Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
3
Myndlistarmenn
stofna landssamtök
í DAG klukkan 13.30 verður haldinn á Hótel Borg stofnfund-
ur „Sambands íslenskra myndlistarmanna“, og er tilgangur-
inn með stofnun sambandsins sá aö „ná undir einn hatt
öllum starfandi myndlistarmönnum“ að því er Guðrún Erla
Geirsdóttir sagði í samtali við
Guðrún Erla sagði, að samband-
inu yrði ætlað það hlutverk að
gæta réttar myndlistarmanna í
öllum þeim málum er upp kæmu
og vinna að hag þeirra og fram-
gangi listarinnar í heild. Nú eru
starfandi sjö félög myndlistar-
manna, Félag ísl. myndlistar-
manna (FÍM), Hagsmunafélag
myndlistarmanna, íslensk grafík,
blaðamann Morgunblaðsins.
Leirlistarfélagið, Myndhöggvara-
félag íslands, Textílfélagið og Fé-
lag málara. Guðrún Erla sagði að
sex af þessum félögum yrðu stofn-
endur sambandsins, öll nema Fé-
lag málara, en hún sagði að félag-
ar í því væru allir í FIM og þætti
ekki eðlilegt að þeir kæmu á tvo
vegu inn í hið nýja samband.
Athugasemd frá
Vilmundi Gylfasyni
Þotusæti um borð í Herjólf
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá Vil-
mundi Gylfasyni, alþingismanni:
„Hr. ritstjóri, í frétt á bls. 2 í
Morgunblaðinu í gær, þar sem
fjallað var um þátttöku mína eða
þátttöku ekki í prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Reykjavík, er dylgjað
um orð mín á nýafstöðnu flokks-
þingi Alþýðuflokksins.
Segir „hafði Vilmundur á orði“,
og síðar „Vilmundur sagði á
JNNLENT
flokksþinginu“.
Þetta er rangt. Ég sagði enga
slíka hluti, og hef hvergi sagt neitt
í þessa veru. Hins vegar birtist
viðtal í Helgarpóstinum fyrir
þremur vikum. Þar sagði ég það
sem ég vildi sagt hafa.
Málið er það að enginn maður
hefur í hótunum við vini sína og
samherja. Menn taka hins vegar
ákvarðanir, sem er allt annað mál.
Að minni hyggju telst heiðar-
legur málflutningur til borgara-
legra verðmæta. I svona frétta-
flutningi er Morgunblaðið and-
hverfa alls þess, sem sæmilegt
getur talist.
Þessa athugasemd fyndist mér
að ætti að birta á sama stað og
fréttin í gær.
Virðingarfyllst,
Yilmundur Gylfason."
Deila kennara við Snælandsskóla:
„Lyktir málsins fullnægjandi“
„VIÐ ERUM ánægðir með þessar lyktir málsins, þær eru fullnægjandi af
þeirri einfoldu ástæðu að réttindi koma með hálfri stöðu og þar af leiðandi er
hægt að setja þá. Skólanefndin mælti með því í dag, að kennararnir yrðu
settir í hálfa stöðu og eru menn sáttir við þessa lausn,“ sagði Reynir
Guðsteinsson ynrkennari í Snælandsskóla við Mbl. í gær.
Reynir sagði að deila kennara bil þrjár fullar stöður, og því hefði
við skólann varðandi setningu í verið ákveðið að setja sjö kennara
fastar stöður væru úr sögunni. í hálfa stöðu, enda fengjust rétt-
Menntamálaráðuneytið hefði í indi þau sem eftir væri sótzt með
gær heimilað að sett yrði í um það hálfri stöðu.
Þessi mynd er ekki tekin um borð í flugvél, heldur um borð í Vestmannaeyjaskipinu Herjóin, en útgerð skipsins
keypti fyrir skömmu 60 þotusæti af Flugleiðum sem sett voru í aðalsal skipsins á þeim stað scm sjónvarpstækj-
um skipsins er komið fyrir. Búið er að setja sætin upp stjórnborðsmegin og er ætlunin að setja einnig upp slík
þægileg sæti bakborðsmegin, en einnig eru í salnum borð og stólar fyrir þá sem kaupa sér veitingar. Hefur þessi
breyting mælzt mjög vel fyrir, en myndina tók Ijósmyndari okkar í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónasson.
Kemur reyktur og niðurlagð-
ur smásilungur á markað?
HUGMYNDIR eru uppi um að koma
á fót fiskmóttöku í Skagafirði sem
tæki við silungi. Þar yrði tekið við
silungi frá bændum, hann flokkað-
ur, gert að honum og honum komið
ferskum á markað.
Starfshópur hefur unnið að at-
hugun á nýtingu silungshlunnind-
anna og markaðsöflun. Að sögn
Kristjáns Finnssonar á Grjóteyri í
Kjós, formanns starfshópsins, er.
mikill áhugi fyrir því hjá bændum
að nýta silungsvötnin en þau eru
flest ofsetin að mati fiskifræð-
inga. Kristján sagði að á meðan
verið væri að fækka í vötnunum
veiddist mikið af smáum silungi
sem hingað til hefði verið lítill
markaður fyrir. Stærri fiskurinn
væri eftirspurður og frekar of lítið
framboð af honum en hitt, en sil-
ungur minni en 400 — 500 grömm
væri hinsvegar ekki eins eftirsótt-
ur. Því væri nú verið að gera til-
raunir á vegum starfshópsins hjá
3 mismunandi aðilum í Reykjavík
með að gera úr honum verðmæti
og virtist reyking og niðurlagning
koma vel til greina en tilraunirnar
sagði Kristján að væru ekki bún-
ar.
SAMBAND íslenzkra auglýsinga-
stofa hefur nú sent út gögn til 2.000
manna vegna þriðju fjölmiðlakönn-
unarinnar, sem sambandið gengst
fyrir. Er það Hagvangur, sem fram-
kvæmir könnunina fyrir SÍA, og er
svara vænzt í næstu viku.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
ars Steins Pálssonar hjá Auglýs-
ingaþjónustunni er þetta þriðja
könnunin, sem SÍA gengst fyrir.
Auk markaðsathugana sagði
Kristján að starfshópurinn hefði
unnið að þróun veiðitækni og hefði
það gengið vel og ekki ætti að
stranda á þeim þætti, ef menn
hefðu möguleika á að koma veið-
inni í sæmilegt verð.
Síðast var gerð slík könnun í marz
í fyrra, en fyrsta könnunin var
gerð í nóvember 1978. Nú nær
könnunin til dagblaðanna, út-
varps, sjónvarps og 30 tímarita. I
fyrsta sinn er nú spurt um mynd-
bönd og um það að hve miklu leyti
fólk horfi á þau. Þá hefur lág-
marksaldur þeirra sem spurður er
verið lækkaður úr 16 ára aldri í 13
ára.
Þriðja fjölmiðlakönnunin
HEIMSBORGIN -MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTA
0G LISTALÍFS EVRÓPU
Farþegar UTSÝNAR feröast á lægstu fargjöldum, búa
á völdum hótelum á beztu stööum í borginni fyrir
stórlækkaö verö, t.d. CUMBERLAND á horni HYDE
PARK og OXFORDSTRÆTIS — I HJARTA TÍZKU-
HEIMSINS — UTSÝN hefur ein ísl. feröaskrifstofa
sérsamning viö CUMBERLAND.
Cumberland hótel — London
í KAUPBÆTI:
Tekiö á móti þér um leiö og þú kemur úr flugvél-
inni á Lundúnaflugvelli. Flutningur frá og til
flugvallar, innritun á hótel, dagleg aöstoö þaul-
kunnugs fararstjóra meöan á dvölinni stendur.
Allt svo auövelt og öruggt meö Eyrúnu farar-
stjóra. Lundúnaferöin sem borgar sig.
SKEMMTILEGT —
ÓDÝRT — ÖRUGGT
Eyrún —
fararstjóri
Austurstræti 17,
sími 26611.
Kaupvangsstræti 4,
sími 22911.