Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 29 Almennur félagsfundur hjá iðnrekendum: Mótmælir harðlega hug- myndum um styrkja- og millifærslukerfi „IÐNREKENDUM er ljóst að rekstrarvandi útgerðarinnar er gíf- urlegur. Þann vanda þarf að leysa á raunhæfan og varanlega hátt en ekki með millifærslum og uppbótum sem bitna á öðrum atvinnugreinum og skerða samkeppnisaðstöðu þeirra," sagði Viglundur Þorsteins- son, formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, í samtali við Mbl. í gær vegna ályktunar sem samþykkt var á almennum félagsfundi Félags ís- lenskra iðnrekenda, sem sérstak- lega var boðað til í gær vegna fram- kominna hugmynda til lausnar vanda útgerðarinnar. í ályktuninni er hugmyndum um að innleitt verði styrkja- og millifærslukerfi til lausn- ar alvarlegum rekstrarvanda sjávar- útvegsins harðlega mótmælt og skorað á stjórnvöld að gripa til var- anlegra og raunhæfra aðgerða til lausnar vandans. Víglundur sagði einnig: „Per- sónulega verð ég að láta í ljós þá skoðun að ég undrast hve þjóðin er sinnulaus um þróun mála. Út- vegsmenn hafa gripið til neyðar- ráðstafana til þess að stöðva gengdarlausan taprekstur. Sjáv- arútvegsráðherra virðist leggja ofurkapp á að brjóta niður sam- stöðu þeirra og mér virðist þjóðin fylgjast með því eins og kappleik hvort honum tekst það eða hvort samstaða útvegsmanna heldur. í Víglundur Þorsteinsson slíkum átökum verða engir sigur- vegarar en þjóðin öll mun tapa, nema að ríkisstjórnin grípi til raunhæfra lausna á vandamálinu hið bráðasta.“ Ályktun félagsfundar Félags ís- lenskra iðnrekenda frá því í gær, fer hér á eftir eins og hún var samþykkt: „Almennur félagsfundur í Fé- lagi íslenskra iðnrekenda haldinn 20. september 1982 mótmælir harðlega hugmyndum um að inn- leitt verði styrkja- og millifærslu- kerfi til lausnar alvarlegum rekstrarvanda sjávarútvegsins. Fundurinn telur slíkar aðgerðir stórhættulegar þar sem þær ganga í berhögg við þær efna- hagslegu forsendur, sem þátttaka okkar í fríverslun byggist á og all- ir stjórnmálaflokkar viðurkenndu að yrði að vera til staðar við inn- göngu íslands í EFTA. Þá bendir fundurinn á, að styrkja- og millifærsluaðgerðir muni viðhalda þeirri röngu geng- isskráningu, sem á sl. 20 mánuð- um hefur stórlega skert rekstr- argrundvöll íslenskra samkeppn- isatvinnuvega og útflutningsiðn- aðar. Með því að leysa vanda útgerðar með styrkjum og millifærslum eru stjórnvöld vísvitandi að flytja fyrirliggjandi hættu á atvinnu- leysi og gjaldþrotum í sjávarút- vegi yfir á íslenskan iðnað. Slík lausn er skammgóður vermir og hrein ógnun við þá 28 þúsund ís- lendinga, sem starfa í iðnaði. Fundurinn skorar því á stjórn- völd að grípa til varanlegra og raunhæfra aðgerða til lausnar rekstrarvanda útgerðarinnar." Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Hvetur til markvissari iðn- hönnunar með samkeppni um íslenska iðnhönnun Sigurður Þorsteinsson viðskiptafræóingur og Baldvin Tryggvason sparisjóós- stjóri á hlaöamannafundinum í gær. Þar kom meóal annars fram aó sam- keppnin um iónhönnunina hefur vakið mikla athygli hönnuóa og hafa fjölda- margar fyrirspurnir borist frá hinum fjölbreytilegustu greinum. íga tekin „Þessi rétt er myndarlegt mann- virki, alveg til fyrirmyndar," sögðu tveir heiðursbændur sem voru í al- menningnum að huga að fénu sínu. Þetta voru þeir Magnús Ingvarsson á Minna-Hofi og Ólafur Gíslason á Hjarðarbrekku en báðir hafa þeir verið fjallkóngar, Magnús í ein 16 ár. Þeir sögðu í samtali við Mbl. að mikil þörf hefði verið á að byggja nýja rétt. Á réttinni væri einn sá besti frágangur sem þeir hefðu séð á rétt og væri hún einnig mjög skemmtilega staðsett. Þeir sögðust ekkert sjá eftir gömlu réttinni, þó í notkun þeir ættu auðvitað margar góðar minningar þaðan eftir að hafa kom- ið þangað á hverju ári í hálfa öld, enda gamla réttin orðin ónýt. Þeir félagar sögðu að einhverjum hefði dottið það í hug að byggja nýju rétt- ina úr torfi og grjóti en það hefði verið hin mesta vitleysa að þeirra dómi, menn mættu ekki vera svo fastir í gamla tímanum að þeir við- urkenndu ekki breytta tima. Það dytti t.d. engum manni í hug nú til dags að byggja fjárhús úr torfi og grjóti, sama ætti að gilda um rétta- byggingar. SKILAFRESTUR í samkeppni Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis um sérstaka iðnhönnun í tilefni hálfrar aldar afmælis Sparisjóósins, rennur út hinn 15. október næstkomandi. Dóm- nefnd i samkeppninni skipa þrír menn, þeir Hjalti Geir Kristjánsson, fulltrúi Sparisjóósins, Þráinn Þor- valdsson, fulltrúi Útflutningsmiðstöðv- ar iðnaðarins, og danski hönnuðurinn Jarob Jensen, sem meðal annars er kunnur fyrir störf sin hjá Bang & Olufsen. Á blaðamannafundi sem efnt var til í gær, sögðu þeir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri og Sig- urður Þorsteinsson viðskiptafræð- ingur hjá sparisjóðnum, að tilgangur samkeppninnar væri fyrst og fremst sá að örva þann þátt íslensks iðnað- ar, sem hvað mest hefði skort á að sinnt væri í iðnaðaruppbyggingu hérlendis. Með markvissri iðnhönn- un nýtist sú þekking sem til sé í iðngreinunum og um leið eigi að geta opnast nýir markaðir fyrir íslenskan iðnvarning, jafnt innanlands sem utan. Góð islensk iðnhönnun geti þannig stuðlað að því að iðnaðurinn verði sá vaxtarbroddur í atvinnu- uppbyggingu landsmanna sem von- ast hafi verið til. Ljóst sé enda að hvorki sjávarútvegur né landbúnað- ur muni taka við því vinnuafli er á næstu árum muni koma út á vinnu- markaðinn. — Baldvin Tryggvason sagði, að í þessum efnum væri eink- um um tvennt að ræða, annars vegar nýtingu raforkunnar, og hins vegar íslenskt hugvit sem hagnýta mætti í þágu iðnaðarins. í samkeppninni verða veitt þrenn verðlaun að upphæð 50, 25 og 10 þús- und krónur. Þá verður þeim aðilum er að verðlaunatillögunum standa einnig eftir mati stjórnar Sparisjóðsins gefinn kostur á fjár- hagslegri aðstoð í formi lána eða styrkja, enda sé þá komin á sam- vinna framleiðanda og viðkomandi hönnuðar um framleiðslu. í tengslum við samkeppnina hefur hönnuðurinn Jacob Jensen fallist á að koma hingað til lands og flytja hér fyrirlestur um samstarf iðnaðar og iðnhönnuða í Danmörku. Jensen er sem fyrr segir mjög kunnur hönn- uður víða um heim og af mörgum talinn einn fremsti hönnuður verald- ar. Hefur hann meðal annars áunnið sér frægð fyrir útlitshönnun á hljómtækjum, svo sem hjá Bang & Olufsen, nýrri gerð símtækja, hús- gagna og fleiri hluta. Verk Jacobs Jensens hafa verið sýnd víða um heim, meðal annars í Museum of Modern Art í New York. — Fyrir- lestur Jensens verður haldinn hinn 15. október, sama dag og skilafrestur í samkeppninni rennur út, en hér á landi mun hann dveljast í hálfan mánuð. Magnús Ingvarsson, bóndi á Minna-Hofi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.