Morgunblaðið - 27.10.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.10.1982, Qupperneq 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Finnsk meðþví bezta sem gefst Alvar Aalto er án efa þekktasti arkitekt sem Finnar hafa átt. Auk þess að eiga heiðurinn af byggingum eins og Finlandia-húsinu í Helsinki og Norræna húsinu i Reykjavík, svo nefnd séu aðeins tvö dæmi af fjölmörgum, hannaði hann flest það sem húsbúnaði tilheyrir. Húsgögn hans hafa orðið sígild, þ.e. þau eru framleidd áratug eftir áratug, eins og t.d. tevagninn hér á myndinni. Eero Aarnio heitir þekktur hús- gagnahönnuöur í Finnlandi. A Skandinavísku húsgagnasýningunni í fyrra vakti þessi stóll, sem kenndur er við víkinga, sérstaka athygli. Leðurfatnaður frá Friitala. Finnsk hönnun og nytja- list er med því bezta sem gefst á heimsmælikvarða. I»að var á árunum eftir 1950 sem finnskir listmunir fóru að vekja athygli á alþjóða- vettvangi og má segja að frægðarferillinn hafi hafizt á Tríennalnum í Mílanó, en sú sýning var um þær mundir talin Mekka listiðnar. l»etta var árið 1951 og hlutu finnskir hönnuðir fleiri verð- laun en nokkrir aðrir. Fjöl- miðlar ruku til og útmáluðu Finnland scm töfraheim list- iðnar og pantanir frá vöru- húsum um víða veröld streymdu inn. Hönnuðirnir sjálfir, og þá einkum og sér í lagi Tapio V irkkala, voru hafnir til skýjanna — og öf- undaðir — sem væru þeir kvikmyndastjörnur. I‘að þarf sterk bein til að þola góða daga og mikinn kraft til að endurnýja sig, en Finnar létu ekki þetta ein- stæða tækifæri sér úr greip- um ganga. A fáum árum varð framlciðsla listmuna einn af umfangsmestu atvinnuveg- unum og hver sýningarsigur- inn á alþjóðavettvangi rak annan. Finnar gátu sér sér- stakt orð fyrir fullkomna sýningartækni, þ.e. þeir kunnu flestum öðrum betur að koma mununum svo fyrir að þeir vektu óskipta athygli. Nöfn eins og Timo Sarpan- eva, Marimekko, Vuokko, — allt eru þetta nöfn sem komu fram á þcssum fyrstu árum blómaskeiðs finnskrar hönn- unar, — nöfn sem enn eru í fullu gildi. Eftir Áslaugu Ragnars Finnsk glergerð á sér langa sögu, og hefur úrvali sýnishorna frá ýmsum tímum verið komið fyrir í Finnska glersafninu í Riihimáki. Orkídeu-vasi Timo Sarpaneva vakti mikla athygli á sínum tíma en hann var framleiddur á árunum 1953—1973. Blómavasar eftir Alvar Aalto, framleiddir hjá Iittala. Grávara telst varla til munaðar í Finnlandi. Loðdýrarækt er mikil og veðrátt- an gerir það að verkum að margir freista þess að koma sér upp pels. Tarja Niskanen hefur farið ótroðnar slóðir í hönnun á fatnaði úr skinnum. Kápan á myndinni er úr blálituðum minkaskinnum sem rist eru í mjóar ræmur sem saumaðar eru við ræmur úr leðri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.