Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Akureyri: Sá reyk og fór inn og bjarg- aði ungri konu „ÞETTA var um níuleytið á sunnudagsmorguninn, að ég var á gangi í Hafnarstræti með dóttur minni, er ég sá reyk liðast út úr húsi við götuna; ég fór þar inn og þá var þar all mikill reykur út úr húsi við götuna; ung kona sofandi, sem mér tókst að vekja og koma út, og kalla til lögreglu og slökkvilið," sagði Sigurður Bjarklind, menntaskólakenn- ari á Akureyri, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Sigurður sagði ennfremur, að svo hefði virst sem eldur eða glóð hefði fallið í sófa í stofunni og mikill reykur hefði komið úr svampi í stólnum. í stofunni hefði eriginn verið, en í aftjölduðu herbergi innaf fann hann ungu konuna, og bjargaði henni sem fyrr segir. Hún var flutt á sjúkra- hús, og hafði fengið snert af reyk- eitrun. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var það um klukkan 9.07 sem tilkynning barst um eld og reyk í húsinu Hafnarstraeti 86A, og hefðu lögregla og slökkvilið farið á staðinn. Skemmdir hefðu litlar orðið af eldi, en nokkrar af reyk. Síldarverð enn óákveðið: Talsvert ber á milli kaupenda og seljenda ENN hefur síldarverð vegna haustvertíðarinnar ekki verið ákveðið. Yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins kom saman til fundar í gær, en sá fundur var árangurslaus og verður annar fundur í dag. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun mikið bera á milli kaupenda og seljenda. hefur útgerðarkostnaður vaxið verulega á tímabilinu og því þurfa seljendur tals- verða verðhækkun. Vegna þessa gengur fulltrúum kaupenda og seljenda erfið- lega að ákveða verðið. SÍS fékk ekki leyfi til Ljóamynd Abbi Síldarstemmning á Húsavík Þeir eru glaðhlakkalegir Húsvíkingarnir er silfur hafsins streymir inn í fiskverkunarhús þeirra. Síldarsöltun hófst á Húsavík fyrir skömmu og keppast menn nú við að ná sem mestu af henni áður en hún hverfur austur og suður með landinu. Síldin er veidd í lagnet. að dreifa stundaskrá í skólum: „Hér og nú“, nýr þáttur í sjónvarpi: Áslaug Ragnars og Friörik Páll Jónsson umsjónarmenn ÚTVARPSRÁÐ hefur sam- þykkt að í vetur verði nýr þátt- ur, sem bera mun nafnið „Hér og nú“, fluttur á sunnudags- kvöldum vikulega, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Markúsi Erni Antonssyni, fulltrúa í útvarpsráði. Sagði Markús að efni þátt- arins ætti að vera sem mest tengt líðandi stund og fjalla um það sem markverðast þætti á listasviðinu hverju sinni, en þátturinn á að vera 40 mínútur að lengd og send- ur út að loknum sjónvarps- fréttum. Einnig er gert ráð fyrir að þar verði flutt skemmtiefni og efni sem of- arlega er á baugi. Ætlast er til að þessi þáttur komi í stað Vöku, sem verið hefur í sjónvarpi um árabil. Umsjónarmenn þáttarins „Hér og nú“ hafa verið ráðn- ir til reynslu fram að ára- mótum, en þeir eru Friðrik Páll Jónsson, fréttamaður hjá útvarpinu, og Áslaug Ragnars, blaðamaður á Morgunblaðinu. Andrés Ind- riðason hefur umsjón með tæknihlið þáttarins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur fisk- verð hækkað um 62,5% síð- an síldarverð var ákveðið síðast. Ljóst þykir nú, vegna verðlækkana á síld erlendis, og mikillar hækkunar á vinnslukostnaði hér heima, að kaupendur hafi ekki bolmagn til að taka á sig nema minna en helming al- mennrar fiskverðshækkunar á tímabilinu. Á hinn bóginn Almennur áróður fyrir samvinnuhreyfinguna — segir Markús Orn Antonsson INNLENT FRÆÐSLURAÐ hafnaði á fundi sínum fyrir nokkru óskum frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga annars vegar og Frjálsu framtaki hinsvegar, um kynningu og dreifingu á efni í skólum. SIS fór fram á leyfi til að dreifa stundaskrám í skólum, en Frjálst framtak óskaði eftir leyfi til kynningar á Barnablaðinu ABC. í bókum Útför dr. Kristjáns gerö á fimmtudag ÚTFÖR dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta íslands, fer fram á vegum ríkisins. Akveðið hefur verið, að útforin verði gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. september nk., kl. 14.00. Út- varpað verður frá athöfninni, segir í frétt frá rikisstjórninni. Vandamenn hins látna hafa óskað þess, að þeir, sem vildu minnast hans láti menningar- og líknarstofnanir njóta þess. Vegna útfarar dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta ís- lands, verður Stjórnarráðið lok- að frá hádegi fimmtudaginn 23. september nk. Jafnframt er mælst til þess, að aðrar opinberar stofnanir verði einnig lokaðar, þar sem því verð- ur við komið. frá fræðsluráði, þar sem erind- um þessum var hafnað, er vís- að til samþykktar ráðsins frá 26. október 1981, þar sem mörkuð var sú stefna að hafna umsóknum af þessu tagi, sam- kvæmt upplýsingum sem Mb). fékk hjá Markúsi Erni Antons- syni formanni fræðsluráðs. Sagði Markús að fjórir full- trúar Sjálfstæðisflokks og einn fulltrúi Alþýðubandlags hefðu greitt þessari afgreiöslu at- kvæði, en fulltrúar Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks sátu hjá. Markús sagði í tilefni grein- ar sem birtist í Tímanum um þetta mál, þar sem kom fram að á fundinum hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins auk Markúsar verið þau Sigurjón Fjeldsted, Ragnar Júlíusson og Bessí Jóhannsdóttir, að hvorki Sigurjón né Ragnar hefðu ver- ið á fundinum. Voru birtar myndir af þeim í Tímanum vegna málsins. Sagði Markús að greinin og myndbirtingarn- ar „væru út í hött, eins og er- indi Sambandsins." Markús sagði að stundaskrá sú sem Sambandið hefði óskað eftir að fá að dreifa, væri að lang minnstum hluta stund- askrá, heldur væri um almenn- an áróður fyrir samvinnu- hreyfinguna að ræða. Rætt væri um markmið hennar og ágæti hennar væri tíundað í hvívetna. „Samvinnuhreyfing- in er mjög umdeild félagsmá- lahreyfing og meirihluti fræðsluráðs lagðist gegn því að þessu yrði dreift í barnaskól- um , enda vöruðu kennaraf- ulltrúar sem sæti áttu á fund- inum, mjög eindregið við þess- ari þróun,“ sagði Markús. Markús sagði að samþykktin frá árinu 1981, sem gerð var í formennskutíð Kristjáns Benediktssonar, borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins, hefði verið gerð vegna sívax- andi ásóknar félagasamtaka og fyrirtækja sem hefðu viljað kynna þjónustu sína í skólum borgarinnar. Mynd Mbl. Júlíus. Hardur árekstur HARÐUR árekstur varó á gatnamótum Réttarholtsvegar og Miklubrautar klukkan 18.35 á sunnudag. Þar rákust saman Honda Accord og Mazda- bifreið með þeim afleiðingum, að Hondan lenti á umferðaljósum og valt. Báðar bifreiðirnar stórskemmdust, en enginn slasaðist. | i----------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.