10.000 talsins. Tony Ev- ans skoraöi sigurmark Birming- ham með skalla eftir fyrirgjöf Kevin Dillons á 44. mínútu. Fleiri færi fékk liöiö sem ekki nýttust og hin slaka vörn liösins opnaöist nokkr- um sinnum eins og viö var aö bú- ast. Framherjar Coventry náöu hins vegar ekki aö nýta sér færin. Luton var þaö lið sem flest mörkin skoraöi á laugardaginn og var þaö hiö slaka liö Brighton sem skellinn fékk. Suöur-Afríkumaöur- Inn Brian Stein var hetja dagsins, hann skoraöi þrjú glæsileg mörk. Hin mörkin tvö skoruðu þeir Wayne Turner og David Moss. Ungur miövöröur hjá Norwich, Paul Haylock, skoraöi sitt fyrsta mark í 1. deild, er hann skoraöi fyrir Norwich á 58. mínútu eftir fyrirgjöf Mark Barhams. Fjórum mínútum áöur haföi Alan Irwine skoraði fyrir Everton, en fleiri mörk voru ekki skoruö í þessum fremur leiöinlega leik aö sögn AP. AP gat þess einnig aö fjörlegasta atvik laugardagsins hafi átt sér staö á City Ground í Nottingham þar sem Forest og Watford áttust við. Þar varöi hinn hollenski markvöröur Forest vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en hann var varla risinn á fætur, er áhorfandi klæddur sem trúöur hljóp inn á völlinn og þeysti fram og til baka meö lögguna á hælun- um. Hvorki gekk né rak fyrr en sjálfur Brian Clough, foringi For- est, skarst í leikinn, hann náöi trúönum og hugöist snúa hann niöur meö fantalegu hálstakl. Trúöurinn tók vel á móti sem von- legt var og uröu af talsverðar stympingar áöur en löggan skarst í leikinn og leiddi trúöinn burt í járn- um. Lítum nú á úrslit og fleira varö- andi 2. deild: Barnsley 3 (Glavin 2, Parker) — Burnley O Blackburn 3 (Garner, Bell, Barton) — Leicester 1 (Smith) Bolton 0 — Wolverhampton 1 (Liv- ingstone) Carlisle 4 (Poskett 4) — Cr. Palace 1 (Hinzelwood) Charlton 0 — Grimsby 1 (Kil- moore) Chelsea 2 (Speedie 2) — Oldham 0 Leeds 2 (F.Grey, Worthington) — Derby 1 (Brolly) Middlesbrough 1 (Sheerer) — Fulham 4 (Davies 2, Lewington, Houghton) QPR 0 — Sheffield Wed. 2 (McCulioch, Bannister) Rotherham 2 (Fern 2) — Cam- bridge 0 Shrewsbury 2 (Bates, Brown) — Newcastle 1 (Varadi) Clarke skoraöi strax á 3. mínútu og Belgíumaðurinn Van Der Elst bætti síðara markinu viö fimm mínútum síöar. WBA sótti í sig veðriö og Peter Eastoe minnkaöi muninn á 41. mínútu. Liöin sóttu á báöa bóga i síöari hálfleik, en fréttaskeyti voru á því aö West Ham hafi veröskuldað sigurinn. Þá er aö geta Arsenal, þriöja Lund- únaliösins í 1. deild. Liöiö fékk Notts County í heimsókn og náöi gestrisnin ekki út á leikvanginn. Enski landsliöseinvaldurinn Bobby Robson var mættur til aö fylgjast meö Graham Rix og Ken Sansom og báöir kunnu því vel, léku frá- bærlega. Einkum þó Rix, sem kom miðherji hjé Luton. Stein skoraði þrennu fyrir liöið gegn Brighton. I 1. DEILD Manche8ter lltd. 6 5 0 1 13 5 15 Liverpool 6 4 2 0 14 6 14 Watford 6 4 0 2 II 5 12 Stoke 6 4 0 2 13 9 12 Manchester City 6 4 0 2 6 4 12 West llam 631211 5 10 Tottenham 6 3 1 2 13 8 10 west Bromwich 6 3 0 3 12 8 9 NoUhingham For. 6 3 0 3 12 12 9 A.ston Villa 6 3 0 3 10 11 9 Luton 6 2 2 2 16 14 8 Notts ('ounty 6 2 2 2 6 8 8 Kverton 6 2 1 3 10 7 7 Sunderland 6 2 1 3 7 7 7 Arsenal 6 2 1 3 6 6 7 Swansea 6213 8 10 7 Coventry 6 2 1 3 4 6 7 Brighton 6213 5 17 7 Norwich 6132 9 10 6 Southampton 6114 3 13 4 Birmingham 6114 3 17 4 Ipuwich 6033 711 3 2. DEILD Wolverhampton 6 4 2 0 10 1 14 Grimsby 5 4 1 0 12 3 13 Shefrield Wed. 5 4 0 1 13 5 12 Fulham 532011 3 11 Leeds United 5 3 2 0 7 4 11 Queen’s Park 6 3 1 2 8 6 10 ('helsea 6 2 3 1 5 3 9 Kotherham 6 2 3 1 9 8 9 Crystal Palace 5 2 2 1 8 8 8 Newcastle (Jtd. 6 2 2 2 7 8 8 Leicester 6 2 1 3 12 8 7 Burnley 5 2 1 2 9 7 7 Barnsley 5 13 1 6 5 6 (arlisle 5 2 0 3 10 14 6 Blacburn R. 6204 8 13 6 Oldham 5 1 2 2 3 5 5 ( ambridge 6114 6 11 4 Bolton 5 113 4 9 4 Derby 5113 4 10 4 Shrewsbury 5 1 0 4 3 7 3 (harlton 5104 4 13 3 Middlesborugh 5023 5 13 2 'Qi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.