Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 7 Plasteinangrun ARMAPLAST Glerull — Steinull Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO qítqrskóli '^OLAFS GAUKS SIMI27015 KL. 2 Innritun í skólanum, Stórholti 16, daglega kl. 2—7 síðdegis, sími 27015. Upplýsingar á öðrum tímum í síma 85752. TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN 9—16 ÁRA Námskeiðiö er hvort tveggja í senn nám og leikur. Á daginn læra börnin grundvallaratriði forritunar- málsins BASIC og geta aö loknu námskeiöi skrifaö einföld forrit. Meö aðstoð litskyggna er þeim kynnt hygging og eiginleikar tölva og tölvukerfa. Á kvöldin eru leik- og æfingatímar. Börnin fá viöurkenningarskjal að loknu námskeiði. Námskeiöið stendur yfir í 2 vikur, annan hvern dag, 2 tíma í senn, auk frjálsra tíma aö kvöldinu. Viö kennsluna eru notaöar vandaðar einkatölvur frá ATARI með lit og hljóöi. TÖLVUSKÚLINN SMphottil. Simi 25400 Brjálað ROKK Bjóöum sér tíma f rokk 'n’ roll fyrir þá sem unna rokkdansinum. Dans er skemmtílegt tómstunda- gaman fyrir fólk á öllum aldri. Kennslustaðir: Reykjavík Brautarholt 4 Drafnarfell 4 Tónabær Ársel Bústaðir Seltjarnarnes Félagsheimilið Kópavogur Hamraborg 1 Kársnesskóli Hafnarfjöröur Gúttó INNRITUN OG UPPLYS- INGAR KL. 10—12 OG 13—19 SÍMAR: 20345 38126 24959 74444 0^0 BRnssnöu STWHIDSSDBBl MW l9TO mA?. rn*r. m.kr. m.kr. 1. Loðottxfuröir 2. BoUtTtAaf- t Afirir iíívat**- 610 2.730 535 710 2.896 640 4. StmUb 19T7- . SS35 4245 100 108 790 675 675 845 1020 815 200 10 4.720 S-480 765 166 1S4 186. „ 1» 108 Hvarflar ekki að mér að nefna útflutnmgsbaim TJSSSÍSÍÍSfe Skoðið tölurnar þar sem fram koma spárnar fyrir 1982 og afkoman 1978 og berið saman við málsvörn Guömundar J. Guðmundsson- ar, en fyrirsögn hennar birtist hér einnig. Málsvöm Guðmundar J. Eftir að hafnarverka- menn og aörír höfðu skor- að skriflega í Guðmund J. Guömundsson, formann Verkamannasamhand.s f» lands og Dagsbrúnar og þingmann Alþýðubanda- Íagsins, að standa gegn framgangi nýsettra bráða- birgðalaga ríkisstjórnar- innar á Alþingi eins og hann barðist gegn lögum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar um svipað efni vorið 1978, efndi Guð- mundur J. til fundar með verkamönnum hjá Hafskip 7. september og hélt uppi vörnum fyrir því, að hann fvlgdi annarri stefnu nú en 1978. Hann leitaðist við að bregða sér úr gervi þing- mannsins og líta á stöðu mála frá „faglegu" sjón- armiði verkalýðsrekand- ans, en eins og kunnugt er, telja alþýðubandalags- menn þann kost sér hag- kvæmastan að skipta um skyrtu áður en þeir ganga á fund verkafólks. Þjóðviljinn birti máls- vörn Guðmundar J. Guð- mundssonar orðrétta í for- ystugrein 8. september. Hann sagði m.a.: „1978 voru þjóðartekjur á upplcið, þjóðarframleiðsl an jókst og verðlag var hækkandi á helstu útfhitn- ingsmörkuðum okkar. Verkalýðshreyfingin var að verja samningana frá 1977 þar sem hún hafði náð fram kaupmáttaraukningu eftir mjög mikla lægð í kaupmætti 1975, 1976 og fram á mitt ár 1977. Út- flutningsbann var mjög áhrifarík aðgerð vegna þess að það var slegist um að kaupa fiskinn af okkur 1978. Nú eru þjóðartekjur á niðurleið, þjóðarfram- leiðsla dregst saman og verðlækkanir eru á fisk- mörkuðum og hjá stóriðju. Fjárfestingarsukkið sem viðgengist hefur hér um langt árabil gerir það að verkum að ef ekki verður stungið við fótum fer allt á bnlakaf í skuldir. Mér dettur ekki í hug að við leggjum til nú að stoppa skreiðarsöluna. Hvaða gagn er í því meðan enginn kaupir skreiðina? Mér dettur ekki i hug að við stöðvum saltfisksölur. Ég er viss um að við fengjum ekki eitt einasta verkalýðs- félag úti á landi með í þá aðgerð, þegar verð á salt- fiski hefur nýlega lækkað um 7% og Norðmenn eru með sífelld undirboð. 1978 höfðum við ekki undan að framleiða á Ameríkumark- að, en ef við stoppuðum frystinguna núna þá væru Kanadamenn búnir að leggja undir sig markaðinn á svipstundu, enda bjóða þeir fiskinn nú á 24% íægra verði en íslend- ingar." Villa Guð- mundar J. Meginkjarninn í máls- vörn Guðmundar J. Guð- mundssonar er sá, að það hafi veríð meinlaust að grípa til útflutningsbanns í april 1978, af þvi að þá hafi verið slegist um íslenskan fisk á crlendum mörkuð- um. Þessi málsvörn er byggð á villu, þvi varla er Guðmundi J. ætlandi að fara beinlínis með rangt mál á fundi með verka- mönnum. í greinargerð frá Þjóðhagsstofnun, sem dagseft er 30. júní 1978, segir, að samkvæmt tölum Hagstofu íslands hafi orðið halli á vöruskiptum við út- lönd sem nam fyrstu fimm mánuði ársins 1978 8,9 milljörðum g.kr. sé útflutn- ingur reiknaður á fob-verði en innflutningur á cif-verði. Þá segir einnig í þessari skýrslu frá 1978: „Að viðskiptum álversins slepptum hefur vöruskipta- jöfnuðurinn farið úr 550 m.kr. afgangi janúar-maí i fyrra (1977 innsk. Mbl.) i 6,7 milljarða króna halla í ár (1978 innsk. Mbl.). Astæðan er bæði minni sjávarafurðaframleiðsla en i fyrra og töhiverð aukning útfiutningsvörubirgða, m.a. vegna áhrifa útflutnings- bannsins (sem hófst um miðjan apríl 1978 innsk. MbL).“ Guðmundur J. Guð- mundsson sleppti því alveg á fundinum með verka- mönnunum um daginn að minnast á þær dökku horf- ur sem voru fyrri hluta árs 1978 vegna minni sjávar- afurðaframleiðslu auk þess sem það er alrangt hjá honum, þegar hann gefur til kynna að 1978 hafi út- fiutningsbann svo sem ekki skipt neinu fýrir af- komu þjóðarbúsins — þvert á móti dró það úr mögulcikum þess að unnt værí að bæta kjör launþega með raunhæfum hætti, en á þann mikilvæga þátt minnast verkalýðsrekend- ur sjaldan þegar þeir reyna að afsaka gerðir sínar. Það var ekki fyrr en síð- arí hluta árs 1978 sem fisk- veiðar jukust og sjávar- afurðaframleiðsla þar með, en um þá þróun vissi Guð- mundur J. Guðmundsson ekkert þegar hann hvatti til útflutningsbannsins í kosningabaráttunni 1978. Verðlag á sjávarafurðum er ekki lakara nú en 1978 og samkvæmt hagstæðari spá Þjóðhagsstofnunar um af- komuna í ár ætti verðmæti sjávarafurðaframleiðslu í ár að vera meira en 1978 og samkvæmt lakari spá Þjóðhagsstofnunar ætti verðmætið í ár að vera hið sama og 1978. Auðvitað gat Guðmundur J. Guðmunds- son ekki um þessa stað- reynd, þegar hann ræddi við verkamenn. Hefði hann gert það, hefði hann jafnframt þurft að viður- kenna, að síðan 1978 hefur allt farið á verri veg vegna þrásetu ráðherra Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn. Þá hefði hann orðið að fara úr faglegu skyrtunni i þá pólitísku og það gera sann- ir verkalýðsrekendur ekki á verkamannafundum! Tímar í samkvæmisdönsum Ad sjálfsögðu bjóðum viö tíma í hinum sígildu samkvæmisdönsum Ballroom dansar: enskur vals, vínarvals, tangó, quickstep, foxtrot. Suður-amerískir dans- ar: rúmba, samba, jive, paso doble, cha cha cha, freestyle- dansar (diskótek-dansar), gömlu dansarnir og partýdans- ar. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 10—12 OG 13—19 Símar 20345, 24959, 38126, 74444. ■IIIISSNfill KENNSLUSTAÐIR Reykjavík Brautarholti 4, Drafnarfell 4, Tónabær Ársel (Árbæ) Bústaöir Kópavogur Hamraborg 1, Kársnesskóli Hafnarfjöður Gúttó Seltjarnarnes Félagsheimiliö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.