Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Breytingar á Mitsubishi Colt: Er straumlínulagaðri með nýjum framenda Nýtt mælaborð hefur verið hannað og hann er boðinn með sparnaðargír MITSlIBISHI-bílar hafa náö mikl- um vinsældum í Kvrópu á sl. fimm árum, eða allt frá þvi, aö framleið- endurnir fóru að leggja verulega rækt við markaðinn í Evrópu. Sömu sögu er í sjálfu sér að segja hér á landi. Kkki fór að bera verulega á MiLsubishi fyrr enn eftir 1978. Bíll- inn sem notið hefur hvað mestra vinsælda hér er Colt-inn, en hann var fyrst kynntur árið 1978. STRAUMLÍNULAGAÐRI Bíllinn hefur verið tiltölulega lítt breyttur allt frá því að hann var kynntur, en með 1983, árgerð- inni verða nokkrar breytingar á. Má þar fyrst nefna, að bíllinn heíur fengið nýjan framenda og er fyrir vikið nokkru straumlínu- lagaðri. Grillið er nýtt og ljósin hafa verið endurhönnuð. Þau fylla nú alveg út í rammann, en á eldri gerðum hafa þau fallið inn í grillið. Með þessari breytingu minnkar loftmótstaðan nokkuð. Þá eru nýir stuðarar á bílnum, sem eru nokkru voldugri en þeir eldri og þola meira hnjask. NÝTT MÆLABORÐ Af innvortis breytingum vekur nýtt mælaborð mesta athygli. Því hefur verið gjörbreytt til hins betra. Mælarnir eru stærri en áð- ur og betra að lesa af þeim. Þá eru stjórntæki betur innan seil- ingar en áður. Það vekur athygli, að stjórnrofar fyrir ljós og þurrk- ur hafa verið færðir úr stýrinu og eru nú í nokkurs konar tunnum, eða sívalningum í borðinu sjálfu. Stýrishjólið sjálft er stílhreinna og er eftir sem áður vel staðsett. Þá eru stjórntæki miðstöðvarinn- ar betur hönnuð en í eldri gerð- um, þannig að auðveldara er að meðhöndla þau. í bílinn er komin tiltölulega stór kvarzklukka, sem gott er að lesa af, en í eldri gerð- um var lítil klukka, sem var ekki eins skemmtileg. FLEIRI STILLINGAR ÁSÆTUM Lögun sæta Colts-ins var breytt til batnaðar á liðnu ári, en til viðbótar er nú boðið upp á skemmtilegra og slitsterkara áklæði, sem auk þess er fáanlegt í fleiri litum en áður. Þá hefur stillimöguleikum framsætanna verið fjölgað frá því sem áður var. COLT MEÐ SPARNAÐARGÍR Colt-inn kemur „standard“ með 4ra gira kassa, en auk þess er bíllinn nú hoðinn með svokölluðu „super shift", eða sparnaðargír, sem virkar þannig að annaðhvort er bíllinn keyrður í venjulegu ástandi, eða þá í sparnaðargír, sem virkar þá í öllum gírum. Þeg- ar ekið er í sparnaðargír er snún- ingshraði vélarinnar um 25% minni en ella, sem sparar tölu- vert benzín. Þá er hægt að fá Colt-inn með 3ja gíra sjálfskipt- ingu ef óskað er. Sem fyrr er Colt-inn framdrif- inn með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli. Hann er knúinn 4ra strokka, 1.244 rúmsentimetra, 55 DIN hestafla vél, sem er eins og áður með „silent shaft“, eða jafn- Bílar Sighvatur Blöndahl vægisstöng, sem gerir vélina mun hljóðlátari en ella. Þá má skjóta því að, að nú býður Mitsubishi alla línuna og þar með talinn Colt-inn með forþjöppu eða „turbo“, sem gerir bílana að sjálfsögðu mun kraftmeiri en ella. Colt-inn er á bilinu 815—825 kg eftir útfærslu. Heildarlengd hans er 3.805 mm, breiddiri er 1.585 mm og hæðin er 1.345 mm. Hjól- haf bílsins er 2.300 mm og veg- hæð hans er 170 mm. Hámarks- hraði er sagður á bilinu 147—152 km á klukkustund og beygjuradí- usinn er 4,9 metrar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Heklu hf., umboðsað- ila Mitsubishi hér á landi, kostar 1983-árgerðin um 129.000 krónur og eru bílar til á lager. Nýtt mælaborð. StilHmöguleikum sæU fjölgað. Nýr Qpel Record á markaðinn: Er talinn um 20% eyðslu grennri en forveri hans — vegna aukinnar straumlínulögunar og eyðslugrennri véla íburðarmikil innrétting, sérstaklega vekja aftursætin athygli. OPELVERKSMIÐJURNAR vest- ur-þýzku kynntu á dögunum nýjan endurhannaðan Opel Rekord, en honum er ætlað að fara í samkeppni við þarlenda millistærðarbila frá Audi, BMW og Ford. Billinn hefur skemmtilega linu og hefur hlotið lof bílasérfræðinga í Evrópu, sem segja að hann muni koma Opel aftur inn í myndina i þessum stærðarflokki, en á liðnum árum hefur hallað mjög undan fæti hjá fyrirtækinu. Hins vegar hefur Opel gengið mjög vel siðustu 2—3 árin með minni bílana með tilkomu nýja Kadett-bílsins og nýja Ascona-bílsins. VINDSTUÐULLINN 0,37 CW Eins og með alla nýja bíla á markaðnum í dag, er nýi Rek- ord-inn mun straumlínulagaöri en forveri hans og hefur bíllinn vindstuðulinn 0,37 CW, sem er ágætt. Aukin straumlínulögun kemur síðan m.a. fram í minni benzíneyðslu. Reyndar segir Opel, að nýi Rekord-inn sé um 20% eyðslugrennri en sá gamli, m.a. vegna minni loftmótstöðu og eyðslugrennri véla. Billinn er með stærri ljósum, bæði að aftan og framan. MÆLABORÐ Mælaborðið, sem er nýtt, er í anda þess sem er í Kadett og Asc- ona. Tiltölulega stórir mæiar og borðið almennt fært nær öku- manninum, þannig að stjórntæki eru betur innan seilingar en áður. Sérstaka athygli vekur nýstárlegt stýrishjól. INNRÉTTING Innrétting nýja Rekord-bílsins er mun íburðarmeiri en var í for- vera hans og reyndar virðist það stefnan í öllum nýjum bílum, að innréttingar séu íburðarmeiri. Það er í raun liðin tíð, að einfald- leikinn ráði ferðinni. í sambandi við sætin vekur það sérstaka at- hygli hversu velformuð aftursæt- in eru í bílnum. VÉL Rekord-inn kemur „Standard" með 4 strokka, 1,8 lítra, 1.796 rúmsentimetra, 75 hestafla vél, en samkvæmt mælingum þýzka bílablaðsins Auto Motor und Nýtt mælaborð með nýstárlegu stýrishjóli. Sport er benzíneyðsla bílsins, sé ekið á jöfnum 90 km hrað á klukkustund, 7,0 lítrar. Ef ekið er á jöfnum 120 km hraða á klukku- stund er eyðslan 9,3 lítrar og í bæjarakstri eyðir bíllinn 11,2 lítrum benzíns á hverja 100 km. Ennfremur verður boðið upp á bílinn með 1,8 lítra, 1.796 rúm- sentimetra, 90 hestafla vél, 2,0 lítra, 1.979 rúmsentimetra, 100 hestafla vél, 2,0 lítra, 1.979 rúm- sentimetra, 110 hestafla vél og loks 2,3 lítra dísilvél, sem er 2.260 rúmsentimetra og 65 hestafla. Rekordinn er með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli. Hann kemur „Standard" með 4ra gíra kassa, en ennfremur er boðið upp á 5 gíra kassa og sjálfskiptingu. Bíllinn er 1.115—1.250 kg á þyngd. Lengd bílsins er 4.652 mm, breiddin 1.726 mm og hæðin 1.420 mm. Hjólhafið er 2.668 mm. Það tekur bílinn 16,5 sekúndur að ná 100 km hraða á klukkustund, en hámarkshraði er 160 km á klukkustund með 1,8 lítra vélinni. Með hinum vélunum er hann á bilinu 12,0—22,5 sekúndur að ná 100 km hraða á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum Bjarna Ólafssonar, deildarstjóra Véladeildar SÍS, sem hefur um- boð fyrir Opel, eru fyrstu bílarnir væntanlegir hingað til lands. Verðið verður samkvæmt bráða- birgðaútreikningi frá 270 þúsund krónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.