Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 18
l&í MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Mónakó: Grace búin hvíla í dómkirkjunni Monte Carlo, 20. september. AP. LÍFII) í Mónakó er aftur að færast í sinn fyrra farveg en ekki er enn afráðið hvenær Grace furstaynja verður lögð til hinstu hvílu undir gólfi dómkirkjunnar i Monte Carlo. í fyrstu var talið, að það yrði gert sl. laugardag en nú er sagt, að það muni verða í dag, mánudag, eða einhvern næstu daga. Rainier prins af Mónakó grét við minningarathöfnina um konu sína. Hér er hann ásamt börnum sínum tveimur, Karólínu og Albert. Stefanía, dóttir hans, er enn á sjúkrahúsi. Grace prinsessa lést aðfarar- nótt miðvikudags í fyrri vika þegar bifreið, sem hún ók, fór út af veginum í brattri fjallshlíð Frakklandsmegin landamær- anna. Að sögn lækna fékk hún heilablóðfall undir stýri og skömmu síðar annað, sem olli því, að hún var í dái þegar á sjúkrahúsið kom og hefði, að sögn læknanna, aldrei komist til meðvitundar aftur. Þegar fjöl- skyldu hennar var sagt, að hún væri í raun læknisfræðilega lát- in, var ákveðið að notast ekki við flókinn tækjabúnað til að halda hjartanu gangandi. Eftir kveðjuathöfnina á laug- ardag var kista Grace heitinnar flutt i einkakapellu fjölskyld- unnar en síðan verður hún lögð til hvílu undir gólfi dómkirkj- unnar í Monte Carlo. Þar er nú verið að taka henni gröf og er Hér er Cary Grant ásamt konu sinni við minningarathöfnina. gert ráð fyrir, að Rainer prins muni hvíla þar við hlið henni í fyllingu tímans. Yfirmaður suðurflota Argentínu: Neitar að segja af sér vegna óstjórnar í Falklandseyjastríðinu Kucnos Aircs, Argentinu, 20. október. Al*. YFIRMAÐUR suðurflota Argentinu neitar að hlýða skipun yfirmanns síns um að segja af sér og gagnrýnir hann fyrir stjómun á stríðsrekstrin- um gegn Bretum i Falklandseyja- deilunni. Yfirmaður hersins, Jorge Anaya, sagði í dag, er hann hafði heyrt um að Zaratiegui, yfirmaður suðurflota Argentínu, neitaði að víkja úr embætti, „að hann væri þegar leystur frá störfum sökum agabrots", en áður hafði verið til- kynnt að hann yrði leystur frá störfum þann 1. október, eins og hann sjálfur og 18 aðrir hershöfð- ingjar sem tóku þátt í stríðinu. Talsmaður hersins í Buenos Aires sagði í dag, að ákvörðun Zaratiegui væri „persónuleg" og sagði, að hann nyti ekki stuðnings undirmanna sinna. Anaya hershöfðingi var yfir- maður hersins í þessu 74-daga stríði, en Zaratiegui mun vera ósammála honum í 16 atriðum er hann hefur sett skipulega upp og kynnti á blaðamannafundi skammt frá Buenos Aires í dag. Þessi 16 atriði snerta flest stjórnun hersins meðan á Falk- landseyjastríðinu stóð og eftirmál þess. Danmörk: Dávaldur dæmdur fyrir nauðganir Silkiborg, Danmörku, 20. scplcmber. Al*. ALI IIAMANN, alkunnur danskur dávaldur og sállæknir, var i dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað eða misnotað kynferðislega tauga- veiklaðar konur, sem leituðu hjálpar hans. Indira Gandhi í Sovétríkjunum Moskvu, 20. september. AP. INDIRA Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, er nú í opin- berri heimsókn í Sovétríkjun- um. Hefur henni verið tekið með kostum og kynjum. Ekkert hefur enn frést af viðræðum hennar við Leonid Brezhnev, en áður en hún lagði upp frá Nýju Delhí sagðist hún myndu leggja áherslu á að treysta enn frekar vináttubönd þjóðanna. Ingrid Bergman fær verðlaun IíOs Angelcs, 20. september. AP. INGRID Bergman hlaut í dag Emmy-verðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverki Goldu Meir í sjónvarpsmyndinni „A Woman Called Golda“. Var skýrt tekið fram, að atkvæðagreiðsla hefði farið fram átta dögum fyrir dauða Bergman, þannig að ekki væri verið að verðlauna hana vegna þess að skammt er um liðið frá dauða hennar. Dóttir hennar, Pia Lindström, tók á móti viðurkenningunni. Neyðarástand í E1 Salvador San Saltador, 20. seplember. Al*. LÝST hefur verið yfir neyðar- ástandi í E1 Salvador vegna gíf- urlegra flóða, sem orðið hafa þar að undanförnu. Meira en 150 manns hafa látið lífið í þeim og 10.000 manns a.m.k. hafa misst heimili sín. Sjötíu manns létu lífið í aurskriðu á einum stað. Sprengjuárás á fjarskiptastöð ('ork, írtandi, 20. september. Al*. FIMM grímuklæddir menn sprengdu í dag fjarskiptastöð ríkisins í Cork. Marxíski þjóð- frelsisherinn hefur lýst tilræð- inu á hendur sér. Enginn slas- aðist. Árásin var gerð til að mótmæla því að um þessa stöð fara fjarskipti sem tengjast NATO. Rétturinn fann Hamann sekan um þrjár nauðganir, þrjár tilraunir til nauðgunar og um 19 tilfelli, sem snertu óviðkvæmilega tilburði til kynmaka. Réttarhöldin yfir Ham- ann hafa vakið mikla athygli í Danmörku og kynnt undir gömlum deilum um það hvort dávaldur geti fengið mann til að hafast eitthvað það af, sem er andsnúið hans innstu sannfæringu. Menn hafa skipst í tvo hópa í afstöðunni til þessa máls og dómarinn, sem um mál Hamanns fjallaði, hefur fengið fjölda hótunarbréfa frá fyrrver- andi sjúklingum Hamanns. Hamann, sem er fyrrverandi bakari, hefur haft til meðferðar meira en 100.000 manns frá því hann hóf sállækningar 1951. Við réttarhöldin viðurkénndi hann, að sem aðdáandi kenninga Sigmund Freuds hefði hann notað kynferð- islega örvun sem hluta lækningar- innar en neitaði því hins vegar harðlega að hafa nauðgað eða mis- notað sér konurnar. Sagði Ham- ann, að þær hefðu annað hvort lát- ið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur eða snúist gegn honum ENGIN lausn er í sjónmáli um bygg- ingu verslunarráðsins í Honduras, þar sem vinstri sinnaðir skæruliðar hafa hótað að drepa um 80 gísla er þeir hafa í haldi, en nú eru fjórir dagar liðnir frá því þeir réðust þar inn. Hópur sérhæfðra manna er berst gegn hryðjuverkamönnum var umhverfis bygginguna í dag, en ekkert var gefið upp hvort vegna misskilinnar afbrýðissemi eiginmanna þeirra. Þetta er í annað sinn nú á dög- um, sem dávaldur er aðalpersónan í dönsku sakamáli. Snemma á sjöunda áratugnum var dávaldur- inn Björn Schow Nielsen dæmdur fyrir að hafa valdið því með dá- leiðslu, að maður nokkur drap tvær manneskjur í misheppnuðu banka- ráni í Kaupmannahöfn. Ýmislegt þykir dálítið skrýtið við Kosningabandalagið hefur nú aðeins fylgi 14% kjósenda en íhaldsflokkur Margaret Thatchers nýtur hins vegar stuðnings 47%, aðeins 1% minna en þegar vin- sældir stjórnarinnar voru hvað mestar eftir sigurinn á Falklands- ákvörðun hefði verið tekin um að ráðast til atlögu. Samningaviðræður við skæru- iiðana hófust á laugardag, daginn eftir að mennirnir 10 réðust til inngöngu í bygginguna þar sem 105 manns sátu á ráðstefnu og ræddu viðskiptamál. Einn vörður lést er skæruliðarnir réðust inn og tveir gíslar særðust. Skæruliðarnir hafa hótað að Dávaldurinn Ali Hamann mál AIi Hamanns. Til dæmis það, að engin kvennanna, sem kærðu hann, 19 talsins, hrópaði á hjálp þótt eiginmenn þeirra eða aðrir sjúklingar væru staddir í næsta herbergi við lækningastofuna. Hamann, sem var niðurbrotinn maður þegar dómurinn var kveðinn upp, kallaði hann „óþverralegt samsæri" og hefur áfrýjað honum til hæstaréttar. eyjum. Verkamannaflokkurinn kemur honum næstur með 37%. í aukakosningum að undanförnu hefur kosningabandalagið fengið til jafnaðar stuðning 25—35% kjósenda. drepa alla gíslana ef ekki verður farið að kröfum þeirra, en þeir hafa sett fram kröfur í átta liðum, þ.á m. kröfu um lausn 80 manna er þeir segja að séu pólitískir fangar ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld í Honduras hafa þrá- faldlega tilkynnt að ekki sé um að ræða neina pólitíska fanga í land- inu. Umsátrið í Hondúras: Engin lausn í sjónmáli San l'edro Sula, IfonduraN, 20. september. Al*. Kosningabandalagið í Bret- landi er aðeins með 14% fylgi l.ondon, 20. september. AP. FYLGI kosningabandalags jafnaðarmanna og frjálslyndra meðal bresks al- mennings hefur ekki i annan tima verið minna en nú þegar í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna. Olafur Noregskonungur. Myndin var tekin við opinbera heimsókn í Kaupmannahöfn fyrir átta ár- um. Ólafur konungur Noregs í 25 ár <>nIó, 20. tteplember. AP. MARGRÉT Danadrottning og Henrik prins komu í gær til Oslóar með konungsskip- inu „Dannebrog" til að vera viðstödd hátíðahöld í tilefni af því, að á morgun, þriðju- dag, eru liðin 25 ár frá því að Ólafur konungur tók við ríki í Noregi. í dag voru væntan- leg Karl Gústaf Svíakonung- ur og drottning hans, Silvía, og Mauno Koivisto, forseti Finna. Fulltrúi íslendinga verður Páll Ásgeir Tryggva- son, sendiherra í Ósló. I dag, mánudag, verður það helst til hátíðabrigða, að fríður herskipafloti mun sigla inn Víkina, danskt, sænskt, finnskt, breskt og 23 norsk, og 30 norskar herþot- ur leika listir sínar í loftinu. Skipin munu sigla framhjá norsku konungssnekkjunni, „Norge", og munu sjóliðarnir 1.600 heilsa Ólafi að her- mannasið. A morgun, þriðjudag, mun Ólafur aka um miðborg Óslóar í opnum vagni og vera viðstaddur tvær hersýningar. Hátíðahöldin fara eingöngu fram í Ósló, en fyrr í sumar gerði Ólafur víðreist um Nor- eg og heilsaði upp á þegna sína. Ólafur konungur er 79 ára að aldri. Hann tók við af föð- ur sínum, Hákoni VII, þann 21. september árið 1957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.