Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 verkefni og vaknar þá sú spurning hvort gagnrýnin eigi ekki stutt eftir í að verða stofnanatengt þægindi, með hagsmuni stofnun- arinnar að markmiði, líkt því sem á sér stað í hljómplötu-, kvik- mynda- og skemmtiiðnaðinum víða um heim og blaðamannafélög hafa barist gegn. Við slikar að- stæður þarf ekki að spyrja: Fyrir hvern? Eigi gagnrýni að vera frjáls er það gagnrýnandans að ákveða fyrir hvern hann ritar gagnrýni sína og fylgi hann sannfæringu sinni, geta þeir sem velja að lesa gagnrýni hans, verið vissir um heiðarleik hans, hvernig svo sem honum annars tekst til. Ef þeir sem kaupa gagnrýni hans til endursölu, geta ekki sætt sig við framsetningu hans og skoðanir, er þeim aðeins ein leið fær og það er að segja gagnrýnandanum upp og ráða annan mann til starfans. Slík aðferð er heiðarleg. Að þvinga gagnrýnandann til að skrifa gegn sannfæringu sinni er nokkuð sem ekki ætti að eiga sér stað. Endur- sölu á gagnrýni fylgir áhætta vegna þess að óánægðir kaupend- ur, sem eiga bágt með að sætta sig við niðurstöður gagnrýninnar, reyna oft, og þá beinlínis með þvingunum, að knýja fram aðgerð- ir gegn gagnrýnandanum. Upp- sögn vegna þrýstings utan stofn- unarinnar er annars eðlis og al- varlegri, en sé hún tilkomin vegna ósamkomulags innan hennar, þó í báðum tilfellum sé verið að koma í veg fyrir frjálsa gagnrýni. Það getur sem sé verið skaðlegt fyrir gagnrýni sé lögð áhersla á það „Fyrir hvern?" hún er rituð, því þar með er gagnrýnandinn heftur í starfi sínu. Gagnrýni á að vera óbundin af slíkum hömlum. Hún er ritsmíð gagnrýnandans, rituð á ábyrgð hans og fyrir lesendur, sem treysta honum til að hafa það hugrekki sem þarf til að segja satt um hvað honum finnst og hann best veit. Hvernig? Það má vel vera hægt að búa til eitthvert „módel" fyrir gagnrýn- endur að fara eftir, eins konar „rammasamning", þar sem krossa má við staðlaðar fyrirspurnir. Hætt er við að slíkt tiltæki þætti leiðinlegt til lengdar. Gagnrýn- andi sem á að fjalla um þetta eða hitt, vera sanngjarn, leiðbeina, fræða, vera jákvæður, sanngjarn og muna eftir öllum er upptekinn við þjónustustörf. Ef gagnrýnand- inn fjallar ekki um einhverja þætti, getur það einfaldlega þýtt að þeir skipti gagnrýnandann engu. í þögninni er fólgin niður- staða, sem ekki verður misskilin, nema til komi einfaldlega gleymska. Gagnrýnandinn verður að hafa rétt til að gleyma, eins og hver annar, þó sá sem gleymdist geti illa sætt sig við orðinn hlut. Þegar listamenn telja upp þau atriði, sem þeir telja rétt að komi fram í gagnrýni, eru þeir aðeins að útfæra væntingar sínar. Þessar væntingar koma greinilega í ljós, er þeir taka til að nefna dæmi um misheppnaða gagnrýni, sem allir hafa fyrir löngu gleymt nema þeir sjálfir. Þessi sífellda upprifjun getur blátt áfram verið skaðleg, sérstaklega þegar hún nær marki þráhyggjunnar. Það verður, því miður, aldrei hægt að segja til um hvernig gagnrýni eigi að vera. Hún er verk gagnrýnandans og í þessu verki hans birtist menntun hans, bæði fagleg og almenn, hugmyndafræði er hann hefur tileinkað eða kynnt sér og þessu öllu beitir hann í rýni sinni. Sé hann lélegur gagnrýn- andi, situr hann (og þeir sem lesa hann) uppi með það eins og þeir listamenn sem skammdrægir eru og verður því aldrei krafinn um meira en að vera hann sjálfur, hversu svo sem aðrir vilja þar um bæta. P.S.: Því hefur verið fleygt, að gagnrýni sé marklaus sem dómur, en sem umsögn verði hún mark- tæk í réttu hlutfalli við þá viður- kenningu sem gagnrýnandinn hef- ur aflað sér. Slíka viðurkenningu fær hann ekki með því að rita „kunningjakrítik", eða fyrir önnur þjónustustörf í þágu listamanna, heldur fyrir miskunnarlausa hreinskilni, án tillits til þess hvað slík hreinskilni getur kostað hann sem þegn í samfélagi með þeim er sífellt þurfa að þola gagnrýni hans. J.Á. 1^1 Egilsstaðir: Bygging verkamanna- bústaða Kgilsstöðum, 15. september. SNEMMA í vor var boðinn úr byrjunaráfangi bygginga verka- mannabústaða á Egilsstöðum. Hér er um tvö parhús að ræða með fjórum íbúðum og auk þess grunnar að tveim öðrum parhús- um, sem rísa eiga á ásnum milli Utgarðs og Miðgarðs. Tilboð voru opnuð í júní síð- astliðnum og var tilboði Þorkels Sigurbjörnssonar, Egilsstöðum, tekið, sem var lægst og naum- lega yfir kostnaðaráætlun Hús- næðismálastjórnar ríkisins. Framkvæmdum hefur miðað það vel að grunnarnir fjórir eru þegar risnir og verður brátt hafist handa við að steypa upp parhúsin tvö. Að sögn Helga Halldórsson- ar, hreppsnefndarmanns á Egilsstöðum, sem á sæti í stjórn verkamannabústaðanna að hálfu BSRB, hefur íbúðunum fjórum þegar verið úthlutað. Umsækjendur voru 13 talsins. Gert er ráð fyrir því að íbúð- irnar verði fullbúnar á miðju sumri 1983 og hver íbúð kosti um 700.000 kr. skv. verðlagi í júní síðastliðnum. Formaður stjórnar verka- mannabústaða á Egilsstöðum er Astráður Magnússon. — Ólafur JSíáamatkadutinn ^■laitisqötu 12-18 Fíat Ritmo 1981 Brúndrapp, ekinn 17 þús. Út- varp, segulband. Verð: 100 þús. (Skipti ath. á ódýrari). Toyota Hilux 1981 Hvítur, ekinn 18 þús. Verð: 140 þús. Skipti á nýleg- um fólksbíl. Mazda 929 Coupé 1982 Grænsans. Ekinn 4 þús. Sjálfskiptur, aflstýri, raf- magn í rúðum o.fl. Skipti. Ath.: Verð: 200 þús. Blazer Diesel 1970 Gulur, ekinn 30 þús. á vél. Vél Hanomac f-65. Túrbó, 5 gíra, splittað drif (framan og aft- an). Monster dekk. Verð: 140 þús. Colt 1981 Rauður, ekinn 7 þús., sem nýr bíll. Verð: 115 þús. Volvo Lapplander 1981 Rauður, ekinn 26 þús. Út- varp, segulband, sérsmíðar- hús, lengdur 8 manna. Jeppi i sérflokki. Verð: 240 þús. Citroen GSA Pallas 1982 Brúnsanz, ekinn 9 þús. C-Matik, skipting. Ýmsir aukahlutir. Verð: 148 þús. Range Rover 1978 Gulur, ekinn 114 þús. Útvarp, segulband. Bíll í toppstandi. Verð: 260 þús. Volvo 244 GL 1982 Gullsans, ekinn 16 þús. Sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verð: 250 þús. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M M \l (.I.VSIR I M M.I.T I.AM) l»K(. \R U U.YSIR I MORi.I \BI. \D1M Enginn efast umgæðin fra General Electric Toppklassa, kæli- og frystiskápar, pvottavélar og þurrkarar fyrirliggjandl. Það besta verður ávallt ódýrast, þegar til lengdar lætur. •a HEIMILISTÆKI STÓR OC SMÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.