Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 7

Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 7 Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur heldur bazar og kökusölu að Hallveigarstöðum í dag, laugardaginn 13.nóvember, kl. 14.00. Stjórnin. Hjartans þakkir til allra sem glöddu okkur á gullbrúö- kaupsdaginn. Sérstakar þakkir til barna, tengdabama og bamabama sem gerðu okkur daginn ógleymanlegan. ELSE OG AKSEL JANSEN, NORÐURBRÚN1. Eigum til allar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og vinstri handa, eldhússkæri og sauma- skæri. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglaskæri, hárskæri, zig-zag skæri. Bladburóarfólk óskast! Austurbær úthverfi Lindargata 1—29 Lindargata 39—63. Þingholtsstræti Hverfisgata 63—120 Freyjugata 28—49 Klapparás Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Heiðargerði 2—124 i Framboð um „klassíaka jafnaðarstcfnu og nýróttjckar hugmyndir’ Vilmundur og stuðningsmennj með sériramboð til Þjóðviljinn og stjórnmálin Athyglisvert hefur verið að fylgjast með pólitískum fréttum í Þjóðviljanum þessa vikuna. Þar hefur hver forsíðufréttin verið birt á eftir annarri um það, að annarra flokka menn en þeir sem Þjóðviljinn veitir flokkslegan stuðning séu að velta fyrir sér sér- framboöum, þessir tveir menn eru Gunnar Thoroddsen og Vil- mundur Gylfason. Fréttin um Gunnar var efst á forsíðu Þjóðvilj- ans en Vilmund neðst. Hvorug fréttanna var þó staðfest heldur kom þaö fram að um lausafregnir væri að ræða. Fjölmiölar telja sér fært að hafa pólitísk áhrif með ýmsu móti — Þjóðviljinn er nú byrjaður á pólitískri lausafréttamennsku og má að líkindum rekja þá starfsemi til fjölmiðlaráðstefnu Alþýðubandalagsins um síð- ustu helgi — eða ráða flokkspólitískir hagsmunir Alþýðubanda- lagsins því að hugsanlegum sérframboðum Gunnars og Vilmund- ar er hampað? Aö komast 1 útvarpiö (íunnar Thoroddsen, forsætisráðhcrra, var glað- ur yfir væntanlegri van- trauststillögu Alþýðu- flokksins á ríkisstjórnina hér í blaðinu í gær: „l)m vantraustið verða útvarps- umræður frá Alþingi og þá fáum við ráðherrarnir gott tækifæri til þess að skýra okkar viðhorf og svara ýmsum ásökunum og leið- rétta mishermi." Gleði for- sætisráðherra yfir van- traustinu og tækifærinu til að komast í útvarpið er svo sannarlega i hróplegu ósamræmi við stöðu þjóð- mála, hún hreytist að sjálfsögðu ekkert við það þótt stjórnmálamenn þenji sig í þingsölum eða munnhöggvist í útvarpinu. Korsenda þess að breyting verði til batnaðar er að rík- isstjórnin fari frá, cn það er svo sem til marks um alvöruna sem á bak við vantrauststillögu Alþýðu- flokksins býr að í sama mund og tillagan er boðuð og samin situr formaður flokksins á viðræðufund- um við ráðherranefnd um framtíð ríkisstjórnarinnar. Er Kjartan Jóhannsson að flvtja vantraustið til að koma bæði sér og ráðherr- unum í útvarpið? Ekki er grunlaust um að Vilmundur (iylfason sé að velta fyrir sér sérframboði til að komast í útvarpið. Hann segist ekki una því að vera hornreka í Alþýðu- flokknum. Vilmundur llutti að vísu ræðu fyrir flokk sinn, Alþýðuflokkinn, i út- varpið á dögunum þcgar hin efnisrýra stefnura>ða forsætisráðherra var til umræðu, en eftir að Magn- ús H. Magnússon var endurkjörinn varaformað- ur telur Vilmundur greini- lega minni líkur en áður á því, að hann verði í sviðs- Ijósinu í nafni Alþýðu- flokksins, þegar menn eru valdir til að koma fram í útvarpi og sjónvarpi. I'að skyldi þó ekki fara svo að bæði aldursforscti Alþingis, (.unnar Thorodd- sen, og yngsti maðurinn á þingi, Vilmundur Gylfason, teldu sér þann kost vænst- an í komandi kosningum að bjóða fram sér tií að komast örugglega í útvarp- ið. Athygli vakti að í vik- unni var l'jóðviljinn með stórpólitískar fréttir um framtíð þeirra beggja á for- síðu og á göngum Alþingis hafa innanbúðarmenn í Al- þýðuhandalaginu skýrt mönnum frá því að (iunnar Thoroddsen hafi nú sama hátt á gagnvart l'jóðviljan- um og OÍafur K. (irímsson gagnvart síðdegisblöðun- um áður, að hann hringi inn pólitískar forsíöufréttir um sjálfan sig og aöra. Brezhnev og útvarpið Eins og eðlilegt er, sagði íslenska rikisútvarpið ræki- lega frá því að Leonid Brezhnev, iciðtogi sovéska kommúnistaflokksins og forseti Sovétríkjanna, væri látinn. Kór ekki fram hjá neinum sem hlustuðu á andagt morgunþula, að Brezhnev var mikilmenni á brott kallað. í hádegisfrétt- um á nmmtudag létu fréttamennirnir svo til sín taka og fóru mjúklegum höndum um hinn látna leiðtoga. í hádegispistlin- um var oftar en einu sinni komist svo að orði, að Kremlverjar hefðu „sent herlið til Afganistan". Ekki verður sagt annað en með slíku orðalagi sé tekið mildilega á innrás sovéska hersins inn i Afganistan um jólin 1979 og blóðugri baráttu hans við afgönsku þjóðina síðan. Orðalagið „sent herlið til Afganistan" er byggt á þeirri skoðun, að Sovétmenn stundi þar ein- hvers konar hjálpar- eða björgunarstarf. Kaunar mátti skilja skilgreiningu ríkisútvarpsins á „Brezhnev-kenningunni" á þann veg, að þar væri um einhverja eðlilega reglu í samskiptum rikja að ræða, en höfundi hennar hefði þótt miður að hrinda henni í framkvæmd. Kenningin var mótuð til að „réttlæta" innrás Varsjárbandalags- landa í Tékkóslóvakíu í ág- úst 196S. Hún er sannköll- uð hcimsvaldakenning, sem byggist á þeirri skoð- un, að stórveldi geti hlutast til um málefni lítils ná- granna að eigin vild. Kyrir kvöldfréttir út- varpsins reyndi svo þulur að leika Tráumerei eftir Kobert Sehumann, en það tókst ekki vegna þess að hljómplatan var gölluð. l>etta sorgarlag, Tráumer- ei, er í miklum metum i Sovétrikjunum og jafnan leikið á minningarstund- um. /Etli það hafi verið leikið fyrir fréttir í gær í nokkurri annarri útvarps- stöð fyrir vestan járntjald en hinni íslensku? Hver skyldi ráða slíku vali á tónlist? Kréttastof- an? SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Skólavörðustíg 11. Sími 27766.101 Reykjavík. Pósthólf 457. SÝNING á tillögum i samkeppni um iðnhönnun i afgreiðslusal Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11. Til sýnis verða allar þœr tillögur sem hlutu verðlaun eða sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Sýningin er opin í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, frá kl. 14—18. Sýningunni lýkur á sunnudag 14. nóvember kl. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.