Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 29

Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 29 gangskör Konur og kosningar — rætt við Margréti S. Einarsdóttur, for- mann Landssambands sjálfstæðiskvenna Framundan eru Alþingiskosn- ingar og hafa stjórnmálaflokk- arnir hafið undirbúning að þeim. Prófkjör hafa verið ákveðin og verður prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í lok þessa mánaðar. Konur eru helmingur kjósenda í landinu og með stöðugt aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu gera þær enn ríkari kröfur til þess en áður að verðmætamat kvenna fái að njóta sín og hafa áhrif í þjóðlífinu. Þá kröfu verð- ur að gera til sjálfstæðismanna, að Sjálfstæðisflokkurinn svari kröfum nútímans og stuðli að jafnri stöðu karla og kvenna í trúnaðarstöðum flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn á að þessu leyti sem í öðru efni að vera í fararbroddi. Starf sjálfstæðis- kvenna fram að prófkjöri í kjör- dæmum landsins mun markast Umsjón: Ásdís J. Rafnar Erna Hauksdóttir af baráttu fyrir konum í örugg þingsæti á Alþingi. Umsjónar- menn Gangskarar hvetja sjálf- stæðismenn til að stuðla að auknum hlut sjálfstæðiskvenna á Alþingi með stuðningi við konur í prófkjöri. Margrét S. Kinarsdóttir sjúkral- iði er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Nokkrum spurningum var beint til hennar varðandi konur og stjórnmál. Hver er staða kvenna í ábyrgð- arstöðum innan Sjálfstæðisflokks- ins? „Staða kvenna í ábyrgðarstöð- um innan stjórnmálaflokkanna almennt er ekki ýkja mikil og þar er Sjálfstæðisflokkurinn engin undantekning, því miður. I miðstjórn, málefnanefndum og stjórnum félaga flokksins er hlutfall kvenna enn óheyrilega lágt. Það er þó rétt að minna á Margrét S. Einarsdóttir að annar af framkvæmdastjór- um flokksins er kona.“ Hvers vegna er hlutur kvenna ekki meiri í dag innan flokksins? „Við slíkri spurningu er ekkert eitt algilt svar. Hér kemur margt til. Konur hafa gert kröf- ur um aukið jafnrétti á sama tíma og þær sjálfar hafa ekki haft sig í frammi sem skyldi. Konur verða sjálfar að vera til- búnar til að nýta sér frelsi ein- staklingsins og þá ábyrgð sem því fylgir að takast á við ný verkefni í. þjóðfélaginu. Þó svo að jafnréttismál séu ekkert einkamál kvenna, þá seg- ir sig sjálft, að konur verða sjálfviljugar að ganga fram fyrir skjöldu og taka í auknum mæli að sér stjórnunarstörf í atvinnu- lífinu og á félagslegum grund- velli. Konur þurfa að berjast fyrir framgangi sínum jafnt og karlar, til þess hafa þær í dag menntun og möguleika, sem þeim ber að nýta. Konur verða að sýna sjálfstraust og síðast en ekki síst ber þeim að sýna í verki að þær beri traust til annarra kvenna. Það þarf dugnað, hæfni og sterkan vilja til þess að ryðja úr vegi fordómum og gamalli hefð, sem rótgróið veldi karla hefur skapað, jafnt innan stjórnmála- flokka sem úti í þjóðlífinu al- mennt." Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur þjóðarinnar. Hvernig á hann að stuðla að auknum hlut kvenna innan sinna vébanda? „Þau kvenfélög sem starfa innan flokksins verða að beita sér markvisst fyrir aukinni þátttöku kvenna í hinu almenna flokksstarfi, m.a. með því að skapa konum aðstöðu til þjálfun- ar í stjórnunarstörfum og með stuðningi við konur, sem sýnt hafa vilja og getu til slíkra starfa." Hvers vegna eiga konur að hasla sér völl á vettvangi stjórnmálanna, að þínu mati? „Stundum verður vart við þann hugsunarhátt, að það að sinna stjórnmálastörfum hafi mannskemmandi áhrif á þá sem við þau fást. Slík viðhorf eiga ugglaust sinn þátt í tregðu margra kvenna til stjórnmála- þátttöku. Ég vara við slikum hugsunarhætti. Konur eru helm- ingur þjóðarinnar. Það er engu síður hlutverk kvenna en karla að móta það samfélag sem við lifum í. Með breyttum þjóðfé- lagsháttum hefur staða konunn- ar breyst og hin hefðbundna hlutverkaskipting kynjanna raskast. Það er blátt áfram skylda kvenna að takast á við slíkar breytingar og koma á framfæri sjónarmiðum sínum og vilja. Nú fara í hönd prófkjör og val á lista flokksins fyrir næstu Al- þingiskosningar. Ég vil hvetja konur til þess að skorast ekki undan þeirri þátttöku, heldur sækja fram. Jafnframt vil ég minna alla stuðningsmenn flokksins á mik- ilvægi þess að framboðslistar Sjálfstæðisflokksins endurspegli viljayfirlýsingar hans um jafna stöðu karla og kvenna. Það hvort konur skipa örugg sæti á framboðslistum flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar gefur haft afdrifaríkar afleið- ingar um stöðu flokksins að kosningum loknum. Sjálfstæðis- flokkurinn verður að sýna í verki að hann sé flokkur framfara, frelsis og jafnréttis.“ smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Tvítugur piltur vanur sveitastörfum, óskar eftir plássi. Uppl. í síma 96—71759. Atvinna óskast Tveir smiöir geta bætt viö sig verkefnum, bæöi nýsmiöi og viöhaldi Uppl. i sima 92-3627 á kvöldin. Lassý-hvolpar til sölu. Uppl. i sima 92-6615. □ Gimli 598211157 = 2 UTIVISTARFERÐIR Sími — Símsvari 14606 Dagsferð sunnu- daginn 14. nóv. Kl. 13.00 Stóra-Skarösmýrarfjall. Hressileg fjallganga, sem hefst i Hamragili. Ef ekki gefur á fjalliö veröur láglendisganga í Hellis- skarö oq að Draugatjörn. Verö kr. 150 og frílt fyrir börn til 15 ára í fylgd fulloröinna. Ekki þarf að panta. Brottför frá BSl bens- ínsölu. SJÁMUST. KR-konur Guöfinna Helgadóttir frá Virku veröur meö jólaföndur í KR-heimilinu 15. og 16. nóv- ember kl. 8—11. Þátttaka til- kynnist til Elísabetar í sima 85929. Stjórnin. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Miönætursamkoma í kvöld kl. 23.00. Allir velkomnir. Kvenfélag Grensássóknar heldur basar og kökusölu i dag laugardag 13. nóvember kl. 14.00 í safnaöarheimilinu. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 14. nóv.: Kl. 13.00 — Lambafell (546 m) — Eldborgir. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Verö kr. 150.00. Fariö frá Umferöar- miöstööinni, austanmegin. Far- miöar viö bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Feröafélag íslands. Kventélag Keflavíkur heldur basar j Tjarnarlundl i dag kl. 2 e.h. Margt góöra muna. Margt góöra muna. Nefndin. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík Á morgun, sunnudag, veröur sunnudagaskóli kl. 11.00 og al- menn samkoma kl. 17.00. Veriö velkomin. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Basarinn veröur aö Hallveigar- stööum kl. 2 á sunnudag, gjöfum veitt móttaka á sunnudagsmorg- un milli kl. 10.30 og 12 á sama staö. Ðasarnefnd. Krossinn Samkoma í kvöld kl. 20 30, aö Álfhólsvegi 32, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. Sálarrannsóknar- félagiö á Selfossi Aöalfundur veröur haldinn miö- vikudaginn 17. nóv. í Tryggva- skála kl. 9. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Guömundur Einarsson flytur erindi um Ragnheiöi Brynjólfsdóttur og sýnir video-upptökur. Stjórnin. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Félag sjálfstæðismanna í Árbæjar- og Seláshverfi Aðalfundur Féfag sjálfstæöismanna i Árbæjar- og Sel- áshverfi boöa til aöalfundar laugardaginn 13. nóv. kl. 14.00 i félagsheimili sjálfstæö- ismanna í Árbæjar- og Seláshverfi, Hraunbæ 102, syöri jaröhæö. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Gestur fundarins veröur Vilhjalmur Þ. Vil- hjalmsson. og ræóir hann um skipulagsmál- in. Stiórnin. Aðalfundur kjördæma- ráðs Sjálfstæðisflokksins i Vesturlandskjördæmi veröur haldinn 14. nóvember nk. aö Hólel Borgarnesi. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Tillaga um prófkjör. 3. Gunnar G. Schram rasðir um kjördæmamálin. 4. Önnur mál. Seltjarnarnes ! Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Seltirninga veröur haldinn j félagsheim- | ilinu mánudaginn 15. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri ræöir bæjarmálin og svarar fyrirspurnum. 3. Önnur mál. Stjórnin. Kópavogur Kópavogur Spilakvöld Sjálfstæóisfélag Kópavogs auglýsir: Okkar vinsælu spilakvöld halda áfram þriójudaginn 16. nóvember kl. 21.00 i Sjálfstæóishúsinu Hamraborg 1. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Stjórn S/álfstæóisfelaqs Kopavoqs Hveragerði — Hveragerði Sjálfstæóisfélagió Ingólfur heldur félagsund þriójudaginn 16. nóv. kl. 8.30 i felagsheimili Ölfusinga. Dagskrá: 1. Fulltrúar félagsins i kjördæmaráói segja frá för sinni til Vest- mannaeyja. 2. Hreppsnefndarfulltrúar felagsins sitja fyrir svörum. 3. Önnur mál. Félgar eru hvattir til aö fjölmenna. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.