Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
Töfraflautan
Tónlist
Jón Ásgeirsson \
Gagnrýni þessi er rituð vegna
breytinga á hlutverkaskipan og
að nýr hljómsveitarstjóri hefur
tekið við stjórn sýninganna.
Það er þó ekki úr vegi að geta
þess að undirritaður var mjög
ángæður með sýninguna í heild
og vill hvetja alla til að sjá þessa
skemmtilegu óperu, og hlýða á
óviðjafnanlega fallega tónlist
Mozarts. Það er í hlutverki
Papageno sem hlutverkaskiptin
eru og syngur nú þetta skemmti-
lega hlutverk Eiríkur Hreinn
Helgason. Hann er eins og sá er
fyrst fór með hlutverkið, Stein-
þór Þráinsson, nemandi í
Kirikur Hreinn Mark Tardue
Helgason
Söngskólanum í Reykajvík og er
það órækur vottur um það hlut-
verk sem Söngskólinn hefur
markað sér og að íslenska óper-
an mun í framtíðinni njóta þess
er skólinn leggur faglegan grunn
að. Þetta samspil óperunnar og
skólans á, er tímar líða, eftir að
hafa þau áhrif á söngtækni
okkar Islendinga að ekki verður
talað um bjartsýni, heldur veru-
leika, að hér á landi starfi ópera
er standi jafnfætis sams konar
stofnunum erlendis. Enn sem
komið er, eru flestir nemendurn-
ir í kórnum en uppistaðan í
flutningi óperunnar í höndum
eldri og reyndari söngvara. Ein-
staka nemendur hafa þó fengið
tækifæri og sýnt að þeir eru á
réttri leið og nokkrir jafnvel
vakið sérstaka athygli. Eiríkur
Hreinn Helgason syngur nú sitt
fyrsta hlutverk og stendur sig
frábærlega vel. Bæði leikur hans
Mozart við hljóðfærið. Ófullgert
olíumálverk, talið málað veturinn
1782—1783 af Joseph Lange.
og söngur er góður og víst má
telja að með auknu námi gætu
Islendingar eignast góðan
söngmann í Eiríki. Mark Tardue,
er hafði á hendi stjórnæfingar,
hefur nú tekið við hljómsveitar-
stjórninni, sem er í raun og veru
stjórn allrar sýningarinnar.
Ekki verður annað merkt en
að honum takist að hafa stjórn á
öllu, svo sem vera ber, bæði hvað
varðar samstillingu hljóm-
sveitar og söngvara. Eitt atriði
mætti hugleiða og það er þegar
Tamino verður að skilja við
Paminu og þau syngja stuttan
kveðjusöng ásamt Sarastro.
Þann söng hefði mátt syngja
hægar, svona til að falleg stefin
fengju betur notið sín. Það var
sem sagt of mikill asi á þessu
ofurfagra og viðkvæma atriði.
Sýningin í heild er skemmtileg
og lifandi og söngur og
hljóðfæraleikur áferðarfallegur
og á köflum glæsilegur, enda
voru viðtökur áheyrenda sam-
kvæmt því.
Jón Ásgeirsson.
Ljóða-
tónleikar
lagrid Stjernlof Erik Werba
Ingrid Stjernlöf og Erik
Werba komu fram á vegum
Tónlistarfélagsins og fluttu
ljóðatónlist eftir Stenhammar,
Nystroem, Rangström, Debussy,
Brahms, Liszt, Mahler og Dvor-
ák. Sænsku tónskáldin á efn-
isskránni eru frekar lítið þekkt
hér á landi og væri fengur að því
ef einhver sænskur söngvari léti
verða af því að kynna tónlist
þessara tónskálda. Ingrid
Stjernlöf söng lög landa sinna
fallega en um var að ræða lög er
lítið reynir á, þótt laglega séu
þau samin. Þrír söngvar (Chans-
ons de Bilitis), eftir Debussy er
hann samdi 1897, marka niður-
lag á tímabili tilfinningasemi, er
hann kom sér út úr með því að
snúa baki við ljóðum samtíma-
manna sinna og semja tónlist við
ljóð eldri skálda. Innihald
kveðskaparins er óraunveruleg
náttúrudýrkun, full af tilbúnum
táknum, eins konar falleg skrök-
saga, formynd fáránleikans, sem
nokkrum árum seinna drottnaði
yfir allri listsköpun Evrópu.
Næst var svo vikið yfir í róman-
tíkina, þar sem ort er um eilífa
ást, brennandi tár á kinn og silf-
urtungl.
Af lögunum eftir Brahms var
Nótt í maí einstaklega fallega
sungið. Það er eins og Franz
Liszt sé að uppskera endurreisn,
en hann sjálfur var viss um að
honum hefði mistekist, taldi sig
misheppnaðan listamann,
hversu svo sem það kann að
hljóma í eyrum nútímamanna.
Fallegasta tónlistin á þessum
tónleikum var eftir Mahler.
Fjórir söngvar við ljóð eftir
Friedrich Ruckert, er upphafin
og falleg tónlist og var mjög vel
flutt af listamönnunum. Sí-
gaunasöngvarnir eftir Dvorák,
voru vel fluttir en ekki með
þeirri ástríðu, sem vel má gefa
þessari tónlist. Ingrid Stjernlöf
er vel menntuð og góð söngkona
en nær þó aldrei að spenna bog-
ann til fulls. Samíeiksmaður
hennar, Erik Werba er mikill
listamaður og var samleikur
þeirra mjög góður, án þess þó að
nokkurstaðar glampaði á.