Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
+
Eiginmaður minn og faöir okkar,
EIRÍKUR JÓEL SIGURÐSSON,
Aðalgötu 12, Ketlavík,
lést að heimili sínu miövikudaginn 10. nóvember 1982.
Stefanía Guömundadóttir
og börn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaöir,
JÓNAS THORODDSEN,
fyrrvarandi borgarfógeti,
lézt í Landakotsspítalanum hinn 11 þ.m.
Björg M. Thoroddsen,
Magnús Thoroddsen, Sólveig Kr. Thoroddsen,
María Thoroddsen, Örn Ingólfsson,
Soffía Thoroddsen, Siguróur Kristinsson.
+
Elskuleg móðir okkar,
ÁSA FRÍMANNSDÓTTIR,
Héaleitisbraut 103,
lést 11. þessa mánaðar.
Valgeróur Stefánsdóttir,
Haraldur Baldvinsson.
+
Systir okkar,
JÓNFRÍDUR GUDJÓNSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja á Hóli, Svínadal,
andaðist i sjúkrahúsi Akraness miövikudaginn 10. nóvember.
María Guójónsdóttir,
Þóra Guójónsdóttir.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURBERGUR HJALTASON,
Kaplaskjólsvegi 31,
verður jarösunginn frá Neskirkju mánudaginn 15. nóvember kl.
15.00.
Ingveldur Guómundsdóttir,
Valur Sigurbergsson, Hólmfríður Guöjónsdóttir,
Örn Sigurbergsson, Kristín Jónsdóttir
og barnabörn.
+
Útför fööur okkar,
GUNNLAUGS JÓNSSONAR
frá Króki,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 3 e.h.
Þeir, sem vilja minnast hans eru vinsamlega beönir aö láta Krabba-
meinsfélagið njóta þess.
Stefanía Bylgja Lima,
Ólafur Gunnlaugsson.
+
Þökkum af alhug samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eigin-
manns míns, fööur og bróöur,
HARÐAR ÁSGEIRSSONAR,
Kleppsvegi 28.
Andviröi sendingar þakkarkorta hefur veriö afhent Styrktarfólagí
vangefinna.
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Áshildur Haröardóttir,
Gunnar Ásgeirsson,
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Eiríkur Ásgeirsson,
Ebeneser Asgeirsson,
Erla Ásgeirsdóttir,
Snæbjörn Ásgeirsson.
+
Alúöar þakkir til allra fjær og nær er glöddu og uppörvuöu hjart-
kæra fóstursystur mína og frænku,
HRAFNKÖTLU EINARSDÓTTUR,
bankafulltrúa,
Tómasarhaga 24,
i hennar löngu sjúkdómslegu. Þá eru þakkir færöar fyrir samúö og
hluttekningu viö andlát hennar og útför, ber þar aö nefna sam-
starfsfólk á löngum ferli í Landsbanka islands, fyrir staka vinsemd
lækna og hjúkrunarliös á deiid 3A, Landspítala islands, sem báru
hitann og þungann, Sigurö Björnsson yfirlækni er fyrir utan lækn-
ishjálp veitti henni andlegan styrk.
Ég biö algóöan Guö aö breiöa blessun sina yfir líf ykkar og störf.
Fyrir hönd annarra aðstandenda, .
Matthildur Jónsdóttir.
Minning:
Ólöf Þorleifsdótt-
ir — Grundarfirði
Fædd 5. febrúar 1903
Dáin 3. nóvember 1982
Þegar fregnin um andlát Ólafar
ömmu okkar barst bkkur til eyrna
var það sannarlega óvænt. Ekki
var það vegna aldursins, því að
óðum styttist í 80 ára afmælið,
heldur vegna þess að hún var
gædd þeim lífskrafti, að erfitt var
að ímynda sér hana öðruvísi en í
fullu fjöri. Hvar sem komið var
saman og amma var í hópnum var
glaumur og gleði, kryddað fróðleik
fyrri tíma.
Af frásögnum hennar frá löngu
liðnum tímum mátti mikið læra
og víst er um það að sá fróðleikur,
sem hinir eldri geta látið okkur í
té, verður seint fullþakkaður. Hitt
var ekki síðra að af lífsviðhorfi
hennar mátti margur maðurinn
læra. Hún leit björtum augum til
framtíðarinnar, óhrædd að takast
á við hvað sem upp kynni að koma.
Um orðna hluti var hún ekki að
fást heldur leit ávallt fram á við.
Oft er talað um að þegar fólk
eldist verði það þröngsýnna. Þetta
er ef til vill rétt, en engin regla er
án undantekninga, og amma var
víðsýnni en margur þótt hálfri öld
yngri væri. Það má því með sanni
segja að kynslóðabil væri orð sem
aldrei kom á varir neins þegar um
hana var rætt.
Við systkinin minnumst þeirra
mörgu samverustunda sem við
áttum með ömmu í Nesinu, eins og
Grundarfjörður var kallaður í þá
daga. Eins lengi og við munum
eftir okkur, eða rúm 20 ár, höfum
við komið til hennar á hverjum
jólum og notið gestrisni hennar og
góðvildar. Þetta er orðin þvílík
venja að það er erfitt að ímynda
sér að nú sé henni lokið fyrir fullt
og allt. Hjá Ólöfu ömmu okkar
voru allir aufúsugestir enda komu
margir til hennar og bar þá margt
skemmtilegt á góma. Þegar við
byrjuðum að vinna voru fyrstu
skrefin okkar allra stigin hjá
henni. Þar voru okkur mörg heil-
ræði gefin, sem seint munu gleym-
ast. Þegar Iangömmubörnin komu
áttu þau vísan samastað hjá lang-
ömmu. Fáum klukkustundum áður
en hún kvaddi þennan heim lauk
hún við síðasta verk sitt, að prjóna
sokka á 2ja ára barnabarnabarn
sitt. Þannig var með allt sem hún
tók sér fyrir hendur: það varð
henni til sóma og öðrum til bless-
unar.
Ömmu okkar sendum við öll ást-
arkveðjur og innilegar þakkir
fyrir samfylgdina. Drottinn blessi
minningu hennar.
Systkinin Hömrum
Er móðir mín hringdi í mig ný-
lega og tilkynnti mér lát ömmu
minnar deginum áður, fylltist
hugurinn alls konar hugsunum og
minningum. Fyrst e.t.v. gleði og
léttir að heyra, hvernig hún fékk
að fara glöð og sátt við sitt eins og
ævinlega, heilbrigð fram á síðasta
dag, að hún var ekki ein, er kallið
kom heldur var Veiga systir henn-
ar, er henni þótti svo vænt um, hjá
henni, hún fékk að sofna í örmum
hennar. Þannig kvaddi amma
þennan heim. Síðan komu í hug-
ann ótal bjartar minningar frá
liðnum dögum, frá árlegum
sumarheimsóknum mínum til
ömmu í Grundarfirði, allt frá
bernsku fram á fullorðins ár og að
lokum sorgin yfir því að nú væri
hún farin fyrir fullt og allt, að ég
ætti aldrei framar eftir að sjá
hana. Eins var sárt til þess að
hugsa að geta ekki verið viðstödd
jarðarförina hennar, vegna búsetu
erlendis.
Eg vona að bréfin mín til henn-
ar hafi glatt hana, mig langaði að
gleðja hana meðan hún lifði og
kveðja hana á þann hátt.
Er ég hugsa til baka og velti því
fyrir mér: Hver var amma, hvern-
ig var amma? — er mér efst í
huga hversu glöð og kát hún
ævinlega var. Henni var gefið það
að geta glaðst yfir litlu, hún var
alltaf svo ánægð með sig og sltt,
laus við alla öfund eða ágirnd; hún
var fullkomlega ánægð með sitt.
Hún var einnig óvenju lífsglöð.
Ósjaldan gaf hún öðrum af gleði
sinni, hún gat hlegið svo innilega
og smitandi og hvað mest af eigin
skyssum. Því held ég að fólk hafi
oftast farið hressara og ögn ríkara
af hennar fundi en það kom.
Vegna þessara eiginleika sinna
hændi hún fólk að sér, jafnt sitt
eigið sem óskylda, yngri sem eldri.
Því var hún áreiðanlega aldrei
einmana eða þurfti að láta sér
leiðast, enda er mér til efs, að hún
hafi kunnað slíkt. Ég þori að full-
yrða, að amma var hamingjusöm
kona allt fram á síðasta dag, það
er mér mikil huggun.
Einhverju sinni las ég að nafnið
Ólöf þýddi „sú, sem erfir forfeður
sína“. Sennilega er nafnið manns
dýrmætasta eignin sem maður á,
og áreiðanlega sú persónulegasta.
Ég var elsta barnabarn ömmu og
hið eina, sem bar nafn hennar. Ég
er stolt af því að bera nafnið
hennar og vona að ég megi erfa og
ávaxta hið jákvæðasta úr fari
hennar: gleðina og hina innri
ánægju. Með hvorutveggja í vega-
nesti get ég óhrædd mætt framtíð-
inni, amma var mér sannfærandi
fyrirmynd í þeim efnum. Með
þakklæti í huga kveð ég hana. Fari
hún í friði.
Ó.G.H.
Ragna Olafsdóttir
— Minningarorð
Fædd 6. marz 1964
Dáin 31. okt. 1982
Mig setti hljóða mánudaginn 1.
nóvember sl. er hringt var í mig.
Ragna var dáin. Alltaf setur mann
hljóðan, þegar fréttir af hörmu-
legum slysum berast manni til
eyrna, en það hverfur síðan frá
manni aftur. En erfitt er það, þeg-
ar um er að ræða vin, sérstaklega
svo góðan vin sem Ragna var.
Ég kynntist Rögnu fyrir fjóru
og hálfu ári, þegar ég byrjaði að
æfa frjálsar íþróttir með Breiða-
blik. Vinátta okkar efidist þó enn
meir í Danmerkurferð sem við
fórum, stór og glaður hópur frá
Breiðablik, sumarið 1979. Þar vor-
um við mikið saman, Ragna og ég,
í starfi og leik og hefur vinskapur
okkar verið ósiitinn síðan.
Ófáar eru þær næturnar, sem ég
gisti á heimili hennar eins og títt
er um vinkonur á þessum aldri og
var mér alltaf jafn vel tekið af
foreldrum hennar.
Síðastliðið eitt og hálft ár höf-
um við ekki haft eins mikil sam-
skipti og áður. Ég hætti að æfa
frjálsar íþróttir og Ragna fór að
aðlagast meira skólasystkinum
sínum í MK, þar sem hún tók mik-
inn þátt í íþrótta- og félagsmálum.
En alltaf var vinátta okkar jafn
sterk og þegar við hittumst var
hún alltaf sama glaða og hressa
Ragna.
Sagt er að Guð taki alltaf bezta
fólkið fyrst, Ragna er ein bezta
vinkona sem ég hefi eignazt. Hún
var afar heilsteypt og hreinskilin
og sagði hispurslaust sannleikann
og skóf oft ekkert af því.
Ragna skilur eftir stórt skarð,
ekki bara í vinahópi heldur líka í
þjóðfélaginu, sem aldrei verður
fyllt.
Við fáum aldrei aftur að sjá
bjarta og fallega brosið hennar né
heyra dillandi hláturinn.
Og svo ótal margt var enn ósagt
og ógert.
Bið ég algóðan Guð að geyma
Rögnu okkar og styrkja foreldra
hennar, þau Gússý og Öla. Einnig
Siggu litlu, Ástu og Steina, ömmu
hennar og afa í þeirra miklu sorg.
Megi minning hennar lifa.
Með mínum dýpstu samúðar-
kveðjum.
Systa
„Nágrannarnir“ í Stjörnubíói
STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarísku kvikmyndinni Nágrann-
arnir með John Belushi í aðalhlutverki.
Handrit myndarinnar samdi Larry Gelbart eftir samnefndri sögu
Thomas Bergers, sem segir frá því, hvernig koma nýrra granna hleypir
óvæntu lífi og fjöri inn í tilveru þeirra, sem fyrir eru.