Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1982, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Júlíus Jónsson Minningarorð Júlíus Jónsson var fæddur 19. júlí 1908 á Klukkulandi á Ingj- aldssandi, sonur hjónanna Guð- rúnar Sigurðardóttur og Jóns Ein- arssonar bónda þar. Þrír voru þeir bræður: Sigurgeir, Júlíus og Þor- kell, og virðast þau Guðrún og Jón hafa búið þar góðu búi en fluttu þaðan fljótt og settust að í Leyni- mýri sunnan Reykjavíkur, og stunduðu þar búskap, og ólust þar upp synir þeirra þrír. Júlíus lézt 13. þ.m. Júlíus var hraustur í æsku og traustur til allra verka, ötull og verklaginn. Hann réðst ungur til Mjólkurfélags Reykjavíkur sem bílstjóri, en ekki stóð það starf lengi, því stuttu síðar varð hann sérleyfishafi á leiðinni Reykjavík, Kjalarnes, Kjós og stundaði það með sama hætti svo að aldrei bar neitt það til sem síður skyldi. Og liðu svo rúmlega tuttugu ár, en þegar því var lokið gerðist hann leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum. Júlíus giftist ungur Guðríði Hansdóttur austanpósts Hannes- sonar. Brúðkaupið stóð 6. desem- ber 1930 og áttu þau fyrst heimili á Grettisgötu en síðar í húsi Kristínar, móður Guðríðar, Leifsgötu 25, og fæddust þar börn þeirra fjögur: Hans, Jón Gunnar, Birna og Kristín. Eru þau öll gift og búsett hérna í borginni, nema Hans og Anna kona hans. Þau eru ráðsmenn við Héraðsskólann á Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Síðar byggðu þau Júlíus og Guð- ríður sér hús á Laugateig 42 og átti hún þar heima til æviloka. Kristín móðir Guðríðar var Hjálmsdóttir, bónda í Þingnesi Jónssonar, og Guðríðar Jónsdótt- ur frá Deildartungu, og bjuggu þau stórbúi í Þingnesi. Guðríður rækti vel húsmóðurhlutverk sitt, var glaðlynd og bjartsýn, góð eiginkona og móðir. Sátu við syst- urnar þar stundum dýrindis veisl- ur sem ég ætla að Guðríður hafi Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að aímælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. útbúið sjálf, og ég minnist þess hve Júlíus var hlýlegur og við- mótsgóður þó við værum annars ekki mikið kunnug að máli. Og er nú þetta góða heimili þeirra horfið og það sem einu sinni hverfur kemur aldrei aftur. Horfið er Hanshús, aðeins einn maður eftir af þeim sem þar bjuggu, horfin Kristín, hin bók- vísa kona, horfinn Hans, hið vammlausa prúðmenni, hinn ötuli, trausti og natni yfirmaður ferða póstvagnanna um austursýslurn- ar, sem aldrei hlekktist á. Og svo ég víki lengra aftur í tímann: horf- ið er heimili afa og ömmu Guðríð- ar Hansdóttur, Þingnesheimilið, hið gestrisna og hjálpfúsa fólk. Það er horfið þaðan, og horfin systkin Guðríðar, nema Óskar. Önnur kona Júlíusar var Ásta Magnúsdóttir, prests á Mosfelli, og lifir hún hann. Nýjar kynslóðir komnar fram. Frú Ástu, börnum Júlíusar og barnabörnum og öðrum nánum ættingjum og vinum votta ég sam- úð við fráfall hans. Málfríður Einarsdóttir + DR. KRISTJÁN ELDJÁRN, fyrrverandi forseti fslands, sem lést 14. september sl., verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. september, kl. 14.00. Rlkisatjórn fslands. + Eiginkona mín, móöir okkar og dóttir, SIGRÚN GUÐBJARNARDÓTTIR, lést í Landakotsspítala 18. september. Gunnar Pétursson, Sigríöur Gunnarsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Sigríöur Bjarnadóttir. Eiginmaöur minn og faöir okkar, HALLGRÍMUR ÞÓRHALLSSON, Vogum, Mývatnssveit, andaöist laugardaginn 18. september. Anna Skarphóöinsdóttir og börn. + Faöir minn, tengdafaöir og afi, JÓN BERGMANN STEFÁNSSON, Grettisgötu 94, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 18. september. Stefán Jónsson, Oddrún Gunnarsdóttir, Svandís Ósk Stefánsdóttir, Gunnar Stefénsson. ★ ★ ★ ★ ★ í fyrra sigraði Fram írska liöiö Dundalk. Hvaö gerist núna? Fyrstu áhorfendur fá glæsilegt Frarri-plakat. Merki fyrir knattspyrnuþrautir K.S.Í. afhent í leikhléi. Eini raunhæfi möguleikinn á íslenzkum sigri í ár. Johnny Giles stjórnar írska liöinu. UEFA-keppnin 1982/1983 AÐALLEIKVANGUR LAUGARDA miðvikudaginn 22. september kl. 17.30: SHAMROCK ROVERS FC <t FRÁ DUBLIN A IRLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.