Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Kappakstur: Arnoux sigraði í Monza — írinn Watsson og Finninn Keke Rosberg berjast nú um heimsmeistaratitilinn FRANSKI kappaksturskappinn Rene Arnoux sigraöi í ítölsku Grand Príx-kappaksturskeppn- inni í Monza. Arnoux ekur Ren- ault-bifreið, en hefur ákveöið aö ganga til liös viö Ferrariflokkinn á næsta ári. í ööru sæti varö annar Frans- maöur, Patrick Tambay, sem ek- ur í Ferrari. Þriöji varö svo gamla kempan Mario Andretti Banda- ríkjunum á Ferrari, fjóröi írinn John Watson á MacLaren-bifreiö og ítalinn Michele Alboreto fimmti á Tyrrel-bifreið. Arnoux ók hringina 52 á Monza-brautinni, en vegalengdin er samtals 302,6 km, á einni klukk- ustund 22:25,73 mínútum. Tambay kom í mark 14,06 sekúndum síöar og Andretti var 48,45 sek. á eftir Arnoux. Nú er aöeins eftir ein Grand Prix-keppni á árinu og getur að- eins (rinn Watson komist upp fyrir Keke Rosberg Finnlandi í stiga- keppninni um heimsmeistaratitil- inn í kappakstri. Til þess þarf Watson aö sigra í síðustu keppn- inni og Rosberg aö vera stigalaus, en ótrúlegt þykir aö svo fari. Þess vegna stefnir allt í þaö aö Finnar eignist sinn fyrsta heims- meistara í kappakstri í formula 1-flokki. Rosberg hefur hlotið 42 stig, í ööru sæti er Frakkinn Didier Pironi, sem slasaöist á miöju sumri og keppir ekki meira, meö 39 stig og Watson er þriöji meö 33 stig. Frakkinn Alain Prost er með 31 stig og gamli jaxlinn Niki Lauda fimmti meö 30 stig. Rene Arnoux er í sjötta sæti meö 28 stig og landi hans Patrick Tambay sjöundi meö 25 stig. Frakkar eiga góöa kappakstursmenn eins og sjá má af þessu. • Didier Pironi átti góöa möguleika á heimameiataratitlinum í „For- mula 1“-kappakstri þegar hann varö fyrir slysi. Á myndinni má sjá hvar veriö er aö bjarga Pironi út úr bíl hans. Örn Eiösson: „Það er mikils virði að senda íþróttafólk á stórmót“ ÞRETTÁNDA Evrópumeistara- mótiö í frjálsum íþróttum heyrir nú sögunni til. Mótiö fór fram i Aþenu dagana 6. til 12. septem- ber sl. á nýjum og stórglæsi- legum leikvangi. Bygging hans stóö yfir í 30 mánuöi og kostnaö- ur var rúmlega 80 millj. Banda- ríkjadala. Leikvangurinn er ákaf- lega fallegur og rúmar alls um 80 þúsund áhorfendur í sæti. Hann var fullsetinn nær alla dagana sem mótiö stóö yfir, alls munu því rúmlega hálf milljón áhorf- enda hafa fylgst meö keppninni, auk hundruö milljóna í beinni út- sendingu sjónvarps. Árangur var frábær í flestum greinum og nokkur heimsmet voru sett. Fimm íslendingar voru skráöir til keppni, en einn þeirra og sá sem mestar vonir haföi um að blanda sér í baráttu þeirra fremstu, Óskar Jakobsson, boöaöi forföll vegna meiösla í hendi. Óskar sagöi í bréfi til undirritaös, aö hann haföi tekið þessa ákvöröun í samráöi við þjálf- ara sinn og lækni viö háskólann í Austin í Texas, þar sem hann stundar nám í vetur. Hann sagöi einnig, aö hann heföi ekki áhuga á aö keppa á stórmóti eins og EM nema í góöri æfingu og viö 100% heilsu. Þetta tel ég rétta og skyn- samlega ákvöröun. Eftirtaldir fjórir íslendingar tóku því þátt í mótinu: Oddur Sigurös- son, sem keppti í 400 m hlaupi, Jón Diöriksson, í tveimur greinum, 800 og 1500 m hlaupi, Þórdís Gísladóttir í hástökki og Einar Vilhjálmsson í spjótkasti. Árangur okkar fólks á mótinu var sem hér segir: Oddur Sigurösson hljóp í 4. riöli undanrásanna í 400 metra hlaupi ásamt 7 öörum hlaupurum og meöal margra frægra keppinauta (Frjaisar Itrúlllr) hans var olympíumeistarinn Mark- in frá Sovétríkjunum. Oddur hljóp geysivel fyrstu 350 metrana og var þá í ööru sæti, m.a. á undan Mark- in. Hann varö þó aö gefa aöeins eftir í lokin og lenti í 4. sæti á nýju íslensku meti, 46,63 sek. Til marks um þaö hvaö hlaupiö var jafnt, má geta þess, aö munurinn á Oddi og þeim sem sigraöi í riölinum var 13/100 úr sekúndu. Þrír fyrstu úr hverjum riöli komust í undanúrslit og einnig þeir fjórir, sem bestan tíma hlutu af þeim, sem ekki voru meöal þriggja bestu i hverjum riöli. Oddur var einn af þeim og jafn- framt meö 12. besta tímann af 30 keppendum, sem þátt tóku í 400 metra hlaupinu. Keppendur Finna og Svía voru úr leik, en Daninn Smedegaard mætti ekki. Oddi tókst ekki aö komast í úrslit, en frammistaða hans var til sóma. Viö íslendingarnir vorum ekki einir um þaö álit, heldur fulltrúar ýmissa þjóöa, sem færöu það í tal viö okkur. Jón Diðriksson keppti bæöi í 800 og 1500 metra hlaupi. Honum tókst ekki að komast áfram í und- anúrslit, en stóö sig mjög þokka- lega. Hann varö 23. af 29 kepp- endum í 800 metra hlaupinu á 1:50,30 mín. og 22. af 30 keppend- um í 1500 m hlaupinu á 3:44,07 mín. Hann sigraði m.a. annars sænska meistarann Nissen í 800 m og nokkra þekkta 1500 m hlaup- ara. Þórdís Gísladóttir stökk 1,80 m í hástökki og átti mjög góöar til- raunir viö 1,85 m. Hún varö 18. í rööinni af 19 keppendum, sigraöi gríska meistarann. Einar Vilhjálmsson keppti í spjótkasti og kastaöi 72,26 metra. Hann varö 16. af 21 keppanda, og sigraöi m.a. nýbakaöan danskan methafa, Jelström, og hinn heims- þekkta Finna, Sinersaari, sem kastaö hefur vel yfir 90 metra. Þetta var fyrsta stórmótiö, sem Einar tekur þátt í. Þó aö enginn íslendingur hafi hlotiö verölaun frekar en keppend- ur frá helmingi þeirra þjóöa sem kepptu á EM, né komist í lokaúr- slit, tel ég frammistööuna vel við- unandi. Eins og allir vita, sem eitt- hvaö fylgjast meö alþjóölegum keppnisíþróttum, er ekkert til sparaö af stórþjóöunum til aö komast á efsta þrep heiðursins, þ.e.a.s. verðlaunapallinn. Fjöldi sérfræöinga fylgist meö afreks- mönnunum, þeir þurfa ekkert aö vinna, en hafa samt gnægö fjár. Allar aöstæöur eru fyrsta flokks og sé veöur slæmt í heimalandinu, þá er fariö þangaö sem betur viörar í æfingabúöir. Þetta eru margend- urteknar staöreyndir, sem gjarnan má benda á endrum og eins. Veðráttan í Aþenu, þegar mótiö stóö yfir, var góö, þó e.t.v. væri fullheitt fyrir íslendinga. Þegar keppnin fór fram var yfirleitt 33—35 stiga hiti. Skipulag sjálfrar keppninnar var frábært, en nokk- urrar taugaveiklunar gætti viö komu íþróttafólksins, er leysa þurfti hin fjölmörgu vandamál, sem upp komu, en allt fór vel aö lokum. Skylt er aö skýra frá því, aö þau íslensku ungmenni, sem þátt tóku í Evrópumeistaramótinu í Aþenu, voru til sóma, jafnt innan sem utan íþróttavallar. Þaö er líka mikils virði, þegar íþróttafólk er sent á stórmót eins og Evrópumeistara- mótið svo sannarlega er. örn Eiðason • Kappakstursbifreiö Pironis, eftir aö hafa lent í árekstri á brautinni. Hann mitti teljast heppinn aö komast lífs af. En hann ekur ekki framar. Margir kunnir kappakstursmenn hafa látið lífiö í ár á kappakst- ursbrautunum í heimsmeistarakeppninni. Það er ekki aö ástæöulausu sem „Formula 1“-kappaksturinn er kallaður leikurinn viö dauöann. , Fimm sinnum íslandsmeistari á þremur árum • Heimir Karlsson fimm sinnum islandsmeistari á þremur árum, þaö er vel aö verki vorið. • Þeir eru margir íþróttamenn- irnir sem aldrei ná því eftirsótta takmarki aö veröa íslandsmeist- arar í þeim greinum sem þeir stunda, þrátt fyrir að hafa verið í íþróttum um árabil. En þaö á ekki viö alla. Áreiðanlega er þaö eins- dæmi aö íþróttamaður verði fimm sinnum íslandsmeistari í boltaíþróttum meö félagi sínu á þremur árum. En það hefur Vík- ingurinn Heimir Karlsson afrek- aö. Hann hefur þrívegis veriö ís- landsmeistari meö meistaraflokki í handknattleik og tvívegis ís- landsmeistari meö fólagi sínu í knattspyrnu. Heimir varð jafn- framt markakóngur íslandsmóts- ins í knattspyrnu í ár ásamt Eyja- manninum Sigurlási Þorleifssyni. — Ég er ekki nægllega ánægö- ur meö frammistöðu mina í knattspyrnunni í sumar, og stefni aö því aö gera enn betur, sagöi Heimir þegar Mbl. spjallaöi viö hann um íslandsmótið í knatt- spyrnu sem var aö líöa. — Ég er alls enginn miöherji. Ég er eiginlega í þessari stööu til bráöabirgöa. Þaö á betur viö mig aö leika á miöjunni. Mótiö í heiid var erfitt fyrir okkur í Víking. Viö lékum um of undir pressu og þaö var ekki mikill frjáls bolti hjá okkur. Þetta var vegna þess aö allir leggja höfuðáhersluna á aö sigra (s- landsmeistarana. Þaö er alltaf erf- itt aö verja titilinn. En sem betur fer tókst okkur þaö. Erfiðustu mót- herjar okkar í mótinu voru Skaga- menn aö mínum dómi. í heild ein- kenndist (slandsmótiö af mikilli baráttu enda hvert stig dýrmætt í svona jöfnu móti sem var aö Ijúka, sagði Heimir. Heimir fær ekki mikla hvíld þó svo aö knattspyrnuvertíöinni sé aö Ijúka. Hann fer af fullum krafti í handboltann í vetur og er því eins og fleiri á fullri ferö áriö um kring í keppnisíþróttunum. — ÞR Magnús seldur á 50 þús. mörk EINS og skýrt hefur veriö frá var Magnús Bergs seldur nýlega til Tongaren í Belgíu frá Borussia Dortmund. Aö sögn þýskra blaöa var söluverö Magnúsar 50 þús- und þýsk mörk. Sjá úrklippu hér aö neöan. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.