Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Ymislegt um krabbamein o.fl. eftir Hrólf Asvaldsson Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað í fjölmiðlum um krabbamein, sennilega mest vegna fjársöfnunar til Krabbameinsfé- lagsins. Mig langar til að leggja orð í belg um þetta mál, þótt þau geti ekki orðið nema fá að svo stöddu. Eg skipti grein minni í tvennt. Annars vegar fjallar hún um viðhorf lækna og annarra sér- fræðinga til krabbameins, eins og þau hafa komið mér fyrir sjónir í fjölmiðlum, hins vegar snertir hún meðferð krabbameinssjúklinga, umgengni lækna við þá, og hvern- ig nota mætti söfnunarsjóðinn til úrbóta, þótt honum sé víst þegar markaður bás. 1) í fyrrnefndum umræðum hefur komið fram, að læknar hér á landi eru farnir að sætta sig við krabba- mein sem óhjákvæmilegan fylgi- fisk mannsins um aldur og ævi. Það verði ekki fremur lagt að velli en kerlingin hún Elli. Árni Björnsson skurðlæknir sagði í sjónvarpinu um daginn, að við myndum ekki leysa krabbameins- gátuna með hníf, geislum eða lyfj- um. Þetta sé hrörnunar- og ellisjúkdómur, og ef við réðum gátuna um þá einhvern tíma, þá myndi lausn á krabbameinsgát- unni fylgja í kjölfarið. Þórarinn Sveinsson og Sigurður Björnsson, sem voru til svara í sjónvarpinu með Árna, sögðu þetta ekki bein- um orðum, en svipur þeirra gaf til kynna að þeir væru sammála Árna. Sigurður sagði í þættinum, að hann byggist ekki við mikilli framför í lyfjagjöf í framtíðinni. I stað þess væri rétt að snúa sér í ríkara mæli að áhættuþáttum meinsins og finna það á byrjun- arstigi. Og á ýmsum sérfræðing- um er að skilja, að í baráttunni við meinið verði að byrja strax í bernsku með rétta lifnaðarhætti, eta kál en ekki smjör, reykja ekki, drekka ekki, gera ekki þetta og ekki hitt, síðan vera undir lækn- asmásjá allt sitt líf, ef einhver af hinum fjölmörgu krabbameins- sjúkdómum skyldi skjóta upp koll- inum. Eg vona, að læknar okkar séu komnir á villigötur í þessu efni, því hér er raunar um hreina upp- gjöf að ræða. Hingað til höfum við trúað því að krabbamein væri sjúkdómur, sem við vonum að hægt verði að lækna. Það þarf bara að finna lækninguna og það er stóra málið. Fyir þremur til fjórum árum var amerískur sér- fræðingur í íslenska sjónvarpinu, sem lýsti því yfir, að hann teldi vart geta liðið meira en örfá ár uns lækning yrði fundin við krabbameini. Því miður hefur spá hans ekki ræst, en margir eru að leita og við bíðum og vonum. Það má hins vegar vera rétt, að varla sé hægt að komast miklu lengra í „Þessi bið er svo sem engin sálarkvöl í hvert sinn, en síendurtekin bið í mánuð eftir mánuð og ár eftir ár þyngir Hfsbaráttuna fjarska mikið. Minningar dag- anna verða ekki skemmtilegar.“ lækningu meinsins með geislum og þeim frumueyðandi lyfjum, sem hingað til hafa verið notuð. En þess verður að vænta, að að- ferð finnist til að eyða hinum sjúku frumum, án þess að heil- brigðar frumur skaðist, eða hægt verði að lækna sjúkar frumur. Máski finnst líka sá mótstöðu- kraftur líkamans, sem getur drep- ið þennan sjúkdóm. Vissulega vita læknar afar mik- ið um krabbamein, tegundir þess og hegðun og hvernig beita skuli þeim vopnum gegn því, sem tiltæk eru. Einnig búa þeir yfir nokkurri þekkingu á svokölluðum áhættu- þáttum meinsins. En þetta breytir ekki þeirri staöreynd, að læknar hafa ennþá enga hugmynd um or- sök krabbameins, sjúkdómurinn er í stórum dráttum ennþá ill- læknandi, eins og svo margir sjúkdómar voru í gamla daga. Is- lenskir læknar hafa engan rétt til að fullyrða að krabbamein og elli- hrörnun sé hliðstætt, hvort tveggja náttúrulögmál sem við verðum að sætta okkur við um aldur og ævi. Og stórt þykja mér þeir taka upp í sig Landspítala- læknar, þegar þeir telja sig komna svo langt í skurðlækningum, að tæpast verði lengra komist í heim- inum næstu áratugi. Hrólfur Ásvaldsson 2) Hér verður minnst á örfá atriði varðandi krabbameinssjúklinga (og raunar alla sjúklinga), sem hvert um sig er ef til vill lítilvægt, en saman komin með ótal öðrum verða mikilvæg. Og oft er söfnun- arsjóðurinn góði hafður í huga hér á eftir, þótt honum séu þegar ákveðin þau örlög að hverfa í steinsteypu og í eilífa leit að tveimur af fjölmörgum tegundum krabbameins. En margt má gera fyrir peninga. Veit eg þó vel, að oft skipta þeir minna máli en menn halda. Hér koma mér í hug orð Jóns lamba, hin síðustu er hann mælti í þessu lífi, 170 ára gömul lífsspeki: „Allt má fá fyrir pen- inga nema lífið." a) Náttúrulyf eru þau lyf (efni) kölluð, sem ekki fá skráningu sem viðurkennd lyf. Sumir vildu máski fremur nota hér orðið skottulyf. það er stað- reynd, hér á landi a.m.k., að þessi „lyf“ eru stór þáttur í lífsbaráttu margra, ef ekki flestra krabbameinssjúklinga. Sá sem rambar á barminum grípur í hvaða hálmstrá sem er, það er hans styrkur að gef- ast ekki upp. Mörg þessara lyfja mega vera gagnslaus í hinni líkamlegu baráttu við krabbameinið, en í hinni sál- rænu baráttu eru þau það ekki. Til að skýra betur mál mitt, nefni ég hér örfá náttúrulyf við krabbameini: Jurtalyf frá Ástu Erlingsdóttur, Jason Winters- te, kvöldvorrósarolíulyf, C-vítamín í risaskömmtum, laetríl (B17). Sum náttúrulyfja eru al- gjörlega ókönnuð af læknavís- indum og því getur læknir ekk- ert sagt sjúklingi frekar um áhrif þeirra en sjúklingur þyk- ist vita. í öðrum náttúrulyfjum eru kunn efni, sem læknir get- ur frætt sjúkling um. Og lækn- ir er nú einu sinni læknir og krabbameinssjúklingur gleym- ir því aldrei, að líf hans er í læknis hendi. En þegar kemur að náttúrulyfjum þrumar læknirinn; í besta falli lætur hann í ljós í flaustri áhuga- laust samþykki sitt til neyslu lyfsins, oftar þó hitt, að hann ypptir öxlum eða jafnvel hrist- ir hausinn. Þegar krabba- meinssjúklingur kemur til læknis síns, vonar hann að læknir spyrji eitthvað um nátt- úrulyfin, t.d. hvort maður hafi fundið á sér breytingu við að taka meðalið frá henni Ástu. En sjúklingurinn verður fyrir vonbrigðum, læknirinn spyr ■l JT Utflutningur hrossa fer stöðugt minnkandi Hestar Valdimar Kristjánsson Meðal þeirra fola sem boðnir verða upp á laugardaginn er Mósi frá Elugumýri, en þessi mynd er tekin þegar Páll B. Pálsson sýndi hann á sýningu stóðhestastöðvarinnar síðastliðið vor. Uppboð á stóðhestastöðinni: Sjö efnilegir folar yerða boðnir upp Hcldur er útlitið í hrossaútflutn- ingi dökkt um þessar mundir en i ár hafa aócins verið flutt út rúmlega hundrað og sextiu hross. Er þetta talsvert minna en á siðasta ári en þá voru flutt út 251 hross. Ástæður fyrir minnkandi sölu eru sjálfsagt margar og samverkandi og má þar nefna sumarexem sem vafalaust á stóran þátt í þessari óheillaþróun. Kinnig aukin sala á hrossum sem fædd eru erlendis en segja má að þessir tveir þættir séu nokkuö sam- verkandi því hross sem fædd cru erlendis fá síður sumarexem en þau sem flutt eru héðan. Á síðasta vetri urðu talsverðar deilur þegar hugmynd hrossa- ræktarráðunauts um bann við út- flutningi á kynbótahrossum var opinberuð. Var skipuð nefnd á vegum Búnaðarfélagsins til að kanna þessi mál frekar og skilar hún væntanlega áliti á næsta búnaðarþingi. Af þessum hrossum sem flutt hafa verið út í ár eru fjórir stóð- hestar, en þeir eru Kuldi frá Brimnesi, Skarði frá Syðra- Skörðugili, Kveikur frá Hvítár- holti og ungur og ósýndur foli, Kári frá Leysingjastöðum. Þeir Kuldi og Skarði eru nokkuð þekktir stóðhestar og hafa verið sýndir víða. Báðir eru þeir skeið- lausir en það mun vera yfirlýst stefna hrossaræktarráðunauts að nota ekki slíka hesta nema þá í litlum mæli. Kuldi var sýndur á fjórðungsmótinu á Hellu 1981 og hlaut hann þar önnur verðlaun. Skarði hefur verið sýndur nokkuð víða og ber þar hæst árangur hans á síðasta Landsmóti í B-flokki gæðinga en þar varð hann í sjötta sæti. Viola Hall- mann frá Þýskalandi keypti báða hestana, en hún hefur keypt ýmsa kunna hesta á síðustu árum og má þar nefna Adam frá Hólum sem gerði garðinn frægan á síðasta Evrópumóti og Garp frá Odds- stöðum. Kveikur frá Hvítárholti fór sem kunnugt er til Grænlands og var það gjöf til Grænlendinga í tilefni 1000 ára íslendingabyggð- ar á Grænlandi. Ein þekkt kyn- bótahryssa, Hrafnör frá Akur- eyri, var seld til Austurríkis en hún var sýnd á Landsmótinu í sumar og hlaut þar fyrstu verð- laun. Er frekar óalgengt að hryss ur í þessum gæðaflokki séu seldar erlendis. Eins og áður sagði, hefur útflutningur farið minnkandi ár frá ári en mestur var útflutning- urinn i972 en þá voru flutt úr um 1.100 hross. Helstu viðskiptalönd- in eru Svíþjóð, Þýskaland og Noregur, en einnig hafa farið hross öðru hvoru til Finnlands og sennilegt að nú á næstunni fari um tuttugu hross þangað. Nokkr- ar sendingar hafa farið til Kana- da og stóð til að senda eina flugvél síðastliðið sumar en ekkert varð úr því. í sambandi við Kanada- markaðinn má geta þess að mikill flutningskostnaður hefur valdið erfiðleikum á sölu þangað, en að sögn Birnu Baldursdóttur hjá bú- vörudeild Sambandsins, eru mikl- ar líkur á að þangað fari ein flugvél næsta vor með um þrjátíu hross. VK. Ein.s og venja er til á hverju hausti verður haldið uppboð á stóð- hcstastöð Búnaðarfélags íslands á folum sem ekki þykja æskilegir til ræktunar. Verður uppboðið haldið í húsakynnum stóðhestastöðvar- innar í Gunnarsholti og hefst það klukkan 14.00, laugardaginn 13. nóvember næstkomandi. Uppboð þessi hafa verið vin- sæl meðal hestaáhugamanna og hafa margir náð sér þar í góð reiðhestaefni. Folarnir, sem boðnir verða, upp eru Svalur frá Svignaskarði, Steinn frá Stein- um, Mósi frá Flugumýri, Flugar frá Flugumýri, Hóla-Blesi frá Hólum í Hjaltadal, Eyvindur frá Eyvindarhólum, Rosti frá Ytri- Rauðamel og Máni frá Stykkis- hólmi. Allt eru þetta vel ættaðir folar og álitlegir reiðhestaefni. Einnig eru til sölu tveir full- orðnir stóðhestar sem eru í eigu stöðvarinnar, þeir Ýmir frá Ysta-Bæli og Ái frá Nýjabæ. Ýmir hlaut fyrstu verðlaun á síðasta Landsmóti. Aðspurður um ástæðu fyrir sölu þessara hesta kvað Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur það aldrei hafa staðið til að stöðin safnaði fullorðnum stóðhestum. Þó kvað hann eina undantekn- ingu þar á og átti hann þar við Glað 852 frá Reykjum, en hann var fyrsti hestur stöðvarinnar, gefinn af Jóni Guðmundssyni og frú á Reykjum. VK Stóðhesturinn Kuldi frá Brimnesi var seldur til Þýskalands og var sölu- verð 178 þúsund krónur. Kaupandi var Viola Hallmann, Þýskalandi, en hún keypti einnig stóðhestinn Skarða frá Syðra-Skörðugili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.