Morgunblaðið - 13.11.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
AF ERLENDUM VETTVANGI
EFTIR GUÐMUND HALLDÓRSSON
Fólk safnast
saman við
minnismcrkið
við skipa-
smíðastöðina
í Gdansk, þar
sem til óeirða
kom í síðasta
mánuði.
Fortölum og hörku beitt
gegn ólgunni í Póllandi
l'ÁTTTAKAN í mótmælunum í Póllandi á miðvikudaginn, þegar tvö ár
voru liðin síðan óháða verkalýðshreyfingin Samstaða hlaut lagalega við-
urkenningu, var minni en oftast áður vegna strangra ráðstafana, sem
stjórnvöld hafa gripið til að undanförnu til að kveða niður ókyrrðina í
landinu.
mist hefur beinlínis verið
varað við hörðum aðgerð-
A. um, harðar gengið fram í
því að framfyigja reglum um að
fólk mæti til vinnu í verksmiðj-
um, eða ný lög sett til þess að
hafa strangara eftirlit með al-
menningi.
Enn eitt ráðið, sem yfirvöld
hafa gripið til í því skyni að
lægja ólguna, var tilkynning sú
er birt var rétt áður en efnt var
til mótmælanna á miðvikudag-
inn um að Jóhannes Páll páfi II
komi í heimsókn til Póllands í
júní á næsta ári. Pólverjum
þætti vænt um að fá páfann í
heimsókn, en þeim möguleika er
haldið opnum að heimsókninni
verði aflýst ef ekkert lát verður
á ólgunni.
Auk þess hefur þrýstingurinn
á Samstöðu verið aukinn eins og
sést á handtökum Piotr Bednar-
az, leiðtoga hreyfingarinnar í
Wroclaw. og 12 aðstoðarmanna
hans. Þessi atburður var alvar-
legt áfali fyrir Samstöðu og
fylgdi í kjölfar handtöku Wlady-
slaw Frasyniuk, fyrirrennara
Bednaraz í fjögurra manna
nefnd sem komið var á fót í apríl
til að stjórna hreyfingunni. Þar
að auki hefur öryggislögreglan
lagt hald á leynilegar prentvél-
ar, senditæki og flugmiða.
Hingað til hafa yfirvöld sett
það skilyrði fyrir því að páfinn
fái að koma í heimsókn að inn-
anlandsfriður ríki í Póllandi. Nú
er það skilyrði ekki lengur nefnt,
en fréttaritari AP segir augljóst
að nota eigi ákvörðunina um
heimsóknina sem vopn gegn
Samstöðu, hvenær sem stuðn-
ingsmenn hreyfingarinnar
hvetja til meiriháttar aðgerða.
Tilkynningin var líka notuð í
fjölmiðlum ríkisstjórnarinnar til
þess að leggja áherzlu á að fund-
ur Jozefs Glemps erkibiskups og
Jaruzelskis hershöfðingja á
mánudaginn táknaði að kirkjan
tæki afstöðu með stjórninni með
því að leggjast gegn þátttöku í
mótmælaaðgerðunum á mið-
vikudaginn. Fréttaritari The
New York Times benti á það í
gær að sú nýja leið hefði verið
farin að spyrða saman kirkjuna
og yfirvöld hersins með því að
leggja áherzlu á „sameiginlegar
áhyggjur" og „gagnkvæmt átak“
þeirra.
Yfirvöld hafa einnig gripið á
þau gamalkunnu ráð að kenna
utanaðkomandi öflum og „er-
lendum útvarpsstöðvum" um að
kynda undir ólguna. Meira hefur
munað um ötult starf, sem verk-
smiðjustjórar og tryggir
flokksmenn hafa unnið með því
að vara við afleiðingum þess að
taka þátt í verkföllum og hátal-
arar hafa verið óspart notaðir til
að koma þessum viðvörunum til
skila. Viðurlögin geta verið
brottrekstur eða svipting árlegr-
ar yfirgreiðslu, en auk þess er
stjórnvöldum mikið hald í þeim
nýju ráðstöfunum sem þau hafa
gripið til.
Samkvæmt nýjum lögum um
„félagsleg sníkjudýr" geta yfir-
völd skipað atvinnulausu fólki að
vinna hver þau störf sem þau
ákveða. Þannig er hægt að reka
menn fyrir þátttöku í verkfalli,
dæma þá „iðjuleysingja“ sam-
kvæmt nýju lögunum og senda
þá í vegavinnu til einhvers
kuldalegs, afskekkts landshluta.
Þeir sem hafa verið sviptir starfi
og neita að vinna þau störf, sem
yfirvöld ákveða, eiga á hættu
minnst þriggja mánaða og allt
að tveggja ára fangelsi.
Samkvæmt nýjum lögum um
vandræðaunglinga bera foreldr-
ar ábyrgð á gerðum barna sinna,
en yfirvöld hafa gagnrýnt ungl-
inga fyrir þátttöku í mótmælum.
Þá hefur verið hótað að setja
verksmiðjur undir heraga, en
samkvæmt lögum um slíkt eru
menn dæmdir í sex ára fangelsi
ef þeir neita að hlýða skipunum.
Af öðrum ráðstöfunum má
nefna að fólk var varað við því
að það mætti ekki skrópa úr
vinnu á mið'vikudaginn eða
slóra, því að ella yrði hægt að
saka það um að það „þættist"
vinna eða það væri í verkfalli.
Dreift var reglum um mætingu
og skyldur til verkstjóra og þeim
var skipað að undirrita yfirlýs-
ingu um að þeir þekktu reglurn-
ar, svo að þeir gætu ekki borið
því við að þeir þekktu þær ekki,
ef einhverjir verkamenn hyrfu
úr vinnunni eða skrópuðu. Há-
skólakennurum voru send fyrir-
mæli um að fylgjast vandlega
með því að stúdentar mættu í
tíma á miðvikudaginn.
Hingað til hafa yfirvöld ekki
hikað við að bæla niður andóf,
eins og þegar skipasmíðaverk-
smiðjurnar í Gdansk voru settar
undir heraga í síðasta mánuði og
verkfallsmenn voru raunveru-
lega teknir í herinn fyrir að mót-
mæla banninu við starfsemi
Samstöðu. Aragrúi sérþjálfaðra
óeirðalögreglumanna (sem Pól-
verjar kalla „Zomos") var sendur
til Gdansk og annarra borga
fyrir mótmælin á miðvikudag-
inn. Önnur árangursrík aðferð
stjórnarinnar hefur verið í því
fólgin að rjúfa fjarskiptasam-
band milli borga, en á þann hátt
og með yfirráðum sínum yfir
fjölmiðlunum hefur stjórninni
tekizt að einangra andófsmenn
og koma í veg fyrir að fréttir um
mótmæli breiðist út.
Yfirvöld beita fjölmiðlunum
óspart og fréttaritari New York
Times segir að bezta dæmið um
það hafi verið fréttatími pólska
sjónvarpsins á þriðjudagskvöld.
Fyrirhuguð mótmæli daginn eft-
ir voru ekki nefnd, en bent var á
mörg rök gegn því að taka þátt í
þeim. Nær öllum fréttatímanum
var varið til þess að segja frá
fundi Glemps og Jaruzelskis,
m.a. með viðtölum við fólk á göt-
unni, þar sem fram kom ánægja
með páfaheimsóknina, fréttum
um viðbrögð í ýmsum höfuð-
borgum og sá boðskapur fylgdi
að kirkjan og ríkið hefðu tekið
höndum saman um að færa
ástandið í „eðlilegt horf“. Ásak-
anir komu fram um að frönsk
blöð, en einkum útvarpsstöðv-
arnar „Voice of America„ og
„Radio Free Europe", hefðu
rangtúlkað fréttir um heimsókn-
ina. Klykkt var út með því að
segja frá handtökum Samstöðu-
manna til að vara fólk við.
Enn skýrari viðvörun kom
fram í sjónvarpinu kvöldið áður
þegar lesin var upp tilkynning
frá ríkisstjórninni, þar sem
sagði að yfirvöld mundu beita
öllum tiltækum ráðum til að
tryggja vinnufrið og reglu.
Stjórnarmálgagnið Rzeczpospol-
ita hæddist að leiðtogum Sam-
stöðu, sagði að þeir væru tvístíg-
andi og benti á að þeir hættu við
að boða til fjögurra tíma verk-
falls og ákváðu í staðinn að það
skyldi standa í fjóra tíma.
Þessar viðvaranir og ráðstaf-
anir stjórnarinnar hafa vakið
ugg meðal verkamanna og því
var dræmari þátttaka í mótmæl-
unum en búizt hafði verið við.
Pólverjar halda þó áfram að
bjóða yfirvöldum byrginn. Áróð-
ursspjaldi sem stjórnvöld
hengdu upp og sýnir hönd brjóta
glerrúðu með áletruninni „nóg“
var breytt með því að bæta orð-
inu „rnorð" aftan við „nóg“.
Því fer fjarri að ró sé komin á
í Póllandi, þótt það sé von
stjórnvalda að ástandið færist í
„eðlilegt horf“, en því fylgir stöð-
ugt meiri áhætta að standa fyrir
andófi. Frekari mótmælaaðgerð-
ir eru fyrirhugaðar í desember, á
afmæli herlaganna, og um er
rætt að efna til allsherjarverk-
falls næsta vor.
Félagsmálaráð-
herra og aðstoð-
armaður hans
eftir Halldór
Blöndal
alþingismann
Það var lengi vel svo hér á landi,
að lögfræðingar í opinberri þjón-
ustu stunduðu jöfnum höndum
umfangsmikil málfærslustörf.
Þetta hafði að sjálfsögðu marg-
víslegan hagsmunaárekstur í för
með sér. M.a. var mjög að því
fundið, að það kom iðulega fyrir,
að maður rak mál fyrir embætti,
þar sem hann var sjálfur dómari.
Þess voru líka dæmi, að dómari
var vanhæfur í máli, þar sem
hann hafði haft lögfræðileg af-
skipti af því á fyrri stigum. Þar
sannaðist hið fornkveðna, að erfitt
er tveim herrum að þjóna. Vinnu-
veitandinn, í þessu tilviki ríkið,
naut ekki starfshæfni viðkomandi,
auk þess sem stundum lék vafi á,
hvort fullri vinnutímaskyldu væri
skilað.
Þetta ástand, tvíeðli manna í
opinberu starfi, stuðlaði ekki að
réttaröryggi í landinu eins og
Lögmannafélagið benti ítrekað á.
Þessi mál voru mikið til umræðu á
sínum tíma. Hinn 10. febrúar 1971
hjó þáverandi dómsmálaráðherra,
Auður Auðuns, á hnútinn, þegar
hún gaf út „reglur um málflytj-
endastörf manna í opinberu
starfi" og eru þær enn í gildi. í 1.
gr. segir svo:
„Lögfræðingum, sem starfa við
embætti dómara, lögreglustjóra,
tollstjóra, ríkisskattstjóra, sak-
sóknara ríkisins, eða í stjórnar-
ráði, er óheimilt að stunda
málflytjendastörf meðan þeir
gegna slíkum störfum. Þetta á þó
ekki við um málflytjendur, sem
gegna fyrrnefndum störfum um
afmarkaðan stuttan tíma eða eru
falin dómarastörf í einstöku
máli.“
í 3. gr. er síðan kveðið skýrt á
um það, að lögfræðingum skuli
„eigi heimilt að stunda málflutn-
ingsstörf eftir að þeir hafi tekið
við umræddum störfum, enda
skuli þeir afhenda dómsmálaráðu-
neyti málflutningsleyfi sitt meðan
svp er ástatt".
I mínum huga er enginn vafi á
því, að embætti aðstoðarmanns
ráðherra fellur undir þessar regl-
ur og hefur Eiríkur Tómasson hdl.
sama skilning, en hann gegndi um
skeið embætti aðstoðarmanns
dómsmálaráðherra. Aðstoðarmað-
ur ráðherra hefur lögum sam-
kvæmt stöðu deildarstjóra, en
hverfur úr starfi jafnskjótt sem
ráðherra og nýtur þá launa þrjá
mánuði til viðbótar, hafi hann
ekki áður verið ríkisstarfsmaður,
en þá á hann rétt á að hverfa til
fyrra starfs eða annars eigi lakara
að föstum launum í þjónustu
ríkisins. Hann er embættismaður
með réttindum þeirra og skyldum.
Samkvæmt þessu átti Arnmundur
Bachmann rétt til þriggja mánaða
launa, er hann hætti sem aðstoð-
armaður ráðherra.
Mér þykir nauðsynlegt að árétta
þessi sjónarmið vegna greinar
Arnmundar Bachmanns í Morg-
unblaðinu 5. nóvember sl., vegna
orðaskipta okkar Svavars Gests-
sonar félagsmálaráðherra á Al-
þingi, þegar rædd var fyrirspurn
okkar Péturs Sigurðssonar um
ríkisábyrgð á launum við gjald-
þrot. Arnmundur var aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra frá 1.
júní 1980 til 30. júní sl., en rak
samtímis umsvifamikla málflutn-
ingsstofu. Það er til marks
um störf hans á þeim vettvangi, að
hann var skipaður réttargæzlu-
maður og verjandi í viðamiklu
sakamáli á þessum tíma. Mér er
sagt, að hann hafi verið lögmaður
fjölmargra stéttarfélaga gegn
fastri þóknun á meðan, þar á með-
al Verkamannasambands íslands,
sem að vísu réð sér annan lög-
mann, þar sem það taldi störf
hans sem aðstoðarmanns fé'lags-
málaráðherra ekki samrýmast al-
mennri lögfræðilegri ráðgjöf og
vildi hafa óháðan lögmann i þjón-
ustu sinni. Þessar staðreyndir
koma ekki heim og saman við þá
fullyrðingu Arnmundar, að hann
hafi verið „fjarverandi frá lög-
mannsstörfum" meðan hann var
aðstoðarmaður ráðherra.
Ég hygg, að Arnmundur Bach-
mann hafi lokið framhaldsnámi í
vinnurétti erlendis og hafi m.a.
verið ráðinn aðstoðarmaður fé-
lagsmálaráðherra til þess að vera
sérfræðingur hans í þeim málum.
Það hlaut hins vegar að koma í
veg fyrir að hann gæti nýtzt ráðu-
neytinu til fulls sem hlutlaus úr-
skurðaraðili að lögmannsstofa
hans og þar með hann sjálfur var
aðili að því máli, sem úrskurða
þurfti. Þetta sýnir Ijós'ega nauð-
syn þess, að reglurnar um mál-
flytjendastörf manna í opinberu
starfi séu í heiðri hafðar til þess
að vanhæfni komi ekki í veg fyrir,
að viðkomandi ráðuneyti njóti sér-
þekkingar manna í sinni þjónustu.
I svari við fyrirspurn minni á
Alþingi komst Svavar Gestsson
félagsmálaráðherra m.a. svo að
orði: „Tveir lögfræðingar í lög-
fræðiskrifstofu Arnmundar Bach-
mann hafa fengið greitt sem hér
segir: Viðar Már Matthíasson
vegna tveggja launamanna, kr.
2.646 bæði árin 1980 og 1981 og
Sveinn Skúlason lögmaður vegna
um það bil 50 launamanna á árun-
um 1980 til 1981 kr. 63.559.“ í
fylgiskjölam ríkisbókhaldsins árin
1980 og 1981 er hvorugt þetta nafn
að finna, en á hinn bóginn fjöl-
margar greiðslubeiðnir vegna
lögmannsstarfa og kostnaðar
Arnmundar Bachmann hdl., svo
að ætla verður að ávísanir ríkis-
féhirðis hafi verið gefnar út á
hans nafn, svo og launamiðar
ráðuneytisins. I því Ijósi er rétt að
íhuga þessi ummæli lögmannsins í
greininni 5. nóvember sl.: „Siðleysi
það, sem þingmaðurinn talar um,
er þá eingöngu í því fólgið að
félagsmálaráðuneytið skyldi ekki
neita að greiða staðgenglum Arn-
mundar Bachmann lögbundna
þóknun vegna starfa þeirra fyrir
launþega."
Vel getur þetta dugað sem svar
við svohljóðandi spurningu lög-
mannsins: „I hverju er hyglunin
og siðleysið fólgið?"
Ég vil taka það fram í þessu
sambandi, að ummæL mín hér og
á Alþingi á dögunum geta ekki
skilist sem áfellisdómur yfir þeim
lögmönnum, sem unnið hafa við
innheimtu á ógreiddum launum
vegna gjaldþrots atvinnurekenda.
Allra síst er unnt að skilja þau
sem árás á starfsmenn Arnmund-
ar Bachmann hdl., enda hefur mér
skilist að þeir hafi á sér gott orð
og séu dugandi ungir menn í lög-
mannastétt. Á hinn bóginn voru
svör ráðherra varðandi greiðslu
lögmannskostnaðar í sumum
greinum óljós og villandi, eða
hann svaraði ekki því, sem um var
spurt. í því ljósi hijóta ummæli
mín að vera skoðuð. Kjarni máls-
ins er að sjálfsögðu sá, að launa-
fólk fái laun sín greidd við gjald-
þrot atvinnurekanda svo fljótt
sem verða má. Félagsmálaráðu-
neytinu ber á hinn bóginn skylda
til að vera gagnrýnið á reikninga
lögmanna sem annarra, sem ríkið
hefur skipti við. Og ég kemst ekki
hjá því að fara viðeigandi orðum
um, að aðstoðarmaður félagsmála-
ráðherra skuli reka umsvifamikla
málflutningsstofu á sviði vinnu-
réttar.
Arnmundur Bachmann spyr:
„Getur Halldór Blöndal nefnt eitt
einasta dæmi þess, að krafa laun-
þega hafi verið greidd í félags-