Morgunblaðið - 13.11.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 13.11.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 31 Vestfirðir: Flugfélagið Ernir hættir áætlunarflugi ísafirði, 10. nóvember. FLUGFÉLAGIÐ ERNIR á ísafirði, sem hefur haidið uppi reglubundnu áætlunarflugi með póst og farþega til Suðureyrar, Flateyrar, Þingeyrar, Bíldudals og Patreksfjarðar um 12 ára skeið, hætti fluginu í dag. I'essar flugferðir hafa verið einu reglubundnu samgöngurnar milli staða á Vest- fjörðum, að undanskildum ferðum strandferðaskipa og bila á vegum Flugleiða á áætlunarflugvelli félagsins. Astæðan til þess að fluginu er hætt er sú að ekki hefur fengist endurskoðun á 12 ára gömlum samningi félagsins við póstmála- yfirvöld þrátt fyrir mjög breyttar forsendur, en póstflutningarnir eru burðarásinn í fluginu. I upphaflega samningnum var gert ráð fyrir einshreyfils fjög- urra sæta flugvél til flugsins. Sú vél varð þó fljótlega of lítil og var aukningunni mætt með stærri vél- um, og hefur nú siðustu árin verið notast við 10 sæta Islander-vél. Það reyndist félaginu ofviða að gera út svo stóra vél, þrátt fyrir mikla póstflutninga, vegna þess að gjaldið miðaðist við gömlu fjög- urra sæta vélina, og var vélin send úr landi í haust og er til sölu í Bandaríkjunum. • í byrjun júní í ár óskaði flugfé- lagið eftir endurskoðun á samn- ingum á grundvelli breyttra for- sendna, og jafnframt var samn- ingnum sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Póstyfirvöld í Reykjavík hafa haft samband við ráðuneyti samgöngumála vegna málsins, en ekki fengið heimild til hækkunar, að sögn Harðar Guð- mundssonar framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernir. Sagði hann að þeir hjá flugfélaginu hefðu vonast til þess í lengstu lög að samgöngu- ráðherra, sem jafnframt er þing- maður kjördæmisins, og hans menn sýndu skilning á nauðsyn þess að halda gangandi þessum einu reglubundnu samgöngum innan Vestfjarða. Þar sem engin formleg svör hafa borist ákvað stjórn félagsins á fundi í gær, þriðjudag, að hætta fluginu frá og með miðvikudeginum 10. nóvem- ber. Enginn vafi er á því að stöðvun flugsins mun hafa verulega rösk- un og óþægindi í för með sér fyrir Vestfirðinga því að á síðustu árum hafa ýmsir þættir sameiginlegrar stjórnsýslu Vestfirðinga færst til ísafjarðar. Má þar nefna Orkubú Vestfjarða, Fræðsluskrifstofu Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfjarða o.fl. Útgerð og fisk- • vinnsla í fjórðungnum eiga mikil viðskipti við ríkisbankaútibúin á ísafirði, og áfengis- og tóbáksúts- ala ríkisins þjóna öllu svæðinu svo eitthvað sé nefnt. Nú verður allur póstur, svo og farþegar, sem þurfa að komast milli staða á Vestfjörðum, að fara um Reykjavík. Flugfélagið Ernir heldur þó áfram neyðar- og leig- » uflugi sem hingað til, en segja má að flugfélagið sé mikilvægur þátt- ur í heilbrigðiskerfinu hér vestra, en það flutti á síðasta ári 133 sjúklinga í 120 flugferðum, oft við mjög erfið skilyrði. Missir póstfl- ugsins veikir mjög allan rekstr- argrundvöll flugfélagsins og vegna óvissunnar sem hér ríkir, hefur flestum starfsmönnum fé- lagsins verið sagt upp störfum. Úlfar. Flórída FariÖ á eigin vegum til St. Pete. Heimilislegt og tandurhreint mótel, vel staðsett. Þið er- uð sótt og keyrð á flugvöll í Tampa. Lítil íbúð $125 á viku eða $25 á dag. Stór íbúð $145 á viku eða $30 á dag. Verðið er fyrir tvo í íbúð og sjónvarp í öllum íbúðum, hringið beint. Uppl. í Rvík 78650. Sun Dial Motel, Sími 813-360-0120. SUNNY-HATIÐ áá í Sýningarsalnum við Rauðagerði laugardag og sunnudag kl. 2—5. „ ^mí^- - 'tf -%V ; -> . ' . ____ ; ■SEu* SYNUM TOPPINN 1983 DATSUN SUNNY STATION, sjálfskiptur, DATSUN SUNNY SEDAN, sjálfskiptur, veröa frumsýndir þessa helgi, gerbreyttir og stórglæsilegir, meö allskonar aukabúnaöi. Ennfremur DATSUN CHERRY 1500 sjálf- skiptan ásamt SUBARU STATION 1800 4WD, meö háu og lágu drifi. Bílar sem fáir geta keppt viö í ríkulegum búnaöi og verði. TISKUSYNING SUNNUDAG KL. 3 Sýningasamtökin „Model 79“ sína lúxusfatnaö frá PELSINUM Kirkjuhvoli Og auövitaö veröur heitt á könnunni Veriö velkomin INGVAR HELGASON Simi 33560 SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI bækur á tveimur árum Nýjasta bókin: Frjáls hugsun — frelsi þjóðar Hvöt í nútíð og framtíð Mannauður — mannvirkjun Hvöt í samvinnu viö Landssamband sjálfstæðiskvenna Bóksalar, bókamenn, bókin er til afgreíðslu í Valhöll — sendum ef óskað er. GREINAR RITA: Fyrstu ár Hvatar Ólöl Benediktsdóttir kennari Menntun markmið - leiöir Sigríöur Arinbjarnar- dóttir kennari Skóli Blítur barnsskónum í Breiöholti Áslaug Friörikadóttir akólaatjóri Beasý Jóhannadóttir cand. mag. Bók sem vekur athygli Einstaklingurinn og skólakerfið Katrín Fjeldated lækmr Árdia Þóróardóttir rekstrarhagfræóingur Leikmanns- þankar um kjarasamninga Dögg Pálsdóttir lögfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.