Morgunblaðið - 27.10.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.10.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 55 ræði aukist af, ef þeir væri í ein- um kaupstað báðir. Konungr svar- ar: „Hver ván er þér þess, at ek reka Gizur frænda minn, frá mér fyrir þessi ummæli þín, eða mynd- ir þú eigi vilja vera í himinríki, ef Gizurr væri þar fyrir?" „Vera gjarnan, herra,“ segir Þórðr, „ok væri þó langt í milli okkar." Konungr brosti at, en þó gerði konungr þat, at hann fékk hvár- umtveggja þeira sýslu. Hafði Þórðr sýslu í Skíðunni. Þeir fóru báðir til Hallands með konungi. Er þar mikil saga frá Þórði. Þórðr var vinsæll í sýslu sinni, ok þykkir þeim sem fáir íslenzkir menn hafi slíkir verit af sjálfum sér sem Þórðr.“ Svo mörg voru þau orð um fyrsta sýslumanninn í Skíðinu. En hvar er þetta Skíði? Síðastliðið sumar fórum við fjölskyldan til góðvina okkar, Maríu Gunnarsdóttur og Arnþórs Blöndal, en þau búa í Skien í Nor- egi. Þau sögðu okkur einmitt frá Þórði kakala og sýslumannsemb- ætti hans þar í héraði! Skien er lítil borg á suðurströnd Noregs, í u.þ.b. 200 km fjarlægð frá Osló. Hún stendur á fögru bæjarstæði, nálægt postulínsborg- inni Porsgrunn. Sögulega séð er hún ein elsta borg Noregs, var miðstöð iðnaðar og verslunar allt frá 1100. Hún hlaut kaupstaðarréttindi árið 1358. í gegnum Skien liggur lengsti skipaskurður Noregs, Tele- markskanal, en hann var fullgerð- ur fyrir réttum 90 árum. Hæðar- munur frá Skien til Bandakdalen er 70 metrar. Telemarkskanalen var áður lífæð atvinnulífsins þar, en er nú fremur yndi ferðamanna. í Skien ólst leikritaskáldið Henrik Ibsen upp og hefur hús fjölskyldu hans verið varðveitt eins og það var á uppvaxtarárum hans. Við Hjellevannet liggur hellir nokkur, hátt uppi í hlíð. Á miðöld- um var þessi hellir kirkja, og þangað flúði fólk undan svarta- dauðanum. Best er að komast að hellinum frá vatninu — nær hálf- ur annar tími í kanó frá sögun- armyllu staðarins. Síðast en ekki síst skal nefna skemmtigarð stað- arins, Lekeland og segja frá gerð hans. Arnþór Blöndal fór til náms í Lillehammer í Noregi fyrir níu ár- um. Lagði hann þar stund á stjórnun ferðamála, við Distrikt- högskule og lauk þar námi árið 1975. Árin 1975—6 var hann í framhaldsnámi í Molde og réðst síðan til starfa hjá Vest Agder Turisttraffikkommité árið 1976 og var þar til 1979. í des. 1979 var hann svo ráðinn fyrsti forstjóri ferðaskrifstofu Skien, og er trú- lega eini Islendingurinn sem gegn- ir slíku embætti á erlendri grund. Sem forstjóri ferðaskrifstofu Skien hefur hann brennandi áhuga á að auka ferðamanna- straum þangað heim. Hann fékk bæjarráð Skien til þess að sam- þykkja hugmynd sína um skemmtigarð, þar sem greiddur væri aðgangseyrir (nú N.kr. 20,- fyrir fullorðna og N.kr. 15.- fyrir börn), en er inn kæmi, væri að- gangur ókeypis að öllum tækjum og skemmtiatriðum staðarins. Hugmyndinni var hrint af stað, garðinum úthlutað 50.000 fm svæði og tæki keypt. Bæjarráðs- mönnum þótti ævintýrið dýrt. Þetta var árið 1980 og það sumarið komu 21.000 gestir í garðinn. Ári síðar urðu gestirnir 45.000 og í sumar sem leið urðu þeir u.þ.b. 65.000 og má því segja með sanni, að garðurinn, sá eini sinnar teg- undar í Noregi, hafi sett Skien á ferðamannakort Noregs. í Lekeland er fjöldinn allur af leiktækjum, völundarhús, „forn- aldardýr" í fullri stærð í fótbolta, íslenskir hestar, sem bera börnin hring eftir hring um afmarkað svæði, og svona mætti lengi telja. Grilltæki getur maður fengið að láni og grillað úti, haft með sér nesti, eða keypt mat (og hráefni) á staðnum — óþvingað að öllu leyti. Stærsta vandamál staðarins er svæðið sjálft, en vegna alþjóðlegr- ar vörusýningar verður að rýma svæðið í byrjun ágústmánaðar og koma öllu í geymslu yfir vetrar- mánuðina. Slíkt veldur verulegri röskun og hefur í för með sér mik- inn aukakostnað. Hvers virði er svo staðurinn fyrir Skien? Það þarf ekki mikla reiknigáfu til að áætla inngangseyri staðar- ins, en það er aðeins lítill hluti teknanna, eins og við Islendingar vitum reyndar best sjálfir. Eyðsla ferðamanna i borginni, bensínkaup, nýting hótelanna o.fl. o.fl. þarf að taka með, og síðast en ekki síst, þá veitir garðurinn fjölda ungmenna hentuga sumar- vinnu. Hún var ánægjuleg dvölin í Ski- en og tel ég mig kinnroðalaust geta ráðlagt mönnum, þá ef til vill helst fjölskyldufólki, að skoða staðinn og nágrennið. Svo sakar það ekki að vita af þeim Maríu og Arnþóri og strákunum þeirra, þeim Gunnari og Birni Auðni í nágrenninu til aðstoðar, ef á þarf að halda. Þórður kakali var fyrsti sýslu- maðurinn í Skien og nú er Arnþór Blöndal fyrsti forstjóri ferða- skrifstofu Skien — nokkuð einstök tilviljun. Arnþór Blöndal starfaði á sín- um tíma hjá Ferðaskrifstofu ríkis- ins, áður en hann hélt til náms í Noregi. Hann er því öllum hnútum ferðamála kunnugur hér heima. Honum hefur tekist að láta egg- ið standa í Skien. Það er sorglegt að svona menn skuli ekki fengnir heim, þar sem þeirra er raunveru- lega þörf. Það þyrfti svo sannar- lega að fá fleiri egg til þess að standa hér heima. P.s. Fyrir þá, sem ekki þekkja söguna um „eggið“, fylgir hún hér: „I veislu nokkurri, þar sem hefðarfólk Spánar sat til að fagna Kólumbusi, var rætt um Ameríku- ferð Kólumbusar og þótti sumum ekki mikið til koma — svona eft- irá. Tók Kólumbus þá egg og bað menn að láta það standa upp á endann. Allir reyndu, en engum tókst. Kom þá eggið aftur til Kólumb- usar, sem keyrði eggið niður, svo það brotnaði — og stóð. Þetta er auðvitað enginn vandi — svona eftirá. P.B. Pétursson Fráfarandi stjórn Iðnnemasambands íslands: Erum lögmæt stjórn Iðnnemasambandsins Þorsteinn Haraldsson, sem kjörinn var ritatjóri IAnnemans á Iðnnemasam- bandsþinginu, og Haraldur Kristjánsson, sem kjörinn var formaður Sam- bandsins, koma inn á fundinn. FRÁFARANDI stjórn Iðnnemasam- bands íslands boðaði til blaða- mannafundar fyrir helgi, til að skýra frá atburðum á Iðnnemasambands- þingi um næstliðna helgi, eins og þeir horfðu við þeim. Það gerðist þegar skammt var liðið á blaðamannafundinn, að Þorsteinn Ilaraldsson, sem kjörinn var ritstjóri Iðnnemans, og Haraldur Kristjáns- son, sem kjörinn var formaður Iðnnemasambandsins, en kröfu þeirra til að vera taldir lögmætir stjórnendur Sambandsins er hafnað af fráfarandi stjórn, komu inn á fundinn og kynntu sig sem ritstjóra og Ijósmyndara Iðnnemans. Var þeim bent á að þeir hefðu ekki verið boðaðir á fundinn, en þeir héldu fram rétti sínum til að sitja fundinn sem fulltrúar Iðnnemans. Fengu þeir að sitja fundinn, en fráfarandi rit- stjóri Iðnnemans, Margrét Sig?irð- ardóttir, sat hann einnig. Pálmar Halldórsson, formaður fráfarandi stjórnar, sagði að höf- uðatriðið í þessum efnum væri hver væri lögmæt stjórn Iðnnema- sambands Islands, því hefði verið slegið upp í fjölmiðlum að þær væru tvær. Fráfarandi stjórn teldi sig án alls vafa lögmæta og að henni bæri að halda áfram um stjórnvölinn. Þar kæmi tvennt til, annars vegar væri hefð fyrir því að nýkjörin stjórn tæki ekki við, fyrr en tekin væri fyrir liðurinn „önnur mál“ á Iðnnemasambandsþingi og þingið hefði ekki komist það langt, áður en því var frestað. Hins vegar hefði dagskrártillaga þess efnis, að efnt yrði aftur til stjórnarkjörs, verið samþykkt af þingfundi, en því hefði ekki verið hægt að koma í verk vegna brotthlaups kjörinnar stjórnar af þingfundi, svo að fresta varð að ljúka þingi. Guðmundur Árni Sigurðsson var 1. þingforseti Iðnnemasambands- þingsins. I máli hans kom fram að hann hefði í upphafi ekki ætlað að taka þátt í þessum blaða- mannafundi, en lagt hefði verið að sér að vera viðstaddur, vegna þess að hann hefði kynnt sér ýmislegt sem lyti að lögmæti þess, sem gerst hefði á þinginu og síðar. Sagði hann að á því léki enginn vafi, að mati lögfræðinga, að Har- aldur Kristjánssony sem kjörinn var formaður á Iðnnemasam- bandsþinginu og sagði af sér síðár á sama þingi, gæti ekki dregið af- sögn sina til baka, eins og hann hefði gert, það yrði hann að gera á sama vettvangi og hann hefði sagt af sér á, þ.e.a.s. á Sambandsþing- inu, og að Iðnnemasambandsþing- ið yrði að samþykkja það, að hann drægi afsögn sína til baka. Hið sama gilti um þá fulltrúa sem kjörnir hefðu verið í Sambands- stjórnina sem aðalmenn eða vara- menn, þeir yrðu líka að draga af- sagnir sínar til baka á sama vett- vangi og fá það samþykkt. Þá kom fram á fundinum að þreifingar hefðu verið með deilu- aðilum um einhvers konar samkomulag, en ekkert væri hægt að segja um þær að svo komnu máli. Sagði Pálmar að þeir hefðu reynt að leita samstarfs og ná sáttum, því málefni iðnnema væru í húfi. Þá var bent á, að eina lands- byggðarfélagið í þeirri Sambands- stjórn, sem kjörin hefði verið á þinginu, væri af Suðurnesjum og að tvö iðnsveinafélög hefðu meiri- hluta í stjórninni, en hingað til hefði ávallt verið lögð áhersla á, að samsetning stjórna endurspeglaði iðngreinar og landshluta. Aðspurðir um hvort atkvæða- greiðslan, þar sem dagskrártillaga um endurkosningu stjórnar var samþykkt, væri lögleg, þar eð ekki skiluðu sér nema 44 atkvæði, var því til svarað að lögfræðingur Sambandsins teldi það. Það hefði verið talið inní salinn, áður en kosning hófst og hefðu reynst vera 64 í salnum, sem er sú tala sem þarf til að þingfundur sé löglegur. Atkvæðaseðlum hefði verið dreift, en þá hefðu flestallir í áður kjör- inni stjórn yfirgefið þingsal, og þannig reynt að gera kosninguna ólöglega, en það væri ekkert sem skyldaði menn til þess að kjósa. Guðjón Kristjánsson, fráfarandi varaformaður Sambandsins, sagði, að því hefði verið haldið á lofti af þeirri stjórn sem kjörin var á þing- inu, að fráfarandi stjórn væri flokkspólitísk. Þetta væri rangt, því að þó ástandið hefði stundum verið slæmt hér áður fyrr hvað þetta varðaði, þá væri það þannig ekki lengur og að í fráfarandi stjórn hefði verið fólk með ólíkar skoðanir á stjórnmálum. Pálmar Halldórsson sagði að lokum: „Ég vona að þegar upp er staðið, hafi Iðnnemasambandið ekki orðið fyrir áfalli vegna þess skrípaleiks sem hér hefur verið leikinn.“ Það kom fram að í undirbúningi er að boða til framhaldsþings, svo árlegt þing iðnnema megi ljúka störfum sínum, en það er verkefni stjórnar að gera það. Reynt verður að gera það eins fljótt og unnt er, en það krefst ákveðins undirbún- ings, þar sem senda þarf út fund- arboð til allra sem fulltrúa eiga á þinginu. Ljósmyndir Mbl. Kristján Einars.son. Frá blaðamannafundi fráfarandi stjórnar Iðnnemasambands íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.