Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 30

Morgunblaðið - 13.11.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 SJÖ AF HVERJUM TÍU FALLA Á ÞESSU BÍLBELTAPRÓFI umferðinni Frá Umferðarráði Keyndu að svara þessum spurningum með því ad setja kross í viðeigandi reiti. Á meðan er rétt að leggja blað yfir svörin. Þetta krossapróf gæti orðið til þess að þú öðlaðist nýjan skilning á bílbeltanotkun — jafnvel bjargað lífi þínu og þinna á örlagastundu. Rétt/Rangl 1. Það er engin þðrf á að nota bílbelti í innanbæjarakstri. □ □ 2. I alvarlegu bílslysi er betra að kastast út úr bílnum en vera kyrr í honum. □ □ 3. Ef hætta er á að kvikni í bíl eða hann sökkvi í vatn er betra að vera ekki með bílbelti. □ □ 4. Engin þörf er fyrir farþega í aftursæti að nota bílbelti. □ □ 5. Það er engin trygging fyrir því að bílbelti bjargi lífi manns. □ □ 6. Bílbeltið sjálft getur valdið meiri meiðslum en áreksturinn sem viðkomandi lendir í. □ □ 7. Neðra band bílbeltis ætti að liggja neðar- lega yfir mjaðmir en ekki kviðinn. Axlarr bandið ætti að liggja svo þétt að öxlinni að aðeins sé hægt að koma krepptum hnefa milli þess og axlarinnar. □ □ Sýning er að hefjast og ég kem spenijtur 1 leikhúsi yUMFERÐAR SVÖR: 1. RANGT. Jafnvel á aðeins 50 kílómetra hraða gæti maður kast- ast á framrúðuna, og slasast mikið eða látið lífið ef beltið er ekki spennt. Skyndileg stöðvun bifreiðar getur lika verið hætt- uleg. Banaslys hafa orðið á aðeins 25 kílómetra hraða. 2. RANGT. Talið er að 8 af hverjum 10 sem kastast hafa út úr bíl og farist hefðu komist af í bílbelti. 3. RANGT. Sértu með bílbelti er minni hætta á að þú slasist eða missir meðvitund, og þá aukast líkur á því að þú komist hjálparlaust út úr bílnum. 4. RANGT. Best er að allir farþegar í aftursæti séu með bílbelti. Hætt er við að börn geti kastast á ökumann og farþega í framsæti eða á framrúðu og mælaborð. Hætta er á að ftllorðn- ir meiðist í andliti og höfði við að rekast á bakið á framsætinu eða öskubakka og hurðarhúna. 5. RÉTT. En staðtölur hafa sannað gildi þeirra. Talið er að lík- urnar á skyndilegum dauða og meiri háttar meiðslum séu a.m.k. tvöfalt meiri og líkurnar á minni háttar meiðslum a.m.k. helmingi meiri ef bílbelti eru ekki notuð. 6. RANGT. Séu bílbeltin í góðu lagi koma þau að tilætluðum notum í 99 tilvikum af 100. 7. RANGT. Tvöföld. bílbelti af þessu tagi veita besta vörn sé þeim komið þannig fyrir. Um þessi atriði þarf yfirleitt ekki að hugsa ef rúllubelti eru í bílnum. Eins og þið sjáið er ekkert vit í öðru en að spenna beltin. Bridge Arnór Ragnarsson Suðurlandsmót í tvímenningi Helgina 20.—22. nóvember nk. verður haldið Suðurlandsmót í tvímenningi í Menntaskólanum að Laugarvatni. Spilaður verður Barometer-tvímenningur. Seld- ur verður matur í mötuneyti skólans meðan á mótinu stendur. Svefnpokapláss verður einnig til reiðu. Á laugardeginum kl. 10.00 f.h. verður jafnframt haldinn stofnfundur Bridgesambands Suðurlands. (Fréll frá Bridgefélagi Mennlaskólan.s á l>augarvatni.) Bridgedeild Skagfirðinga Lokið er keppni í „Barometer" með glæsilegum sigri Guðmund- ar Þórðarsonar og Leifs Jóhann- essonar. Hlutu þeir félagar 240 stig eftir að hafa leitt keppnina öll kvöldin. Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 168 Erlendur Björgvinsson— Sveinn Sveinsson 154 Óli Andreasson — Sigrún Pétursdóttir 146 Gísli Tryggvason — Guðlaugur Nilsen 106 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 101 Stígur Herlufsen — Vilhjálmur Einarsson 86 Hæstu skor síðasta kvöldið fengu: Óli Andreason — Sigrún Pétursdóttir Guðmundur Þórðarson — Leifur Jóhannesson Erlendur Björgvinsson — Sveinn Sveinsson Þriðjudaginn 16. nóv. byrjar hraðsveitarkeppni 8—10 spila- leikir. Keppnisstjóri er Kristján Blöndal og tekur hann á móti skráningu í síma 40605. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 8. nóvember lauk aðaltvímenningskeppni félagsins (5 kvöld, 20 pör). Sigurvegarar urðu Ragnar Björnsson og Þór- arinn Árnason. Staða 8 efstu para endaði þannig: Ragnar — Þórarinn 637 Ragnar — Helgi 608 Þorsteinn — Sveinbjörn 601 Sigurður — Halldór 594 Ólafur — Agnar 577 Hannes —-Jónína 572 Óli V. — Þórir 570 Viðar G. — Pétur 553 Mánudaginn 15. nóvember nk. hefst 5 kvölda Hraðsveitar- keppni. Þátttaka tilkynnist til Helga Einarssonar, sími: 71980 fyrir laugardagskvöld 13. nóvem- ber. Bridgesamband íslands Nýkjörin stjórn Bridgesam- bands íslands hefur nú skipt með sér verkum. Forseti er Kristófer Magnússon, varafor- seti Jakob R. Möller, ritari Ester Jakobsdóttir og gjaldkeri Guð- brandur Sigurbergsson. Með- stjórnendur eru Aðalsteinn Jörgensen, Guðjón Guðmunds- son og Jón Baldursson. Um næstu áramót verður gef- in út ný meistarastigaskrá., Þá verða þau gullstig sem spilarar hafa unnið sér inn fyrir mót ,á vegum Bridgesambandsins síð- astliðinn vetur skráð sjálfkrafa. Bridgesambandið vill vekja at- hygli á að það getur ekki skráð stig fyrir Bikarkeppnina nema sveitarforingjar þeirra sveita sem unnu leiki tilkynni hvaða spilarar spiluðu leikina og hvað stóran hiuta leiksins þeir spil- uðu. Bridgesambandið vill því minna sveitarforingja á að skila leikjaskýrslu til sambandsins og einnig skora á þær sveitir sem hafa ekki enn greitt keppnis- gjald fyrir Bikarkeppnina að gera það sem fyrst. Aðrir spilarar ættu að fara að huga að meistarastigum sínum og senda þau til sambandsins fyrir áramót svo meistarastiga- skráin verði sem réttust. Skrif- stofa sambandsins verður fram- vegis opin mánudaga og fimmtu- daga klukkan 16—19. Bridgefélag V-Hún. Hvammstanga Nýlokið er 3ja kvölda firma- keppni með þátttöku 44 firma, sem jafnframt var einmenn- ingskeppni félagsins. Úrslit firmakeppni: Firma — Spilari Stig Sparisjóður V-Hún. — Jóhannes Guðmannss. 123 Búnaðarsamb. V-Hún. — Aðalbjörn Benediktss. 109 Félagsheimilið — Björn Friðriksson 107 Sameinaðir verktakar — Bragi Arason 104 Ungmennasamband V-Hún. — Flemming Jessen 103 Hvammstangahreppur — Einar Jónsson 103 Lyfjasalan — Kristján Björnsson 102 Þjóðviljinn — Karl Sigurðsson 102 Úrslit einmenningskeppni: Stig Kristján Björnsson 298 Jóhannes Guðmundsson 295 Aðalbjörn Benediktsson 281 Eggert Karlsson 279 Einar Jónsson 273 Örn Guðjónsson 271 Flemming Jessen 270 Meðalskor 270 Félagið þakkar firmum fyrir þátttökuna. Næstu kvöld verður spilaður aðaltvímenningur fé- lagsins. Bridgeklúbbur Akraness Nú er lokið fimm kvölda hausttvímenningi klúbbsins. Alls spiluðu 20 pör og var spilað- ur barómeter. Eftirtalin pör náðu yfir 100 stiga skor: Stig Eiríkur Jónsson & Alfreð Viktorss. 3 k. — Jón Alfreðsson 2 k. 226 Þórir Leifsson — Oliver Kristóferss. 165 Hörður Jóhannesson — Kjartan Guðmundsson 150 Guðjón Guðmundsson — Ólafur Gr. Ólafsson 148 Guðni Jónsson — Vigfús Sigurðsson 113 Björn Viktorsson — Þorgeir Jósefsson 107 Næsta keppni klúbbsins verð- ur hraðsveitakeppni. Spilaðir verða 16 spila leikir, tveir á hverju kvöldi. Spilastaður verð- ur samkvæmt venju Röst og hefst keppnin kl. 20 í kvöld, fimmtudag 11. nóv. Spilarar eru beðnir að mæta tímanlega. Bridgespilurum er bent á það að nú er Opna Hótel Akranes- mótið orðið fullsetið og kominn biðlisti. Bridgefélag kvenna Eftir 20 umferðir er staða efstu para í barómeterkeppninni þessi: Stig Halla'Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsd. 492 Nanna Ágústsdóttir — Ragnheiður Einarsd. 339 Sigríður Pálsdóttir — Ingibjörg Halldórsd. 336 Sigrún Pétursdóttir — Árnína Guðlaugsdóttir 280 Ásgerður Einarsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 215 Júlíana ísebarn — Margrét Margeirsdóttir 205

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.